Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 34
_ 34 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR RAGNHILDUR PETRA HELGADÓTTIR + Ragnhildur Petra Helga- dóttir fæddist á Sel- fossi 3. nóvember 1968. Hún lést af slysförum 16. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Óskarsdóttir, f. 20. júní 1947, og Helgi Þórarinsson, f. 7. maí 1949, fóstur- faðir Sigurður Guð- mundsson, f. 20. febrúar 1943. AI- bróðir Petru er Jó- hannes, f. 2. október 1967, maki Helga María Jónsdóttir. Hálfsystkini, sammæðra og uppeldissystkini, eru: Þuríður Agústa, f. 17. desember 1974, sambýlismaður Sigurjón^ Pétur Guðmundsson, Hildur Ósk, f. 10. apríl 1978, Ólafur Jóhann, f. 3. nóvember 1981, Ashildur Sigrún, f. 13. september 1983, Guðríður Olga, f. 4. janúar 1986, Anna Mar- grét, f. 25. október 1990. Hálfsystkini samfeðra eru: Steinunn Rán, f. 6. ágúst 1971, maki Sveinn Ólafsson, Guðfinna Sif, f. 30. janúar 1975, maki Elvar Þór Atlason, Dagný Ösp, f. 26. júní 1981, Fríða Dendý, f. 30. sept- ember 1986, Sig- urður Reynir, f. 30. janúar 1989, Sigríð- ur Guðný, f. 30. jan- úar 1990, Dagbjört Una, f. 9. ágúst 1993. Petra var í sambúð með Júl- íusi Kristinssyni og áttu þau einn son, Sigþór Mána, f. 18. febrúar 1996. Sonur úr fyrri sambúð er Bergþór Breiðfjörð Björnsson, f. 22. febrúar 1989. Útför Ragnhildar Petru fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Petra, nú þegar þú hefur kvatt okkur svo snögglega sem raun ber vitni langar okkur að minnast þín í fáum orðum. Þú ert ekki bara farin frá okkur heldur drengjunum þínum litlu, Bergþóri og Sigþóri. Já, það veit enginn hvenær kallið kemur, en er við hugsum til þeirra -**stunda er við áttum saman birtir í huga okkar því þú varst alltaf ljós í myrkrinu. Ef einhverjum leið illa varst þú komin og veittir hughreyst- ingu eða tókst utanum hann og veittir styrk, grést þá gjarnan með og brostir í gegnum tárin. Engan höfum við þekkt sem brosir svo fallega í gegnum tárin eins og þú gast gert. Stundum varst þú eins og litla stúlkan með eldspýturnar, svo lítil og hrædd við lífið, en þegar á reyndi jafn sterk og sjávarklettur sem ekki lét undan hvað sem löðrið var þungt. Petra var svo listræn að erfitt er að lýsa, myndir var hún fljót að ""Qfcrissa upp og breyta í slík listaverk að engin orð fá lýst. Tungl, tré, girðing, gaddavír er ekki öllum gefið að breyta í slíka náttúrufeg- urð að mann skortir orð. Sama var með klæði, þeim breytti Petra eða saumaði á augabragði svo allir tóku eftir að hér var vel klædd, falleg kona. Oft kom það fyrir er óvænt birt- ist gestur hjá Petru að hún afsak- aði heimili sitt og sagði þá gjarnan: „Fyrirgefðu, en ég var að teikna mynd sem mér datt í hug," eða „Ég var að mála," og gjarnan: „Við krakkarnir vorum að leika okkur." Svona var hún alltaf jafn saklaus og blátt áfram, enda trúði hún aldr- ei að til væri neitt vont í nokkrum Elsku Fríða og Siggi, Bergþór og Bjössi, Sigþór og Júlíus og systk- ini, við vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð á þessum erfiðu stund- um. Guð verði með ykkur. Jói bróðir, Helga María, drengirnir og pabbi. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. í jörðinni sáðkornið sefur, uns sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur það duft, sem hér gröfin við tekur. Sá andi, sem áður þar gisti frá eílífum frelsara, Kristi, mun, leystur úr læðingi, bíða þess likams, sem englarnir skrýða. (Þýð. Stef. Thor og Sbj. E.) Þínar systur, Steinunn Rán, Guðfinna Sif og Dagný Ösp. Þær sorglegu fréttir bárust mér að morgni 17. sept. að Petra væri dáin. í djúpri þögn heyrði ég hjarta mitt berjast um, augum fylltust tár- um og minningar um þessa ynd- islegu konu flæddu um huga minn. Eitt skref í mykri leiddi af sér hörmulegt slys sem gerði engín boð á undan sér. Ég kynntist Petru á Suðureyri við Súgandafjörð fyrir fáeinum árum. Við urðum góðir vinir og áttum margar eftirminnilegar stundir. Petra var mikil náttúrumanneskja Jffli ^ftarBtQ^ og ég átti auðvelt með að fá hana í langar gönguferðir um fjörðinn, sýndi henni mínar heimaslóðir og henni leið vel þar. Á Suðureyri eign- aðist hún marga vini og félaga. Við teiknuðum mikið saman og ég man eftir þeim tíma sem við bæði unnum að teikningum af Grænlandi og inn- fæddum. Eg sá veiðimenn og náttúr- una, en Petra fólkið, litlu börnin og fjölskylduna. Þegar hún yfirgaf Suð- ureyri hélt hún fallega sýningu á verkum sínum í Úthlíð í Biskups- tungum þar sem hún átti fjölskyldu að geyma. Petra talaði mikið um sveitina sína og réttarstemmninguna á haustin. Allir karlarnir vildu gift- ast henni og það líkaði henni, en vissi að þarna voru vinir á ferð. Petra gaf mikið af sér, var með stórt hjarta og mátti aldrei sjá neitt aumt. Hún var harðdugleg til vinnu og heimilis, listamaður mikill og handlagin kona. Flestar myndir sem Petra teiknaði eða málaði gaf hún jafnharðan vinum og ættingjum sem henni þótti vænt um. Petra gafst aldrei upp og ég dáð- ist að lífshörku og baráttu hennar. Hún var ráðvillt um tíma en fann sér góðan mann og eignaðist með honum lítinn, fallegan dreng, Sigþór Mána, sem var með mömmu sinni kvöldið sem hún steig skrefið til himna. Hún eignaðist Bergþór fyrir sjö árum og hann var augasteinninn hennar alla tíð og þeir urðu tveir augasteinarnir, sem nú þurfa að kveðja móður sína með ólýsanlegum söknuði. Elsku Petra, ég gleymi aldrei fal- lega brosinu þínu og á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Þú gafst mér svo margt og kenndir mér þá lífsins list að halda áfram veginn hvað sem dynur á. Það var svo margt sem ég ætlaði að ræða við þig um, en nú er það orðið um seinan. Og ég hugsa um orðatiltækið: „Aldrei að fresta því til morguns sem þú getur gert í dag." Vonandi fmnum við saman tíma til að spjalla þegar kallið mitt kemur. Þú varst einstök persóna sem hafðir mikil áhrif á líf mitt og ég mun ætíð minnast þín sem brosmildr- ar og yndislegrar konu og vinar. Þú hverfur aldrei úr hjarta mínu, elsku Petra mín. Guð geymi þig og ég mun rýna í skýin eftir fallegum myndum eftir þig, því ég veit, og við öll, að aðgerðalaus vilt þú aldrei verða. Eftirlifandi sambýlismanni, Júl- íusi Kristinssyni, sonum hennar, Bergþóri Breiðfjörð og Sigþóri Mána, votta ég mína dýpstu samúð sem og fjölskyldu, vinum og ættingj- um. Guð veiti litlu drengjunum styrk áfram veginn með feðrum sínum. Róbert Schmidt. Elsku Petra, við þökkum þér fyrir samveruna og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Elsku Bergþór, Sigþór, Júlli, foreldrar og aðrir aðstandendur við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og megi guð styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Þínir vinir, Helma, Elvar og dætur. Frétt um banaslys hefur alltaf áhrif á mann og það er ekki síður átakanlegt að heyra að það er „gam- all sveitungi" sem er fórnarlambið að þessu sinni. Hugurinn hvarfíar til fyrri tima þegar Petra fluttist með fjölskyldu sinni að Brekku og þau byggðu sér nýbýlið Rauðaskóg. Þá vorum við litlar og áhyggjulausar en þó var ekki vandalaust að koma í nýjan skóla. Ég var tveimur árum eldri en Petra og ég held að mér hafí verið sagt að hugsa um hana og gæta þess að henni liði vel í skólanum. Það var mikill óþarfi því Petra var svo sannarlega enginn aukvisi og stóð sig með mikilli prýði, hvar sem hún kom. Stundum kom Petra í heimsókn til mín eða ég fór með henni þegar vel lá á okkur eftir skóla. Þá var margt brallað. Við dótuðum okkur með dúkkur, fórum í búleik og gerðum margt fleira. Það var hinsvegar eitt sem mér fannst ekki gaman að gera en Petra hafði gam- an af og það var að teikna. Þar sýndi hún frábæra hæfileika og ég dauðöf- undaði hana bæði af hæfileikunum og hugmyndafluginu. Hún teiknaði allskonar myndir, bæði af mönnum og skepnum. Mér fannst alltaf fyndið hvað þær voru svipaðar henni sjálfri í framan. Það er að minnsta kosti þannig í endur- minningunni. Ég er með í huganum eina mynd sem hún sýndi mér einu sinni. A henni eru margir ríðandi menn og mér finnst eins og það hafí verið ansi þungbúið og dimmt á myndinni. Sennilega voru menn- irnir í haustsmalamennsku við Hlíð- ina eins og bændur eru um þessar mundir og það er áreiðanlegt að það er þungt í mönnum núna eins og á myndinni. Petra lifði lífinu mjög hratt og sennilega hefur hún þurft að klára svo margt því forlögin sköffuðu henni svo stuttan tíma. Mér finnst samt að hún eigi svo margt ógert t.d. að mennta sig meira í list sinni og ala upp tvo myndarlega drengi. Eg hugsa til þeirra núna, ég hugsa líka heim að Brekku þar sem stórfjöl- skyldan býr saman og hefur núna misst svo mikið. Öllum aðstandend- um votta ég samúð mína og vona að minningin um Petru verði til að græða sárin. Hvíli hún í friði. DísafráÚthlíð. Elsku Petra mín. Ég vaknaði upp við vondan draum í morgun, þegar ég fékk símtal heiman frá íslandi og mér tilkynnt að góð vinkona mín hefði látist af slysförum. Það er oft erfitt að skilja hvers vegna Drottinn tekur til sín ungt fólk í blóma lífs- ins. En af eigin reynslu þekki ég að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við reyndum svo oft að ná sam- an, svo við gætum borðað „síðustu kvöldmáltíðina" saman áður en ég flytti hingað til Bandaríkjanna, því við vissum báðar að við myndum ekki sjást í langan tíma. En ein- hvern veginn fundum við aldrei tíma sem hentaði okkur báðum. Engan grunaði að þú yrðir ekki hér þegar ég kæmi næst í heimsókn til ís- lands. Ég á eftir að sakna þín sárt, elsku Petra mín. Ég man eftir þegar við vorum krakkar, hvað ég Ieit allt- af upp til þín. ég vildi gera allt eins og þú! Klæða mig eins og þú og gera sömu mistök og þú, sömu prakkarastrikin og þú o.s.frv. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa aftur til þeirra stunda sem við eyddum saman. Hvað við vorum mikil börn, en héldum að við værum svo fullorðnar. Og við skemmtum okkur ávallt konunglega þegar við vorum saman! Þú saumaðir á mig föt og teiknaðir svo oft fyrir mig. Mér fannst eins og enginn í heimin- um gæti teiknað eins vel og þú. Jafnvel þó það hafi komið tímar þar sem við vorum ekkert í sam- bandi hvor við aðra, hefur þú alltaf átt sérstakan sess í hjarta mínu og huga. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þíg, elsku Petra mín. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég sonum Petru og öllum öðrum aðstandendum. Linda Reynisdóttir. Þegar okkur bárust þau sorgartíð- indi, að Petra „okkar" væri látin fór um okkur kuldahrollur, þetta gat ekki verið satt! Petra var sú lífsglaðasta mann- eskja sem við höfum þekkt og var alltaf til í allt. Hún var mjög lagin í höndunum og við nutum góðs af hennar hæfileikum í vinnunni. Hún talaði oft um að fara í mynd- listarnám, en myndlist var hennar aðal áhugamál. Hún var mjög dug- leg í vinnu og mjög barngóð. Hún naut þess að segja börnunum sögur og teiknaði oft myndasögur sem hún samdi sjálf. Oft ærsluðumst við líka saman með börnunum í söngstund og höfðu þau mjög gaman af. Petra var mjög félagslynd og var fljót að eignast vini. Þótt Petra hafi ekki unnið með okkur nema um tvö ár, hugsuðum við alltaf til hennar. Hún kom oft í heimsókn og var alltaf jafn gaman að sjá hana. Hún kom síðast til okk- ar í vor og var þá með Sigþór Mána litla með sér, og var mjög ánægð með lífið. Við eigum góðar minningar um góða vinkonu og sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Petru og annarra aðstandenda. F.h. gömlu vinnufélaganna á leik- skólanum Álfaheiði. Ásdís, Helga, Sigþóra og Ólína. Hún Petra er dáin. Mig langar með fáeinum orðum að minnast fyrr- um starfsfélaga og vinkonu minnar, Petru. Ég kynntist Petru fyrst árið '92 þegar hún byrjaði að vinna á Álfaheiði. Ég var fljót að átta mig á því að þarna var góð og skemmti- leg stelpa á ferðinni. Petra var alltaf hress og kát og stutt í húmorinn hjá henni. Petra var barngóð, þolin- móð manneskja og mikil listakona og var oft leitað til hennar í vinn- unni ef þurfti að mála, teikna eða útbúa eitthvað sérstakt. Það var allt- af draumurinn hennar að fara í myndlistarnám, þar hefði hún svo sannarlega skarað fram úr. Það tókust strax með okkur góð kynni og áttum við saman margar góðar stundir. Ég gæti talið upp endalaust af skemmtilegum stundum sem við eyddum saman, en ég ætla að geyma allar þessar góðu stundir með þér, elsku Petra, í huganum. Ég þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast þér og minningin lifir um yndislega stelpu. Ég votta fjölskyldu hennar og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð í þeirra miklu sorg. Elín Högnadóttir. Okkur langar til að minnast skóla- systur okkar Ragnhildar Petru sem lést af slysförum 16. sept. sl. Okkar fyrsta tilfinning er verkur í hjartanu. En þegar við fórum að hugsa um gamlar og góðar minning- ar - sem ylja hverfur verkurinn smám saman og okkur fer að líða betur í hjarta okkar. Þegar við komum saman bekkj- arfélagarnir til að minnast Petru og reyna að skrifa eitthvað niður eina kvöldstund erum við, eins og gengur í fyrstu, smáfeimin og verulega hug- myndasnauð. Við hugsum alltaf, „mikið væri gott ef hún Petra væri hérna núna, hún hefði sko ekki ver- ið í vandræðum með að koma ein- hverju á blað". Þegar Petra var 8 ára kom hún fyrst í bekkinn okkar, ákveðin en frekar inni í sér. En ef einhver var að hugsa um að prakkarast eitthvað var hún þar fremst á meðal. Petra var mikill húmoristi, auðvelt var að fá hana til að hlæja og gera grín. Ef henni lá mikið á hjarta og ef hún þurfti að segja frá einhverju skemmtilegu átti hún það til að segja frá í myndum. Hún teiknaði það í myndasöguformi og það tísti í henni um leið. Hún var listamaður af guðs náð. Petra var okkur bekkjarfélögun- um mjög trygg og það var oftast hún sem hóaði bekknum saman. Við hittumst síðast heima hjá Petru og sambýlismanni hennar, Júlíusi, og Sigþóri litla í Möðrufellinu 14. júní sl. Petra var góðgerðarsöm og eins og alltaf voru veitingarnar sem hún bauð upp á með ólíkindum glæsilegar, maður sér þvílíkt einung- is í flottustu matreiðslubókum. Núna í sumar var óvenju þægilegt að hitt- ast, farin af okkur unglingafeimnin og við náðum vel saman. Við áttum auðvelt með að ræða málin. Petra var þar ávallt leiðtogi. Hún sagði svo skemmtilega frá. Þá sýndi hún okkur gamlar myndir úr skólanum og við minntumst gömlu daganna. Mikið var hlegið þetta kvöld. Sú minning er okkur ómetanleg og mun hún ylja okkur í framtíðinni. Við vottum ástvinum Petru okkar dýpstu samúð. Minningin lifir. Ó, guð, ef að lífið mig leikur grátt þá lát mig; ei verða bitra, en;gefðu mér kraft til að horfa hátt og hugsa ekki mest um það ytra en gefðu að ég skilji hve gott ég hef átt og gerðu mig hugrakka og vitra. (Arndís Jakobsdóttir.) Árgangur 1968, Reykholtsskóla, Bisk. 4 I 4 í i <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.