Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 30

Morgunblaðið - 25.09.1996, Side 30
30 MIÐViIKUDAGUR 25. SEPTEMBpR 19,96________________________ AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ i I, i i i i Um yfirfæranleg rekstrartöp Verndun minja ognáttúru við Nesstofu í UMRÆÐUM um skattamál hin síðari ár hefur athygli af og til beinst að því, sem á skattamáli kallast „yf- irfæranlegt rekstr- artap“. Nánar tiltekið er hér um að ræða rekstrartap félaga og einstaklinga með rekstur, sem þessir aðilar hafa raunveru- lega orðið fyrir, gert grein fyrir á skatt- framtölum sínum og fengið viðurkennt af skattyfirvöldum. Rekstrartapið kemur síðan til frádráttar hagnaði framtíðar áður en til greiðslu tekjuskatts kemur. Illu heilli hefur umræðan um þetta skattalega fyrirbæri í seinni tíð æ oftar beinst í þann farveg, að hér sé um eitthvað óraunhæft atriði að ræða, sem jafnvel sé vel fallið ^til skattalegrar misnotkunar. Því hafa stjórnvöld oftar en einu sinni hlaupið upp til handa og fóta með illa ígrundaðar lagasetningar þessu til bóta. Nú er það vissulega svo, að þörf er á skýrum ákvæðum um með hvaða hætti nýta má yfirfæranlegt rekstrartap. Aður en fyrsta laga- setning til þrengingar á þessu ákvæði var gerð árið 1988, voru lítil takmörk á tilfærslu þessa fyr- < lirbæris milli aðila og í fjölmiðlum mátti lesa og sjá áberandi fréttir um hvernig ónefndir aðilar höfðu „keypt“ rekstrartap og síðan nýtt með sameiningu félaga til að spara sér stórar upphæðir í skattgreiðsl- um. Slíku er að sjálfsögðu ekki hægt að mæla bót en enn síður er raunhæft að koma í veg fyrir mis- notkun með aðgerðum, sem svipta miklu stærri hóp því að fá fram réttláta nýtingu á raunhæfu „tjóni“, sem þeir hafa orðið fyrir. Það mun hafa verið seint á níunda áratugnum að fram fór í fjölmiðlum mikil umræða í tilefni frétta um, að útgerðarfélag nokkuð á Suðurlandi hyggðist lagfæra bág- '-^an fjárhag sinn nokkuð með „sölu“ á yfirfæranlegu tapi sínu til betur stæðs „kollega" á Norðurlandi. Stjómmálamenn fóm mikinn í þessari umræðu, með mismunandi skynsam- legum hætti þó. í kjöl- farið komu síðan frétt- ir um svipuð „við- skipti" nokkurra fé- laga á höfuðborgar- svæðinu. Ljóst þótti, að þennan ósóma þyrfti að stöðva sem fyrst með lagasetn- ingu og ekki var látið sitja við orðin tóm. Það gleymdist bara eitt smáatriði í öllum hamaganginum þessu samfara, þ.e. að þau mál, sem urðu tilefni til þessara aðgerða, heyra til undantekninga. Á Alþingi var lagt fram haustið 1991 frumvarp til breytinga á skattalögunum sem m.a. fól í sér Fyrirtæki „brenna inni“, segir Guðmundur Jóelsson, með „yfir- færanlegt tap“. 5 ára takmörkun á nýtingu yfirfær- anlegs taps. í athugasemdum með þessu frumvarpi er m.a. að fínna furðulega fullyrðingu, sem hljóðar svo: „Ljóst þykir að uppsafnað tap, sem nýst getur við skattlagningu, er hærra en eðlilegt virðist." I næsta málslið er þó dregið nokkuð í land, en þar stendur: „Að sjálf- sögðu stafar verulegur hluti þess af erfiðum rekstri og lélegri afkomu margra fyrirtækja á undanförnum árum.“ Síðar í athugasemdunum segir síðan: „Algengt er í nálægum löndum að heimild til nýtingar á rekstrartöpum sé takmörkuð hvað tíma varðar. Er algengt að sú tak- mörkun sé við fimm ár, eins og hér er lagt til.“ Niðurstaða málsins varð sú, að sett var 5 ára takmörkun á nýtingu taps þannig að eftir að rekstrarár- inu 1996 lýkur, fellur niður sá eldri tapsfrádráttur, sem ekki hefur þá nýst á móti hagnaði seinni ára. Það sem hins vegar „gleymdist" einnig í fyrrnefndum rökstuðningi við frumvarpið var sú staðreynd, að íslenskt efnahagslíf hefur búið við mun meiri sveiflur í rekstrarum- hverfi en tíðkast í nálægum löndum og einnig er staðreynd, að langt samdráttarskeið hefur nýlega gengið yfir. Því eru verulegar líkur á, að umrædd 5 ára tímamörk dugi ekki til að nýta það tap, sem raun- verulega hefur átt sér stað. í kjöl- farið er líklegt, að annaðhvort falli það tap, sem ekki hefur tekist að nýta, óbætt niður eða að í gang fari á komandi mánuðum ýmiss konar skollaleikir, m.a. í formi eignasala með hagnaði sem síðan er mætt með hinu yfirfæranlega tapi sem er í hættu. Þá hefur verið bent á, að á þessu megi að einhveiju leyti ráða bót með þvi að gera tap afturvirkt, þ.e. að rekstraraðilar geti fengið endurgreiddan tekjuskatt sem þeir greiddu vegna hagnaðar fyrri ára. Undirritaður hefur í seinni tíð horft upp á mörg dæmi um félög og einstaklinga sem eru að „brenna inni“ með yfirfæranlegt tap. Ég hefi oft furðað mig á, hversu lítil umræða hefur orðið um þetta atr- iði, einkum af hálfu forsvarsmanna atvinnulífsins þar sem hér er víða um gífurlegt hagsmunamál að ræða fyrir fyrirtækin í landinu. Nú upp á síðkastið virðist sem menn séu að vakna upp við vondan draum og má það væntanlega ekki seinna vera. { stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er að finna sérstakan kafla um skattamál þar sem m.a. eru fyrirheit um endurskoðun á skattkerfinu og skuli undirbúningi lokið á árinu 1996. í sama kafla er einnig að finna eftirfarandi fyr- irheit: „Skattalegt umhverfi fyrir- tækja verði eins og best gerist í samkeppnislöndum ... o.s.frv. Því verður ekki trúað að komandi Al- þingi, sem senn tekur til starfa, muni láta hjá líða að fjalla um það mál, sem hér hefur verið gert að umtalsefni og að gerðar verði laga- breytingar, sem tryggi fyrirtækjum og einstaklingum eðlilegt svigrúm í nýtingu raunverulegs rekstr- artaps áður en til greiðslu tekju- skatts kemur. Höfundur er löggiltur endurskoðandi. DEILISKIPULAG á nýju byggingarsvæði á vestanverðu Seltjarn- arnesi er til kynningar þessa dagana. Sam- kvæmt þessu skipulagi er fyrirhugað að reisa 24 íbúðarhús á 20 þús- und fermetra svæði norðan Nesstofu. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð og parhús á tveimur hæðum. Áðurnefndar áætl- anir hafa vafalítið komið fleirum en und- irrituðum á óvart. Ekki síst vegna þess, að stutt er liðið síðan forn- minjar fundust á svæðinu í grennd við Nesstofu. Það eitt eru að mínu mati næg rök til þess að flana ekki að neinu og bíða með framkvæmdir á þessu svæði, þannig að það komi í hlut komandi kynslóða að ráðstafa því. Einnig virðist augljóst, að svo mikil byggð í grennd við Nesstofu þrengir að þessum merka sögustað og skerðir stórlega það fallega út- sýni, sem nú er til norðurs frá Nes- stofu. í mínum augum er hér á ferðinni frumhlaup af hálfu bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi og því brýnt að Seltirningar og aðrir íbúar höfuð- borgarsvæðisins reyni að koma í veg fyrir þau alvarlegu skipu- lagsmistök, sem virðast vera í upp- siglingu. Svo virðist sem skamm- tímasjónarmið og lítill fjárhagsleg- ur ávinningur fyrir bæjarfélagið á Seltjarnarnesi eigi að ráða meiru en verndun umhverfís, sögu og minja í grennd við Nesstofu. Fyrir fjórum árum voru uppi hugmyndir um allt að 96 húsa byggð á vestanverðu Seltjarnarnesi ásamt hringvegi þvert yfir útivistar- svæðið þar. í dag er vonandi öllum ljóst hversu afleitar þær hugmyndir voru, því þá var ekki vitað um þær fornleifar, sem fundust á svæðinu fyrir tveimur árum. Sem betur fer tókst að stöðva það skipulagsslys, sem þarna var í uppsiglingu og koma í veg fyrir að mikil náttúru- og menningarverðmæti glötuðust. Sú staðreynd ætti að kenna mönn- um að flýta sér hægt í þessu máli. En bæjaryfirvöld á Seltjamarnesi virðast haldin mikilli framkvæmda- gleði og ekki skynja nógu vel þau verð- mæti, sem eru í húfi. Ég vona engu að síður, að ráðamenn á Sel- tjarnarnesi sjái að sér, eins og fyrir fjórum árum, og taki tillit til ábendinga Seltirninga og annarra, því hér er síður en svo um einka- mál Seltirninga að rseða. Fræðimenn og fag- aðilar hafa varað við fyrirhuguðu skipulagi. Þar má nefna Þór Magnússon, þjóð- minjavörð, Þorgeir Helgason, jarðfræðing, og Orra Vésteinsson, fornleifafræðing. Þór leggur áherslu á að Nesstofa og staðurinn í Nesi sé ein af merkustu þjóðminjum okkar. Þorgeir, sem hefur undanfarin tvö ár kannað fomminjasvæði næst Nesstofu með Fræðimenn og fagaðilar hafa varað við fyrirhug- uðum framkvæmdum norðan Nesstofu segir Ólafur F. Magnússon, sem telur menningar- og náttúruverðmæti í hættu. jarðsjá og víðara svæði með loft- myndatöku telur ótímabært að ljúka skipulagsvinnu nú, hvað þá að hefja framkvæmdir. Orri, sem hefur rannsakað minjarnar á svæð- inu, telur að þær eigi að varðveita og að ekki megi ijúfa menningar- sögulega heild með fyrirhugaðri byggð. Ég skora á sem flesta íbúa Sel- tjarnarness og nágrannabyggða að koma á framfæri mótmælum og athugasemdum við bæjaryfirvöld þar hið fyrsta og leggja þannig af mörkum til að bjarga menningar- og náttúruverðmætum frá glötun. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi íReykjavík. Guðmundur Jóelsson Ólafur F. Magnússon Meðal annarra orða Til Jerúsalem ______Guðs ríki er ekki staður,_ segir Njörður P. Njarðvík, heldur staðreynd. IHINU mikla flóði kvikmynda sem hellist yfir okkur, ber mest á formúlukenndri amerískri ofbeldisafþreyingu. En stöku sinn- um skolast þó á fjörur okkar myndir sem eru gerðar af alvöru, þar sem tekið er á viðfangs- efnum sem snerta mann djúpt. Af því tagi er kvikmyndin Jerúsalem eftir danska snilling- inn Bille August, er nýverið var tekin til sýn- inga í Háskólabíói og unnendur kvikmyndalist- ar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Þar tekur Bille August sér fyrir hendur að túlka í kvikmynd skilning sinn á hinni mergjuðu skáldsögu Selmu Lagerlöf, Jerusalem I—II (1901-1902), um hóp sænsks bændafólks úr Dölum, sem fluttist til Jerúsalem undir lok síðustu aldar af trúarástæðum til þess að lifa þar í samræmi við hugmyndir sínar um Guðs ríki á jörðunni. Trú sem sundrar Saga af þessu tagi er ekkert einsdæmi. Paradísarheimt Halldórs Laxness fjallar um mann sem fer slíkra erinda til Utah og kemst að raun um að draumurinn var blekking, og svipað má segja um skáldsöguna Ný Jerúsalem eftir Antti Tuuri um viðleitni finnskra innflytj- enda i Kanada til að skapa mannlegt sainfélag að fyrirmynd Opinberunarbókarinnar. En í þessum sögum leita aðalpersónurnar ekki að áþreifanleika trúarvissunnar vegna mikils þrýstings frá öðrum, heldur sjálfviljugar, — og öðlast þann skilning á reynslu sinni að einangrað samfélag sannfærðra snúi hinum fagra draumi ekki í veruleika heldur blekk- ingu, — að maðurinn þurfi ekki trú sem sundr- ar. I skáldsögu Selmu Lagerlöf gegnir öðru máli. Fyrri hluti verksins er breið epísk frá- sögn af bændasamfélagi þar sem leiðtogar sýna það, sem Selma Lagerlöf taldi best í sænskri þjóðarsál: einbeittan vilja, réttlætis- kennd og trúarauðmýkt. Inn í þetta samfélag kemur prédikari sem boðar vakningu í anda þröngsýnnar strangtrúar og sundrar því: Hin- ir frelsuðu skulu ekki eiga samkipti við syndar- ana. Og þar sem endalok tímans séu framund- an og endurkoma Krists á næstu grösum, beri mönnum að selja eigur sínar og fylgja leiðtoga sínum til hinnar helgu borgar Jerúsal- em til þess að taka á móti Frelsaranum og fylgja honum til eilífðarsælu. Vitaskuld er þetta einföldun á söguþræði, því að honum fléttast að sjálfsögðu dramatísk mannleg ör- lög, ástarsaga einstaklinga, svik og prettir í bland við mannlega reisn í mannlegri niður- lægingu, enda er maðurinn bundinn mannleika sínum. Hinna brottfluttu bíður annað en þau áttu von á í nýjum heimkynnum og hið sama gild- ir um prédikara þeirra, því að hann var aðeins peð í annars höndum. Við tekur barátta við efann, sem brýtur suma en endursannfærir aðra. Guðs ríki Þegar Selma Lagerlöf lýsir því hvernig trúin sundrar bændasamfélaginu, má sjá að hún leitast við að sýna báðum aðilum skiln- ing. Þó er ljóst hvar samúð hennar er, enda sýnir hún dökkar hliðar á sefjunarmætti og ofstækiskennd strangtrúarinnar. Athyglin beinist þá að kröfunni til þess að mega skammta öðrum skilning á því sem er í raun öllum skilningi æðra og ráða þar með hug og hjarta fólks: ég birti ykkur hið eina sanna og rétta og því skuluð þið fylgja mér og hlýða. Það er einmitt þessi krafa sem afhjúpar sjálfs- upphafninguna og sjálfsréttlætinguna sem er í andstöðu við þá hljóðu auðmýkt sem ein- kennir raunverulega leit að hinstu rökum. í myndtúlkun sinni á þessari sögu tekst Bille Áugust að laða fram lifandi áþreifan- leika. Áhorfandinn getur stundum beinlínis séð hina hörðu sjálfsglímu djúpt innra með manneskjunni. Það tekst með hinum marg- slungnu þáttum, sem tengjast og verða ekki aðskildir í mikilli kvikmyndalist. Kvikmynda- takan er einstök. Mynd hinnar norrænu nátt- úru er lifandi hluti mannlífsins og líkt og lyft- ir henni fram og afhjúpar hana, eða réttara sagt sýnir hana í samhengi ytri víðáttu sem speglar innri veruleika. Bille August tekst að laða fram áhrifamikla leiktúlkun nær allra. Það er helst að prédikarinn sé gerður of and- styggilegur, svo að menn ættu að geta séð í gegnum blekkingu hans. En mest er um vert, að myndin nær samstundis tökum á áhorfand- anum, að minnsta kosti þeim er þetta ritar, og heldur athygli hans allt til enda. Og ekki nema von. Viðfangsefnið snýst um grundvall- aratriði í mannlegu lífi. Um einlægni og svik og fyrirgefningu, um réttlætiskennd og vilja- styrk, talhlýðni og undirgefni, reisn og smán, um mannlega viðleitni í djúpri örvæntingu. Og síðast en ekki síst: um leitina að áþreifan- leik trúarinnar og þá blekkingu að hún verði fundin í hinum ytri heimi. Menn fara ekki á einhvern tiltekinn stað til að finna Guðs ríki. Mitt ríki er ekki af þessum heimi, sagði Krist- ur, — og Guðs ríki er innra með yður. Því Guðs ríki er ekki staður, heldur staðreynd. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands ogrithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.