Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 10

Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vinnunefnd mennta- og fjármálaráðuneytis Endurskoðar lög um skemmtanaskatt Kanada hótar hafnbanni vegna veiða á Flæmingjagrunni Vilja að Islendingar veiði minna en 7.000 tonn MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir að skemmtanaskattur í nú- verandi mynd standist ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar til skattlagningar. Ráðuneyti mennta- og fjármála hafa falið sérstakri vinnunefnd að endur- skoða lögin um skemmtanaskatt. Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að endur- greiðslur 90% skemmtanaskatts af kvikmyndasýningum sem renna til eigenda Háskólabíós og Laugarásbíós skekki samkeppnis- stöðu og geti skaðað samkeppn- ina á markaði kvikmyndahúsa. Aðspurður um álit á þeirri niður- stöðu segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra að endur- greiðslurnar séu lögum sam- kvæmt en lögunum beri að breyta. „Hér í ráðuneytinu erum við þeirr- ar skoðunar að þessi skattheimta sé orðin þess eðlis að beri að af- nema hana og embættismenn menntamála- og fjármálaráðu- neytis eru að vinna í því,“ segir menntamálaráðherra. Margrét Gunnlaugsdóttir, lög- fræðingur í fjármálaráðuneytinu, er formaður nefndar um endur- skoðun laga um skemmtanaskatt. Hún vill ekki tjá sig efnislega um mál kvikmyndahúsanna en segir að fyrsta áfanga nefndarstarfsins sé lokið. Nú sé verið að vinna fram- vinduskýrslu og stefnt sé að því að endurskoða lögin í haust. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir kanadísk stjórnvöld krefjast þess að íslendingar veiði minna en sjö þúsund tonn af rækju á Flæmingjagrunni á næsta ári. Raunar kjósi Kanadamenn helzt að banna allar veiðar úr rækjustofnin- um um sinn. Utanríkisráðherra átti í síðustu viku fund með Fred Mifflin, sjávar- útvegsráðherra Kanada, og emb- ættismönnum kanadíska sjávarút- vegsráðuneytisins. „Við fórum yfir stöðuna. Ég gerði grein fyrir þeim umræðum, sem hafa átt sér stað á íslandi og að við ætluðum að koma stjórn á veiðarnar, þótt það hefði ekki verið endanlega ákveðið hvern- ig það yrði gert. Við myndum upp- lýsa þá um það,“ segir Halldór. Væri búið að grípa til hafnbanns gegn öðrum ríkjum Utanríkisráðherra segir að Kanadamenn telji sér bera að beita þeim ráðum, sem þeir hafi til að koma stjórn á veiðarnar. „Þeir sögð- ust hafa orðið að grípa til hafn- banns gagnvart Spánverjum og Pól- verjum og ef þær þjóðir ættu í hlut, miðað við fyrri reynslu, hefði nú þegar verið gripið til slíks. Þeir vildu hins vegar eiga vinsamleg sam- skipti við Island og ríkin hafa verið góðir bandamenn í gegnum tíðina," segir Halldór. Hann segist hafa svarað Kanada- mönnum því að það væri að sjálf- sögðu mjög alvarlegt mál, þegar rætt væri um að loka kanadískum höfnum fyrir íslenzkum skipum. „Það gæti haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir samskipti þjóðanna. Við viljum komast hjá því að til slíks verði gripið og ríkisstjórn íslands vill fara yfir þetta mál. Við verðum að koma í veg fyrir að til þessa komi,“ segir Halldór. Vilja helzt banna veiðar Að sögn utanríkisráðherra leiddi fundurinn ekki til neinnar niður- stöðu, en viðræðurnar voru gagnleg- ar. Hann segir Kanadamenn þeirrar skoðunar að rækjustofninn á Flæm- ingjagrunni sé ofveiddur og svo illa staddur, að bezt væri að banna allar veiðar úr honum um hríð. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins hafa sum aðildarríki NAFO, sem fer með stjórn veiða á Flæmingja- grunni, talið að þau gætu sætt sig við að ísland ákvæði sér einhliða tæplega 7.000 tonna kvóta úr ræk- justofninum á næsta ári; slíkt gæti rúmazt innan ramma þeirrar veiði- stýringar, sem meirihluti aðildar- ríkja NAFO er fylgjandi. Aðspurður sagði Halldór að Kanadamenn hefðu nefnt enn lægri tölur en þessa. „Þeir halda því fram að ef niðurstaðan í fyrra hefði orðið sú að fallast á kvótastýringu í stað sóknarstýring- ar, hefði hlutdeild ísland í þeim kvóta orðið nokkru lægri en þessi tala,_“ segir utanríkisráðherra. „Ég er þeirrar skoðunar að ekki verði hjá því komizt að við komum stjórn á þessar veiðar," segir Hall- dór, Hann vildi þó ekki tjá sig um hugsanlega niðurstöðu ríkisstjórn- arinnar að öðru leyti en því að vís- indamenn teldu rækjustofninn of- veiddan og íslendingar yrðu að taka tillit til þeirra staðreynda, vildu þeir byggja fiskveiðar sínar yfirleitt á veiðiráðgjöf vísindamanna. Sérhæð — Hlíðar Glæsileg ca 110 fm efri sérhæö á frábærum stað. Mikið endurnýjuð á vandaðan og fallegan hátt. Parket. Bílskúrsréttur. Sérinngangur. Áhv. húsbréf 5,5 millj. Verð 9,7 millj. 2626. Valhöll, sími 588 4477. FASTEIGN ER FRAMTIÐ FASTEIGNA Sudurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fax 568 7072 <1) SIMI 568 77 68 MIÐLUN if Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, ritari Vesturbær — endaíbúð Góð 115 fm 5 herb. endaíb. á 3. hæð í góðu fjölbhúsi við Hjarðarhaga. Stórar stofur, 3 svefnherb. o.fl. M.a. nýtt baðherb. Verð 8,9 millj. Dunhagi 13 Góð 4ra herb. 100 fm á 4. hæð. íbúðin er m.a. 2 stofur með suðursv. og 2 góð svefnherb. Verð 6,9 millj. Engihlfð — 2. hæð Til sölu efri hæð mikið nýstandsett s.s. eldhús o.fl. ca 85 fm. Fallegar stofur. Parket. Áhv. 3,7 millj. byggsjóðslán. Framnesvegur — 2. hæð Falleg og mikið endurn. 3ja—4ra herb. íb. á 2. hæð í traustu steinhúsi. íb. getur verið laus fljótt. Nýkomin á söluskrá m.a. eigna: í gamla, góða vesturbænum í reisul. steinhúsi stór, sólrík 3ja herb. 4. hæð. Tvennar svalir. Þarfn. nokk- urra endurbóta. Rishæðin fylgir: Góð stofa, 1 herb., 2 geymslur og snyrt- ing. Getur verið séríb. eða gott vinnupláss t.d. fyrir listamann. Tilboð óskast. Eins og ný - lækkað verð Nýendurbyggö 2ja-3ja herb., ekki stór, hæð í mjög góðu timburhúsi í gamla, góða austurbænum. Sérinng. Langtlán kr. 3,0 millj. Verð aðeins 4,5 millj. Fyrir smið eða laghentan Á vinsælum stað við Eskihlíð 3ja herb. íb. á 2. hæð tæpir 80 fm. Nýl. gluggar og gler. Gömul snyrtil. innr. í eldh. og á baði. Góð sameign. Langt- lán kr. 3,2 millj. Lækkað verð. • • • Fjöldi fjársterkra kaupenda. Lítið einbhús eða sérhæð óskast í gamla austurbænum. LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 ALMENNA FASTEIGNASALAN FELAG Skipholt 3ja herb. góð íbúð á 1. hæð (jarðhæð) 96 fm. Rúmgóð herbergi. Stór stofa. Sérþvottaherb. i íb. Sérinngangur. Fallegur suðurgarður. Verð 6,0 millj. Klapparstígur Glæsileg 3ja—4ra herb. íbúð á 1, hæð i lyftublokk. Fallegt parket og innréttingar. Suðurverönd. Áhv. byggsj. 5,3 millj. Verð 10,7 millj. FASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 557 7410. CEQ11Cn CCQ 107n iárusþ.valdimarsson,framkuæmdastjóri 0uL I I UU'UUL I U / U JOHSM ÞOROflRSOU, HRL. LGGGILTUR FASTEIGNASALI. Sími 555-1500 Sumarbústaður Til sölu góður oa 50 fm sumar- bústaður í landi Jarðlaugsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bílsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Lyngmóar Góð 2ja herb. íb. á 2. hæð. Áhv. 3,1 millj.Verð 5,5 millj. Reykjavík Baughús Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíb. með góðu útsýni. Ahv. ca 2,8 millj. húsbréf. Verð 8,5 millj. Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Sævangur Glæsilegt einbhús á einni hæð ca 180 fm auk tvöf. bílsk. Skipti mögul. á minni eign. Verð 16,0 millj. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli ib. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. ib. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. LYNGVIK FASTEICNASALA - SIÐUMÚLA 33 - SÍMI: 588 9490.É SÍMI 588 9490 Borgarholtsbraut — sérh. Nýkomin í einkasölu mjög skemmtii. 130 fm efri sérhæð í tvíb. 4 svefnherb. Ljóst parket á gólfum. Útsýni. Bílskplata fylgir eigninni. Fráb. staðsetn. Áhv. húsbr. ca 5,3 millj. m. 5% vöxtum. Verð 9,8 millj. (7575). Reykás — 3ja + bílskplata. Vorum að fá í einkasölu 92 fm fallega íb. á 2. hæð. Sérþvherb. í íb. Glæsil. útsýni. Tvennar svalir. Ljóst parket á gólfum. Bílskplata fylgir eigninni. Áhv. ca 4,5 millj. Verð 8,4 millj. (3576). Keilugrandi — 3ja + stæði í bílskýli. Mjög góð 81 fm íb. á 2. hæð ásamt stæði í bílskýll. Parket á gólfum. Verð 7,5 millj. (3542). Hátún — 2ja-3ja herb. Endurn. 2ja-3ja herb. 58 fm íb. á jarðh. (Sérinng.j. Parket. Áhv. ca 3,0 millj. Verð 5,5 millj. (3568). Dvergabakki — 3ja. Björt 68 fm íb. á 2. hæð. Áhv. ca 3,2 millj. húsbr. Verð 5,2 millj. (3558). Hraunbær — 3ja. Góð 85 fm íb. á 2. hæð. Gott skipul. Verð 6,3 millj. (3567). Bergþórugata — 2ja-3ja. Mjög góð ca 50 fm íb. á jarðh. Áhv. ca 1,5 millj. byggsj. Verð 4,4 millj. (2561). Leirutangi — 2ja. Ib. á neðri hæð í tvíb. (ca 95 fm). Sérinng. og sérinnkeyrsla. Áhv. ca 3,9 millj. Verð 5,8 millj. (2498). Hagamelur — stúdíó. Falleg stúdíóíb. í risi. Fráb. staðsetn. Áhv. 3,6 millj. Verð 5,1 millj. (2563). Doktor í jarð- vísindum •GUÐMUNDUR Heiðar Guð- finnsson varði í júlí á síðasta ári doktorsritgerð sína við Ríkishá- skóla Texas í Dall- as. Umsjónarpró- fessor var Dean C. Presnall. Titill ritgerðar- innar er „Melt generation in the system CaO- Mg0-Al203-Si02 at 24 to 34 kbar and the system Ca0-Mg0-Al203- Si02-FeO at 7 to 28 kbar“. Rit- gerðin, sem er í tveimur hlutum, íjallar um bræðslutilraunir á bergi við háan hita og þrýsting og þýð- ingu þeirra fyrir uppruna bastalt- kviku og útbasískrar kviku. í báð- um hlutum er lýst niðurstöðum til- rauna þar sem bráð var haldið í jafnvægi við möttulsteintegundir. í fyrri hluta er fjallað um tilraunir í efnakerfinu Ca0-Mg0-Al203- Si02 við 24-34 kbar þrýsting (jafn- gildi u.þ.b. 70-100 km dýpis í möttlinum) og eru leiddar að því líkur að kómatiítbráð myndist á minna dýpi í möttlinum en yfirleitt hefur verið talið fram að þessu. I seinni hluta ritgerðarinnar er fjall- að um niðurstöður tilrauna í efna- kerfinu Ca0-Mg0-Al203-Si02-Fe0 við 7-28 kbar þrýsting (jafngildi u.þ.b. 20-85 km dýpis). Efnasetn- ingu bráðar og kristalla í jafnvægi við bráðina er lýst sem falli af hita og þrýstingi. Þau gögn eru síðan felld inn í tölvulíkan, sem gerir kleift að líkja eftir þeim ferlum sem verða þegar basaltbráð myndast undir úthafshryggjum og í möttul- strókum. Guðmundur Heiðar fæddist 1. janúar 1960 í Reykjavík, sonur hjónanna Sólrúnar Guðmundsdótt- ur og Guðfinns Magnússonar. Hann útskrifaðist með stúdents- próf frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð árið 1980 og með BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1985 og hóf síðan doktorsnám í tilraunabergfræði í Dallas árið 1989. Hann stundar nú rannsóknir við Bristol-háskóla í Englandi. Fjögur frábær fyrirtæki 1. Söluturn, einn sá besti í bænum. Miklar tekjur, hagstæð leiga. Laus strax. 2 Blómabúð á einum besta stað borgarinnar. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk. 3. Sólbaðsstofa. 6 nýlegir bekkir. Alltaf nýlegar perur. Mikil viðskipti. Vinsæl sólbaðsstofa. 4. Kvenfataverslun á einum besta stað á Lauga- veginum. Sanngjarnt verð. Eigin innflutningur. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. T SUÐURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Sœtir sófar á óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata)-Kópavogi-sími 564 1475 Opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.