Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + A &tot$mðfi$faib STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞJOÐMENNING í SAFNAHÚSI SAFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu fær í næstu framtíð nýtt hlutverk samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Það verður gert að þjóðmenningarhúsi og verður ætlað að hýsa fastar og tímabundnar sýningar frá helztu söfnum þjóðarinnar. Hugmynd um að gera Safnahúsið að svonefndu Þjóð- menningarhúsi kom fram fyrir nokkrum árum. Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, átti sæti í nefnd, sem Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði til þess að gera tillögu um nýtingu Safnahússins. í grein, sem Baldvin Tryggvason skrifaði hér í blaðið hinn 18. ágúst 1992, gerði hann grein fyrir tillögum, sem nefnd- in hafði lagt fyrir Svavar Gestsson, þá menntamálaráð- herra, á árinu 1990. í greinargerð nefndarinnar sagði m.a.: „Það fer því bezt á því, að nú, nærfellt þremur kyn- slóðum síðar og þegar þjóðin er margföldum þjóðarauði ríkari, framfylgjum við hugsun forfeðra okkar, aldamóta- kynslóðarinnar, og gerum Safnahúsið að sannkölluðu þjóð- menningarhúsi um langa framtíð. í húsinu væri komið fyrir gangandi sýningum á því bezta sem.við eigum í list- munum og minjum og sem við á hátíðarstundum nefnum þjóðararf íslendinga ... Þarna gætu verið til sýnis undir gleri rit frá Arnastofnun ásamt upplýsingum um gildi og tilurð þeirra ... Þá gætu munir úr Þjóðminjasafni verið þarna til sýnis ... Veglegt væri að koma fyrir herbergjum Jóns Sigurðssonar, Ara fróða, Snorra Sturlusonar, Hall- dórs Laxness o.fl." Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, lagði fram i rík- isstjórn tillögur um framtíðarnýtingu Safnahússinsj sem er tvímælalaust meðal fegurstu bygginga borgarinnar, og á sér menningarsögulegt hlutverk nær alla þessa öld. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er í samræmi við það og er fagnaðarefni. I forustugrein Morgunblaðsins í marzlok 1992 sagði m.a.: „Það er skoðun Morgunblaðsins að Safnahúsið við Hverfisgötu eigi að varðveita, innan sem utan, sem næst sinni upprunalegu gerð og nýta á hliðstæðan hátt og ver- ið hefur. Það eitt er við hæfi." Morgunblaðið tók í þessu sambandi undir hugmynd plafs G. Einarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, að Árnastofnun fengi inni í húsinu. VIÐVÖRUN SEÐLA- BANKANS AÐGERÐIR Seðlabanka íslands til að stuðla að stöðug- leika í verðlagsmálum og sporna við þenslu í þjóðfé- laginu eru ákveðin viðvörun til stjórnvalda og alls almenn- ings, tilraun til að spyrna við fótum í tíma og koma í veg fyrir að verðbólga rjúki upp. Takmarkið er að hún verði eigi hærri en í helztu viðskiptalöndum þjóðarinnar. Samkvæmt tölum fyrir tímabilið frá janúar til ágúst jókst innflutningur um 13-14% að raungildi. Nýjustu upp- lýsingar benda til að viðskiptahallinn verði sjö til tíu millj- arðar á árinu. Sparnaður er að minnka í þjóðfélaginu og erlendar skuldir að aukast. Heimilin eru að auka skuldir sínar og neyzlubreytingarnar eru talsvert umfram kaup- máttaraukningu heimilanna. Aukinn viðskiptahalli er mik- ið áhyggjuefni, að mati sérfræðinga. Hér er um mikil umskipti að ræða. Afgangur hefur verið af viðskiptum við útlönd undanfarin þrjú ár og á síðasta ári nam hann 3,9 milljörðum króna. Undanfarið hafa breytingar orðið í þjóðfélaginu, sem hafa takmarkað mjög möguleika stjórnvalda til þess að hafa áhrif á þróun mála. Má þar m.a. nefna, að það eru ekki eingöngu bankar, sem stjórna lánsfjármagni, heldur eru lífeyrissjóðir þar fyrirferðarmikill aðili, svo og trygg- ingafélög. Það er því einnig undir þessum aðilum komið hvernig til tekst. Umfram allt mega landsmenn ekki láta bjartsýni á bætt efnahagsástand leiða sig út í ógöngur. Sparnaður er nauðsynlegur þáttur í þjóðfélaginu og milli hans og eyðslu verður að vera ákveðið jafnvægi. í þessu sambandi má minna á orð Görans Perssons, forsætisráðherra Svía, í samtali við Morgunblaðið í gær, sem eiga hér við, en hann sagði m.a.: „Það er gömul meginregla jafnaðarmanna að velferð sé ekki hægt að byggja á lánsfé. Hún verður að byggjast á framleiðslu fyrirtækja og getu landsmanna til að greiða skatta, ekki á viðskiptavild í bönkum." Rækjuveiðar á Flæmska hattínum Ofveiði eða öfg kennd verndarst< RÆKJUVEIÐAR Islendinga á Flæmska hattinum stefna í það að þrefaldast á þessu ári frá því sem var í fyrra. Þá voru samtals yeidd um þrjátíu þúsund tonn og áttu íslending- ar þar af um 7.500 tonn. Nú er afli íslenskra skipa kominn í meira en 17.000 tonn og stefnir í að verða tuttugu þúsund tonn. Heildaraflinn stefnir í yfír fjörutíu þúsund tonn. Vísindanefnd Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO, hefur gagrýnt auknar Veiðar í Flæm- ingjagrunni. Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofn- unar, sem á sæti í nefndinni, sagði í viðtali við Morgun- blaðið fyrir skömmu að fremur ætti að draga úr veiðinni frá því sem verið hefur heldur en að auka hana. Hann segir að fyrst og fremst sé veidd rækja úr ár- ganginum 1993, en hann telur að leyfa ætti henni að vaxa frekar en að veiða hana strax. Karldýr rækjunnar breytast í kvendýr þegar þau ná ákveðinni stærð og Jóhann segir að með svo mikilli veiði á tiltölulega ungum árgöngum skekkist hlutfall karl- og kvendýra. Ekkibyggtá traustum rannsóknum 0 Rækjuveiðar Islendinga á Flæmska hatt- inum stefna í það að þrefaldast frá því í fyrra. íslensk stjórnvöld og aðildarþjóðir NAFO hafa gagnrýnt auknar veiðar. Félag úthafsútgerða segir enga hættu á ferðum. Helgi Þorsteinsson greinir frá mismunandi _______mati á veiðiþoli rækjunnar._______ sa þa m> ur ef in: m ut ar ni ut el ve ir Snorri Snorrason, formaður Félags út- hafsútgerða, segir að viðhorf íslenskra stjórnvalda og LÍÚ til veiða á Flæm- ingjagrunni séu ekki byggð á traustum rannsóknum. „Þetta er bara í takt við tím- ann. Það er látið eins og menn séu að fremja glæp gegn mannkyninu að vera að veiða þarna. Verndarstefnan er löngu komið út fyrir allt sem eðlilegt get- ur talist." Snorri segir að Norðmenn setji eng- an kvóta á rækju- veiðar á sínum heim- amiðum. Hann furð- ar sig einnig á and- stöðu Kanada- manna, enda veiði þeir sáralítið á Flæmska hattinum. „Ég held að Kanadamenn, að minnsta kosti íbúar á Nýfundnalandi, séu ánægðir með að íslensku skipin komi til hafnar og leiti sér þjónustu." Snorri bendir á að Flæmski hatt- urinn sé gífurlega stór, eða um 25 þúsund ferkílómetrar. „Flestir þekkja þetta bara af kortum af veðurkorta- stærð, og átta sig ekki á því hvað þetta er gífurlegt flæmi. Til að skýra þetta má til dæmis bera það saman við Arnarfjörðinn. Hann er um átta- tíu ferkílómetrar. Þar eru veiðarnar á ferkílómetra um 10 tonn, en á Flæmska hattinum um tvö tonn." Snorri segir að 1986 hafi Hafrann- sóknastofnun gefið út þá yfirlýsingu að á íslandsmiðum væri óráðlegt að veiða meira en 10 þúsund tonn af rækju. Síðustu þrjú ár hafí hins vegar verið veidd 60-70 þúsund tonn og samt sé stofninn samkvæmt áliti Veiðireynsla íslenskra skipa á Flæmingjagrunni 19! Skip ^Tpp^eimahöm HjalteyrinEA310 Akureyri Skráður Aflah. á heimamiðum eigandi 1996/97, i þorskíg. Veiðireynsla á Flæmingjagnmril fta 1993 1994 1995 1» Samherji hf. 0 - - - 3I MargrétEA710 Akureyri Samherji hf. 2.900 - - _ 2; SólbakurEA307 Akureyri Útgerðarf. Ak. 1.654 - - - 3 Svalbakur EA2 Akureyri Útgerðarf. Ak. 3.743 _ 195 8- ÞorsteinnEA810 Akureyri Ingimundur hf. 4.842 - - 779 ErikBA204 Bíldudalur Erikehf. 0 - _ 84 6' KanBA101 Bíldudalur Kan ehf. 0 - - 57 5 NðkkviHU15 Blönduós Nðkkvihf. 1.521 - - 42 5 HeiðrúníS4 Bolungarvík Bakki Bol.vík hf. 1.358 - - - 4 Kolbeinsey ÞH10 Breiðdalsvík Halaklettur ehf. 1.658 - - - 5< ArnarborgEA316 Dalvík Snorri Snorras. hf. 0 - - - DalborgEA317 Dalvík Snorri Snorras. hf. 0 - - 543 4 BlikiEA12 Dalvík Bliki hf. 664 - ' - 168 4 BrimirSU383 Djúpivogur Sigurnes hf. 401 - - 208 a Klara Sveinsdóttir SU 5( HákonÞH250 ) Fáskrúðsfj. Búri hf. 0 - -. 737 7 Grenivík Gjögurehf. 2,776 486 - - Hólmadrangur ST 70 Hólmavík Hólmadr. hf. 2.136 - - " - 5 KletturSU100 Húsavík Höfðihf. 0 —— Þórunn Havsteen ÞH 4C Húsavík Guðm. Eiriksson Hrðnnhf. 461 - - _ 2 GuðbjorgíS46 ísafjöfur 3.409 - - - 13 Guðmundur Péturs ÍS 4 Hafrafell ÍS 222 5 ísafjör'ur Básafell hf. 374 - - 372 3 fsafjörður Básafell hf. 525 • 147 322 1 JöfuríS172 ísafjörður Leiti hf. fiskv. 1.401 - - 269 5 Skutull ÍS180 ísafjörður Togaraútg. isafj. hf. 2.400 119 155 160 i BlængurNK117 Neskaupstaður Síldarvinnslan hf. 3.387 - - 304 3 HvannabergÓF72 * Sigurfari ÓF 30 Ólafsfjörður Dalbergehf. 1.242 - - 177 2 Ólafsfjörður Sædís hf. 819 - - 164 3 Oító Wathne NS 90 Ólafsvik OttóWathnehf. - 385 1.060 1 AndenesRE43* Reykjavík Atlantes fisk ehf. 0 - - - PéturJónssonRE69 Reykjavík PéturStefánSsort 2.654 314 79 193 8 Arnarnes Sl 70" Siglufjörður Þorm. rammi hf. 0 - 287 549 SunnaSI67 Sigiufjðröur Þorm. rammi hf. 3.394 1.137 872 559 1.2 Siglfirðingur Sl 150 Siglufjörður Siglufjörður Siglfirðingur hf. 2.017 - - - 3 Svalbarði Sl 302 Rækjuv. Pólarhf. 0 _ - - 3 Helga Björg HU 7 Skagaströnd Skagstr. hf. 49 ' - - - 4 Hamrasvanur SH 201 Stykklshólmur Oddeyri hf. 1.325 - - - 9 BessiíS410 AndvariVEIOO Súðavík Álftfirðingur hf. 2.767 _ _ _ 2 Vestmannaeyjar Jóhann Halldórss, 520 - 169 779 5 GuðmundurVE29 Vestmannaeyjar ísf. Vestm.eyja hf. 1.646 - - - GissurÁR6 Þorlákshöfn Ljösavík hf 1.691 - - - 1 HersirÁR4 Þorlákshöfn Steinavík ehf. 2.573 139 83 - 1 Stakfell ÞH 360 Þórshöfn Hraðfr. Þórsh. hf. 1.822 - m - "3 Samtals ii cn hefur ekki landað afla. Fjöldi skipa 2.195 5 2.177 7798 16.6 * todenes RE 43 «• nú á veiðum á Flæmingjagrun ** Amames Sl 70 ttehir veri5 seft úr landi. 8 22 ! stofnunarinnar í mjög góðu ástandi. „Af hverju eru menn svo skelfingu lostnir yfir því að sama þróun sé að verða á Flæmska hattinum?" Kusk á hvíta flibbanum Snorri segir að stjórnvöldum finnist veiðar íslendinga á Flæmska hattinum óþægilegar. „Þetta er eins og kusk á hvíta flibbanum, því þeim finnst við ættum að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum." Snorri telur að engin einstök útgerð- arpláss séu orðin verulega háð rækju- veiðunum á Flæmingjagrunni. Hann segir að útgerðarfyrirtækin muni einn- ig halda velli þó veiðar verði takmark- aðar. „Ég vísa á bug því sem formaður LÍÚ hefur sagt, að það liggi fyrir öllum þessum útgerðum að fara í gjaldþrot. Það er einu sinni eðli veiðimennsku að bera sig eftir björginni, og veiða þar sem hægt er að veiða. Lokist þetta svæði leitum við annarra leiða." Hefðum átt að hlíta NÁFO Ólafur H. Marteinsson er annar tveggja framkvæmdastjóra Þormóðs ramma á Siglufirði, en það var eitt fyrstu útgerðarfyrirtækjanna sem sendi skip á rækjuveiðar á Flæm- mgjagrunni. Það var árið 1993. „Við höfum fylgst glöggt með þeirri þróun sem orðið hefur. Með aukinni sókn hefur veiðin minnkað. Steininn hefur tekið úr á þessu ári með allri þessari viðbótarsókn." Ólafur segist hafa ver- ið þeirrar skoðunar í fyrra að íslend- ingar ættu að hlíta ákvörðunum NAFO um sóknarstýringu. „Það byrjuðu allir að veiða á sama tíma. í fyrra voru menn búnir að átta sig á að of mikið hefði verið veitt. Það höfðu allir haft tækifæri til að s; ir Vl a ý Þ g þ h e: á K s< u s< á j< I s h r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.