Morgunblaðið - 25.09.1996, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.09.1996, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Evrópskt menningar- setur í Reykholti? Á RÁÐSTEFNU um menningararf- inn í tilefni menningararfsdags Evrópu sem haldinn var í Þjóð- minjasafninu um helgina varpaði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra fram hugmynd um menning- arsetur í Reykholti. Björn sagði m.a. í ræðu sinni: „Spyija má, hvort ekki sé ástæða til þess hér á landi að koma á fót evrópsku menningarsetri þar sem stunduð væru miðaldafræði í svip- uðu náttúrulegu umhverfi og fræði- menn fortíðar nutu en þar sem nýjustu upplýsingatækni yrði beitt til að treysta alþjóðleg tengsl. Á slíkum stað væri unnt að stunda rannsóknir á fornleifum og öðrum minjum. Finnst mér ástæða til að velta því fyrir sér hvort í Reykholti í Borgarfírði mætti ekki stofna slíkt menningarsetur. Hvergi ætti það frekar heima en þar sem Snorri bjó forðum." Merki Snorra á loft í ræðu sinni hvatti Björn Bjarna- son þá sem taka þátt í menningar- samstarfi Evrópuþjóða að leggja á ráðin um hvernig best verði unnið að framkvæmd slíkrar hugmyndar. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að þar sem óljóst væri um framtíð skólastarfs í Reykholti yrði að finna ný viðfangsefni fyrir stað- inn. Bókmenntir og miðaldafræði ættu þar vel heima. Mikils virði væri að halda merki Snorra Sturlu- sonar á loft. í Bifröst í Borgarfirði væri há- skóli og menntastofnanir á háskóla- stigi á Varmalandi og Hvanneyri. SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA í ÁGÚST 1996. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1SNJALLYRÐI Kjartan Öm Ólafsson tók saman. Útg. Vaka-Helgafell. 6VID URÐARBRUNN Vilborg Davíðsdóttir. Útg. Mál og menning. 2PAN0RAMA Páll Stefánsson. Útg. Iceland Review. 7-8 HÆGUR VALS í CEDAR BEND Robert James Waller. Útg. Vaka-Helgafell. 3ENGLAR ALHEIMSINS Einar Már Guðmundsson. Útg. Mál og Menning. 7-8 STÓRA GARÐABÓKIN Ritstj. Ágvst H. Bjarnason. Útg. Forlagið. 4ÍSLENSKA vegahandbókin Ritstj. Örlygur Hálfdanarson. Útg. íslenska bókaútgáfan. VILLTIR MATSVEPPIR Á ÍSLANDI Ása Margrét Ásgrímsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir. Útg. Mál og menning. 9ICELAND THE WARM COUNTRY Torfi H. Tulinius. Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson. Útg. Forlagið. 4 A SKUGGAVERUR B Charles Grant. Útg. Prenthúsið. Einstakir flokkar: Skáldverk 1 ENGLAR ALHEIMSINS Einar Már Guðmundsson. Útg. Mál og menning. 2 VIÐ URÐARBRUNN Vilborg Davíðsdóttir. Útg. Mál og menning. 3 HÆGUR VALS í CEDAR BEND Robert James Waller. Útg. Vaka-Helgafell. 4 SKUGGAVERUR Charles Grant. Útg. Prenthúsið. 5 CONTES POPULAIRES Útg. Iceland Review. 6 HÁVAMÁL Útg. Vaka-Helgafell. 7 ÍSLANDSKLUKKAN Halldór Kiljan Laxness. Útg. Vaka-Helgafell. 8 FALSARINN Björn Th. Björnsson. Útg. Mál og menning. 9 FUGLÁ GARÐSTAURNUM Halldór Kiljan Laxness. Útg. Vaka-Helgafell. 10 DJÁKNINN Á MYRKÁ 09 flslri islenskar þjóðsögur. Útg. Vaka-Helgafell. Almennt efni 1 SNJALLYRÐI- tllvitnanlr og spakmæli frá ýmsum tlmum Kjartan Örn Ólafsson tók saman. Útg. Vaka-Heigafell. 2 PANORAMA Páll Stefánsson. Útg. Ieeland Review. 3 ÍSLENSKA VEGA- HANDBÓKIN Ritstj. Örlygur Hálfdanarson. Útg. íslenska bókaútgáfan. 4 VILLTIR MATSVEPPIR Á ÍSLANDI Ása Margrét Ásgrímsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir. Útg. Mál og menning. 5 STÓRA GARÐABÓKIN Ritstj. Ágúst H. Bjarnason. Útg. Forlagið. 6 ICELAND THE WARM COUNTRY Torfi H. Tulinius. Myndir: Sigurgeir Siguijónsson. Útg. Forlagið. 7 HVAÐ SEGJA STJÖRN- URNAR UM ÞIG? Grétar Oddsson tók saman. Útg. Vaka-Helgafell. 8 STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS Útg. Vaka-Helgafell. 9 ISLANDE LE PAYS CHALEUREUX DU NORD Torfí H. Tulinius. Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson. Útg. Forlagið. -f O ÍSLAND - TÖFRANDI LAND Útg. Örn og Örlygur. Börn og unglingar 1 LÚLLI LITLI LUNDI Kristín Marti. Útg. Fjölvaútgáfan. 2 STÚFUR Harald Öglænd. Útg. Bókaútgáfan Björk. 3 HLINI KÓNGSSON OG FLEIRI ÍSLENSK ÆVINTYRI Sverrír Jakobsson tóksaman. Útg. Vaka-Helgafell hf. 4 PALLI VAR EINN í HEIMINUM Jens Sigsgaard. Útg. Bókaútgáfan Björk. 5 ÍSLENSKU DÝRIN Myndir. Halldór Pétursson. Útg. Setberg. 6 DODDI í ÞJÓFALEIT Enid Blyton. Útg. Myndabókaútgáfan. 7-8 FLOWERS ON THE ROOF Ingibjörg Sigurðardóttir. Myndir: Brian Pilkington. Útg. Mál og menning. 7-8 LITLI PRINSINN Antoine de Saint-Exupéry. Útg. Mál og menning. 9 TOMMI OG JENNI — LEIKFÉLAGAR Útg. Myndabókaútgáfan. 10-11 HJÁ AFA OG ÖMMU Lawrence diFiorí. Útg. Bókaútgáfan Björk. 10-11 STUBBUR Bent og Grete Janus Nielsen. Útg. Bókaútgáfan Björk. Borgarsteingervingur BRESKI listamaðurinn Donald Hyams spókar sig fyrir framan „Borgarsteingerving" sinn. Listaverkið er VW-bjalla frá árinu 1965 sem þakin hefur verið steinsteypu. Henni hefur verið komið fyrir við St. James Street í miðborg Lundúna. John 220volta KVIKMYNPIR Bíóborgin, Bíóhöllin FYRIRBÆRIÐ („PHENO- MENON'j ★★ Vi Leikstjóri John Turtletaub. Handrits- höfundur Gerald Di Pago. Kvik- myndíitökustjóri Phedon Papamic- hael. Tónlist Thomas Newman. Aðal- leikendur John Travolta, Kyra Sedgwick, Forest Whitaker, Robert Duvall, Richard Kiley, Tony Guaro. Touchstone. Bandarísk. 1996.123 m. ÞAÐ ER mikið stuð á John Trav- olta í Fyrirbærinu, bæði er allur leikur og framkoma þessarar aðlað- andi stórstjörnu sannarlega raf- mögnuð, aukinheldur fær persónan sem hann túlkar, bifvélavirkinn George Malley, strauma utanúr himinhvolfínu sem eiga eftir að gjörbylta lífi hans. Það gerist á 37. afmælisdag Georges sem bregður sér úr veislunni að fá sér frískt loft, abrakadabra, ljós birtis á himni sem lýstur afmælisbarnið og hleður hann afburðagáfum og alvísum skilningi. Atburðurinn hefur hinar nargvíslegustu breytingar í för með sér. George verður afar fróðleiks- fús, les fjöldann allan af fræðibók- um um hin ólíklegustu efni, lærir portúgölsku á dagstund, gerist fjöl- hæfur uppfinningamaður, finnur á sér yfirvofandi náttúruhamfarir, o.s.frv. Er þó alltaf sami ljúflingur- inn og vill hvers manns götu greiða. Gengur þó illa að vinna hjarta Lace (Kyra Sedgwick), sinnar drauma- dísar. Hin nýfengna viska hefur einnig slæmar hliðar. Gömlu vinirn- ir hans og nágrannarnir fara að líta á hann sem fyrirbæri og þá lendir hann í útistöðum við Alríkislögregl- una. Innblásturinn er greinilega úr smiðju Capra, umgjörðin og inni- haldið. Turtletaub kemst þó ekki með tærnar þar sem Capra hafði hælana, engu að síður er Fyrirbær- ið um margt prýðisgóð skemmtun, hlý og notaleg. Handritið þó yfir- borðskennt og myndin tekur stefnu sem er ekki sem heppilegust þegar Alríkislögreglan kemur til skjal- anna og væmnin heldur innreið sína. Hún ristir ekki djúpt (sú hefur örugglega aldrei verið ætlunin), hinsvegar er hún dæmigerð „feel- good“-mynd, einog þeir segja fyrir vestan, og gjörsamlega áhættulaust að mæla með henni fyrir alla fjöl- skyldumeðlimi. Langstærsti kostur Fyrirbærisins er Travolta, það geislar frá honum góðmennskan, George bifvélavirki er aðlaðandi strákur í túlkun Tra- volta, sem gerir hann heilan og trú- verðugan, þrátt fyrir öll ólíkindin. Hann á skilið Óskarsverðlaunatil- nefningu, en sjálfsagt verður mynd- in of léttvæg fundin til að komast í slíkt úrtak. Annar kostur við Fyrir- bærið er vinahópurinn sem saman- stendur af George, héraðslækninum „Doc“ (Robert Duvall), og Pope svínabónda, en Forest Whitaker fer einkar vel með hlutverk hans. Á hinn bógin er Sedgwick alltof kuldaleg og fjarlæg lengst af sem óskadraumurinn til að vera sann- færandi, það skrifast að hluta til á fráhrindandi persónugerð handrits- höfundar. Myndir um „fyrirbæri" skjóta af og til upp kollinum, skemmst að minnast Powder, sem gefur þessari að sumu leyti lítið eftir. Ein sú besta var þó Charly, þar sem Cliff Robertson fór á kostum í hlutverki einfeldnings sem hlýtur ofurgáfur (líkt 0g Geoprge) um sinn fyrir til- stuðlan vísindanna. Sæbjörn Valdimarsson Málþing um Birting FELAG íslenskra háskólakvenna heldur í samvinnu við Heimspeki- deild Háskóla íslands málþing um Voltaire og Birting í Odda, fimmtu- daginn 26. september kl. 20 í stofu 101. Fyrirlesari er Þorsteinn Gylfa- son prófessor. Tilefni þessa málþings um Volta- ire er, að Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör ætlar í byijun október að frumflytja leikgerð að Birtingi. Hilmar Jónsson leikari og leikstjóri, sem annaðist leikgerðina ásamt Gunnar Helgasyni og Erling Jóhannessyni og leikhópnum, mun einnig segja frá því hvernig leik- gerðin var unnin. Birtingur kom fyrst út árið 1759 í Oarís, Genf og víðar. Halldór Lax- ness þýddi verkið árið 1945. Útgef- andi var Helgafell. Hið íslenska bókmenntafélag gaf svo Birting út árið 1975 með inngangi og skýring- um eftir Þorstein Gylfason. Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.