Morgunblaðið - 25.09.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.09.1996, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÖTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞJOÐMENNING í SAFNAHÚSI SAFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu fær í næstu framtíð nýtt hlutverk samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Það verður gert að þjóðmenningarhúsi og verður ætlað að hýsa fastar og tímabundnar sýningar frá helztu söfnum þjóðarinnar. Hugmynd um að gera Safnahúsið að svonefndu Þjóð- menningarhúsi kom fram fyrir nokkrum árum. Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, átti sæti í nefnd, sem Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði til þess að gera tillögu um nýtingu Safnahússins. í grein, sem Baldvin Tryggvason skrifaði hér í blaðið hinn 18. ágúst 1992, gerði hann grein fyrir tillögum, sem nefnd- in hafði lagt fyrir Svavar Gestsson, þá menntamálaráð- herra, á árinu 1990. í greinargerð nefndarinnar sagði m.a.: „Það fer því bezt á því, að nú, nærfellt þremur kyn- slóðum síðar og þegar þjóðin er margföldum þjóðarauði ríkari, framfylgjum við hugsun forfeðra okkar, aldamóta- kynslóðarinnar, og gerum Safnahúsið að sannkölluðu þjóð- menningarhúsi um langa framtíð. I húsinu væri komið fyrir gangandi sýningum á því bezta sem.við eigum í list- munum og minjum og sem við á hátíðarstundum nefnum þjóðararf Islendinga ... Þarna gætu verið til sýnis undir gleri rit frá Árnastofnun ásamt upplýsingum um gildi og tilurð þeirra ... Þá gætu munir úr Þjóðminjasafni verið þarna til sýnis ... Veglegt væri að koma fyrir herbergjum Jóns Sigurðssonar, Ara fróða, Snorra Sturlusonar, Hall- dórs Laxness o.fl.“ Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, lagði fram í rík- isstjórn tillögur um framtíðarnýtingu Safnahússins, sem er tvímælalaust meðal fegurstu bygginga borgarinnar, og á sér menningarsögulegt hlutverk nær alla þessa öld. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er i samræmi við það og er fagnaðarefni. I forustugrein Morgunblaðsins í marzlok 1992 sagði m.a.: „Það er skoðun Morgunblaðsins að Safnahúsið við Hverfisgötu eigi að varðveita, innan sem utan, sem næst sinni upprunalegu gerð og nýta á hliðstæðan hátt og ver- ið hefur. Það eitt er við hæfi.“ Morgunblaðið tók í þessu sambandi undir hugmynd Ólafs G. Einarssonar, þáverandi menntamálaráðherra, að Árnastofnun fengi inni í húsinu. VIÐVÖRUN SEÐLA- BANKANS AÐGERÐIR Seðlabanka íslands til að stuðla að stöðug- leika í verðlagsmálum og sporna við þenslu í þjóðfé- laginu eru ákveðin viðvörun til stjórnvalda og alls almenn- ings, tilraun til að spyrna við fótum í tíma og koma í veg fyrir að verðbólga rjúki upp. Takmarkið er að hún verði eigi hærri en í helztu viðskiptalöndum þjóðarinnar. Samkvæmt tölum fyrir tímabilið frá janúar til ágúst jókst innflutningur um 13-14% að raungildi. Nýjustu upp- lýsingar benda til að viðskiptahallinn verði sjö til tíu millj- arðar á árinu. Sparnaður er að minnka í þjóðfélaginu og erlendar skuldir að aukast. Heimilin eru að auka skuldir sínar og neyzlubreytingarnar eru talsvert umfram kaup- máttaraukningu heimilanna. Aukinn viðskiptahalli er mik- ið áhyggjuefni, að mati sérfræðinga. Hér er um mikil umskipti að ræða. Afgangur hefur verið af viðskiptum við útlönd undanfarin þrjú ár og á síðasta ári nam hann 3,9 milljörðum króna. Undanfarið hafa breytingar orðið í þjóðfélaginu, sem hafa takmarkað mjög möguleika stjórnvalda til þess að hafa áhrif á þróun mála. Má þar m.a. nefna, að það eru ekki eingöngu bankar, sem stjórna lánsfjármagni, heldur eru lífeyrissjóðir þar fyrirferðarmikill aðili, svo og trygg- ingafélög. Það er því einnig undir þessum aðilum komið hvernig til tekst. Úmfram allt mega landsmenn ekki láta bjartsýni á bætt efnahagsástand leiða sig út í ógöngur. Sparnaður er nauðsynlegur þáttur í þjóðfélaginu og milli hans og eyðslu verður að vera ákveðið jafnvægi. í þessu sambandi má minna á orð Görans Perssons, forsætisráðherra Svía, í samtali við Morgunblaðið í gær, sem eiga hér við, en hann sagði m.a.: „Það er gömul meginregla jafnaðarmanna að velferð sé ekki hægt að byggja á lánsfé. Hún verður að byggjast á framleiðslu fyrirtækja og getu landsmanna til að greiða skatta, ekki á viðskiptavild í bönkum.“ + .4- Rækjuveiðar á Flæmska hattinum Ofveiði eða öfga- kennd vemdarstefna R ÆKJUVEIÐAR Islendinga á Flæmska hattinum stefna í það að þrefaldast á þessu ári frá því sem var í fyrra. Þá voru samtals veidd um þrjátíu þúsund tonn og áttu íslending- ar þar af um 7.500 tonn. Nú er afli íslenskra skipa kominn í meira en 17.000 tonn og stefnir í að verða tuttugu þúsund tonn. Heildaraflinn stefnir í yfir fjörutíu þúsund tonn. Vísindanefnd Norðvestur-Atlants- hafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO, hefur gagrýnt auknar veiðar í Flæm- ingjagrunni. Jóhann Sigutjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofn- unar, sem á sæti í nefndinni, sagði í viðtali við Morgun- blaðið fyrir skömmu að fremur ætti að draga úr veiðinni frá því sem verið hefur heldur en að auka hana. Hann segir að fyrst og fremst sé veidd rækja úr ár- ganginum 1993, en hann telur að leyfa ætti henni að vaxa frekar en að veiða hana strax. Karldýr rækjunnar breytast í kvendýr þegar þau ná ákveðinni stærð og Jóhann segir að með svo mikilli veiði á tiltölulega ungum árgöngum skekkist hlutfall karl- og kvendýra. Ekki byggt á traustum rannsóknum Snorri Snorrason, formaður Félags út- hafsútgerða, segir að viðhorf íslenskra stjórnvalda og LÍÚ til veiða á Flæm- ingjagrunni séu ekki byggð á traustum rannsóknum. „Þetta er bara í takt við tím- ann. Það er látið eins og menn séu að fremja glæp gegn mannkyninu að vera að veiða þarna. Verndarstefnan er löngu komið út fyrir allt sem eðlilegt get- ur talist." Snorri segir að Norðmenn setji eng- an kvóta á rækju- veiðar á sínum heim- amiðum. Hann furð- ar sig einnig á and- stöðu Kanada- manna, enda veiði þeir sáralítið á Flæmska hattinum. „Ég held að Kanadamenn, að minnsta kosti íbúar á Nýfundnalandi, séu ánægðir með að íslensku skipin komi til hafnar og leiti sér þjónustu." Snorri bendir á að Flæmski hatt- urinn sé gífurlega stór, eða um 25 þúsund ferkílómetrar. „Flestir þekkja þetta bara af kortum af veðurkorta- stærð, og átta sig ekki á því hvað þetta er gífurlegt flæmi. Til að skýra þetta má til dæmis bera það saman við Arnarfjörðinn. Hann er um átta- tíu ferkílómetrar. Þar eru veiðarnar á ferkílómetra um 10 tonn, en á Flæmska hattinum um tvö tonn.“ Snorri segir að 1986 hafi Hafrann- sóknastofnun gefið út þá yfírlýsingu að á íslandsmiðum væri óráðlegt að veiða meira en 10 þúsund tonn af rækju. Síðustu þrjú ár hafi hins vegar verið veidd 60-70 þúsund tonn og samt sé stofninn samkvæmt áliti Rækjuveiðar íslendinga á Flæmska hatt- inum stefna í það að þrefaldast frá því í fyrra. íslensk stjómvöld og aðildarþjóðir NAFO hafa gagnrýnt auknar veiðar. Félag úthafsútgerða segir enga hættu á ferðum. Helgi Þorsteinsson greinir frá mismunandi mati á veiðiþoli rækjunnar. Veiðireynsla íslenskra skipa á Flæmingjagrunni 1993-96 ■lllfc 2r Skráður Aflah. á heimamiðum Veiðireynsla á Flæmingjagrunni (tonn) Sam- Skip Heimahöfn eigandi 1996/97, í þorskig. 1993 1994 1995 1996 tals Hjalteyrin EA310 Akureyri Samherji hf. 0 - - - 382 382 Margrét EA 710 Akureyri Samherji hf. 2.900 - - - 239 239 Sólbakur EA 307 Akureyri Útgerðarf. Ak. 1.654 - - - 359 359 Svalbakur EA2 Akureyri Útgerðarf. Ak. 3.743 - - 195 849 1.044 Þorsteinn EA810 Akureyri ingimundur hf. 4.842 - - 779 - 779 Erik BA 204 Bíidudalur Erik ehf. 0 - - 84 673 757 Kan BA101 Bíldudalur Kan ehf. 0 - - 57 553 610 Nökkvi HU15 Blönduós Nökkvi hf. 1.521 - - 42 589 631 Heiðrún ÍS 4 Bolungarvík Bakki Bol.vík hf. 1.358 - - - 401 401 Kolbeinsey ÞH10 Breiðdalsvík Halaklettur ehf. 1.658 - - - 506 506 Arnarborg EA316 Dalvík Snorri Snorras. hf. 0 - - - 30 30 Dalborg EA317 Dalvík Snoni Snomas. hf. 0 - - 543 495 1.038 Bliki EA12 Dalvík Bliki hf. 664 - - 168 440 608 Brimir SU 383 Djúpivogur Sigumes hf. 401 - - 208 323 531 Klara Sveinsdóttir SU 50 Fáskrúðsfj. Búri hf. 0 - - 737 718 1.455 Hákon ÞH 250 Gnenivík Gjögur ehf. 2.776 486 - - - 486 Hólmadrangur ST 70 Hólmavík Hólmadr. hf. 2.136 - - - 503 503 KletturSU 100 Húsavík Höfði hf. 0 - - 77 33 110 Þórunn Havsteen ÞH 40 Húsavík Guðm. Eiriksson 461 - - - 278 278 Guðbjörg ÍS 46 Isafjör'ur Hrönn hf. 3.409 - - - 1317 1.317 Guðmundur Péturs ÍS 45 ísafjör'ur Básafell hf. 374 - - 372 333 705 Hafrafel! ÍS 222 ísafjörður Básafell hf. 525 - 147 322 176 645 Jöfur ÍS172 ísafjörður Leiti hf. fiskv. 1.401 - - 269 545 814 Skutull ÍS180 ísafjörður Togaraútg. ísafj. hf. 2.400 119 155 160 - 434 BlængurNK117 Neskaupstaður Síldarvinnslan hf. 3.387 - - 304 324 628 Hvannaberg ÓF 72 Ólafsfjörður Dalberg ehf. 1.242 - - 177 295 472 Sigurfarí ÓF 30 Ólafsfjörður Sædís hf. 819 - - 164 362 526 Ottó Watbne NS90 Ólafsvík Ottó Wathne hf. 0 - 385 1.060 158 1.603 Andenes RE 43* Reykjavík Atlantes fisk ehf. 0 - - - - -; Pétur Jónsson RE 69 Reykjavík PéturStefánsson 2.654 314 79 193 841 1.427 Arnarnes Sl 70** Siglufjörður Þorm. rammi hf. 0 - 287 549 - 836 Sunna Sl 67 Siglufjðrður Þorm. rammi hf. 3.394 1.137 872 559 1.254 3.822 SiglfirðingurS1150 Siqlufjörður Siglfirðingur hf. 2.017 - - - 303 303 Svalbarði Sl 302 Siglufjörður Rækjuv. Pólar hf. 0 - - _ 370 370 Helga Björg HU 7 Skagaströnd Skagstr. hf. 49 - - - 468 468 Hamrasvanur SH 201 Stykkishólmur Oddeyri hf. 1.325 - - - 949 949 Bessi ÍS410 Súðavík Álftfirðingur hf. 2.767 - - - 274 274 AndvariVE100 Vestmannaeyjar Jóhann Haildórss. 520 - 169 779 580 1.528 GuðmundurVE 29 Vestmannaeyjar ísf. Vestm.eyja hf. 1.646 - - - - - GissurÁR6 Þoriákshöfn Ljósavík hf 1.691 - - - 137 137 Hersir ÁR 4 Þorlákshöfn Steinavík ehf. 2.573 139 83 - 189 411 Stakfell ÞH360 Þórshöfn Hraðfr. Þórsh. hf. 1.822 - - - ‘ 362 362 Samtals 2.195 2.177 7798 16.608 28.778 * Andenss RE 43 er nú á veiflum á Flæmingjagrunni en hefur eWd (andafl afta. ** Amames Sl 70 hefur verifl seft úr landi. Fjöldi skipa 22 stofnunarinnar í mjög góðu ástandi. „Af hveiju eru menn svo skelfingu lostnir yfír því að sama þróun sé að verða á Flæmska hattinum?" Kusk á hvíta flibbanum Snoiri segir að stjómvöldum finnist veiðar íslendinga á Flæmska hattinum óþægilegar. „Þetta er eins og kusk á hvíta flibbanum, því þeim finnst við ættum að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum.“ Snorri telur að engin einstök útgerð- arpláss séu orðin verulega háð rækju- veiðunum á Flæmingjagrunni. Hann segir að útgerðarfyrirtækin muni einn- ig halda velli þó veiðar verði takmark- aðar. „Ég vísa á bug því sem formaður LÍÚ hefur sagt, að það liggi fyrir öllum þessum útgerðum að fara í gjaldþrot. Það er einu sinni eðli veiðimennsku að bera sig eftir björginni, og veiða þar sem hægt er að veiða. Lokist þetta svæði leitum við annarra leiða.“ Hefðum átt að hlíta NAFO Ólafur H. Marteinsson er annar tveggja framkvæmdastjóra Þormóðs ramma á Siglufirði, en það var eitt fyrstu útgerðarfyrirtækjanna sem sendi skip á rækjuveiðar á Flæm- ingjagrunni. Það var árið 1993. „Við höfum fylgst glöggt með þeirri þróun sem orðið hefur. Með aukinni sókn hefur veiðin minnkað. Steininn hefur tekið úr á þessu ári með allri þessari viðbótarsókn." Ólafur segist hafa ver- ið þeirrar skoðunar í fyrra að íslend- ingar ættu að hlíta ákvörðunum NAFO um sóknarstýringu. „Það byijuðu allir að veiða á sama tíma. í fyrra voru menn búnir að átta sig á að of mikið hefði verið veitt. Það höfðu allir haft tækifæri til að sækja sér veiðireynslu og ekki um það að ræða að við bætum við hana meðan aðrir hafa stjórn á sínum veið- um. Hvers konar ástand væri þarna ef Norðmenn, Kanadamenn, Færey- ingar og Eystrasaltsþjóðirnar væru með 30-40 skip hver á veiðum?" Óiafur segir engan hagnað af veið- unum nú. Hann hafi verið þegar veið- arnar hófust fyrir þremur árum, en nú sé veiðin orðin of lítil á hvert skip. Óttar Yngvason er stjórnarformað- ur fyrirtækjanna Erik ehf. og Kan ehf. sem gera út samnefnd skip á veiðar á Flæmingjagrunni. Hann seg- ir að verði verulega dregið úr veiði- heimildum íslend- inga þar megi búast við að skipin verði seld. „Það eru um fimmtíu manns sem eru í vinnu á þessum skipum og annað eins í landi. Þetta er svipaður fjöldi og bætist í varanlega vinnu hjá álverinu í Straumsvík eftir stækkunina.“ Óttar segir að á sama tíma og íslend- ingar hafi aukið veiðarnar á Flæmska hattinum hafi aðrar þjóðir ver- ið að draga úr þeim. Hann segir að Kanadamenn og Norðmenn hafi tak- markaðan áhuga á veiðum á miðunum. „Hvorug þjóðanna fullnýtir sér sóknar- dagana á þessu ári. Veiðin þarna er mun minni en á þeirra heimamiðum." Óttar segir að íslendingar séu með mörg mun ódýrari skip á veið- unum og þess vegna séu þær þeim hag- stæðar. „Sum ís- lensku skipanna eru samt ekki þarna til að láta útgerðina borga sig, heldur til að safna hugsan- legri kvótareynslu." Veiðarnar tempra sig sjálfar „Þetta er alþjóð- legt hafsvæði og við erum í fullum rétti að veiða þarna. Samkvæmt hafrétt- arsáttmálanum er grunnreglan sú að veiði á úthafinu er fijáls meðan stofnar eru ekki ofveiddir. Það hefur ekki verið sýnt fram á ofveiði stofnsins á Flæm- ingjagrunni fram að þessu. Þessar veiðar tempra sig að nokkru leyti sjálf- ar. Hráefnisverð hefur lækkað og ýmis skip eru því að hætta veiðum því þær borga sig ekki lengur. Það getur verið að einhvern tíma komi að því að þurfi að takmarka veiðina ef hún eykst mikið frá því sem nú er, en það er engin ástæða til þess nú.“ Nokkrar þeirra útgerða sem veiða á Flæmska hattinum hafa fengið Jón Kristjánsson fiskifræðing til rann- sókna á svæðinu síðastliðið ár. Nið- urstaða hans er sú að engin merki séu um ofveiði, um það vitni eðlileg árgangaskipan, eðlileg nýliðun og jöfn aflabrögð síðastliðin þijú ár. Hann vísar einnig til þess álits nor- skra vísindamanna að rækjuveiðar hætti að borga sig löngu áður en rækjustofninum er stefnt í hættu. I 37 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 27 Efasemda- þjóðin sem vill breyta ESB Svíar eru sú ESB-þjóð, sem er neikvæðust í garð sambandsins. Ólafur Þ. Stephensen segir sænsk stjómvöld þó staðráðin í að láta til sín taka í ESB og vinna að „sænskum“ baráttumálum. EVRÓPUFÁNINN blaktir nú við sænska þingið. Sumir spá þvi þó að næsta þing verði mun neikvæðara í garð ESB en það sem nú situr. AF ERLENDUM VETTVANGI NÚ, ÞEGAR Svíþjóð hefur verið á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins hátt á annað ár, er ljóst að með Svíum hefur ESB eignazt nýja efasemdaþjóð. Svíar eru raunar orðn- ir neikvæðari í garð sambandsins en bæði Danir og Bretar, sem yfirleitt hafa átt metið í Evró-efahyggju. Þó er ekki þar með sagt að efasemdir Svía séu nákvæmlega þær sömu og hinna. Enn sem komið er virðast sænsk stjórnvöld hins vegar staðráðin í að láta almenningsálitið ekki koma í veg fyrir að Svíþjóð sé virkt aðildar- ríki, sem taki frumkvæði í málefnum sambandsins — með slíku telja reynd- ar sumir að megi snúa almenningsá- litinu. Og flestir sérfræðingar, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við í Stokkhólmi fyrr í mánuðinum, eru sannfærðir um að ESB-aðild hafi verið lífsnauðsyn fyrir Svíþjóð. Svíar neikvæðastir og svartsýnastir Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar á vegum framkvæmda- stjórnar ESB, sem birtar voru fyrr í mánuðinum, er Svíþjóð það aðildar- ríki, þar sem almenningur er nei- kvæðastur í garð Evrópusambands- ins. Sjö af hveijum tíu Svíum segjast nú „vonsviknir" með ESB og aðeins 19% „ánægðir" með aðiidina. Bretar eru næstum því jafnóánægðir og Svíar, og segjast 68% Breta vonsvikn- ir með ESB-aðild lands síns. Svíar eru sömuleiðis þeir, sem eru svartsýnastir á framtíð Evrópusam- bandsins; 54% Svía telja ástæðu til svartsýni. Hins vegar kemur í ljós að Svíar, ásamt Finnum, eru sú aðild- arþjóð sem er sér helzt meðvituð um að fulltrúar ríkisstjórna ESB sitja nú á ríkjaráðstefnu að semja um framtíð- arfyrirkomulag á ýmsum málum inn- an sambandsins. Hin neikvæða afstaða í garð ESB sést einnig á því, að flokkar efa- semdamanna, ekki sízt Vinstriflokkur Gudrunar Schymann, hafa bætt tals- vert við sig í skoðanakönnunum og margir spá því að eftir næstu þing- kosningar verði þingið mun andsnún- ara ESB en það, sem nú situr. Ekki hefð fyrir að sækjast eftir bandamönnum Hvernig stendur á því að Svíar eru svona neikvæðir út í Evrópusamband- ið þegar t.d. nágrannarnir _ Finnar virðast tiltölulega ánægðir? I fyrsta lagi er saga Svíþjóðar auðvitað mjög ólík sögu Finnlands. „Finnland hefur alltaf haft þörf fyrir vernd og stuðn- ing og sótzt eftir bandamönnum,“ segir Olof Santesson, ritstjóri utanrík- ismála á Dagens Nyheter. „Svíum hefur aldrei fundizt þeir hafa þurft á slíku að halda. Við erum dálítið stærri og hér er ekki sama hefð fyrir að leita að sterkum bandamönnum. Sví- þjóð hefur ævinlega staðið svolítið fyrir utan bandalagapólitík. Hugar- farslega vorum við illa undir það búin að ganga í Evrópusambandið og það endurspeglast nú í almenningsálit- inu.“ Bo Huldt, forstjóri sænsku Utan- ríkismálastofnunarinnar, tekur í sama streng: „Menn segja oft að Svíar séu ólíkir Finnum; með stórveldistilhneig- ingar, hafi skoðanir á öllu og vilji öllu breyta, á meðan Finnar halda sig meira til hlés. Eitthvað kann að vera til í þessu. En hins vegar er mikill munur á viðhorfi manna til inngöngunnar í ESB. Finnar líta á hana sem meiri- háttar söguleg kaflaskil; þeir hafi frelsað Finnland úr þessu austur-evr- ópska fangelsi, sem það hefur að mörgu leyti setið í síðan i annarri heimsstyrjöld, og þess í stað tengzt Vestur-Evrópu styrkum böndum. í Svíþjóð er þessi tilfinning ekki fyrir hendi. Meirihluti Svía telur að ÉSB hafí bara verið einn kostur í stöðunni og að ýmsir aðrir kostir hafi verið fyrir hendi.“ Það hefur eflaust áhrif í þessu til- liti að sænskir valdhafar skiptu mjög skyndilega um skoðun á Evrópusam- bandinu; ríkisstjórn jafnaðarmanna hafði útilokað aðild framundir þann dag er tilkynnt var að rétt væri að sækja um hana. Svíum gafst því lítill tími fyrir umræðu um aðildina, en Svíum er illa við að taka mikilvægar ákvarðanir nema hafa haft góða um- ræðu fyrst. Ekki má heldur gleyma mynd Svía af sjálfum sér og landi sínu. „Við erum svo þjóðholl og sannfærð um að alit sé bezt í Svíþjóð; hér sé bezta velferðar- kerfið, bezta skipulagið á öllu og svo framvegis. Goðsagnimar eru að vísu orðnar svolítið lúnar, en þessi sannfær- ing hefur enn áhrif á afstöðu Svía til umheimsins. Við eigum erfitt með að aðlagast öðrum,“ segir Santesson. Of miklu lofað í efnahagsmálunum En einmitt vegna þess að hinn al- menni Svensson (Jón Jónsson þeirra Svía) var kannski ekki mjög staðfast- ur í trúnni á Evrópusamstarf sem slíkt, freistuðust stjórn- málamenn, sem voru hlynntir ESB-aðild Svíþjóð- ar, kannski til að lofa því í kosningabaráttunni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1994, að hagur almennings myndi batna við inngöngu í ESB. Loforðin voru hins vegar ef til vill stærri en hægt var að standa við og það kann að vera önnur meginástæðan fyrir óánægju Svía: Hinn almenni neytandi hefur ekki séð eigið peningaveski þykkna mikið eftir inngönguna í ESB. Verð matvöru hefur til dæmis ekki lækkað til jafns við það, sem gerðist i Finnlandi, meðal annars vegna þess að Svíar höfðu gengið lengra í umbót- um á landbúnaðarkerfi sínu áður en til aðildar kom. ESB-aðildin hefur heldur ekki dregið úr atvinnuleysinu, sem er það vandamál sem brennur nú hvað heitast á Svíum. Það er helzt að einstök stijálbýl héruð eða sveit- arfélög, sem hljóta nú styrki frá Evr- ópusambandinu, finni fyrir jákvæðum efnahagslegum áhrifum aðildar. Eva Flyborg, þingmaður hins Evr- ópusinnaða Þjóðarflokks, bendir hins vegar á að það gleymist gjarnan að spyija hvernig efnahagsástandið væri, ef Svíþjóð hefði ekki gengið í Evrópusambandið. Fjölmiðlarnir séu gjarnan fullir af fréttum um það, sem sé slæmt við aðildina vegna þess að það sé áþreifanlegt, en ókostirnir við að standa fyrir utan séu auðvitað ekki jafnáþreifanlegir. Kostirnir séu heldur ekki auðmælanlegir. Það sé erfitt að segja til um hvaða fjárfest- ingar hafi komið vegna ESB-aðildar, hversu mörgum störfum hafi verið bjargað eða hvaða kostnaður hafi sparazt. Flestir eru líka sammála um að ESB-aðildin hafi verið afgerandi þátt- ur í að endurheimta traust umheimsins á sænsku efnahagslífi og vinna það þannig út úr þeim erfiðleik- um, sem það er nú fyrst að ná sér upp úr. Og marg- ir spá því að með batnandi efnahag muni efasemdir Svía um Evrópusam- bandið sjálfkrafa minnka, vegna þess að þeir verði ánægðari með lífið á ný. Að skapa betri (og sænskari) Evrópu Efasemdir almennings um ágæti ESB-aðildar Svía hafa ekki orðið til þess að sænsk stjórnvöld haldi sig til hlés í umræðum innan sambands- ins. Göran Persson forsætisráðherra lagði í ræðu sinni um Svíþjóð í ESB, sem hann hélt í Norræna húsinu í Reykjavík í fyrradag, áherzlu á að Svíar ætluðu ekki að vera feimnir, heldur láta hendur standa fram úr ermum og hjálpa til við að skapa betri Evrópu. Svíar eru auðvitað, eins og áður sagði, sannfærðir um að þeir lumi á ýmsu, sem Evrópa hefði gott af að læra. Jafnframt benda margir á að það sé þáttur í viðleitni ríkisstjórnar- innar til að snúa almenningsálitinu til Evrópuvænni vegar, að beijast einarðlega fyrir „sænskum" málum á ríkjaráðstefnunni, sem nú stendur yfir. Þar hafa Svíar lagt mikla áherzlu á umhverfismál, jafnréttis- mái, opna starfshætti og lýðræði og síðast en ekki sízt atvinnumál; í stuttu máli að færa Evrópusambandið nær borgurunum. „Vilji menn reyna að selja efagjörnum Svíum Evrópuhug- myndina, verða þeir að beita sér í málum, sem almenningur telur mikil- væg,“ segir Bo Huldt. Sten Ask, yfirmaður Evrópuskrif- stofu sænska utanríkisráðuneytisins, segir Svíþjóð nú þegar orðna forystu- ríki í atvinnumálunum og fleiri málum. „Það er mjög mikilvægt að geta sýnt árangur á sviðum á borð við atvinnu- mál, umhverfísmál, lýðræði og jafn- rétti, og jafnframt að það takist að standa vörð um áhrif minni aðildar- ríkja. Náist árangur í þessum málum, mun það stuðla að auknu lögmæti ESB í augum almennings," segir Ask. Að framansögðu er athyglisvert hvernig Göran Persson, forsætisráð- -í" herra Svíþjóðar, svaraði spurningu greinarhöfundar er hann var hér á landi í fyrradag, um það hvort ekki væri hætta á að ef Svíar þokuðu bar- áttumálum sínum á ríkjaráðtefnunni lítt áfram, myndi það orsaka enn meiri vonbrigði heima fyrir og enn neikvæðara almenningsálit. „Nei, það held ég ekki. Ríkjaráðstefnan höfðar ekki mjög til almennings eða hefur áhrif á álit hans,“ segir Persson. „Því miður tengja Svíar ríkjaráðstefnuna einkum við sérfræðinga og ráðherra/ Þetta er einn af veikleikum ESB. Þótt okkur gangi vel þar, mun það ekki leiða til jákvæðara álits almennings, og þótt illa gangi hefur það heldur ekki áhrif til hins verra. Svona heid ég að þetta virki til skemmri tíma lit- ið. En sé horft til lengri tíma, er ég sannfærður um að takist ESB-ríkjun- um til dæmis að beijast sameiginlega gegn atvinnuleysinu, mun það hafa áhrif á viðhorf almennings til sam- bandsins.“ Stækkun tii austurs öryggismál fyrir Svíþjóð Ekki eru allir sammála þeirri áherzlu, sem stjórnvöld leggja á mjúku málin á ríkjaráðstefnunni. Olof Sant- esson seggist efast um að hún munÁ leiða til nokkurs árangurs, sem máli skipti. Aðalmálið sé að undirbúa ESB fyrir stækkun til austurs; ekki megi missa af því sögulega tækifæri. Menn hafi verið of uppteknir af öðrum mál- um og allar erfiðu spurningarnar varð- andi stofnanauppbyggingu ESB séu óafgreiddar. Sænsk stjórnvöld taka undir það að stækkunin til austurs sé forgangs- verkefni, ekki sízt út frá sænskum öryggishagsmunum, en Svíar leggja mikla áherzlu á að aðildarviðræður við öll Eystrasaltsríkin þijú hefjist um leið og viðræður við önnur Áustur- Evrópuríki. Setjum markið ekki of hátt En getur verið að Svíþjóð eigi á hættu að einangrast innan ESB ef önnur aðildarríki eru ekki opin fyrir hinum sænsku áherzlum? Sten Ask segir að Svíar hafi nú þegar aflað sér margra bandamanna og séu bjartsýnir á að þeim takist að koma málum sín- um fram. Hann viðurkennir samt hættuna: „í málum á borð við jafnréttismál getur okkur hætt til að beita sænskum aðferðum í of miklum mæli. Við þurf- um að læra að lifa innan ramma ESB. Við þurfum líka að gæta okkar að setja ekki markið of hátt; annars getum við lent í sömu stöðu og Bret- land. Við erum hins vegar enn að læra og það, sem máli skiptir, er að búa til bandalög. Ég held ekki að hin pólitiska menning Svía muni verða okkur fjötur um fót í Evrópusam- bandinu.“ Hugarfars- lega ekki búin undir aðild Veskin ekki þykkari eftir inngönguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.