Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ M MINNINGAR ORN GUNNARSSON + Örn Gunnarsson var fæddur á Krónustöðum í Eyjafirði 4. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum 15, september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gunnar Árna- son, bóndi frá Skuggabjörgum í Dalsmynni, f. 24. okt. 1883, d. 22 mars 1969, og ís- gerður Pálsdóttir frá Brettingsstöð- um í S-Þingeyjar- sýslu, f. 1. des. 1885, d. 24. nóv. 1971. Árið 1921 fluttist fjölskyldan að Þverárdal, Ból- staðarhlíðarhreppi, í Austur- Húnavatnssýslu og ólst Örn þar upp. Hann var sjötti i röð átta systkina, sem voru: Páll, f. 20.5. 1908, d. 24. nóv 1991, Árni eldri, f. 25.10.1909, d. 5.2.1910, Árni f. 31.5.1911, d. 16.6.1991, Hörður, f. 13.1. 1915, d. 26.5. 1985, Baldur, f. 19.9. 1917, d. 11.2. 1985, og Ingibjörg f. 11.10. 1924 sem lifir bræður "**sína. Yngstur var Birgir f. 22.4. 1927, d. 13.12. 1975. Hinn 31. ágúst árið 1950 eignaðist Örn soninn Ómar með Steinunni Sigurðardóttur. Óm- ar eignaðist tvo syni með fyrr- verandi eiginkonu sinni, Gróu Sigurðardóttur. Fyrsta janúar 1954 gekk Örn að eiga Onnu E. Elíasdóttur. Hún átti af fyrra hjónabandi Elsu Karen Þórðardóttur, f. 8.6.1947, sem ólst upp hjá þeim -^lrni. Elsa er búsett í Bandaríkj- unum, gift Walter Staib og eiga þau tvo syni. Örn og Anna eiga þrjár dætur, Ingigerði, f. 6.4. 1954, sem er gift Sólmundi Jónssyni og eiga þau fjögur börn; Gunnhildi, f. 21.9. 1957, sem er gift Hafsteini Jónssyni og eiga þau tvær dætur og eitt \ Elsku pabbi minn, oft hef ég hugleitt að ég hljóti að vera heims- ins heppnasta manneskja að hafa átt þig fyrir föður. Þíg sem kenndir mér að sjá ævintýraveröldina í skýj- unum, tröllin í fjöllunum, álfana í klettunum, lífið í gróðrinum, kraft- ¦4jjn í sjónum og fegurðina í fólkinu. Frá því ég man fyrst eftir mér þá fórum við í langferðir á sumrin. Það fylgdi því alltaf mikil tilhlökkun þegar kom að deginum þegar pakka skyldi upp á toppinn á Landrovern- um og haldið af stað á vit ævintýr- anna. Og oftar en ekki fóru tvær fjölskyldur saman, okkar og fjöl- skylda Baldurs bróður í Hveragerði. Því fylgdi langur aðdragandi hvert halda skyldi hvert sumar og voru sífellt kannaðar nýjar slóðir. Eitt sumarið var farið um Vesturland, annað Vestfirðina og einna minnis- stæðast er þegar við fórum hringinn í kringum landið. Munurinn á að fara hringinn í dag og þá var sá -a&þegar næstum var búið að aka alla leið þá þurfti að snúa við og aka sömu leið til baka. Og það þurfti að fara inn í hvern einasta fjörð því allt þurftum við að sjá og skoða. Á þessum löngu ferðalögum okkar sumar eftir sumar kenndir þú okkur að sjá og meta þá miklu fegurð sem landið okkar býr yfír. Þegar við vorum á ferð í bílnum var mikið sungið, bæði ættjarðarlög og önnur skemmtileg lög, farið í leiki og meðal þeirra var leikur sem byggð- ist á hver væri fyrstur að sjá þessa eða hina furðuveruna sem bjó í næsta fjalli og því fylgdi síðan saga. Þú varst ótrúlegur viskubrunnur af sögum frá öllum þeim stöðum sem við komum á og þar kom kennarinn fram í þér, allt urðum við börnin að fá að vita. Og það var h'ka alltaf spennandi að velja tjaldstæði fyrir kvöldið. Það þurfti að vera nálægt svcitabæ, því þangað fórum við með brúsa og keyptum mjólk og stundum barn í vændum; og Ernu, f. 7.4. 1960, d. 6.12. 1995, sem eignaðist tvö börn með fyrrum manni sínum Loga Péturs- syni. Eftir fermingu stundaði Örn al- menn landbúnaðar- störf. Hann lagði stund á gagnfræða- nám í Reykjaskóla í Hrútafirði á árun- um 1938-1940. Frá 1940 til 1943 vann Orn fyrir breska og bandaríska herinn, en 1943 fór hann að kenna i Skagahreppi í A-Hún. og kenndi þar til 1945. Örn og Baldur bróðir hans ráku félagsbú í Þverárdal á árunum 1944-46, en eftir það fór Örn í kennaranám. Næstu sumur unnu þeir að garðyrkjustörfum í Reykjavik. Örn útskrifaðist úr Kennara- skólanum árið 1949. Hóf þá kennslu við Heyrnleysingja- skólann í Reykjavík og starfaði þar til 1951. Þá fór hann til framhaldsnáms í kennslu heyrnleysingja við The Depart- ment of Education for the Deaf í Manchester í Englandi, og lauk þaðan prófi 1952. Eftir það sneri hann aftur til kennslu við Heyrnleysingjaskólann og starfaði þar allt til ársins 1986. A sumrin stundaði Orn ýmis störf, vann m.a. sem túlkur á Keflavíkurflugvelli. Frá því um 1960 vann hann við garðyrkju á sumrin á eigin vegum og stundaði atvinnurekstur á því sviði. Hann vann við garðyrkj- una allt til æviloka og fékk m.a. verðlaun nú i sumar fyrir fallega umhirðu á lóð ÁTVR við^ Stuðlaháls. Útför Arnar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athófnin klukkan 13.30. egg. Einnig varð lækur að vera nálægt til að geta þvegið sér og sótt í vatn og ekki var verra að á væri nálægt því þá gast þú rennt fyrir fisk, en það var eitt það skemmtilegasta sem þú gerðir. Og þá var soðinn silungur eða lax í matinn og daginn eftir var hið sívin- sæla laxasalat hennar mömmu ofan á brauð. Á kvöldin lágum við svo úti í grasinu og horfðum upp í ský- in, og spunnum upp sögur út frá því sem við sáum. Þú kenndir okkur líka að tálga út spýtur og skemmti- legast fannst mér þegar drekku- tímar voru í ferðalögunum okkar og stoppað var við sjóinn. Því hvergi nokkurs staðar var lífíð fjölbreyti- legra en þar. Undir einum litlum steini bjó heilt samfélag smádýra og úði og grúði af alls kyns tegund- um. Mamma var nú stundum ekki hrifin þegar við vorum að laumast til að stinga í vasann fallegum hlut- um úr fjörunni og svo byrjaði allt í einu að koma ýldulykt þegar fiskur- inn inni í kuðungnum fór að skemm- asL Á sumrin vannstu í garðræktinni og tók stundum öll fjölskyldan þátt í því. Að deginum til slóst þú og standsettir garða og á kvöldin kom- um við stelpurnar, rökuðum saman grasið og reyttum arfa. Ég var að ég held ekki eldri en fjögurra ára þegar þú byrjaðir að taka mig með þér í Heyrnleysingja- skólann. Þar eignaðist ég marga vini og þegar ég byrjaði sjálf í skóla þá var ég bæði læs, skrifandi og kunni að synda því þetta hafði ég allt lært í skólanum þínum. Heyrn- leysingjaskólinn var stór hluti af þér, þar kenndirðu á veturna og sást síðan um lóðina á sumrin ásamt fleiri lóðum. Eftir að þú hættir að kenna, þá kominn á löglegan ellilíf- eyrisaldur hélstu áfram að vera i garðræktinni. Síðustu árin sástu um lóðina hjá ÁTVR, og vannst þar bæði á sumrin og veturna. Og mik- ið varstu stoltur þegar þú komst til mín einn sunnudaginn í ágúst sl. Þetta líka uppádressaður og fínn og ég spurði þig hvaðan þú værir að koma. Nú ég er að koma úr af- mæli svaraðir þú svo sposkur á svip- inn. Og hver á afmæli spurði ég og þú svaraðir því til að það væri Reykjavíkurborg. Um kvöldið kom svo í ljós þegar við horfðum saman á fréttirnar að þú hafðir verið að taka á móti verðlaunum frá Ingi- þjörgu Sólrúnu borgarstjóra. Þetta voru verðlaun til ATVR fyrir vel hirta lóð og skemmtilegt að þú skyldir taka á móti þeim í lok starfs- ferils þíns. Það verður mikill söknuður að fá þig ekki lengur í kaffí um helgar. Þú sem komst stundum nokkrum sinnum á dag og alltaf með fréttir af einhverjum eða einhverju. Ætt- rækni þín var einstök því fjölskyldan þín var ekki eingöngu við börnin þín heldur einnig börn systkina þinna. Þau heimsóttir þú og fylgdist alltaf vel með fjölskyldum þeirra. Það er margs að minnast og þar er þér margt að þakka. Þú naust þeirra forréttinda að fá að fara án þess að verða sjálfum þér eða öðrum til ama. Því heilsan er okkur allt sagðir þú alltaf og þar varstu langt á undan þinni samtíð. í uppvextinum hófst dagurinn á lýsi, hörfræjum og graut, og ekki datt okkur nokk- urn tíma í hug að kvarta yfír slapp- leika því þá var viðkvæðið að þú jókst vítamínskammtinn. Heilsan byggðist á réttu jafnvægi allra efna í líkamanum. 011 þín góðu ráð munu berast áfram milli kynslóða. Takk fyrir lífið sem þú gafst mér og hvernig þú kenndir mér að lifa því. Þín dóttir, Gunnhildur. Ég minnist Arnar föðurbróður míns með söknuði, hlýhug og virð- ingu. Þar fór maður sem margt hafði til að bera sem gott er að taka sér til fyrirmyndar. Hann var sómakær maður, viljasterkur, hrein- skiptinn,, lítillátur og heiðarlegur. Örn var vinnusamur, gerði til sín miklar kröfur og hlífði sér ekki. Stundum þegar hann gerði sam- bærilegar kröfur til okkar samferða- manna sinna gat verið erfitt að standa undir þeim. Ég var svo heppinn að komast í garðyrkjuvinnu til Arnar og sjá þar handbragð hans, hvernig hann með fjölhæfni sinni, dugnaði og listrænni útsjónarsemi breytti órækt í skrúð- garða. Kennslan var honum í blóð borin og mikils virði var að fá að njóta leiðsagnar hans og þekkingar á garðyrkjunni. í vinnu hjá Erni var ekki lagst fram á skófluna, þar gilti að halda sig að verki, og einu lög- legu pásurnar voru þegar Örn tróð sér í pípu. Þá kom heimspekingurinn í honum í ljós; djúpskyggn, íhugull, alvarlega þenkjandi og glettinn þess á milli. Það stirndi á augu hans þegar kankvísin tók völdin og þyrmdi yfir þau ef honum mislík- aði. Yfirleitt var eitt talandi augna- ráð frá Erni nóg til þess að maður vissi hvað klukkan sjó. Heimili Arnar og Önnu á Hraun- teignum hefur verið einn af föstu punktunum í tilveru minni frá því ég man eftir mér og þar hef ég átt margar góðar stundir. Mér er þakk- læti í hug yfir því þegar þau tóku mig sem dreng inn á heimilið, er faðir minn lá á sjúkrahúsi, og létu mig njóta gestrisni sinnar. Sam- vinna þeirra hjóna við að sjá um heimilið og barnauppeldið var auð- séð á þeim myndarbrag, öryggi og festu sem var á heimilinu. Gott hef- ur verið að eiga þau að. Við að hugsa til Arnar koma orð- in traustur vinur fram. Hvar sem á bjátaði hjá hans fólki, þar birtist Örn, alltaf hægur, rólegur, fumlaus og raunsær. Þannig var hann reiðu- búinn að veita öðrum stuðning hve- nær sem hann gat. Hann lofaði ekki upp í ermina á sér, en það sem hann sagði stóð hann við. Hann reiknaði líka með því að aðrir stæðu við sitt. Þó það sæist að honum mislíkaði stundum man ég ekki eft- ir að hann hallmælti fólki. Örn orð- lengdi oft ekki hlutina, en vandaði orð sín og ráðleggingar. Það var gott að leita til hans. Með árunum hefur vinátta okkar Arnar styrkst. Hann heimsótti okk- ur hjónin oft og tók að sér að vera afi dætra okkar þar sem faðir minn var látinn. Hann hefur sem ættar- höfðingi treyst vináttubönd í stór- fjölskyldunni á margan hátt. Með nærveru sinni og frásögum hefur hann miðlað þekkingu og styrkt tengsl okkar við fortíðina og upp- runann. Það var alltaf notalegt að fá hann í heimsókn og þá var gjarn- an spáð í lífið og tilveruna, eða dreg- ið fram tafl en í skákinni kom elja og baráttuvilji Arnar vel fram. Erni var mikilvægt að vera sjálf- bjarga í lífinu og vera ekki öðrum byrði. Það tókst honum vel þrátt fyrir að hann þyrfti í seinni tíð að berjast við sjúkdóm sem að lokum varð honum að aldurtila. Dugnaður hans við að bjarga sér í veikindunum var mikill. Meðal annars stundaði hann sund á hverjum morgni, ók um víða og heimsótti fólk fram á síðustu daga. Aðdáunarvert er æðruleysi hans og kjarkur þegar hann að lokum á sjúkrahúsi sá ekki tilgang í að meðferð yrði haldið áfram og lét stöðva hana. Sáttur við dagsverkið vildi hann kveðja ástvini sína, reiðubúinn að mæta dauðanum, ákveðinn og óhræddur, eins og hann hafði mætt lífinu. Gunnar Hrafn Birgisson. Þegar ég var fimm ára varð ég ástfangin í fyrsta skipti. Hann var með svo falleg brún aujru sem glömpuðu þegar hann brosti. Þetta var fósturpabbi minn, Orn Gunnars- son, sem giftist móður minni á þess- um tíma. Karlmenn geta orðið feður en það að vera raunverulegur pabbi þýðir að vera til staðar þegar á þarf að halda. Örn var mér slíkur pabbi. Hann byrjaði á að kenna mér að lesa, sýndi mér fram á nauðsyn þess að taka ábyrgð á og bera virð- ingu fyrir sjálfri mér. Hann hvatti mig og sagði að ég gæti gert allt sem hugur minn stæði til en heiðar- leiki og gott mannorð væru fyrir mestu. Þegar ég varð ástfangin í annað sinn fyrir 32 árum og flutti til út- landa sá Örn um að jólamaturinn bærist fyrir aðfangadagskvöld og hann tók líka alltaf á móti mér þeg- ar ég kom til landsins. Þegar faðir minn dó fyrir níu árum fór Örn að senda bréf sín til mín með orðunum „þinn pabbi". Hann gerði aldrei upp á milli mín og sinna eigin barna. Mér finnst ég hafa verið mjög hepp- in að eignast Örn sem pabba og mun alltaf vera þakklát fyrir það. Elsa Karen Staib. Elsku afí minn. Þó að samband okkar væri ekki eins og venjan er milli afa og barnabarns náði fjar- lægðin aldrei að aðskilja okkur. Ástæðan fyrir því að ég dvaldist hér á Islandi sumarlang^t var sú að mig langaði til að kynnast ættingjum mínum og eiga stund með þeim hverjum og einum. Við Karl bróðir minn munum aldrei gleyma því þeg- ar við borðuðum með þér í vinn- unni. Við munum ævinlega geyma minningu þína í hjarta okkar og huga. Astarkveðja, Eric Thor og Karl Walter. Við erum það fámenn þjóð, Is- lendingar, að tök eru á að minnast flestra í prentuðum fjölmiðli við leiðarlok. Þetta er ekki gert í fjöl- mennum löndum og heldur ekki gerlegt með góðu móti. Hér á landi kveðja jarðlífið nú um 1700 manns árlega, eða fjórir til fimm að meðal- tali alla daga ársins. Þetta er mikið mannfall. Margir hinna Iátnu hverfa á tiltölulega góðum aldri, að því er telja má, eða innan við sjötugt. Þetta eru hugleiðingar í sambandi við andlát góðs vinar og félaga, sem hvarf nýlega af sviði mannlífsins eftir vel unnið dagsverk. Örn Gunnarsson var fæddur í Eyjafirði snemma árs 1920, af bændafólki kominn. Þegar hann var á barnsaldri fluttust foreldrar hans vestur í Húnavatnssýslu, og settust fljótlega að á fjallabýlinu Þverár- dal, sem er fremsti bær á Laxárdal fremri. Sá ytri er í Skagafjarðar- sýslu. Þarna settust þau sem sagt að, foreldrar Arnar. Nokkur börn voru þá á legg komin, og fleiri bættust við. Alls urðu systkinin sjö sem fullorðinsaldri náðu. Er nú aðeins systirin Ingibjörg á lífi. Örn er síðastur bræðranna að kveðja. Við Örn ólumst upp í sama daln- um og vorum á líkum aldri; aldurs- munur okkar tæp fjögur ár. Ég sá Örn fyrst, þegar ég kom að Þver- árdal sumarið 1940 á leið til fæðing- arstaðar míns nokkru framar. Þá var allt heimilisfólkið í óða önn við heyskap í góða veðrinu. Fátt var ánægjulegra en vera í heyskap, þegar vel viðraði. Þá á ég við þau vinnubrögð, sem viðhöfð voru um aldaraðir, en eru nú niður lögð, og heyra sögunni til. Þá var Örn tvítug- ur piltur, glæsilegur á velli og myndarlegur. Hann var dökkhærð- ur. Einmitt þetta vor hafði Örn lok- ið námi í Reykjaskóla í Hrútafirði, eftir tveggja vetra nám. Lengri námsbraut var ekki um að ræða, en reyndist þeim samt sem áður vel, sem létu hana nægja. Næstu ár vann Örn ýmis störf, stundaði meðal annars kennslu í tvö skólaár í Skagahreppi í Austur- Húnavatnssýslu. En Orn stefndi á lengri menntabraut. Hann settist í fyrsta bekk Kennaraskóla íslands, þá orðinn hálfþrítugur, baráttuglað- ur og fullur bjartsýni. Þannig hitt- ist á, að sama haustið settist ég einnig í fyrsta bekk þessa gamla skóla við Laufásveg og Barónsstíg. Heimsstytjöldinni miklu, sem staðið hafði í nær sex löng ár, lauk ein- mitt sumarið áður. Við Orn urðum sessunautar. Þannig var það allt til námsloka okkar í þessari ágætu menntastofnun, í fjóra vetur. Oft naut ég aðstoðar Amar við námið, enda hann mér að mörgu leyti fremri þar, einkum í stærðfræði. Þar var hann sannarlega vel liðtæk- ur, eins og við námið í heild. Örn var félagslyndur maður og glaður í vinahópi. Ekki brást að hann kæmi á mót okkar félaganna frá 1949, sem verið hafa á fimm ára fresti allt frá og með 1964. Örn er sá fimmti til að kveðja úr hópnum okkar, sem upphaflega var 27, þar af tveir stúdentar, sem einungis voru einn vetur í námi. Þeir horfnu á undan Erni úr hópnum eru eftir- taldir: 1) Steinþór Kristjánsson, frá Hjarðardal í Onundarfirði (1959); 2) Jón Sigurðsson, cand. theol. (1966); 3) Arngrímur Jónsson, skólastjóri á Núpi (1973); Valgeir Sigurðsson, lengi kennari á Seyðis- firði (1995). Á liðnum vetri hringdi Örn til mín, eins og fyrir kom við og við. Nú var erindið dálítið sérstakt. Hann sagði mér, að greinst hefði krabbamein í blöðruhálskirtli, sem hann bjóst við að eigi yrði læknað. Hann hafði verið kosinn í þriggja manna nefnd á síðasta móti okkar (1994), til að sjá um næsta fund (1999). Örn bað mig nú sem náinn vin og félaga að taka þetta hlut- verk að mér. Ég lofaði því og mun standa við það, endist mér aldur til. Og nú finnst mér við hæfi að setja hér lokaerindið úr afmælis- brag mínum frá 1994, en þá hef ég flutt frá upphafi samfunda okk- ar félaganna, frá 1949: Og bráðum kemur níutíu og níu, við náum eflaust flest að lifa það. Þótt árin leiki misjafnt mann og píu, er mest um vert að laga sig þeim að. Ég kem, ef ellin knésetur mig eigi; þið komið líka alveg vafalaust, af orku þrungin, upprétt lifs á vegi, því oft er sumar fegurst kringum haust. Við kveðjum Örn Gunnarsson, heilsteyptan mann og góðan dreng. Þessi minningarorð mega jafnframt skoðast þökk og kveðja frá eftirlif- andi félögum frá 1949. Með samúð- arkveðjum til aðstandenda. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.