Morgunblaðið - 25.09.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.09.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 13 Eyþing um sjávarútvegsskóla SÞ Starfshópurínn skipaður fólki sem átti hagsmuna að gæta EYÞING, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur samþykkt ályktun þar sem m.a. er sagt að það skjóti skökku við að verið sé markvisst að byggja upp menntun á sviði sjávarútvegs í Reykjavík og að í starfshópi utan- ríkisráðherra sem fjallaði um sjáv- arútvegsháskóla Sameinuðu Þjóð- anna og undirbjó málið skuli ein- göngu hafa verið skipaðir aðilar af höfuðborgarsvæðinu og það m.a. frá stofnunum sem beinlínis hafa hagsmuna að gæta að starf- semin verði staðsett þar. Það er álit starfshópsins að skólinn skuli staðsettur í Reykjavík. „Minnt er á stjórnarsamþykkt frá því í lok janúar sl. þar sem MJÓLKURSAMLAG Kaupfélags Eyfirðinga hefur fengið svonefnda GÁMES vottun frá Heilbrigðis- eftirliti Eyjafjarðar en hún gengur út á að fyrirtækin ákveða nokkra mikilvæga eftir- litsstaði sem sér- staklega ber að gæta að til að gæði framleiðsl- unnar verði sem allra best. Heil- brigðisyfirvöld kanna svo reglu- lega hvort fyrir- tækin fylgi gæðastaðlinum eftir. „Við höfum ævinlega verið með mikið innra eftirlit í fyrirtækinu, þannig að ekki er um mikla breyt- ingu í sjálfu sér að ræða, en við höfum skipulagt okkar eftirlit inn í þetta GÁMES kerfi,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson mjólkur- samlagsstjóri. Hann sagði að for- ráðamenn fyrirtækisins hefðu ákveðið að stíga skrefí lengra og væri stefnt að því að sækja um næstu áramóti um vottun sam- inga á árunum 1935 til 1942, en það ár stofnaði hann eigin verslun á Akureyri sem hann rak til ársins 1980 og var kennd við nafn hans. Jón var umboðsmaður Ferðaskrif- stofu ríkisins á árunum 1947 til 1951. Hann stofnaði árið 1951 Ferðaskrifstofu Akureyrar, sem hafði m.a. sérleyfi á leiðinni Akur- Eyþing lýsti yfir áhyggjum sínum „yfír þeim yfírgangi sem birtist í baráttu Háskóla Islands gegn upp- byggingu og þróun Háskólans á Akureyri þvert á yfírlýsta stefnu stjórnvalda.“ Bent er á fjölbreytta sjávarútvegsstarfsemi á Akureyri og Norðurlandi öllu, þar sem eru fjöldi öflugra fyrirtækja í veiðum, vinnslu, í framleiðslu á tækjum og búnaði og ein öflugasta skipa- smiðja landsins. „I slíku umhverfí er kjörið að skapa aðstöðu fyrir sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna við hlið Háskólans á Akureyri". í ályktuninni kemur fram að mikið starf hafi verið unnið af hálfu heimamanna í Eyjafirði og kvæmt ISO-9001, sem er víðtæk- ara kerfi. „Samkvæmt því kerfí þurfum við að setja okkur vinnu- reglur út frá forskrift staðalsins um hvernig við viljum vinna. I raun er um að ræða breyttan stjórnunarstíl í anda altækrar gæðastjórnunar og eftir vinnu- brögðum ISO- 9001,“ sagði Þórarinn. Vatn selt til Danmerkur Jafnframt hefur Mjólkursam- lagi KEA verið veitt starfsleyfi til markaðssetningar á ölkelduvatni og er það til tveggja ára. Þórarinn sagði að sala væri hafin á vatni til Danmerkur en gengið hefði verið frá samningi við Super Brugsen verslunarkeðjuna um sölu á vatni frá AKVA, dótturfélagi Mjólkursamlags KEA í 8 verslun- um, aðallega í og umhverfis Kaup- mannahöfn. Vatnið er selt í 1,5 lítra flöskum. og Golfklúbbs Akureyrar. Akur- eyrarmeistari í golfi varð Jón þijú ár í röð, 1947, '48 og ’49, en það ár varð hann einnig Islandsmeist- ari. Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Gísladóttir. Þau eignuð- ust fjögur börn, Gisla, Fanný, Egil og Sigríði. Norðurlandi eystra til að vinna svæðinu sess sem öflugu matvæla- framleiðslusvæði. „Á sama tíma hafa stjórnvöld beitt sér fyrir gíf- urlegri uppbyggingu í stóriðju, einvörðungu á suðvesturhorni landsins og iðnaðarráðherra hefur látið opinberlega í ljós þá skoðun sína (á aðalfundi SSNV) að Eyja- fjarðarsvæðið skuli vera matvæla- vinnslusvæði í framtíðinni, en ekki stóriðjusvæði.“ Hvattning til ríkisstjórnar og Alþingis Þá getur Eyþing um ályktun Alþingis frá maí 1992 þar sem ríkisstjórn er falið að gera áætlun um frekari uppbyggingu og efl- HVANNABERG OF 72 varð fyr- ir því óhappi þegar það var að veiðum úti fyrir Austurlandi að trollið festist rétt fyrir neðan skrúfuna og hætta var á að það flæktist í skrúfuna. Skipverjum tókst þó að ná trollinu inn að mestu og öllum aflanum úr hol- Ekið á ljósastaur ÖKUMAÐUR og tveir farþeg- ar voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri eftir að bifreið sem þau voru í lenti á ljósastaur á Hörgárbraut um miðjan dag á sunnudag. Bíllinn er óökufær eftir áreksturinn, en staurinn stóð skakkur eftir. ingu Háskólans á Akureyri og annarra rannsókna- og fræðslu- stofnana á svæðinu svo þar verði öflug miðstöð rannsókna- og fræðastarfsemi á sviði sjávarút- vegs. Loks hafí ríkisstjórn fýrir tveimur árum samþykkt að kanna með hvaða hætti megi mæta þörf matvælaiðnaðarins á Eyjafjarðar- svæðinu fyrir menntað vinnuafl og bæta rannsóknarumhverfíð. „Eyþing hvetur ríkisstjóm ís- lands og Alþingi til þess að hafa í huga þessi atriði málsins þegar að endanlegri ákvörðun um staðsetn- ingu þessarar menntunar kemur og styðji þannig í verki uppbygg- ingu matvælaiðnaðar á þessu svæði,“ segir í ályktun Eyþings. inu, um einu og hálfu tonni af rækju, og gat skipið siglt fyrir eigin vélarafli til hafnar í Olafs- firði. Kafarar losuðu trollið þar sem skipið lá við bryggju í Ólafs- fjarðarhöfn og tók það skamman tíma. Aflinn í túrnum var um 150 tonn. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Stórlúða á færið Ólafsfirði. Morgunblaðið. ÞAÐ var góður fengur sem Gunn- ar Ágústsson á Sigurði Pálssyni ÓF 66 kom með að landi nýlega, en hann fékk 45 kílóa stórlúðu á færi út af Siglufirði. Gunnar sagði að lúðan hafi ekki tekið mikið í og þar af leiðandi ekki reynst erfitt að koma henni um borð í bátinn. Gunnar var einnig með nokkur hundruð kíló af þorski úr róðrinum. Á myndinni er Gunnar kampakátur með lúðuna á bryggj- unni í Ólafsfirði. Kór Glerárkirkju Yetrar- starfið hafið VETRARSTARF Kórs Glerár- kirkju er nýhafíð og eitt af fyrstu verkum kórsins var að fara í messuheimsókn til Húsa- víkur um liðna helgi, en slíkar heimsóknir eru fastur liður í starfi kórsins. Vetrardagskrá Kórs Glerár- kirkju verður með líku sniði og undanfarna vetur en í kórnum eru um 45 kórfélagar sem skipt er í þijá messuhópa og skiptast þeir á að syngja við athafnir í Glerárkirkju. I haust er nær fullskipað í allar raddir en þó vantar í karlaraddir, bæði í ten- ór og bassa. Æft er að jafnaði einu sinni í viku, á fímmtudags- kvöldum kl. 20, en aukaæfing- ar eru á sama tíma á þriðju- dagskvöldum. Dagskrá vetrarins er í stór- um dráttum á þann veg að á aðventu verða árlegir aðventu- tónleikar kórsins með fjöl- breyttri efnisskrá og í vor verða tónleikar þar sem sungin verða kórlög án undirleiks, bæði ís- lensk og erlend. Þá er ráðgert að fara í utanlandsferð næsta sumar og verður farið með efn- isskrá vortónleikanna í þá ferð. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi kórsins í vetur geta haft samband við kórstjór- ann, Jóhann Baldvinsson, í kirkjunni eða heima. TIL ÖKUMANNA Á AKUREYRI Skammdegið nálgast. í grunnskólum Akureyrar hófu 2.400 nemendur nám 1. september sl., þar af eru 286 að hefja skólagöngu. Hjálpið okkur að vernda líf þeirra og heilbrigði. Sýnið þeim og öðrum gangandi vegfarendum tillitssemi í umferðinni. Skólanefnd grunnskóla á Akureyri. Skólafulltrúi. Mjólkursamlag KEA fær GÁMES vottun Heilbrigðisyfirvöld fara með eftirlit Morgunblaðið/Guðmundur Þór Kafarar losa trollið úr Hvannabergi ÓF Ólafsfirði. Morgunblaðið. Andlát JÓN EGILSSON JÓN Egilsson for- stjóri, Goðabyggð 3, lést á Akureyri að- faranótt þriðjudags, 24. september á 80. aldursári. Jón var fæddur 16. september 1917 í Stokkhólmi í Akra- hreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru Egill Jónasson bóndi í Bakkaseli og á Auðn- um, síðar verkamaður á Akureyri og Sigríð- ur Jónsdóttir. Jón stundaði versl- unarstörf hjá Kaupfélagi Eyfirð- eyri-Mývatn og Akur- eyri-Mývatn-Austur- land. Jón var stofn- andi Strætisvagna Akureyrar og var for- stjóri fyrirtækisins á árunum 1957-1980. Þá var Jón umboðs- maður Loftleiða á Ak- ureyri um árabil, en hann vann að marg- víslegum störfum á sviði ferðamála á Ak- ureyri og Norðurlandi. Jón lét eir.nig til sín taka á sviði íþrótta- mála á Akureyri, var m.a. í stjórn íþróttafélagsins Þórs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.