Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 14

Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Viður- kenning fyrir innra eftirlit Ný útisundlaug og rennibraut á Selfossi næsta vor Keflavík - Nýlega veitti Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja eldhúsi Islenskra aðalverktaka við- urkenningu fyrri gott innra eftirlit sem byggist á svo- kölluðu GÁ- MES-kerfi, en það stendur fyrir greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Friðrik Eiríks- son er for- stöðumaður mötunejdisins og hefur verð það sl. 40 ár. Friðrik kynnti sér rekstur mötuneyta í Bandaríkjunum fyrir um 40 árum og réðst til starfa hjá Aðalverktökum við heimkomuna. Hann sagði að þá hefðu verið framleiddar um 26 milljónir máltíða í mötuneyt- inu og raunar hefði innra eftir- lit verið þar frá byijun. Nú koma um 300 manns í hádegis- mat en voru um 800 þegar verk- takaumsvifin voru mest. Selfossi - Samþykkt var í bæjarráði Selfoss sl. fimmtudag að hefja und- irbúning framkvæmda við Sundhöll Selfoss, við nýja 25 metra útilaug, vaðlaug, rennibraut, eimgufubað og tilheyrandi breytingar á útisvæðinu. Skipuð verður bygginganefnd um verkið og eiga sæti í henni formað- ur bæjarráðs, bæjarstjóri, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, fulltrúi minnihluta og forstöðumaður Sund- hallarinnar. Nefndinni er heimilt að ráða sérfræðing sér til aðstoðar. Samkvæmt tillögunni er stefnt að heildarútboði verksins og fram- kvæmdum á að vera lokið fyrir maílok 1997. Fylgt eftir með markaðsátaki Frá því í nóvember á síðasta ári hefur starfshópur unnið að tillögu- gerð varðandi sundhallarsvæðið og skilaði hann af sér fyrir skömmu. í tillögum starfshópsins voru settir fram nokkrir valkostir og í þeim tekið mið af mismunandi umfangi verksins. Við ákvörðun í bæjarráði var tekið mið af þessum valkostum og þær framkvæmdir sem tillagan fjallar um eru 1. áfangi í uppbygg- ingu svæðisins. Uppbyggingu sundhallarsvæð- isins verður fylgt eftir með mark- aðsátaki og gert ráð fyrir að sér- stök ráðgefandi markaðsnefnd muni vinna með forstöðumanni Sundhailarinnar. Þá er og gert ráð fyrir góðu samstarfi við hagsmuna- aðila á Selfossi um kynningarþátt- inn með það í huga að nýta aðdrátt- arafl Sundhallarinnar sem best. Vígsla nýs sundlaugarsvæðis verður liður í hátíðarhöldum Sel- fosskaupstaðar á næsta ári en þá eru 50 ár frá því Selfoss varð sjálf- stætt sveitarfélag. Ákvörðuninni um framkvæmdir hefur verið vel tekið og strax í kjölfarið var sent erindi til Sundsambands Islands og sótt um að halda stórmót á Selfossi í júní á næsta ári en stórmót í sundi hafa ekki farið fram á Selfossi í áraraðir vegna aðstöðuleysis en gamla útilaugin er komin til ára sinna og stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru. Friðrik Eiríksson muigunuiduiu/ OIUI Jói kúasmali hreinsar tröðina Húsavík - „Því ertu alltaf að taka myndir?“ spurði Jói kúasmali, vonandi verðandi bóndi á Reyni- stað í Skagafirði. „Manstu að þú myndaðir mig fyrst þegar ég var að reka kýrnar, svo var ég að gefa kálfunum, og nú er ég að hreinsa tröðina og flórinn og fer bráðum að hjálpa pabba og mömmu við að mjólka.“ Jói hefur vakið athygli frétta- ritara, þegar hann hefur komið að Reynistað undanfarin ár, því honum virðist aldrei falla verk úr hendi. Og eins og Jói segir sjálfur, þá hafa verkin orðið meiri með aldrinum. Morgunbiaðið/ÓIafur Bernódusson FRÁ fluglínuæfingu slysavarnamanna í höfninni á Skagaströnd. Snubbótt heimsókn slysavamabáts Skagaströnd - Slysavarnamenn í Húnavatnssýslum fengu góða heim- sókn nú nýverið. Var það slysa- varnabáturinn Hannes Hafstein sem kom við á Skagaströnd á hring- ferð sinni um landið. Hannes Hafstem, sem er eign Slysavarnafélags íslands en stað- settur og rekinn af slysavarnadeild- inni Sigurvon í Sandgerði, hefur verið á hringferð um landið að und- anförnu. Hafa áhafnarmeðlimir hitt slysa- varnamenn vítt og breytt og sýnt bátinn, haft æfingar með heima- mönnum og fundað um siysavarna- mál. Á Skagaströnd var haldin fluglínuæfing með slysavarnadeild- unum á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd. Minna varð úr fundahöldum eftir æfinguna en áætlað var því Hannes Hafstein var sendur til að leita að tveimur trillum sem ekki höfðu til- kynnt sig á réttum tíma og var farið að óttast um bátana. Sem betur fer kom síðar í ljós að allt var } í lagi með bátana en þeir höfðu sótt svo langt að þeir voru komnir úr síma- og talstöðvarsambandi. Kínverskur ráðherra í heimsókn Dvalar- heimilið Höfði skoðað Akranesi - Aðstoðarheilbrigðis- málaráðherra Kína, Zhang Wen Kang, er hér á Islandi í hálf opin- berri heimsókn þessa dagana og kynnir sér heilbrigðisþjónustuna á íslandi og skoðar jafnframt ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem tengjast henni. Hann var á Akranesi á mánu- dagskvöld og skoðaði þar Dvalar- heimilið Höfða, en þar tóku á móti gestunum Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Ólafsson forstöðumaður Dvalar- heimilisins, sem kynnti þeim starf- semina sem þar fer fram og sýndi þeim heimilið. Gestirnir heilsuðu upp á vistmenn og kynntu sér að- búnað þeirra og hrifust af því sem þeim kom fyrir sjónir. Kínverski ráðherrann sagði slíka heimsókn Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ZHANG Wen Kang aðstoðar- ráðherra Kína og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra á Akranesi. vera þeim mjög mikilvæga, þeir væru komnir til að fræðast um heilbrigðisþjónustu á íslandi og hann væri afar hrifinn af því sem hann hefði séð hér á landi. Að lok- inni heimsókninni að Höfða þáðu gestirnir boð Ingibjargar Pálma- dóttur á heimili hennar. ^SfMMJSIAHDEll’ Álinnréttingar Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. l i i < Faxafeni 12. Sími 553 8000 Lax gengur ekki lengur upp í Botnsá í Súgandafirði Vegagerðin er ábyrg gagnvart landeigendum VEGAGERÐ ríkisins er ábyrg gagnvart landeigendum í Botni í Súgandafirði vegna tjóns sem varð í Botnsá og Botnslóni þegar verk- taki sem vann að gerð Vestfjarða- ganganna haustið 1991 ruddi miklu magni af jarðvegi og grjóti út í ána. Afleiðingarnar voru þær að lax drapst að hluta til á svæðinu o'g flaut upp en annar forðaði sér. Síð- an hefur lax ekki gengið á svæðið, enda botn árinnar og lónsins að stórum hluta þakinn leir. Sama dag og göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn fleyttu systkin- in frá Botni blómakransi út á lónið til minningar um horfna laxa í ánni og lóninu en þau hafa á undanförn- um þrjátíu árum unnið að laxarækt á þessum slóðum. Kannski einhver misskilningur Að sögpi Gísla Eiríkssonar, um- dæmisverkfræðings Vegagerðar- innar á Vestfjörðum, var það vitað fyrirfram að áin yrði gruggug veru- legan hluta verktímans, þar sem dalurinn væri þröngur og nauðsyn- legt að vinna í farveginum. „Það er alveg rétt að það fór meira út í ána en þurfti nauðsynlega að fara. Þetta var heldur groddalega gert og ekki alveg eins og við vildum hafa það. Kannski varð einhver misskilningur þarna,“ segir Gísli. „Það er ljóst að Vegagerðin er ábyrg gagnvart landeigendum, hvað sem svo er milli verktakans og verk- kaupans. Landeigendum hafa raun- ar þegar verið metnar bætur vegna tjónsins. Hinsvegar hygg ég að land- eigendur séu ekki alls kostar ánægð- ir með það mat en það er svo annað mál,“ segir Gísli. Hann segir að áin hafi verið gruggug allan tímann sem unnið var að greftri ganganna og það geti átt jafn stóran þátt í skaðan- um og jarðvegurinn sem fór út í ána í umræddu tilviki. Hann líkir því við aurskriður sem stundum falli úr bröttum fjallshlíðum. „Síð- an megum við ekki gleyma því að fiskgengd í ám getur verið sveiflu- kennd frá ári til árs. Hvað sem því líður þá er búið að dæma í málinu og vonandi er það réttlátur dómur,“ segir Gísli Eiríksson að lokum. i s I í 1 5 I i I-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.