Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 21

Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 21 Norrænir músíkdagar hefjast í kvöld Sinfóníuhljómsveit- in ríður á vaðið NORRÆNIR músíkdagar 1996 hefjast í kvöld klukkan 20 með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói. Á hátíðinni, sem stendur til 1. október, verða sextán tónleikar með verkum fyrir einleikshljóðfæri, sinfóníuhljóm- sveit og allt þar á milli. Á efnisskrá tón- leikanna í kvöld verða verkin Árhringur eft- ir Hauk Tómasson, Regenbogen eftir Bent Lorentzen, Oaije eftir Per Lindgren og Sinfónía nr. 2 eftir John Speight. Hljómsveitarstjóri verður Anne Manson, einleikari Martin Schuster og einsöngvari Julie Kennard. Sinfóníuhljómsveitin hefur ákveðið að bjóða áskrifendum sín- um ókeypis aðgang á tónleika á meðan húsrúm leyfir. Nægilegt verður að framvísa áskriftarskír- teinum við innganginn, en tekið skal fram að sæti verða ekki núm- eruð. Hátíðinni verður síðan fram haldið í hádeginu á morgun, fimmtudag, á tónleik- um í Norræna húsinu, þar sem Snorri Sigfús Birgisson, tónskáld og píanóleikari, Steef van Oousterhoot slagverksleikari og Þórhallur Birg- isson fiðluleikari verða í sviðsljós- inu. Hefjast tónleikarnir klukkan 12.30. Evrópsku bókmennta- verðlaununum úthlutað Bjornvig, Rushdie og Ransmayer hrepptu hnossið Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA skáldið Thorkild Bjornvig hlaut þýðingarverðlaun Evrópu- sambandsins, Aristeion-verðlaunin, fyrir þýðingar á verkum þýska skáldsins Rainer Maria Rilke. Breski rithöfundurinn Salman Rushdie og austurríski rithöfundur- inn Christoph Ransmayer skipta í þetta skipti bókmenntaverðlaunun- um með sér. Þetta er í sjöunda skiptið sem verðlaununum er út- hlutað. Hver verðlaunahafi fær rúma 1,5 milljónir íslenskra króna. Verðlaununum verður úthlutað í Kaupmannahöfn um miðjan nóvem- ber, þar sem Kaupmannahöfn er í ár menningarhöfuðborg Evrópu. Thorkild Bjornvig er fæddur 1918 og er bæði þekkt skáld og þýðandi í heimalandi sínu. Bjornvig batt snemma trúss sitt við skáld- skapargyðjuna og var einn af nokkrum ungum skáldum, sem voru nánir vinir dönsku skáldkonunnar Karen Blixen. Um þá vináttu og vináttuslitin hefur Bjornvig síðan skrifað bókina Pagten, Sáttmálann. Bjornvig hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningar fyrir ævilanga glímu við þýðingar sínar á þýskum skáldum eins og Rilke og Hölderlin. Salman Rushdie,_ rithöfundurinn sem prestaveldið í íran vill feigan, þarf ekki að kynna lesendum. Verð- launin nú hlýtur hann fyrir skáld- sögu sína The Moor’s Last Sigh, sem væntanleg er í íslenskri þýð- ingu undir heitinu Síðasta andvarp márans. Christoph Ransmayer vakti nánast óttablandna hrifningu í hinum þýskumælandi heimi þegar skáldasaga hans Morbus Kithara kom út á síðasta ári. Sagan gerist í Þýskalandi eftirstríðsáranna en á þeirri forsendu að Marshall-hjálpin fengist ekki. í Þýskalandi sögunnar varð því ekkert efnahagsundur og sýnin er heldur myrk. Aristeion-verðlaunin verða af- hent við hátíðlega athöfn í Glypo- tekinu í Kaupmannahöfn 14. nóv- ember þegar danska bókamessan í Forum verður haldin. Ekki er ljóst hvort Rushdie mætir. Hann hefur reyndar nokkrum sinnum skotið upp kollinum í Kaupmannahöfn og sést nú oftar á opinberum vettvangi en áður enda segist hann beijast fyrir að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir hótunina sem hann á yfir höfði sér. Verk Halldórs Péturs- sonar í Ráðhúsinu OPNUÐ VERÐ- UR sýning á verkum Halldórs Péturssonar, myndlistar- manns, í Ráðhúsi Reyjavíkur á morgun, fimmtu- dag, en hann hefði orðið 80 ára þann dag. Halldór nam myndlist við Kunsthaandvær- kerskolen í Kaupmannahöfn en hélt svo til frekara náms í Bandaríkjunum. Eftir fjögurra ára dvöl þar fór hann íslands þar sem hann stundaði list sína í meir en 30 ár. Verk hans eiga rætur sínar í íslenskri sagna- hefð; myndefni hans vom fengin bæði úr fornsög- unum og þjóð- sögunum en einnig úr daglega lífinu. Einkum var hann þekktur fyrir hestamynd- ir sínar og teikn- ingar sem birtust _ . , í blöðum og tíma- HESTAR voru e.tt af uppa- ritum svo sem haldsmyndefnum Haildors af einvígi pishers Péturssonar. og Spasskys f Reykjavík. aftur heim til Sýningin stendur til 10. október. Risaflauta TÓNLISTARMENN við æfingar fyrir Colourscape- ið hefur verið á en hugmyndina áttu tónskáldin De- tónlistarhátíðina, sem útleggjast má sem Litalags- sorger og Casserley. Flutningur verksins fór svo fram hátíðin. Leika þeir m.a. á stærstu panflautu sem leik- í 100 herbergja völundarhúsi sem reist var á hátíðinni. Tónlist fyrir alla I fimmta sinn FIMMTA starfsár verkefnisins Tón- list fyrir alla er hafið með tónleika- syrpum tveggja danskra tónlistar- hópa. Ny Dansk Saxofonkvartet leikur fyrir öll skólabörn í Árnessýslu tii föstudags og heldur svo almenna fjöl- skyldutónleika í lok heimsóknarinnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands föstu- daginn 27. september kl. 20.30. Einnig hélt kvartettinn tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar á þriðjudagskvöld. New Jungle Trio ásamt trommu- leikaranum Hamid Drake frá Banda- ríkjunum leikur í vikunni fyrir skóla- börn í Reykjanesbæ og Grindavík og heldur jafnframt almenna tónleika fyrir böm og fullorðna í Menning- armiðstöðinni í Grindavík miðviku- daginn 25. september kl. 20 og í Flughóteli Keflavíkur föstudag 27. september kl. 20. Islenskir tónlistarmenn hefja svo tónleikasyrpur sínar fyrir börn í Kópavogi, á Vesturlandi og í Árnes-. sýslu í nóvembermánuði en umfang verkefnisins verður með áþekkum hætti og síðastliðinn vetur þegar haldnir voru tæplega 200 tónleikar fyrir á níunda þúsund skólabarna. Ny Dansk Saxofonkvartet var stofnaður 1986. Kvartettinn skipa Jorgen Bove sópransaxófón, Christi- an Hougaard altsaxófón, Torben Enghoff tenórsaxófón og Per Eg- holm barítonsaxófón. New Jungle Trio með gítarleikar- ann Pierre Dorge fremstan í flokki. Með Dorge leika þar Irene Becker píanó og hljómborð og Morten Carls- en saxófón o.fl. en auk þess kemur gestur frá Chicago til liðs við tríóið, Hamid Drake trommuleikari. * * * SONCVARAR ELDGLEYPAR ’ CRÍNARAR SJÓNHVERFINGAR DANSARAR Xf~ msmmmmm FYRSTA KVÖLDIÐ í HÆFILEIKAKEPPNINNI & ■ A „STJÖRNUR MORGUNDAGSJNS" . * * FOSTUDAGINN 2J. SEPTEMBER N.K. A HOTEL ISLANDI á fyrsta kvöidinu Bjartmann Þórðarson, söngvari Davíð Art Sigurðsson, söngvari Cuðfinna Hugrún lónasdóttir, Cuðrún Óla lónsdóttir, söngkona söngkona lórunn Díana Olsen, Albert C. (ónsson og Magnús Nanna Kristín Jóhannsdóttir, Sólveig Kaldalóns, söngkona G. Jónsson, söngvarar söngkona songkona LTVÍatse&ill Stroqanoff í rjómasósu með kartöjluskífum, salati oij brauði. -----•------- Hrranskur fcirsuberjaístoppur með súkkulaðisósu. Verð aðeins kr. 1.950.- í mat og á sýningu. Verð kr. 1.000,- á sýningu. Húsið opnað kl. 20:00. Sýningin hefst kl. 22.00. KYNNIR: Hrafnhildur Halldórsdóttir. ENCIN DÓMNEFND: Cestir í sal daema um hæfileika keppendanna! UNDIRLEIKUR: Hljómsveit Cunnars Þórðarsonar. Nýir keppendur geta enn látið skrá sig, í síma 568-7111 HOTU, jATAND Miða- og borðapantanir í síma 568-7111 Hljomsveitm Sixties leikur fyrir dansi eftir sýningu. Birgitta Huld Brynjarsdóttir, söngkona Hverjir fjórir keppenda komast á úrslitakvöldið?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.