Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 19 FRÉTTIR Holbrooke spáð Nóbelsverð- launum AÐ sögn norsku fréttastof- unnar Norsk Telegrambyrá (NTB) er bandaríski samn- ingamaðurinn Richard Holbro- oke líklegastur til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Til- nefningar um 120 menn og stofnanir bárust en þeim hefur verið fækkað í rúman tug og nk. Tilkynnt verður hver hnossið hlýtur 11. október. Meðal tilnefndra eru Bill Clint- on Bandaríkjaforseti, Jimmy Carter fyrrverandi forseti, og þrír kunnir hugsjónafangar, Leyla Zana í Kína, Wei Jings- heng í Kína og Mordechai Vanunu í ísrael. Kesri tekur við af Rao SITARAM Kesri, áttræð fyrr- verandi frelsishetja, var í gær kjörinn leiðtogi Kongress- flokksins í Indlandi til bráða- birgða þar til samkomulag næst um nýjan eftirmann P.V. Narashima Rao, fyrrverandi forsætisráðherra. Rao sagði fyrirvaralaust af sér leiðtoga- starfi sl. laugardag eftir að honum var stefnt sem vitni í glæpamáli. Kona stýrir drengjakór KONA hefur verið ráðinn stjórnandi drengjakórsins í Vínarborg og er þar með eitt síðasta vígi karlanna í Austur- ríki fallið. Agnes Grossmann, heitir hún og tekur við af Pet- er Marschik. Faðir hennar, Ferdinand Grossmann, stjórn- aði kórnum 1956-66. Kórinn á rætur að rekja til 15. aldar og var Franz Schubert á sínum tíma í hópi kórfélaga. í síðasta mánuði sögðu forsvarsmenn Fílharmóníusveitar Vínar- borgar, að þeir hygðust ráða konur til starfa í hljómsveit- inni. Konum hefur ekki verið hleypt í hana frá stofnun sveit- arinnar 1842. Neituðu að borga vernd TALSMAÐUR innanríkisráðu- neytisins í Vilnius í Litháen sagði í gær, að sprengjutil- ræði, sem framin voru nær samtímis aðfaranótt mánu- dags í þremur gleraugnaversl- unum breska fyrirtækisins Vision Express í þremur borg- um landsins, væru verk glæpa- samtaka. Augljóslega væri um hefndaraðgerðir á hendur fyr- irtækinu að ræða fyrir að neita að greiða glæpamönnum verndarfé. Handtaka í Belgíu BELGÍSKA lögreglan handtók í gær konu, Marleen De Coc- kere, í tengslum við rannsókn á málum barnaníðingsins Marcs Dutroux. Er hún 12. maðurinn sem situr nú á bak við lás og slá vegna málsins. Hún er grunuð bæði um að halda börnum í gíslingu og fíkniefnadreifingu. Spenna í Multan ATHAFNALÍF lamaðist í gær í borginni Multan í miðhluta Pakistans er borgarbú- ar syrgðu 21 mann sem myrtir voru við bænastund i mosku. Astandið líktist alls- herjarverkfalli, umferð var lítil og fáir á ferli en flestir héldu sig heima af ótta við ofbeldisaðgerðir. Her- og lögreglu- menn gættu þess í gær, að ekki kæmi til uppþota, en spenna er mikil í borginni. Herská samtök sunni-múslima sögðu shíta-samtökin Tehrik-e-Jafria Pakistan (TJP) bera ábyrgð á morðunum en leið- togi TJP vísaði því á bug og fordæmdi skotárásina. Sagði hann skotárás á fólk á bæn vera síðustu sort af hermdarverk- um sem til væri og samtök sín fordæmdu slika gjörninga af hörku. Öfgamenn súnn- íta og shíta í Pakistan hafa borist á bana- spjót um margra ára skeið. Hjá okkur ej/ flugvallarskatturinn innifalinn í verðinu! Flugjy4^> Gisting - ÞRJÁR NÆTURl - PKJAK INÆlUK^aá Verð pr. mann frá kr: A HOSPITALITYINN Takmarkað sœtaframboð (örfá sœti laus.) í haust hafa 800 manns bókað sig til Newcastle. 19.900. Innifalið: Flug, flugv.skattar og gisting (2ja m. herb. 3 nœlur. Brottför: 14 október -FJORAR NÆTUR! Á HOSPITALITY Verð pr. mann kr: Innifalið: Flug,flugv.skattar og gisting (2ja m. herb.4 nœtur.Brottför: 28. okt. 21M- -HELGARFERÐ! ^rf Verð pr. mann kr: Innifalið: Flug ( október og flugv.skattar. 22.570,- Takmarkað sætaframboð (örfá sæti laus.) *Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 VISA SJÓVÁ-ALMENNAR Farþegar PLÚSferða fljtíga eingöngu með Flugleiðum. (D FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 OTTÓ AUGLÝSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.