Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 20
2Óí:MiÐÝáMG(u: R25.'SEPTÉMB ER Í996 MORGtJNBLAftfo M ERLENT Mikil fjölgun innflytjenda frá ríkjum múslima í Frakklandi á síðustu árum Bardot kveðst sammála Le Pen París. The Daily Telegraph. FRANSKA leikkonan Brigitte Bardot segist að mörgu leyti vera samþykk skoðunum Jeans Marie Le Pens, leiðtoga flokks franskra þjóðernissinna, um hættuna sem Frakklandi er sögð stafa af innflytjendum, einkum frá ríkjum múslima. Le Pen er „töfrandi, gáfaður maður sem hefur, eins og ég, viðbjóð á ákveðnum hlutum", skrifar Bardot meðal annars í endurminningum sínum, sem koma út bráðlega. Hún segir að sig hrylli við „innrás" múslima sem séu að leggja Frakkland undir sig. „Kirkjuturnarnir í þorpunum sem við höfum flúið hafa vikið fyrir moskum." Bardot lýsir skoðunum sínum frekar í viðtölum við dagblaðið Le Figaro og tímaritið Elle og fer þar lof samlegum orðum um Le Pen, sem Iýsti því yfir nýlega að hvíti kynstofninn væri æðri öðrum. „Ég er algjörlega sammála honum varðandi þessa hræði- legu fjölgun innflytjenda," sagði hún við Le Figaro. „Ég tel að íslam geti verið hættuleg trúar- brögð ... Ég óttast að strang- trúarmenn séu að leggja landið undir sig og ég skelfist þá holl- ustu sem ríkisstjórnin hefur sýnt þessu innrásarliði." „Grimtnd og villimennska" Þegar Bardot var spurð hvers vegna hún hefði svo miklar áhyggjur af þróuninni svaraði hún: „Vegna þess að mér líkar hvorki grimmd né villimennska. Frakkland var áður milt og sið- menntað land." Bardot hefur helgað sig dýra- vernd og lengi gagnrýnt þá hef ð múslima að slátra lambi á há- tíðisdeginum Eid-el-Kebir. „Ég er ekki kynþáttahatari, ég hef aðeins áhyggjur af landinu mínu," sagði hún í viðtali við Elle. „Menn hljóta að viður- kenna að Frakkland hefur orðið fyrir innrás múslima á síðustu árum. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af innrás þessa fólks heldur óttast ég meira innreið Brigitte Bardot þessarar villimannslegu og grimmu hefðar - að rista háls lamba í svefnherbergjum, bað- herbergjum, Iyftum, gðrðum - mér býður við henni." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn Bardot tengist Le Pen því eiginmaður hennar, Bernard d'Ormale, er vinur hans. Stuðn- ingur hennar kemur á mjög við- kvæmum tíma því Jacques Tou- bon innanríkisráðherra til- kynnti í vikunni sem leið að hann hygðist leggja fram frum- varp sem kvæði á um að menn, sem kynda undir kynþáttahatri, gætu átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Astralía Kínverjar mótmæla fundi með Dalai Lama Canberra. Reuter. JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur samþykkt að ræða við Dalai Lama, útlægan trúarleið- toga Tíbeta, í Sydney á morgun þótt Kínverjar hafi varað hann við því að fundurinn myndi hafa áhrif á viðskipti ríkjanna. „Hann ræðir við hann sem trúar- leiðtoga," sagði talsmaður forsætis- ráðherrans og lagði áherslu á að Howard myndi ekki ræða við Dalai Lama fyrir hönd stjórnarinnar. Kínverjar áréttuðu í gær viðvar- anir um að fundurinn myndi hafa áhrif á samskipti ríkjanna og sök- uðu Ástraia um íhlutun í innanríkis- málefhi Kínverja með því að heim- ila tveggja vikna heimsókn Dalai Lama, sem lýkur á mánudag. Talsmaður Dalai Lama fagnaði ákvörðun Howards og sagði hana mikilvæga fyrir baráttu Tíbeta fyrir sjálfstjórn. Dalai Lama flúði frá Tíbet eftir uppreisn gegn Kínverjum árið 1959 og hefur reynt að fá ríki heims til að knýja á Kínverja um að fallast á viðræður um sjálfstjórn Tíbets. Clinton heitir meiri afvopnun New York. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hét því í ræðu á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) í gær, að beita sér fyrir víðtækari vígbúnað- artakmörkunum, allt frá jarð- sprengjum til kjarnorkusprengja. Jafnframt undirritaði hann samn- ing um algjört bann við kjarnorku- vopnum, ásamt utanríkisráðherrum hinna fjögurra yfirlýstu kjarnorku- velda. Clinton sagðist myndu staðfesta samning frá 1993 um bann við efnavopnum þrátt fyrir andstöðu við það á Bandaríkjaþingi. Jafn- framt ætlar hann að beita sér fyrir banni við framleiðslu kjarnkleifra efna, sem notuð eru í kjarnorku- sprengjur, og einnig hét hann frek- ari fækkun kjarnorkuvopna Banda- ríkjamanna og Rússa. Þá sagði Clnton, að efla þyrfti samstarf um að hindra útbreiðslu kjarna- og sýklavopna. Loks hvatti hann til banns við framleiðslu og söfnun jarðsprengja. Ennfremur hvatti Clinton til aukinnar samstöðu og hertra að- gerða um heim allan gegn hryðju- verkastarfsemi og fíkniefnadreif- ingu. Gagnrýni Brundtland Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra Noregs, sendi Bandaríkjamönnum óbeint tóninn fyrir að borga ekki aðildargjöld sín að stofnuninni er hún ávarpaði alls- herjarþingið á mánudag. Hvatti hún til umfangsmikilla umbóta á SÞ og sagði að stofnun sem tæki ekki breytingum í tíma væri dæmd til þess að glata skil- virkni. Sníða þyrfti óþarfa og sóun af og gera SÞ skilvirkari og þar með öflugri. Uppræta þyrfti tví- verknað sem væri alltof algengur og stuðlaði að sundrungu. „En hót- anir eru ólíðandi. Ekkert annað felst í vanskilum á lögbundnum framlögum," sagði hún en frétta- skýrendur sögðu að þar hefði hún augaljóslega átt við Bandaríkin. Ogreidd framlög Bandaríkjanna til SÞ nema 1,6 milljarði dollara, eða sem samsvarar rúmlega helm- ingi skulda SÞ, sem eru 2,9 millj- arðar dollara, jafnvirði 194 millj- arða króna. Brundtland tilkynnti um stofnun sjóðs, Forvarnarsjóðsins, sem Norðmenn myndu hleypa af stokk- um með margra milljóna dollara framlagi. Tilgangur sjóðsins væri að auðvelda SÞ að bregðast skjótar við kreppuástandi með pólitískum hætti. „Við vitum að hendur fram- kvæmdastjórans eru oft bundnar í slíkum tilvikum, hann getur ekki veitt fjármunum til þeirra. Sér- þekkingar SÞ -okkar sérþekking- ar- nýtur sjaldnast við því ekki eru til peningar fyrir flugmiðum," sagði Brundtland. Umboð til friðar- gæslu framlengt? Bonn. Reuter. VOLKER Riihe, varnarmálaráð- herra Þýskalands, sagði á mánudag að umboð til friðargæslu fjölþjóða- liðs IFOR í Bosníu mætti ekki vera til meira en tveggja ára. Til að byrja með ætti að veita það til eins árs. Röhe hefur þegar heitið stuðn- ingi Þjóðverja við þátttöku í áfram- haldandi friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalags- ins í Bosníu eftir að núverandi umboð til hennar rennur út í lok þessa árs. Talið er æ líklegra að vera friðargæsluliða verði fram- lengd. Kvaðst Riihe telja ástæðu til að ætla að full þörf væri á friðar- gæslu í landinu fram á haust 1988 en þá verða næstu kosningar í Bos- níu. Læknar segja sjálfa aðgerðina á Jeltsín einfalda Reuter VÍKTOR Tsjernomyrdín, forsætisráðherra Rússlands, gekk á fund Jeltsíns í gær og færði honum þá þennan myndarlega blómvönd. Tsjernomyrdín vísaði í gær á bug áskorunum kommúnista um að Jeltsín segði af sér og sagði að það kæmi ekki til greina. Hafa áhyggjur af eftirköstunum Moskvu. Reuter. HJARTVEIKI Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, veldur áhyggjum víða um lönd en hugsanlegt er, að lífí hans sé meiri hætta búin af bágu ástandi lifrar, lungna, nýrna og annarra mik- ilvægra líffæra. Var þetta haft eftir kunnum hjarta- og æðaskurðlæknum í gær en þeir sitja nú á ráðstefnu í Moskvu. Til ráðstefnunnar í Moskvu var boðað fyrir löngu þótt svo hittist á, að frægasti hjartasjúklingur í heimi sé í næsta nágrenni við ráðstefnusal- inn. Höfðu margir á orði, að þeir væru allir af vilja gerðir til að hjálpa ef fram á það væri farið og jafnt rússneskir læknar sem erlendir gest- ir voru sammála um, að ekki yrði hjá því komist við aðgerðina á Jelts- ín að notast við vestræna þekkingu og tækjabúnað. Bagrat Alekjan, hjartasérfræðing- ur í Moskvu, sagði, að hjartaaðgerð- in væri í raun einföld en mesta hætt- an væri hvernig sjúklingnum reiddi af á eftir. Það væri mesta áhyggju- efni læknaráðsins, sem hefur Jeltsín til meðferðar, en í því situr meðal annars bandaríski sérfræðingurinn Michael DeBakey. Búist er við, að það ákveði í dag hvort eða hvenær aðgerðin verður gerð. Alekjan sagði einnig, að vegna þess hve tiltöiulega fáar hjartaað- gerðir væru gerðar í Rússlandi þá væri reynsla rússnesku læknanna ekki sambærileg við það, sem væri á Vesturlöndum, en hann og aðrir sögðu, að á ráðstefnunni hefðu þeir fengið einstakt tækifæri til að fræð- ast og leita ráða. Nefndi hann sem dæmi, að þegar skipt væri um kransæðar í Rússlandi tæki það sjúklingana helmingi lengri tíma að komast á fætur þar en á Vesturlöndum enda færu þeir Rúss- ar, sem það gætu, til Vesturlanda þyrftu þeir á slíkri aðgerð að halda. Það væri hins vegar metnaður Jelts- íns leita sér aðeins lækninga í föður- landinu. Aðgerð eða afsögn Þýski hjartaskurðlæknirinn Hans Borst var spurður að því hvort Jelts- ín gæti áfram sinnt starfi sínu sem forseti ef læknarnir teldu aðgerð of áhættusama og kvað hann nei við því. „Ef hann þjáist af stöðugri hjartakveisu, sem ekki er unnt að ráða við með lyfjum, þá getur hann ekki gegnt starfinu. Hann gæti fallið frá fyrirvaralaust og kannski þegar hans þyrfti mest við." Ráðstefna hjarta- og æðaskurð- læknanna í Moskvu hefur verið mik- il fjölmiðlahátíð og eru fréttamenn- irnir miklu fleiri en læknarnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.