Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kvöldstund mcð Pétri mikla Það var boðið upp á kynngimagnaða djasstónlist á öðrum degi í RúRek, þegar Tríó Péturs Östlunds lék á Píanó, fyrirtaks píanódjass, þar sem trommuleikarinn var í aðalhiutverki, lék á als oddi og þyrlaði meðleikurum sínum áfram í sterkri sveiflu með hugmyndaríkum tilbrigðum. Stemmningin var eins og best verður á kosið í litlum djassklúbbi, hæfílega þéttskipuðum djassunnendum. Omar Friðriksson var á djassrölti á mánudagskvöldið. Morgunblaðið/Kristinn Pétur Östlund er í allra fremstu röð evrópskra trommuleikara. JAZZRÖLT llornið, Píanó RÚREK ’96 Píanó: Tríó Péturs Östlund trommu- leikara lék píanódjass. Homið: Tríó Hilmars Jenssonar gitarleikara, Matthíasar M.D. Hemstock trommu- leikara og Péturs Grétarssonar slag- verksleikara lék nýja tónlist og spuna. PÉTUR Östlund er kominn frá Svíþjóð rétt eina ferðina til að gleðja íslenskt djassfólk og veldur ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn, enda leikur enginn vafí á að Pétur er í allra fremstu röð evrópskra trommuleikara. Pétur var afslappað- ur á RúRek-tónleikunum á mánu- dagskvöldið og virtist kunna vel við sig, kynnti hvert lag á efnisskrá tríósins, spjallaði við áheyrendur og gerði að gamni sínu. Með Pétri léku Eyþór Gunnarsson á píanó og Þórð- ur Högnason á kontrabassa. Tríóið var staðsett á miðju gólfi og fjöldi ánægðra tónleikagesta raðaði sér í kringum þá félaga. Tríóið hóf leik sinn á Dolphin Dance eftir Herbie Hancock af Maid- en Voyage plötunni. „Hancockskur" blær var á píanóleik Eyþórs og hljómaröðum, enda er mér ekki grunlaust um að Herbie hafi verið meðal helstu áhrifavalda Eyþórs framan af ferlinum, þótt lýrískur píanóstíll Eyþórs sé meira í ætt við Keith Jarret. Þórður hefur býsna voldugan hljóm og leikur gjarnan einfaldar og myrkar bassaiínur í anda Charlie Haden. Á köflum minnti flutningur þeirra félaga á tríó Keith Jarrets, einkum þegar teknir voru „standarðar" og þá voru ekki alltaf farnar hefðbundnar leiðir í hrynskipan. Efnisskráin samanstóð af klassískum djassþemum og minna þekktum eða alls óþekktum verkum. Tríóið var orðið samstillt og fínt þegar tekið var You and the Night and the Music. Eyþór og Þórður höfðu sig ekki að ráði í frammi fram- an af en réðu ferðinni í ónefndu verki sem þeir félagar lærðu af bás- únuleikaranum Richard Boone á RúRek-hátíð fyrir nokkrum árum. Lagið melódískt og fallegt og hefur greinilega verið þeim félögum hug- leikið því þeir áttu báðir afbragðs píanó- og bassasóló. Lógískt lag Síðasta lag fyrir hlé var hið gam- alkunna lag Jerome Kern All the Things You Are. „Eitt af mínum uppáhaldslögum," sagði Pétur. „Hef spilað það frá því ég var 14 ára og hef alltaf jafn gaman af - þetta er svo lógískt lag,“ sagði hann. Pétur er ótrúlega íjölhæfur trommuleikari, hefur margbreytileg taktbrigði í gangi og töfrar fram stef og tilvitn- anir með tæknigöldrum, líkt og frum- kvöðull í slíkum trommuleik, Max Roach, kröftugur og margslunginn í senn og kyndir undir meðleikurum sínum svo allt ætlar um koll að keyra. Og enn hitnaði í kolunum eftir hlé þegar tríóið tók You Stepped Out of a Dream eftir forskrift Pét- urs Östlunds og skírðu þeir verkið upp á nýtt af því tilefni: You Stepped Out of a ...,,Drum“. Tríóið fór einkar nærfærnum höndum um ballöðuna Body and Soul og það var sterk undiralda í Blús í F, en þar sýndi Eyþór skemmtileg tilþrif. Undir lokin bættust óvænt í hóp- inn tvær skandinavískar stúlkur úr Norrænu kvennastórsveitinni og tóku tvö lög með tríóinu. Blésu þær í tenórsaxófón og básúnu. Softly as in a Morning Sunshine var tekið í öllu hraðara tempói en vant er og . vakti básúnuleikarinn talsverða eft- irtekt. Tríóið kraumaði á bak við og | sveifluspennan náði hámarki þegar tónleikunum lauk með hreinræktuðu beboppi í Parkersblúsnum Now Is the Time. Svo sannarlega meðal eft- irminnilegri tónleika á RúRek og kennslustund í ofanálag í fyrsta flokks trommuleik. Ný tónlist og spuni Fjölmargt fleira var í gangi á mánudagskvöldið á RúRek hátíðinni og engin leið að henda reiður á öllu. Mér þótti miður að missa af Tenu Palmer og Justin Haynes á Sóloni íslandusi en á Horninu lék Tríó Hilm- ars Jenssonar gítarleikara, Matthías- ar M.D. Hemstock trommuleikara og Péturs Grétarssonar slagverksleikara nýja tónlist og spuna. Óskar Guðjóns- son tenórsaxófónleikari lék einnig með í nokkrum verkum. Fátt var um áheyrendur á Horninu að hlýða á framsækna tónlist þeirra félaga. Hún er ekki grípandi þegar í stað en verk- | in áheyrileg við nánari hlustun. Ég fer ekki ofan af því að Hilmar Jens- son hafi komið með ferskari strauma inn í íslenskt djasslíf en margur ann- ar á seinni árum, eins og ásannaðist á seinustu RúRek-hátíð og með at- hyglisverðum diski Hilmars, Dofinn, sem kom út í fyrra. ARTHUR Danto er einn af þekkt- ustu heimspekingum Bandaríkjanna um þessar mundir. Einkum hafa skrif hans um listir, listaverkið og listahugtakið vakið athygli, en með þeim hefur hann náð til lesenda langt út fyrir raðir heimspekinga og getið sér orð sem listfræðingur og myndlistargagnrýnandi ekki síð- ur en sem heimspekingur. Danto flytur fyrirlestur í boði Kjarvalsstaða og heimspekideildar Háskóla íslands á morgun, fimmtudag. Jón Olafs- son ræddi við Danto í New York fyrir íslandsferðina. Danto var prófessor við Columbia- háskóla í New York frá því á sjötta áratugnum og þangað til hann fór á eftirlaun þaðan fyrir fjórum árum. Á ferli sínum hefur hann skrifað fjölda bóka um aðskiljanlegustu efni, heimspeki sögunnar, þekkingar- fræði og Friedrich Nietsche, svo nefnd séu dæmi. En undanfarin fímmtán ár hefur athygli hans öll beinst að listum og þá einkum myndlist. Það er raunar ekki tilviljun, því upphaflega var Danto myndlistarmaður og til New York kom hann skömmu eftir lok heimsstyijaldar- innar til að framast á því sviði. En hvað rak hann til að fara að stunda heim- speki? „Heimspeki var á þess- um árum heillandi grein. Rökgreiningarheimspeki (Analýtísk heimspeki ) var í miklum uppgangi, og með henni voru nýir heimar að opnast fyrir mönnum. Nýrra spum- inga var spurt, sem fram að því höfðu ekki einu sinni hvarflað að heimspekingum. Ég hreifst með og þótt upphaflega hafí ég ætlað mér að mála, þá var staðreyndin sú að heimspeki höfðaði sterkar til mín og sennilega var ég líka betri í henni en í myndlistinni." Meðal fyrstu bóka Dantos voru „Rökgreiningarheimspeki sögunn- Heimur listaverkanna og endalok listarinnar Rætt við bandaríska heimspekinginn Arthur Danto Heimspek- ingum mikilvægt að fara út fyrir heimspekina ar“ og „Rökgreiningar- heimspeki þekkingar- innar“ sem komu út um og uppúr miðjum sjö- unda áratugnum. Þær vöktu nokkra athygli meðal heimspekinga ekki síst á meginlandi Evrópu og þýski heim- spekingurinn Júrgen Habermas stóð fyrir því að sú fyrri var þýdd á þýsku. „Á þessum árum ætl- aði ég mér að gera eitthvað í líkingu við það sem heimspeking- ar höfðu gert á nítjándu öld, setja saman heim- spekilegt kerfi og útjista það í miklu verki í svo sem eins og fimm bindum, sem hvert mundi fjalla um eitt ' svið heimspekinnar. Síðar skrifaði ég samskonar bók um at- hafnir, „Rökgreiningarheimspeki at- hafna.“ Það var ætlunin að eitt verkið yrði um list, en þegar að því kom hafði ég skipt um skoðun. Mér fannst rökgreiningarheimspekingar raka- og hugmyndasnauðir þegar kom að listum. Það sem menn köll- uðu rökgreiningarheimspeki listar á þessum árum var alls óskylt því sem vakti mig til umhugsunar um list og var allt annað en það sem ég hafði um list að segja.“ Arthur Danto Árið 1964 notaði Danto tækifærið til að viðra hugmyndir sínar á heimspekilegum vett- vangi þegar honum var boðið að halda aða- lerindið á árlegu þingi Bandarísku heimspek- ingasamtakanna. I fyrirlestri sínum, sem bar titilinn Listaheimur- inn (The Artworld) varpar Danto fram helstu hugmyndum sín- um sem síðar hafa átt stóran þátt í að gerbreyta heimspekilegri um- ræðu um listir. Hann ræðir um lista- hugtakið, um fornar og nýjar skil- greiningar á list, þá gömlu hugmynd að iistamenn líki eftir heiminum og hlutum hans í verkum sínum og spyr einfaldrar en erfiðrar spuming- ar: Hversvegna er einn hlutur lista- verk en ekki annar, jafnvel þótt hlut- imir tveir kunni að vera nákvæm- lega eins? Það var ekki af engu sem þessi spurning þótti brýn árið 1964. Þetta sama ár hélt Ándy Warhol fræga sýningu í New York, þar sem hann sýndi „Brillo boxið“, verk sem var nákvæm eftirlíking af verk- smiðjuframleiddum sápuboxum, undir Brillo sápu. Eini munurinn var sá að Brillo box Warhols voru gerð úr krossviði og máluð en venjuleg Brillo box úr pappa með áprentuðu vörumerki. „Verk Warhols á þessari sýningu höfðu mikil áhrif og vöktu allar erf- iðustu spumingarnar. Hvað hafði orðið um mörkin á milli listar og veruleika? Og svo virtist sem munur- inn réðist af sérstakri kenningu um list, frekar en því að heimur lista- verkanna markaðist af eiginleikum þeirra sjálfra." Skortir ný viðhorf - nýjar aðferðir Þótt Danto héldi áfram að skrifa um fagurfræði og heimspeki listar, þá var það ekki fyrr en næstum tuttugu árum síðar að hann lét verða af því að skrifa heila bók um þau efni. Það var „Ummyndun hins hversdagslega“ (Transfiguration of the Commonplace), sem kom út snemma á níunda áratugnum. „Mig hafði lengi langað til að skrifa fyrir víðari hóp lesenda held- ur en samstarfsmenn og heimspeki- stúdenta. Viðtökur bókarinnar voru framar öllum vonum. Hún hafði sáralítil áhrif á heimspekinga en þeim mun meiri á fólk sem hafði áhuga og kunnáttu á listum. Þetta olli því að ég tók að miða skrif mín miklu meira við slíka lesendur. Smám saman fjarlægðist ég háskól- ann og kennsluna og greip fyrsta tækifærið sem gafst til að hætta háskólakennslu.“ En finnst þér það vera ósamræm- anlegt að stunda heimspeki í há- skóla annarsvegar og skrifa fyrir hinn almenna lesanda hinsvegar? „Það þyrfti ekki að vera það. En heimur heimspekinnar nú er harla ólíkur því sem var þegar ég var að feta mín fyrstu fótspor á því sviði. Rökgreiningarheimspeki hefur staðnað. Menn hjakka í sama far- inu, sömu spurningunum án þess að það skili miklum árangri, ákveð- in hugtakaflóra hefur fest í sessi. Ekki svo að skilja að heimspekin sé komin í þrot, en hana skortir ný viðhorf og nýjar aðferðir. Það er allt annað að fást við listir. Þar verða daglegar breytingar á hugsun og viðhorfi, þar er látlaus hugtaka- þróun sem má kalla forréttindi að fá að taka þátt í. Á hinn bóginn er rétt að minnast þess að hér í New York, ólíkt öðrum háskólaborgum Bandaríkjanna, var löngum hefð fyrir því að heimspek- ingar tækju virkan þátt í menning- arlífí og blönduðu sér í þjóðmálaum- ræðuna. John Dewey sem var við Columbia mestan fyrri helming ald- arinnar er náttúrulega besta dæmið um slíkan heimspeking, en svipaða sögu er að segja af Sidney Hook, sem var prófessor við New York University og Ernest Nagel, sem var kennari minn hér við Columbia. Þessi hefð hefur því miður rofnað. En ef eitthvað er, þá finnst mér það sem ég geri nú eiga sér fyrir- mynd í starfi þessara fyrirrennara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.