Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ d ¦ ¦ '-__I__:___¦ ¦¦ i ¦ •¦¦___ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 23 LISTIR t i k \r Kópavogsskáld BOKMENNTIR Ljóö GLUGGI Ljóð 19 skálda úr Kópavogi. For- máli eftir Sigurð Geirdal bæjar- stjóra. Útgefandi: Kitlistarhópur Kópavogs, 1996. Prentun: G.Ben. Edda prentstofa hf. 80 bls. Geirlaugur Magnússon Kjartan Árnason SKALDIN sem leggja til ljóð í Glugga, eiga það sammerkt að hafa verið búsett um lengri eða skemmri tíma í Kópavogi. Aðdrag- andinn að útgáfu bókarinnar mun hafa verið sá að í tilefni af 40 ára afmæli Kópavogsbæjar á síðasta ári ákváðu nokkur skáld að hittast reglulega í Gerðarsafni til skrafs og ráðagerða. Þessi sömu skáld hafa síðan lagt til ljóð og leitað jafnframt til annarra ljóðskálda sem hafa einhvern tíma heiðrað bæjarfélagið með búsetu sinni. Eins og við má búast, þegar valið í bókina markast helst af tengslum höfundanna við til- greindan bæ, eru gæði skáldskap- arins æði misjöfn. Og skiljanlegt þegar jafnt er leitað til kunnra skálda sem annarra sem hafa lítið sem ekkert birt opinberlega áður. Ekkert ljóðanna í Glugga hefur þó birst áður á prenti, utan eitt eftir aldursforseta skáldanna, Jón úr Vör, en það opnar bókina og er sett í sérkennilegan svartan ramma sem aðgreinir það að óþörfu frá því sem á eftir kemur. Mörg skáldanna bregða upp myndum úr Kópavogi eða notast á einhvern hátt við kennileiti úr kaupstaðnum. Þórður Helgason fjallar í fjórum ljóðum sínum um bæinn í hlýlegum en þó gaman- sömum tón. Hann biður Guð þess „að kýlaveikin reykvíska/ berist Þórður Helgason Valgerður Benediktsdóttir ekki í/ tæran og skínandi// Kópa- vogslækinn." Og ljóðið Andvaka í Kópavogi, með tilvísun í kvik- myndina Sleepless in Seattle er þannig: Djöfullegt má það teljast að eiga heima í svefnbæ en sofa ekki neitt stara í svart loftið allar nætur ¦ og telja kópa. Hjörtur Pálsson yrkir með heimsádeilutóni og meðal annars um að sagan segi að á hinum forna þingstað í Kópavogi hafí sumir ..... skrifað undir/ grátandi/ 1662// Nú fljúga þeir til Brussel/ hlæjandi/ — á Saga Class." Hrafn A. Harðarson rifjar upp hrollvekj- ur tengdar minningum um Kópa- vogshælið og Steinþór Jóhannsson bregður upp bernskumyndum í flæðandi prósakenndum texta þar sem stokkið er milli kennileita og persóna horfins tíma. í sumum bestu kvæðum Glugga koma skáldin þó víða við; binda sig ekkert við Kópavoginn. Ljóð- mælandi Geirlaugs Magnússonar liggur á einum stað í brekku og horfír á lítið ský sökkva til botns og er ekki brugðið, því „það eru svo mörg ský sem koma og fara/ eins og unglingar á rúntinum og mergð/ gerir^mig alltaf dálítið kaldlyndan". í Nesi við voginn Kjartans Árnasonar heyrir ljóð- mælandinn hvar „þoka læðist af hafi/ strýkst yfir landið/ grætir það"; og í öðru ljóði Kjartans hverfur skáldið vel búið til skógar, til að „yrkja litskrúð hrungjarnra laufa/ inní angurblíð ljóð um feg- urð/ og dauða," en skáldið hikar síðan við skógarjaðarinn: „Skóg- urinn fullur af skáldum". Nýr elsk- hugi Guðrúnar Guðlaugsdóttur er ennþá „lokkandi/ og leyndardóms- fullur/ líkt og ósnertur skafmiði." En bráðum mun hún taka „bein- harðan pening/ og byrja að skafa." í Vikulokum Valgerðar Benedikts- dóttur upplifum við síðustu augna- blik ljóðmælanda og hversdagur- inn er skilinn eftir: segi fátt glugginn opinn teyga síðasta reykinn á enda þessi dagur skil uppþvottinn eftir gluggatjöldin dansa þegar skellur á vott malbikið Innihald Glugga er ójafnt að gæðum og hefði að ósekju mátt fækka höfundum nokkuð til að styrkja verkið. En sem hylling til Kópavogsbæjar á afmælisári er þetta laglegt rit, fallega frágengið og prentað, og steindur gluggi Gerðar Helgadóttur nýtur sín vel á kápunni. Einar Falur Ingólfsson Verk eftir Andy Warhol: Campbell súpudósir 200, brot. minna. Ég held líka að það sé mikil- vægt fyrir heimspekinga að fara út fyrir heimspekina, einkum nú, þegar greinilegrar stöðnunar gætir í rökgreiningarheimspeki." Skrif Dantos eiga sér hvað sem öðru líður rætur í rökgreiningar- heimspeki, það er heimspeki, eins og hún hefur verið stunduð í Banda- ríkjunum og Bretlandi á þessari öld en hún er yfir- leitt aðgreind frá þeirri heimspeki sem er upp- runnin á meginlandi Evr- ópu, einkum í Frakklandi og Þýskalandi. Og þótt Danto telji rökgreining- ——¦ arheimspeki staðnaða um þessar mundir, dregur hann enga dul á að í henni sé fólginn helsti möguleiki þess að segja eitthvað af viti um heiminn. Listin hefur breyst í heimspeki Hugtak Dantos „listaheimurinn" (the Artworld) sem hann notaði fyrst í áðurnefndum fyrirlestri hef- ur síðan orðið frægt. George Dickie og fleiri heimspekingar hafa leitt af því svokallaða stofnanakenningu um list. En Danto hefur neitað öll- Listasaga 20. aldar saga ávarpa og listastefna um skyldleika við hana. „í stofnana- kenningunni vísar „listaheimurinn" til þeirra sem skapa listina eða segja til um hvað sé list og hvað ekki. Þetta verður eiginlega félagsfræði- legt hugtak. En það sem ég átti við upphaflega var dálítið annað. Eg var að hugsa um orðræðu listar- innar, rökin og skýringarnar sem þar koma fram og breyta í sífellu viðhorfi okkar til listaverka. Þannig verða menn allt I einu tilbúnir til að sjá ýmislegt sem þeir höfðu ekki séð áður og það gild- *¦ ir bæði um eldri verk og ný. í mínum huga var listaheimur- inn einfaldlega safn eða flokkur listaverka. Ég var ekki að hugsa um hvernig listaheimurinn breytist með ákvörðun þeirra sem stjórna honum, heldur um það hvernig menn uppgötva listaverk og upp- götva í listaverkum margt sem ekki hefur sést áður. Ágætt dæmi um þetta er hvernig abstrakt-expressjónismi breytti skynjun manna og skilningi á verk- um Monets. Menn byrjuðu að sjá ákveðin atriði í verkum hans sem Guðjón Bjarna- son sýnir á Sóloni NÚ stendur yfir myndlistarsýning Guðjóns Bjarnasonar á Sóloni ísland- usi við Bankastræti. Guðjón nam byggingarlist og myndlist við Rhode Island School of Design University í New York á árunum 1981-1989. Þetta er þrettánda einkasyning Guðjóns, sú fimmta hérlendis. A sýn- ingunni eru málverk og brot úr járnskúlptúrum. Henni lýkur 7. okt. Jazz 96 NÚ stendur yfir jazzhátíðin RúRek 96 og stendur hún út vikuna. Miðvikudag 25. september Kl. 17. Jómfrúin: Bergmenn: Frítt. Kl. 22. Leikhúskjallarinn: Nýr ís- lenskur jazz. Hljómsveit Stefáns S. Stefánssonar og Brunahanarnir. Kr. 1.000. Kringlukráin: í minningu Guðmundar Ingólfssonar. Tríó Jon Webers. Kr. 1.000. Píanó: Djass- kvartettinn Djamm. Frítt. áður höfðu verið óskiljanleg, eða ósýnileg." Um miðjan níunda áratuginn skrifaði Danto greinina Endalok listarinnar (The End of Art), sem vakti deilur. Þar er niðurstaða hans sú að í rauninni séu dagar lista á enda: „Listin hefur breyst i heim- speki," segir hann þar og spyr hvernig hægt sé að bregðast við þeirri staðreynd. „Já, popplistin var í einhverjum skilningi endalokin; þegar það varð ljóst að munur á hlut sem er lista- verk og hlut sem er það ekki þarf ekki að fela í sér neinn mun á þess- um hlutum. Hlutir, sem eru ná- kvæmlega eins, geta tilheyrt gjör- ólíkum heimum. Spurningin um hvað sé list og hvað ekki er þá ekki raunvísindaleg, heldur þurfa hugtakaleg rök einnig að koma til. Hversvegna gerðist þetta? Og hversvegna gerðist það á þessum tíma? Það er ekki hægt að snúa til baka. Hugsaðu um Beauys sem sagði að allir væru listamenn eða Warhöl sem sagði að allir hlutir væru listaverk. Listasaga 20. aldar- innar er ekki saga listaverka og listamanna heldur ávarpa og lista- stefna. Ég þekki mann sem fékkst við að rannsaka listræn „mani- festo'\ Hann segist hafa fundið 500. Á síðustu öld var bara eitt: Kommúnistaávarpið. Listin varð villt leit að persónulegu sjálfi, að finna það var að finna listina. Einu sinni á rússneski málarinn Malevich að hafa sagt við kunningja sinn: „Það er ekki nein leið hugsanleg fyrir listina önnur en kúbo-fútúr- ismi." Sú stefna lifði í um það bil sex mánuði." Fyrirlesturinn flytur Danto í stofu 101 í Lögbergi og hefst hann klukkan 17:15.1 fyrirlestrinum seg- ist Danto ætla að fjalla um Andy Warhol og þær spurningar um list- ina og stöðu hennar sem verk hans hafa vakið. Söngur, glens og gaman í Súlnasaí: 1 J fc / i l\Xt M^ Borgardœtur eru mættar aftur á sviðið. Komið og upplifið frábæran söng og virkilega góða skemmtun. Einnig koma fram Ragnar Bjarnason og stórhljómsveit undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Hljómsveitin SAGA KLASS leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Innifalin er þríréttuð veislumáltíð, skemmtun og dansleikur. 1. sýning 5. október. Uppselt. . sýning 12. október. Tryggið ykkur skemmtun ársins og pantið tímanlega. Kynnið ykkur einnig sértilboð á gistingu. Nánari upplýsingar eru veittar í söludeild ísíma 5529900. h ó t e I JA&A -þín sagal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.