Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Húsvíkingar framleiða harðvið fyrir Evrópumarkað Útflutningur á orku með nýjusniði Húsvíkingar flytja inn tré frá Bandaríkjunum og framleiða harðvið fyrir Evrópumarkað. Forráðamenn Aldins hf. segja Helga Bjarnasyni að starfsemin sé í raun útflutningur á orku í nýju formi. Morgunblaöið/Árni Sæberg GUNNLAUGUR Stefánsson framkvæmdasrjóri Aldins. UPPBYGGINGU fyrsta áfanga timburverksmiðju Aldins hf. á Húsavík er lokið. Tilraunavinnslu sem staðið hefur yfir í allt sumar er lokið og framleiðsla á harðviði til útflutnings hafin. Allar áætlanir hafa gengið eftir, að sögn forráða- manna fyrirtækisins. Ákveðið á mánuði Hugmyndina að uppsetningu sögunarmyllu og þurrkunaraðstöðu hér á landi til harðviðarframleiðslu átti Karl Ásmundsson, íslendingur sem búsettur er í Bandaríkjunum. Fékk hann til samstarfs við sig aðila hér á landi og var hugmyndin þá borin upp við Þorgeir B. Hlöð- versson kaupfélagsstjóra Kaupfé- lags Þingeyinga á Húsavík. Þar var málið unnið áfram í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og KÞ ákvað að taka verkefnið upp á sína arma. „Þó ýmsir haldi að ekki sé hægt að taka skjótar ákvarðanir í kaupfélögum tókst okkur að ákveða þetta á mánuði. Það varð til þess að verksmiðjan var sett upp hér en ekki annars staðar á landinu," segir Þorgeir. Auk frumkvöðlanna og KÞ stóðu Kaupfélag Eyfirðinga, Norðurvík hf. og Stefán Óskarsson að stofnun Aldins hf. Sjö menn vinna nú við framleiðsluna. Þorgeir segir að vissulega sé þetta áhættufyrirtæki þó áætlanir sýni að það eigi að verða arðvæn- legt. „Grunnhugsunin er að nýta ódýra hitaorku til að þurrka harð- við til útflutnings. Þetta er því út- flutningur á orku í þessu formi," segir Þorgeir. Hráefnið, heilir trjábolir, er keypt í norðausturríkjum Bandaríkjanna en aðalmarkaðurinn fyrir harðvið- inn er í Evrópu. Flutningskostnaður er mikill en vegna þess hvað orku- notkunin er mikil vinnst mismunur í flutningskostnaði upp við lægra orkuverð og vel það, að sögn Þor- geirs. Nákvæmnisvinna Timburverksmiðjan þarf mikið húspláss. Hún hefur lagt undir sig tvær stórar byggingar á Húsavík, alls tæplega 1.300 fermetra að stærð. Annað húsið var byggt fyrir verksmiðjuna en hitt var tekið á leigu. Einnig er búið að setja upp stóran þurrkofn og annar verður settur upp í haust til að auka afköst- in. Stórvirkar vélar, sem notaðar eru við sögunina, eru keyptar frá Bandaríkjunum. Gunnlaugur Stefánsson fram- kvæmdastjóri segir að alla þekk- ingu við framleiðsluna þurfi að sækja til útlanda, í þeirra tilviki til Bandaríkjanna. Framleiðslan er nákvæmnisvinna. Trjábolirnir koma í heilu lagi til landsins og eru settir í sérstakt sótthreinsibað á hafnar- bakkanum að kröfu yfirvalda. Bol- irnir eru sagaðir í borðvið í sögunar- myllunni. Þarf að velta þeim rétt til þess að ná sem bestu efni. Viðn- VANDAVERK er að saga bolina svo þeir nýtist sem best. um er staflað í búnt og þau sett inn í þurrkklefa. Viðurinn er mislangan tíma í þurrkofninum, eftir því hvað verið er að þurrka. Einnar tommu eik þarf til dæmis að vera mánuð í þurrkun. Að lokinni þurrkun er harðviðurinn flokkaður eftir alþjóð- legum flokkunarreglum, þar sem hrein borð fara í fyrsta flokk en borð með kvistum og öðrum göllum eru flokkuð niður. Að sögn Gunn- laugs er mikill gæða- og þar með verðmunur á flokkunum og mikil- vægt að standa rétt að þessari vinnu. „Við verðum mest í rauðri og hvítri eik og aski. Heimsmarkaður- inn kallar á það," segir Gunnlaug- ur. Sá viður, sem kom út úr til- raunavinnslunni, fór allur á innan- landsmarkað en harðviðurinn, sem nú er verið að þurrka í fyrstu al- vöru framleiðslunni, fer væntanlega allur á Evrópumarkað. Stofnun timburverksmiðju í skóglitlu landi hefur vakið athygli. Það birtist starfsmönnum Aldins meðal annars í stöðugum straumi ferðafólks á verksmiðjusvæðið. Gunnlaugur segir að það sé ekki síst áhugafólk um skógrækt, hand- verksfólk og smiðir. Vilja vinna íslensku trén Spurður að því hvort mögulegt verði að vinna úr íslenskum trjám þegar farið verður að höggva tré úr nytjaskógum, segist Gunnlaug- ur telja líklegt að svo verði. Uppi- staðan í íslensku héraðsskógunum er lerki og segist Gunnlaugur reikna með að verksmiðjan verði tilbúin til að taka við því þegar að því komi. Meira vandamál er með vinnslu á rekavið vegna sandsins sem honum fylgir en Gunnlaugur segist þó hafa áhuga á að skoða málið. Formaður Rafiðnaðarsambandsins að lokinni kjaramálaráðstefnu GUÐMUNDUR Gunnarsson, for- maður Rafíðnaðarsambandsins, segir að Rafiðnaðarsambandið vilji gera samning til fjögurra ára sem feli í sér 15-18% kaupmáttaraukn- ingu. Þó rafiðnaðarmenn séu í að- stöðu til að hrifsa tíl sín launahækk- anir eins og þingmenn séu þeir á því að sígandi lukka sé best. Rafiðn- aðarmenn hafna samfloti með öðr- um samböndum innan ASÍ í kom- andi kjarabaráttu. Á kjaramálaráðstefnu Rafiðnað- arsambandsins voru lagðar útlínur kröfugerðar í komandi kjaraviðræð- um. Kröfugerðin verður rædd í ein- stökum félögum á næstu tveimur vikum áður en umræður hefjast við vinnuveitendur um gerð viðræðu- áætlana. „Það var áberandi í umræðunum að menn eru orðnir þreyttir á því að búa við að stjórnvöld séú í sí- fellu að krefjast einhverrar ábyrgð- ar af okkur, en horfa síðan upp á hópa, sem gera samninga við þessi sömu stjórnvöld, hrifsa til sín launa- hækkanir, sem eru langt umfram það sem aðrir fá. Menn eru reiðir vegna þessa og benda á að þing- menn gáfu tóninn þegar þeir hrifs- Fylgi við leið sígandi lukku Hafna samfloti með öðrum landssamböndum ASÍ uðu til sín launahækkanir upp á tugi þúsunda og skattfríðindi langt umfram aðra landsmenn. Meirihluti fundarmanna var hins vegar á því að sígandi lukka væri vænlegri til framtíðarárangurs heldur en kollsteypur og stjórnlaust stríð á vinnumarkaði. Við gerð síð- ustu samninga lýstum við því yfir að við vildum gera samninga til fjögurra ára svipað og gert hefur verið annars staðar á Norðurlönd- unum. Markmiðið var að ná svipuð- um meðalkaupmætti og er í N-Evr- ópu. Við erum enn sömu skoðunar. Það þýðir 15-18% kaupmáttar- aukning á 3-4 árum," sagði Guð- mundur. Ekki samflot í umræðunum var mikið rætt um hvernig Rafiðnaðarsambandið gæti best fylgt kröfum sínum eftir. Fram kom að Rafiðnaðarsambandið og stærsta aðildarfélag þess á tæpar 200 milljónir í verkfallssjóði. í sam- bandinu eru 1.800 félagsmenn og bentu sumir á að þeir þyrftu ekki allir að fara í verkfall til að ná fram þeim þrýstingi sem dygði til að knýja fram góðan kjarasamning. „Það kom mjög ákveðið fram á fundinum að menn hefðu engan áhuga á samstarfi við önnur sam- bönd ASÍ. Menn eru orðnir þreytt- ir á að sitja endalaust undir ein- hverjum skömmum og árásum frá öðrum stéttarfélögum um að við séum að klifra upp bakið á fólki og eyðileggja samningsmöguleika annarra. Ef hins vegar koma kröfugerðir sem eru í svipuðum stíl og okkar kröfugerðir munum við auðvitað stuðla að framgangi þeirra. Við ætlum hins vegar ekki að sækja á um samstarf við einn eða neinn. Við höfum verið settir til hliðar við gerð síðustu kjarasamninga með þeim rökum að það verði fyrst að semja við láglaunahópana. Við fáum ekki einu sinni fundi á þeim forsendum. Þegar síðan búið er að semja við þessa hópa er okkur skammtað úr einhverri körfu sem búið er að ganga frá í þeim samn- ingum. Þegar því er lokið erum við skammaðir fyrir að klifra upp eftir bakinu á einhverjum. Menn eru búnir að fá nóg af þessu," sagði Guðmundur. ERU ÞEIR AÐ FÁ'ANN? Sjóbirt- ingsveiði glæðist SJÓBIRTINGSVEIÐI er mjög að glæðast í sunnlenskum ám þessa dagana og virðist vera talsvert magn af fiski á ferðinni enda hafa fiskifræðingar lesið úr teiknum að sjóbirtingsstofnar í landinu séu í uppsveiflu. í lok síðustu viku dró holl í Tungufljóti 30 birtinga á þurrt og menn voru um líkt leyti að fá góðan afla í Fitjaflóði og Grenlæk. „Það er geipilega góð veiði um þessar mundir. Veiði fór mjög seint í gang, en er nú komin á skrið," sagði Ólafur Júlíusson formaður árnefndar SVFR fyrir Tungufljót í Vestur-Skaftafellssýslu í samtali við Morg^unblaðið í gærdag. Hann sagði hóp sem veiddi á fimmtudag og föstudag hafa dregið 30 birtinga á land. Síðan hefði eitthvað minna veiðst um helgina, en þá hafi menn ókunnugir ánni verið á ferðinni og því kannski ekki að vænta sömu uppgripa. Þetta eru vænir fískar, allt að 10 punda, en þeir stærstu eru ekki komnir enn. Þeir skila sér," bætti Olafur við. Sagði hann og að með veiði helg- arinnar hefðu verið komnir um 120 silungar á land, eitthvað af því væri þó staðbundinn silungur sem veiddist fyrr í sumar. Auk þess eru komnir 28 laxar á land og er fisk- ur að sögn Ólafs um alla á. Ekki síst í Vatnamótunum við Eldvatn. Vatnamótin hafa löngum verið besti veiðistaður Tungufljóts, en í fyrra voru þau ónýt vegna risa- hlaups í Skaftá sem hljóp m.a. í Eldvatn og Hólmsá og setti alla aurana á flot. „Vatnamótin eru skýr og falleg núna," sagði Ólafur. Mikil ganga í Grenlæk Mikil sjóbirtingsgengd er nú í Grenlæk og Gunnlaugur Briem sem var að veiðum ásamt félögum sín- um á svæðinu fyrir skömmu sagði rúmlega 100 físka fara um teljar- ann á hverri nóttu. „Við fengum 30 stykki, flesta í Fitjarflóði, og vorum þó verulega óheppnir með veður. Þetta voru allt að 10 punda fiskar og það er saga að segja frá þeim stærsta," sagði Gunnlaugur. Og sagan er þessi: Félagi Gunn- laugs, Pálmi Gunnarsson hljómlist- armaður, setti í verulega vænan birting í Flóðinu á flugu og börð- ust þeir harðvítuglega uns fiskur- inn sleit tauminn og fór sína leið. Eða það héldu vinirnir að minnsta kosti. Þannig hagar til, að þeir voru þarna fjórir saman á tveimur bátum, tveir í hvorum bát. Nokkrum mínútum eftir að Pálmi missti fiskinn sá hann skyndilega undarlegar sviptingar í bát félaga sinna. Skyndilega stökk einn bátsverja í fullum herklæðum út úr bátnum og á bólakaf. Pálmi sá ekki betur en að félaginn hefði háfinn með sér. Síðan kraumaði vatnið og sauð í nokkrar mínútur, eða þar til vininum skaut úr kafi og prílaði aftur upp í bátinn. í háfnum var 10 punda sjóbirtingur og þarna fékk Pálmi aftur fiskinn sinn, fluguna og taumbútinn. Útskýringin sem Pálmi fékk var sú, að félagarnir á hinum bátnum sáu hvar stór birtingur lá við botn- inn og var heldur lágt á honum risið. Sýndist þeim hann vera nær dauða en lífi og því ákveðið að freista þess að ná honum. Hann var sprækari en á horfðist, en náð- ist samt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.