Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 31 f i i j i i i « ; 1 i i Stofnfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands Eiuliugiir um leigu og rekstur á stóðhestastöðinni Morgr.blaðið/Valdimar Kristinsson FUNDARMENN voru einhuga um að leigja beri stóðhestastöðina í Gunnarsholti. MARGVÍSLEG verkefni bíða nýkjörinnar stjórnar Hrossaræktarsamtaka Suðurlands en þar ber hæst leiga á stóðhestastöðinni. Sljórnina skipa f.v. talið Rútur Pálsson, Ingimundur Vilhjálmsson, Gunnar Dungal, Kristinn Guðnason formaður, Ólafur Einarsson, Sigurþór Gislason og Már Ólafsson. HESTAR Selfoss STOFNFUNDUR HROSS ARÆKTARSAM- TAKASUÐURLANDS Hrossaræktarsamtök Suðurlands voru stofnuð á sunnudag með sam- runa Hrossaræktarsambands Suður- lands og deildum Félags hrossa- bænda á Suðurlandi. Formaður Fé- lags hrossabænda Bergur Pálsson setti og stjórnaði stofnfundinum. ALMENN sátt virðist ríkja með- al hrossarlæktarmanna sunnan- lands um þennan samruna og menn bjartsýnir á að þetta skref muni efla hrossaræktina í þessum lands- hluta ennfrekar. Þéttbýlisbúar með í leiknum Eftir nokkra umræðu en litlar athugasemdir eða breytingar við tillögu að lögum samtakanna voru þau samþykkt samhljóða. I drögum að lögum var gert ráð fyrir því að aðeins ábúendur á lögbýlum væru kjörgengir í stjórn. Þetta hefði þýtt að þéttbýlisbúar væru ekki gjald- gengir til stjórnasetu og þótti fund- armönnum þetta ákvæði ósann- gjarnt og var það fellt út. Því næst var kosin stjórn sam- kvæmt nýsamþykktum lögum og var Kristinn Guðnason bóndi í Skarði kjörinn formaður en með honum munu sitja í stjórn Rútur Pálsson frá Skíðbakka, Sigurþór Gíslason frá Meðalfelli, Már Ólafs- son frá Dalbæ og Ólafur Einarsson frá Torfastöðum. í varastjórn voru kjörnir Helgi Eggertsson frá Kjarri, Gunnar Dungal Dallandi og Ingi- mundur Vilhjálmsson frá Ytri- Skógum. Að loknum kosningum hófst umræða um það sem mönnum brann líklega mest í skinni að fjalla um; Stóðhestastöðin í Gunnarsholti og framtíð hennar. Leiga á stóðhestastöðinni Jón Vilmundarson gerði grein fyrir athugunum sem hann og aðr- ir stjórnarmenn Hrossaræktarsam- bandsins sáluga gerðu á möguleik- um samtakanna að Ieigja stöðina og reka næstu árin. Fram kom í máli Jóns að undirtektir í landbún- aðarráðuneytinu hafi verið jákvæð- ar við hugmyndinni. Sömuleiðis hafi verið kannaðar undirtektir hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti um að veita aðgang að mötuneyti, beit fyrir stóðhesta og ýmislega aðra þjónustu sem fyrirtækið hefur veitt stöðinni. Voru viðtökur á þá lund að allar dyr stæðu opnar í þessum efnum. Um rekstrarformið sagði Jón að í fyrsta lagi yrðu þarna til geymslu hestar í eigu samtakanna og hafn- ar yrðu þreifingar um sæðistöku úr hestum. Gat Jón þess að slík starfsemi myndi geta aukið tekjur samtakanna af hestum sínum. Góð aðstaða væri fyrir rannsóknir ýmis- konar á þessum nótum og yrðu þær væntanlega reknar í samvinnu við Bændaskólann á Hólum. Nefndi Jón þar sérstaklega sæðingar og fósturvísaflutninga. Þá yrðu á milli 20 og 30 stóðhest- ar ungir sem eldri teknir til tamn- ingar og þjálfunar sem valdir væru af ráðunautum. Taldi Jón vel koma til greina að tamningamönnum yrði leigð aðstaða til þessarar starfsemi og ynnu þeir sem verktakar á stöð- inni. Þá væri ónefnd kynning- arstarsemi ýmiskonar. En blómleg- ur rekstur stóðhestastöðvar gæti verið áhugarverður staður fyrir ferðamenn að skoða. Samningurinn tilbúinn Til fjármögnunar starfseminnar nefndi Jón að þarna mætti reka sæðingarþjónustu þar sem tekið væri sæði úr hestum víða að þar sem eigendur hestanna greiddu fyrir þjónustuna en fengju sjálfír tekjurnar af sæðisölunni. Þá yrði aflað fjár til tilrauna úr ýmsum sjóðum eins og vísindasjóði, fram- leiðnisjóði og stofnverndarsjóði. Einnig er hugsanlegtað fá fjár- magn gegnum Hólaskóla vegna rannsóknarverkefna. Þá kom fram í máli Jóns að tilbú- inn væru drög að leigusamningi milli samtakanna og landbúnaðar- ráðuneytisins sem gæti tekið gildi 1. nóvember 1996 og gilti í fimm ár en yrði tekinn til endurskoðunar að ári liðnu. í drögum þessum væri gert ráð fyrir ársleigu 500 þúsund krónur og önnuðust samtökin þá viðhald eignarinnar, fasteignagjöld og tryggingar. Þessi samningsdrög yrðu að fundi loknum lögð í hendur stjómar. Að endingu lagði Jón fram tillögu þess efnis að fundurinn veitti stjóminni fullt umboð til að ganga frá samningum um leigu á stöðinni og var hún samþykkt. Tap á stöðinni í fyrra Haraldur Sveinsson sem sat í rekstrarstjórn stöðvarinnar síðast liðinn vetur svaraði fyrirspurnum um reksturinn í fyrra. Kom fram að tap hefði orðið, ekki væri vitað nákvæmlega hversu mikið en hann taldi að ekki væri um stórar upp- hæðir að ræða. Sagði Haraldur að fyrstu tveir mánuðirnir hefðu verið reknir með tapi og sömuleiðis hefði verið tap á rekstrinum eftir sýningu stöðvarinnar í maí og fram að fjórð^f* ungsmóti. Mánuðina þar á milli hafi reksturinn verið jákvæður en eftirspurn eftir að koma hrossum þangað var mjög mikil og komust færri að en vildu að sögn Haralds. Ahorfendafjöldi stórlega ýktur Hann sagði ennfremur að í ljós hefði komið í vor að tölur um áhorf- endafjölda hefðu verið stórlega ýktar í gegnum tíðina. Var þar verið að tala um 3 til 5 þúsund manns en Haraldur sagði að iífrf° tólf hundruð mannns hefðu keypt sig inn í vor og líklega ekki fleiri en fimmtán hundruð manns á sýn- ingunni. Þá upplýsti hann að ríkið skuldaði enn um 25 til 27 milljónir króna í stöðinni. í lokin benti Haraldur á að hafa þyrfti snör handtök ef leigja ætti stóðhestastöðina í vetur því menn væru að falla á tíma líkt og í fyrra. Að síðustu flutti Pál Stefánsson dýralæknir fróðlega tölu þar sem hann hvatti menn til dáða til að hleypa krafti í rannsóknir á sæð- ingum og djúpfrystingu sæðis og sagði hann að íslendingar væru aftarlega á merinni í þessum efnum og úr því þyrfti að bæta. Skaut einn gárungur í hópi fundarmanna því að hvort sæðingar ættu ekki eðli málsins samkvæmt að vera aftarlega á merinni. Að því búnu héldu menn heim á leið glaðir í bragði eftir vel unnið dagsverk. Valdimar Kristinsson Afrekslisti F.E.I.F. Sigurbjörn efstur í þremur greinum SIGURBJÖRN Bárðarson er efstur á af- rekslista F.E.I.F í þremur greinum af sjö á listanum. Skýtur hann þar aftur fyrir sig ekki ómerkari andstæðingum en Jolly Schrenk Þýskalandi sem er heimsmeistari í bæði tölti og fjórgangi á Ófeigi hinum fræga. Þá er hann í öðru sæti í fimm- gangi. Hestaíþróttasambandið sendi niður- stöður þriggja móta vegna þessa lista en lágmark er að árangur á þremur mótum sé skilað inn. Sé árangur fleiri móta send- ur inn reiknast aðeins þtjár hæstu einkunn- ir í hverri grein. Heimsmeistaramótið í Sviss kemur einnig inn í þetta. Hestaljöldi hvers knapa er ekki takmarkaður en að- | eins komast þeir inn á listann sem náð hafa 5,5 í einkunn. Alls hafa 473 knapar komist inn á listann að þessu sinni fyrir árangur á 25 mótum í aðildarlöndum F.E.I.F. Nýútgefinn listi inniheldur árangur á mótum 1995 og 1996 og gæti hann breyst því ekki er öllum mótum lokið í Evrópu. Auk Sigurbjörns koma nokkrir Islendingar við sögu á topp tuttugu listanum. Engir | íslendingar sem keppa hérlendis eru á list- anum í 150 og 250 metra skeiði en hinsveg- ar koma þar sem og annarsstaðar við sögu Islendingar búsettir erlendis. Athygli vekur að íslandsmeistarinn í tölti Þórður Þorgeirs- son er ekki á listanum en skýringuna á því er sú að hann keppti einungis á einu af þeim þremur mótum sem send voru héðan. Skýrir það sjálfsagt einnig fjarveru annarra góðra keppenda héðan. En röð fimm efstu manna á listanum er á þessa leið auk stöðu íslendinga sem komast inn á topp tuttugu og eru þeir feitletraðir. Tölt 1. Sigurbjörn Bárðarson, ísl. 8,15. 2. Jolly Schrenk, Þýskal. 7,88. 3. Wolfgang Berg, Þýskal. 7,71. 4. Martin Guldner, Þýskal. 7,38. 4. Johannes Hoyos, Austurr. 7,38. 9. Fríða Steinarsdóttir, ísl. 7,15. 14. Hermann Þ. Karlsson, ísl. 6,88. Fjórgangur 1. Sigurbjörn Bárðarson, Isl, 7,65. 2. Jolly Schrenk, Þýskal. 7,62. 3. Petra Tropper, Austurr. 6,97. 4. Irene Reber, Þýskal. 6,95. 5. Birgitte Kamus, Austurr. 6,93. 8. Fríða H. Steinarsdóttir, ísl. 6,87. Fimmgangur 1. Piet Hoyos, Austurr. 7,11. 2. Sigurbjörn Bárðarson, ísl. 7,02. 3. Johannes Hoyos, Austurr. 6,94. 4. Höskuldur Aðalsteinsson, ísl. 6,94. 5. Walter Feldmann^ Þýskal. 6,74. 15. Heiðar Hafdal, Isl. 6,37. 16. Sigurður V. Matthíasson, ísl. 6,36. 20. Hinrik Bragason, ísl. 6,12. Gæðingaskeið 1. Sigurbjörn Bárðarson, Isl. 8,66. 2. Johannes Hoyos, Austurr. 7,46. 3. Höskuldur Aðalsteinsson, ísl. 7,40. 4. Uli Reber, Þýskal. 7,39. 5. Piet Hoyos, Austurr. 7,25. 6. Arnar Grant, ísl. 7,10. 7. Sigurður V. Matthíasson ísl. 7,04. 8. Gestur Júlíusson, ísl. 6,88. 9. Heiðar Hafdal, ísl. 6,80. 150 metra skeið 1. Jens FTichtenschnieder, Þýskal. 7,45. 2. Gunnar Ö. ísleifsson, Isl. 7,20. 3. Arnar Grant, ísl. 6,82. 4. Tanja Gundlach, Þýskal. 6,58. 5. Sandra Knips-Mai, Þýskal. 6,50. 6. Gestur Júlíusson, ísl. 6,17. 250 metra skeið 1. Höskuldur Aðalsteinsson, ísl. 8,15. 2. Lothar Schenzel, Þýskal. 7,41. 3. Irene Reber, Þýskal. 7,36. 4. Rikke Jensen, Danm. 6,90. 5. Johannes Hoyos, Austurr. 6,84. Slaktaumatölt 1. Walter Feldmann, Þýskal. 7,39. 2. Reinhard Loidl, Austurr. 7,24. 3. Michela Aðalsteinsson, Austurr. 7,10 4. Johannes Hoyos, Austurr. 6,88. 4. Dorte Mitgau, Þýskal. 6,88. 8. Styrmir Árnason, ísl. 6,72.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.