Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 33
morgunblaðið: t [ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1996 I '33; MINNINGAR ARNÞRUÐUR JÓNSDÓTTIR + Arnþrúður Jónsdóttir fæddist í Saltvík á Tjörnesi 21. októ- ber 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Snjólaug Guðrún Egilsdóttir, sem fæddist 9. júlí 1894 á Laxamýri og lést 18. maí 1954 í Reykjavík, og Jón Jónsson lengst af bóndi í Kaldbak i Aðaldal, fæddur í Brekknakoti í Reykja- hverfi 10. febrúar 1888 en hann lést 15. desember 1976 í Reykjavík. Sqjólaug Guðrún, móðir Arnþrúðar, var næstelst barna Egils Sigurjónssonar óð- alsbónda á Laxamýri. Móðir Egils, kona Sigurjóns, var Snjó- laug Þorvaldsdóttir frá Kross- um í Svarfaðardal. Móðir Snjó- laugar Guðrúnar var Arnþrúð- ur dóttir Sigurðar Gunnlaugs- sonar hreppstióra í Ærlækjar- seli í Öxarfirði. Kona Sigurðar var Kristín Björnsdóttir ríka í Laxárdal i Þistilfirði Jónssonar. Jón, faðir Arnþrúðar, var sonur Jóns Frímanns bónda í Brekknakoti í Reykjadal Jóns- sonar bónda í Vogum í Mý- vatnssveit Jónssonar. Föður- amma Arnþrúðar var Hólm- friður dóttir Jóns skálds og bónda Hinrikssonar á Helluvaði í Mývatnssveit og Friðriku dótt- ur Helga bónda á Skútustöðum Ásmundssonar. Systkini Arn- þrúðar eru Hómfríður (látin), Snjólaug Guðrún, Kristin Frið- rika (látin), Egill (látinn), Þór- dís Jóhanna (látin), J6n Frí- mann, Þórhalla, Guðmundur (látinn), Sigurveig og María Eydís (látin). Arnþrúður lauk gagnfræða- prófi frá Mennta- skólanum á Akur- eyri árið 1937. Árið 1945 giftist hún Ól- afi Jónssyni, sem fæddur var 3. mars 1908 og lést 16. október 1978. Ólaf- ur var sonur hjón- anna Sesseiju Stef- ánsdóttur Jónsson- ar bónda í Beru- firði, Reykhóla- sveit, og Jðns Brandssonar bónda á Kambi í Reykhóla- sveit Sigmundsson- ar bónda í Kollabúðum í Þor- skafirði. Ólafur rak um árabil í sameign með Hans R. Þórðar- syni heildverslunina Electric hf. Arnþrúður og Ólafur eign- uðust þrjú börn, Snjólaugu Guðrúnu lögfræðing, f. 21. ág- úst 1945, Jón Hjaltalín lækni, f. 12. júlí 1949, og Örn sálfræði- menntaðan, f. 2. apríl 1951. Snjólaug er gift Haraldi Briem lækni, f. 9. ágúst 1945, og eiga þau soninn Olaf Andra, f. 17. janúar 1974, iðnnema. Jón Hjal- talín er kvæntur Þórunni Þór- hallsdóttur meinatækni, f. 9. mars 1949, og eiga þau dæturn- ar Arnþrúði, fædda 2. október 1973, lyfjafræðinema í sambúð með Gunnari Hauki Stefánssyni verkfræðinema, f. 16. október 1972, og Þórhöllu Sólveigu, fædda 20. febrúar 1980, menntaskólanema. Orn á soninn ívar Jóhann grunnskólanema, f. 15. apríl 1980. Móðir hans er Gunnhildur Jóhannsdóttir. Sem ung dvaldi Arnþrúður um skeið í Þýskalandi, starfaði í VR og Ingólfsapóteki. Eftír að hún gekk í hjónaband starf- aði hún ekki utan heimilis. Útför Arnþrúðar fer fram frá Dómkirkjunni i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóður mína, Arnþrúði Jónsdóttur, sem lést af heilablóð- falli 16. september síðastliðinn, hitti ég fyrst fyrir hartnær 30 árum, þá konu í blóma lífsins. Ég hafði að vísu heyrt hennar að góðu getið því það var vinátta á milli foreldra minna og hennar og eiginmanns hennar, Olafs Jónssonar stórkaup- manns. Arnþrúður var alin upp fyrir norðan, í Kaldbak skammt fyrir utan Húsavík, þar sem Skjálfanda- flóinn og Kinnarfjöllin blasa við í sínum mikilfengleik. Hún hafði orð á því {sumar þegar hún kom í heim- sókn í sumarbústað okkar í Skorradal og horfði út á vatnið að í Kaldbak hefði hún alltaf litið til sjávar á morgnana og litbrigði sjáv- arins hefðu gefið fyrirheit um dag- inn, svarblár hefði hann verið við- sjárverður en hvítur og lygn hefði hann lofað góðu. Sjálf var hún margbrotin og sér- stök kona, gædd ríkri kímnigáfu, glæsileg, gjafmild, viðkvæm og stórlynd. Þeim sem stóðu henni næst vildi hún fórna öllu og engan spurði hún ráða um leiðir. I blóma lífsins stýrði hún stóru heimili sem Séríræðingar í blóniuskrcytingum VÍð Öll la'kilii'ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 öllum stóð opið, skyldmennum, vin- um þeirra hjóna og ekki síst vinum barna hennar. Öllum var veitt af rausn og glæsibrag. Ég heyri ennþá klið glaðværra radda úr hverju horni á Melhaga og sé hana standa fyrir fagnaðinum ásamt Ólafi, manni sínum. Þar eru fyrir börnin og tengdabörnin, systkinin eða gömlu vinirnir, sem nú eru margir horfnir. En allt er breytingum undiropið. Ólafur, sem var henni svo mikils virði, féll frá fyrir 18 árum. Hún varð aldrei söm eftir það. Hún dró sig mikið í hlé, en eins bókelsk og hún var alla tíð sótti hún fró í lest- ur góðra bóka. Hún var þó alla tíð sambland af sveitastúlkunni að norðan og glæsilegri heimskonu. Dálítið fjarræn þannig að enginn vissi hug hennar allan en um ást hennar til okkar, fólksins hennar, þurfti enginn að efast. Með söknuði í huga þakka ég það hvernig Arnþrúður og Ólafur studdu okkur Snjólaugu með ráðum og dáð þegar við gengurn í hjóna- band, bæði í miðju námi. Á kveðju- stund þakka ég einnig þá um- hyggju sem Arnþrúður ætíð vildi sýna okkur, börnum, tengdabörnum og barnabörnum og flyt kærar skilnaðarkveðjur frá móður minni. Guðs friður fylgi henni. Haraldur Briem. Elsku amma Dúa. Ég veit að þú varðst að fara. Þetta gerðist bara alltof fljótt og ég átti eftir að segja þér svo óskap- lega margt. Ég á erfitt með að skilja hvað þetta er endanlegt. Ég sakna þín svo mikið. Þú varst kannski orðin þreytt og tilbúin að hitta afa Ólaf og Maju systur þína sem dó 16 ára gömul. Þú talaðir svo oft um þau. En ég veit að þau, foreldrar þínir og öll þau systkini þín sem eru farin taka vel á móti þér. Elsku amma mín, ég er ævinlega þakklát að hafa fengið að vera hjá þér á skilnaðarstundinni. Hún var svo friðsæl og falleg. Ég þakka þér fyrir allt og varðveiti allar minning- ar um þig í hjarta mínu. Ég vona að þú vitir hvað mér þykir vænt um þig. Við sjáum það einatt seinna, þótt síst væri ljóst í dag, að enginn dagur svo endist að ei komi sólarlag. (Höf. Guðriður Eiríksdðttir.) Arnþrúður Jónsdóttír. Mér er hún í barnsminni, svip- sterk, snör og virðuleg í fasi, konan í húsinu gegnt barnaskólanum á bemskustöðvum mínum í vesturbæ Reykjavíkur. Ósjaldan sá ég hana á ferð minni í hverfinu og vissi að hún væri móðir eins stráksins í bekknum. En hitt vissi ég ekki, að hún ætti eftir að verða elskuleg tengdamóðir mín. Síðan eru liðin u.þ.b. fjörutíu ár. Hún hét Arnþrúður Jónsdóttir, alltaf kölluð Dúa, og var elsta barn foreldra sinna í stórum systkina- hópi. Móðir hennar var Snjólaug Guðrún Egilsdóttir, en henni lýsir Konráð Vilhjálmsson í minningar- grein árið 1954 svo: Hún fékk óvenjulega gott uppeldi á alkunnu fyrirmyndarheimili og varð brátt einhver eftirtektarverðasta heima- sæta norður þar að fríðleik og allri framgöngu. (Tilv. lýkur.) Faðir Dúu var Jón Jónsson heimiliskennari og organisti og síðar bóndi, viður- kenndur dugnaðarmaður. Dúa var eins og fyrr segir elsta dóttir for- eldra sinna og látin heita í höfuðið á ömmu sinni Arnþrúði Sigurðar- dóttur húsfreyju á Laxamýri í S- Þingeyjarsýslu, sem þá var eitt gjöf- ulasta og mesta stórbýli á landinu. Dúa og systkini hennar urðu 11 talsins á 13 árum, og má nærri geta að ábyrgðin var mikil sem snemma var lögð á herðar elstu dótturinnar. Þó efnin hafi ekki ver- ið mikil gerðu foreldrar hennar allt sem þau gátu til að koma börnum sínum til mennta. Dúa varð gagn- fræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri með ágætum vitnisburði. Um frekara nám var ekki að ræða, en Dúa hélt skömmu seinna til Þýskalands og dvaldi þar um nokk- urt skeið hjá frænku sinni. Líkast til hafði vera hennar þar djúp áhrif á hana alla tíð síðan. En eins og þeir vita, sem þekktu Dúu vel, var hún bráðvel gefin, næm og margbrotinn persónuleiki. Jafnan prúð og kurteis en sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Hins vegar var hún að ýmsu leyti dul og fremur fátöluð um eigið líf, en kæmi fyrir að hún ræddi slíkt var það ávallt af hógværð og æðru- leysi. Hláturmild var hún og bráð- hnittin, enda gædd ríkri skopgáfu. Öll höfðu barnabörn hennar jafn gaman af því að spila við ömmu sína á spil. En því var nú svo sér- kennilega farið með þá spila- mennsku, að sigurinn veittist þeim erfiðari eftir því sem þau stækkuðu. Allskonar lestrarefni var Dúu áhugavert og mikil lífsfylling, ekki síst hin síðari ár. Ekki líkaði henni allt í heimi hér fremur en öðru fólki og því fór fjarri að hún væri skaplaus. Þungar raunir og heilsu- brestur settu líka sitt mark á líf hennar. Eiginmann sinn, Ólaf Jónsson heitinn, stórkaupmann, elskulegan t Faðir okkar og tengdafaðir, ÍSLEIFUR MAGNÚSSON, Asparfelli 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 23. september. Elfn H. (sleifsdóttir, Kristín ísleifsdóttir, Stefán Ingólfsson. + t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR G. GÍSLADÓTTIR, andaðist á Sólvangi mánudaginn 23. september. Ásthildur Ólafsdóttir, Hörður Zóphaníasson, Kristján Bersi Olafsson, Sigríður Bjarnadóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Gunnar Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. tengdaföður minn, missti Dúa fyrir átján árum þá 62 ára gömul. En þau voru samstiga og farsæl hjón. Heimili þeirra var glæsilegt og þekkt að smekkvísi og gestrisni þeirra hjónanna. Yngstu systur sína missti hún í flugslysi._ Hún hafði dvalist á heimili þeirra Ólafs vetrar- langt við nám og verið Dúu nánast sem dóttir. Það, ásamt þeirri ábyrgð sem hún hafði ung borið á systkin- um sínum, varð ef til vill til þess að Dúa var alla ævi svo hrædd um fólkið sitt. Einráð gat tengdamóðir mín ver- ið, og vildi stýra sinni ferð sjálf. Á skemmtiferð með henni í London lagði ég eitt sinn til að við færum í eina af þessum skipulögðu kynnis- ferðum um borgina með rútu. Eftir. langa þögn og mikla umhugsun kom gagntilboð. Við skyldum held- ur nota leigubíl. Þannig gætum við ráðið ferðinni sjálfar, og breytt stefnunni eftir þörfum. Þetta lét ég ekki bjóða mér tvisvar og úr varð velheppnuð og þægileg fræðsluferð um borgina undir leiðsögn leigubíl- stjórans. Minnisleysi Dúu síðustu árin, ásamt því að heilsa hennar og kraft- ar voru á þrotum, átti vafalítið sinn þátt í því, að hún varð kjarkminni og hlédrægari en ella til samvista við þá, sem hún mat og vildi vel. Oft gátum við hlegið saman í seinni tíð þegar minnisleysið gerði henni grikk. Á meðan á stuttri sjúkralegu* stóð ekki alls fyrir löngu, orðaði ég við hana, að læknirinn hefði sagt að best væri að hætta að reykja. Dúa rétti úr bakinu og svaraði: „Það getur vel verið að ég sé hætt að reykja, en ég man það bara ekki akkúrat núna." Eg sakna Dúu, tengdamóður minnar, við vorum alla tíð vinkon- ur. Ég vil þakka Erni mági mínum fyrir að gera henni kleift að dvelj- ast heima, eins og hún sjálf kaus, hér um bil til hinstu stundar. Guð*_ varðveiti Arnþrúði Jónsdóttur. Þórunn Þórhallsdóttir. t Föðursystir mín, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn f Hornaf irði, sem lést 20. september, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju föstudaginn 27. september kl. 14.00. örn Friðriksson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN EGILSSON forstjóri, Goðabyggð 3, Akureyri, lést aðfaranótt þess 24. september. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Gísladóttir, Gísli Jónsson, Þórunn Kolbeinsdóttir, Fanný Jónsdóttir, Garðar Viborg, Egill Jónsson, Herdís Júlíusdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Stefán BlUcher, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, stjúpi, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR JÓHANNES ELÍNUSSON frá Heydal, Sléttuvegi 13, sem lést í Landspítalanum 17. septem- ber sl., verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 27. september kl. 13.30. Blóm og kransar fölna fljótt, en verk líknarstofnana lifa lengi. Sigurbjörg Runóifsdóttir, Runólfur E. Runólfsson, Einar Runólfsson, Richard O. Runólfsson, Sigurhanna Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jón Þorgeirsson, Gerður H. Hafsteinsdóttir, Sigrún Harpa Hauksdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.