Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Spörum með íþróttum ÞEGAR einstakling- ur veikist greiðir ríkis- sjóður til allrar ham- ingju stærsta hlutann af lækniskostnaði. Hið sama gildir um ýmis félagsleg vandamál, þ.e. hið opinbera stend- ur undir kostnaðinum. Sá kostnaður er vissu- lega mikill. Þjóðin er einhuga um að verja hluta skattpeninga sinna til samhjálpar þegar slys, veikindi og bágar aðstæður kalla. Fjármunir til þessa málaflokks eru veru- Hjalmar legir enda viljum við ekki horfa á samborgara okkar þjást. Hins vegar má lækka þennan kostnað verulega — ég fullyrði um milljarða króna með stefnumörkun í forvörnum. Þar gegnir íþróttahreyfingin lykilhlut- verki. Við vitum að regluleg hreyf- ing og líkamsþjálfun styrkir bæði andlega og líkamlega heilsu fólks — eykur vellíðan. Á síðustu misser- um hefur orðið vakning meðal þjóð- arinnar á þessu sviði. Víðast má sjá alla aldurshópa stunda hvers kyns íþróttir, hvort heldur er um keppni eða svonefndar almenningsíþróttir að ræða. Þá sýna rannsóknir að regluleg íþróttaiðkun barna og unglinga dregur úr líkum á sjúk- dómum, dregur úr líkum á tóbaks- og vímuefnaneyslu og eykur náms- árangur. Þetta þýðir að almenn íþróttaiðkun þjóðarinnar á að geta dregið hressilega úr kostnaði vegna sjúkdóma og félagslegra vanda- mála. Spurningin er því sú hvort ekki sé hyggilegra að verja skatt- peningum til fyrirbyggjandi starfa í stað þess að „bíða eftir slysun- um". íþróttahreyfingunni í landinu er ætlað að halda utan um þennan Arnason fjárskortur þátt. Og hvernig er að henni búið? Ríkið refsar íþróttafélögum Með vaxandi þátt- töku almennings í íþróttum og auknum kröfum á sviði keppn- isíþrótta hefur orðið sprenging. Á flestum stöðum skortir aðstöðu til að sinna áhuga fólks um bætta heilsu og betri líðan. íþrótta- hreyfingin reynir af fremsta megni að svara kalli tímans en setur henni fastar skorður. Er nú svo komið að stærst- ur hluti þess sjálfboðaliðastarfs er hreyfingin leggur til fer i fjáröflun. Fróðlegt er að skoða hvernig um- íþróttahreyfingin þarf nefnilega, segir Hjálm- ar Arnason, að greiða tryggingagjald af starfsemi sinni. hverfi hið opinbera býr íþrótta- hreyfingunni. Henni er ætlað að sinna þessum mikilvæga og holla málaflokki. Henni er ætlað að taka við öllum þeim fjölda sem vill leggja stund á íþróttir. Henni er ætlað að standa undir kostnaði sjálf. En hið opinbera refsar í raun félögunum fyrir frumkvæði með skattalagn- ingu? íþróttahreyfingin þarf nefni- lega að greiða tryggingagjald af starfsemi sinni. Þó að starf hreyf- ingarinnar leiði til langtímasparn- aðar fyrir ríkissjóð þá hikar hann ekki við að seilast í hálftóma vasa. Þetta er óskynsamlegt og ber vott um stefuleysi. Hér verður að gera bragarbót. Verktakar ríkis og sveitarfélaga íþróttir heyra undir menntamála- ráðuneyti. I raun má segja að mála- flokkurinn ætti allt eins að heyra undir heilbrigðismál, félagsmál og ferðamál (sbr. landkynningu Jóns Arnars í Atlanta) af þeirri ástæðu einni að gildi íþrótta snertir þau svið. Þess vegna væri vitlegt að hið opinbera mótaði skýrari stefnu gagnvart íþróttum og leggði þar sjónarmið forvarna til grundvallar. Skynsamlegt væri að mynda öflug- an sjóð sem íþróttafélög gætu sótt í til að sinna kerfisbundnu hlutverki á sviði uppeldis og íþrótta fyrir alla og biði í því skyni hæfa leiðbeinend- ur og marktækar áætlanir. Þannig væru íþróttafélög nokkurs konar verktakar fyrir ríkissjóð á sviði áhrifamikilla forvarna er leiddu til langtímasparnaðar — að ekki sé talað um þá ánægju er almenningur hefur af. Liður í viðurkenningu hins opin- bera á gildi íþrótta fyrir alla á að vera afnám tryggingagjaldsins enda felast í álagningu þess mót- sagnir við tilgang íþróttastarfs. Þá má viðra þá skoðun að bæjarfélög semji beint við íþróttahreyfinguna um uppbyggingu og rekstur íþrótta- mannvirkja, ásamt öðrum skyldum verkefnum. Þar með er komið beint samband sveitarstjórna við iðkend- ur (almenning). Segja má að hver króna sem sveitarstjómir láti íþróttahreyfíngunni í té margfaldist með sjálfboðaliðastarfi og fjáröflun af öðrum töga. Áfram má telja. Meginatriðið er þó að stefnumörkun af hálfu hins opinbera fari fram þannig að í verki verði viðurkennt það sem oft heyrist að íþróttir bæti heilsu og vellíðan og með þeim hætti dragi úr útgjöldum ríkissjóðs og sveitarfélaga þegar til lengri tíma er litið. íþróttahreyfingin hef- ur sýnt vilja sinn í verki. Eftir stend- ur að hið opinbera rumski. Höfundur er formaður íþrótta- bandalags Reykjanesbæjar. Forseti íslands á ekki að úthluta falsvonum L í FULLRI vinsemd er ástæða til þess að biðja virðulegan forseta íslands að gæta hófs í yfiriýsingum. Forseti Islands á ekki að gefa fólkinu í landinu fals- vonir, hann á ekki að bjóða skjól sem er óraunverulegt. Forseti íslands á ekki heldur að etja landsmpnnum saman. Forseta íslands er ekki ætlað að skipta sér af daglegu amstri í þrasi stjórnmálanna þar sem óskirnar, þráin og þarfirnar eru miklu meiri en hægt er að sinna vegna takmarkaðs fjármagns. Forseti íslands á ekki að gefa í skyn gjafapakkningar sem eru fyrst og fremst væntingar en engin trygg- ing er fyrir. I þessu sambandi vil ég sérstak- lega fjalla um orð forseta íslands í opinberri heimsókn til Barðastrand arsýslu þar sem forsetinn sagði vegna þess að hvergi á landinu væru verri vegir og vegna þess að þar væru jafnframt svo merkilegir staðir fyrir ferðamenn að brýn nauðsyn væri á því að íslendingar sameinuð- ust um sérstakt átak og uppbyggingu vega á sunnanverðum Vestfjörðum. Það kemur á óvart ef gamalreynd- ir þingmenn hafa ekki vitað fyrir um stöðu mála og möguleika í Barða- strandarsýslu. Stærsta átaki íslands- sögunnar í vegagerð er nýlega lokið, Vestfjarðagöngunum, og er rík ástæða til þess að óska Vestfirðing- Árni Johnsen um og landsmönnum öll- um til hamingju með það. Það verkefni var unnið formlega innan veggja Alþingis og allt gott um það að segja. En forseti Islands á ekki að stilla sér upp sem 6. þingmaður Vestfjarða, einfaldlega vegna þess að hann er ekki þing- maður og það er ekki hlutverk hans. Forseta íslands á einnig að vera fullkunn- ugt um að vegaáætlun byggíst á samþykkt Al- þingis um skiptingu fjár milli kjördæma samkvæmt vegaáætl- un og það er þingmanna kjördæma að forgangsraða verkefnum í sam- starfí við Vegagerðina. Forseti Is- Forseti íslands á ekki að gefa í skyn gjafa- agði að pakknmgar, segir Arni Johnsen, sem eru fyrst og fremst væntingar en engin trygging er fyrir. lands á ekki heldur að ráðast dul- búið á þingmenn með yfirlýsingum sínum. Ekki er hægt að túlka „gjafa- yfirlýsingar" forseta íslands í Barða- strandarsýslu á annan veg en dulbú- inn undirróður gegn Einari K. Guðf- innssyni, alþingismanni og 1. þing- Spurning stendur - spurning vaknar Svavar Gestsson BJÖRN Bjarnson menntamálaráðherra svarar grein minni í Morgunblaðinu 29. ág- úst sl. á heimasíðu sinni, en ekki í Morgun- blaðinu þar sem allir geta lesið hana. Það er slæmt því æskilegt væri að sem flestir gætu les- ið heimasíðu mennta- málaráðherra því hún er ágæt heimild um hann sem ráðherra. í grein minni hafði ég meðal annars tekið upp hanskann fyrir þá ein- staklinga sem ráðherr- ann veitist að á heimasíðunni. Taldi ég það jafngilda atlögu úr launsátri að þessum einstaklingum. Þessi vinnubrögð væru ráðherra ekki sæmandi. Nú hefur hann svarað grein minni í Morgunblaðinu. Því Er það eðlilegt, spyr Svavar Gestsson, að ráðherrar vegi úr launsátri á alnetinu. miður er orðbragð hans ekki sæm- andi og heiftin í minn garð með þeim hætti að sérstaka athygli vek- ur. Dæmi um viðbrögð ráðherrans: „Þeir sem lesa vikupistla mína með öðrum gleraugum en Svavar Gests- son, sem lærði áróðurskrif í Austur- Þýskalandi meðan kommúnistar réðu þar lögum og lofum ..." „Ef stjórnmálamenn, ráðherrar eða al- þingismenn mega ekki svara fyrir manni Vestfjarða, en hann gegnir nú formennsku í samgöngunefnd Alþingis. Forseti íslands má ekki láta hug- myndaheim sinn flæða út um allt. Forseti íslands á ekki að kaupa sér vinsældir á kostnað stjórnmála- manna sem vinna samkvæmt leik- reglum lýðræðisins. Forseti íslands á að vera hvetjandi en hann á ekki að afmennta landsmenn með falsvon- um. Forseti íslands veit að miklu minna er hægt að koma í verk í opinberum framkvæmdum en óskir standa til og um allt land er það hlut- verk stjórnmálamanna, þingmanna og sveitarstjórnarmanna að leysa úr þeim viðfangsefnum sem við blasa. Forseti íslands á að gæta þess að trufla ekki það starf og vekja tor- tryggni milli landshluta. Um ailt land eru ennþá vondir vegir og merkilegir og spennandi staðir fyrir ferðamenn, en það er ekki hlutverk forseta ís- lands að forgangsraða í þeim efnum. Embætti forseta Islands er tákn, sem á að vera hafíð yfír stjórnmála- deilur, tákn sem landsmenn vilja virða og verja ef það stuðlar að friði en ekki ófriði. Ef við slítum friðinn vegna þess að forseti íslands fer út fyrir verksvið sitt stefnir í mikið óefni, agaleysi og tortryggni í stað markvísi og hvatningar. Þá fjarar fljótt undan. Forseta íslands eru færðar góðar óskir um farsæld í starfi þess við- kvæma farvegs sem embætti forseta íslands er ætlað. Höfundur erþingmaður Sjálf- stæðísflokksins á Suðurlandi. sig eins og aðrir er langt gengið í ritskoð- unarkröfum, jafnvel á mælikvarða austur- þýskra kommúnista." Svavar Gestsson „ástundar hálfsann- íeik, sem er stundum verri en lygi..." „Dylgjur af þessu tagi hitta rógberana sjálfa..." Lokaorð greinar minnar í Morgunblað- inu 29. ágúst voru: Er það eðlilegt að ráðherra vegi úr launsátri alnetsins að undirmönnum sínum eins og menntamálaráðherra hefur gert í sumar? Sú spurning stendur enn auk þess sem sú spurning vaknar hvort það er heppilegt að skapsmunir beri ráðherra ofurliði með þeim hætti sem greinin á alnetinu 1. sept- ember sl. sýnir. Höfundur er fyrrv. menntamálaráðherra. JlfcLFLÍSASKERAR Np^OGFLÍSASAGIR _e L ± > • wl;*» ÍiU ^Vllllll!*" THl 5 JE* StóiMfða 17, við Gulltabrú, sími 567 4844 Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig á nírœöisafmœli mínu þann 18. september sl. Guð blessi ykkur öll. Helga Magnúsdóttirfrá Blikastöðum. mm»mmmmmmmmmmmmmmimmmmmmMmmmGmmmm^mmmmmmmm^mmmímmmmmmmmmmm^^m*mMm§ iw \u\um u i __p——¦ Faber-Castell Á morgun og föstudag frá kl. 15:00 - 18:00 Kynnir S Vilbergsdóttir Faber Cast myndlistavörur, þar á meðal athyglisveröar nýjungar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.