Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ástarfars- lýsingar þingfor- seta vekja undrun Helsinki. Morgunblaðið. UM FÁTT er meira talað í Finn- landi þessa dagana en lýsingar forseta þingsins á ástalífi sínu, en þær er að finna í bók þingforset- ans, sem út kom fyrir helgi og kallast „Eldtungur" Þykir bókin óvenju opinská en höfundurinn, Riitta Uosukainen, fjallar m.a. um hjónalifið með eiginmanni sínum í 35 ár, Toivo „Topi" Uosukainen ofursta, auk þess sem hún ræðst harkalega á samráðherra sína í síðustu ríkissrjórn. Riitta Uosukainen er þingmað- ur Hægriflokksins og þykir opin- skár og orðheppinn stjórnmála- maður. í bókinni skrifar hún bréf til nokkurra manna, fyrst og fremst stjórnmálamanna, en það hefur vakið undrun og hneykslun margra hversu harðlega hún gagnrýnir vinnubrögð Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra og samráðherra hans í bréfunum. Sjálf gegndi Uosukainen embætti menntamálaráðherra í stjórn Aho. Þrátt fyrir að gagnrýni Uosuka- inen þyki á köflum jaðra við meið- yrði, hafa lýsingar hennar á hjóna- lífinu vakið mun meiri athygli. Er bréf þingforsetans til eigin- mannsins f ullt. þrár og ástar, hún segist heppin að ástarlíf þeirra sé svo gott eftir 35 ára hjónaband. Bréfið er skrifað í kjölfar „æs- andi" helgar sem hjónin áttu sam- an en þar segir m.a.: „Vatnsrúmið var frábært, ekkert brak - og hví- líkar skvettur í uppáferðinni." Þá segir einnig að það að „geta elsk- ast af krafti er merki um heil- brigði, það er besta svefnmeðalið og orkuuppsprettan." Léttvæg fundin Aho segist ekki ætla að svara ummælum þingforsetans um ólýð- ræðisleg vinnubrögð og skort á Reuter RIITTA Uosukainen, forseti finnska þingsins, boðaði til blaða- mannafundar til að kynna bók sína, þar sem er að finna árásir á pólitiska andstæðinga og óvenju opinskáar lýsingar á ástar- lífi þingforsetans. drengskap í stjórnarsamstarfinu. Telja Miðflokksmenn að bók Uosukainen verði vegin og létt- væg fundin vegna kynlífslýsinga hennar. Miklar vangaveltur eru í Finn- landi um hvort að bókin muni marki lok stjórnmálaferils Uosukainen en margir te^'a að hún géri möguleika þingforsetans á því að verða f orsetaefni Hægri- flokksins árið 2000 að engu. Hún verður þó ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega, því fyrsta upp- lagið af bók Uosukainen er þegar uppselt og hyggst útgefandinn prenta allt að 40.000 eintök til viðbótar. Hefur þingforsetinn nú þegar hagnast um 3,7 milh'ónir ísl. kr. á bókinni. Clinton segist enginn vinstrimaður Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, vísaði í fyrradag á bug þeim ásökun- um keppinauts síns, Bob Doles, að hann væri „vinstrimaður á laun" og sagði, að stórsigur repúblikana í kosningunum 1994 hefði haft varan- leg áhrif á stefnu demókrata. Kvaðst hann einnig taka mátulega mikið mark á skoðanakönnunum, sem sýndu, að hann hefði mikið fylgi umfram þá Dole og Ross Perot og sagði, að demókrati á forsetastóli hefði ávallt átt undir högg að sækja í öðrum kosningum. Síðasta breiðsíðan frá Dole er, að Clinton sé vinstrimaður, sem geri sitt besta til að fela það fram yfir kosningarnar 5. nóvember, en í sjón- varpsviðtali í fyrradag vísaði Clinton því á bug. Kvað hann demókrata hafa lært mikið á óförunum 1994 þegar repúblikanar náðu meirihluta í báðum deildum þingsins auk þess sem hans eigin ferill á forsetastóli væri ekki til marks um vinstri- mennsku. Nefndi hann sem dæmi breytingar á velferðarkerfinu, að- gerðir gegn glæpum og niðurskurð á ríkisútgjöldum. Dole sakaður um lágkúru Gerði Clinton grín að þessum ásökunum Doles en talsmaður Hvíta hússins, Mike McCurry, sagði hins vegar, að nú hefði Dole lagst lægra en nokkru sinni fyrr. Augljóst væri, að hann og repúblikanar hefðu gefist upp á málefnalegri umræðu og treystu nú á skítkastið eitt. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtar voru í fyrradag, hefur Clinton 12 til 14 prósentustig um- fram Dole, 52% á móti 40% og 51% á móti 37%, en fylgi Perots mældist 4% og 6%. Hefur þetta forskot Clint- ons ekkert breyst allan þennan mán- uð en í viðtalinu í fyrradag vildi hann samt ekki gera of mikið úr því. Sagði hann, að sagan væri sér víti til varn- aðar, í heila öld hefðu aðeins tveir demókratar á forsetastóli verið end- urkjörnir. Þess vegna yrðu demó- kratar að haga kosningabaráttunni eins og allt væri í járnum. Stólaskipti í stjórn- inni í Grikklandi Aþenu. Reuter. GRÍSKA ríkisstjórnin verður áfram skipuð sömu ráðherrum að verulegu leyti, einkum þeim, sem farið hafa með efnahagsmálin. Skýrði Costas Simitis forsætisráðherra frá því í gær. Yannos Papandoniou, sem er þakkaður góður árangur í baráttunni við verðbólguna, verður áfram efna- hagsráðherra og fær fjármálaráðu- neytið að auki. Þá verður Vasso Papandreou áfram þróunarráðherra og Theodoros Pangalos utanríkisráð- herra. Mesta athygli vekur og þykir bera vott um áræði Simitis, að hann lætur Major reiður vegna um- mæla Clarkes ***** EVRÓPA*. London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, er sagður ævareiður vegna yfirlýsinga Kenneths Clarke fjár- málaráðherra um stuðning við þátt- töku Breta í hinum peningalega samruna Evrðpuríkja, EMU. Stefna stjórnarinnar hefur verið sú að halda öllum dyrum opnum en Clarke sagði í viðtali á sunnu- dag að það væri „aumkunarvert" að ætla að bíða og sjá hvernig mál þróuðust. Clarke hefur ekki áður lýst yfir jafneindreginn stuðningi við sameiginlegu myntina og rauf hann þar með óopinbert vopnahlé innan íhaldsflokksins í Evrópumálum. Skrifstofa forsætisráðherrans vildi ekki tjá sig um fregnir í bresk- um blöðum í gær að Major væri „mjög reiður" vegna ummæla Clark- es en talið er að þau geti valdið klofn- ingi innan íhaldsflokksins. Evrópuandstæðingar innan íhaldsflokksins þrýsta nú á Major að reka Clarke úr stjórninni áður en kosningar fara fram á næsta ári. Það gæti þó reynst áhættusamt að mati breskra fréttaskýrenda. í fjármálaráðherratíð Clarkes hefur tekist að koma í veg fyrir of mikla þenslu, þrátt fyrir efnahagslega upp- sveiflu, og nýtur hann mikillar virð- ingar í viðskipta- lífínu. Það gæti því valdið efnahags- legri óvissu ef honum yrði fórnað vegna pólitískrar stundarhagsmuna íhaldsmanna. Þá myndi það valda mikilli reiði í röðum Evrópu- sinnaðra íhaldsmanna, sem hafa verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið í baráttunni við Evrópu- andstæðinga innan flokksins. Einnig herma heimildir að allt að sex þingmenn íhaldsflokksins hafi greint frá því að þeir myndu láta af stuðningi við stjórnina ef Clarke segði af sér. Stjórnin hefur einungis eins atkvæðis meirihluta á þinginu. Morgunblaðið/Reuter Reiðir bændur RÚMLEGA fimm þúsund írskir bændur efndu í gær til mótmæla fyrir utan Evrópuhótelið í Kill- arney þar sem að landbúnaðar- ráðherrar Evrópusambandsins sátu á fundi og ræddu kúariðu- málið. Vildu bændurnir mót- mæla þeirri ákvörðun Breta að hætta við fjöldaslátrun naut- gripa til að útrýma kúariðu. Otti neytenda við kúariðu hefur valdið því að sala á nautgripaaf- urðum hefur hrunið um alla Evrópu. Gerassimos Arsenis, sósíalista af gamla skólanum, fyrir róða sem varnarmálaráðherra og skipar í hans stað Akis Tsohatzopoulos. Var sá síðarnefndi andstæðingur Simitis og bauð sig fram gegn honum í form- annskosningum innan flokksins en hefur nú algerlega snúið við blaðinu. Alexandros Papadopoulos hverfur nú úr fjármálaráðuneytinu og tekur við af Tsohatzopoulos sem innanrík- isráðherra og George Papandreou, sonur Andreas heitins Papandreous, verður aðstoðarutanríkisráðherra í stað menntamálaráðherra áður. Ráðskona skýrði frá ástkonunum London. The Daily Telegraph. FYRRVERANDI ráðskona Rod- ericks Wrights, biskupsins af Argyll, var í gær sögð hafa rætt við æðstu menn kaþólsku kirkj- unnar í Bretlandi fyrir þremur árum og sakað hann um að hafa verið í þingum við tvær konur. Ileene McKinney, sem er 67 ára, varð ráðskona Wrights árið 1991, viku eftir að hann var skipaður biskup. Tveimur árum síðar f ór hún á fund Keith O'Bri- ens erkibiskups og Thomas Winnings kardinála og skýrði þeim frá kvennamálum biskups- ins. Hún byggði ásakanirnar á bréfum frá Wright, sem hún hafði Iesið, og símtölum hans við konur. Ráðskonan mun hafa nefnt tvö nöfn, Joanna og Kat- hleen. Biskupinn rak ráðskonuna tveimur vikum síðar eftir að kardinálinn og erkibiskupinn báru ásakanirnar undir hann. Wright sagði þeim að ekkert væri hæft í þeim og O'Brien erk- ibiskup segist hafa trúað honum. Wright er nú í felum með Kathleen MacPhee, fráskilinni hjúkrunarkonu sem hann hyggst kvænast, og hefur viðurkennt að eiga 15 ára son með annarri konu, Joanna Whibley. f r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.