Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 35 MINNINGAR STEFANR. GUNNARSSON + Stefán R. Gunnarsson fæddist á Sauðár- króki 28. febrúar 1945. Hann lést i sjúkrahúsi í Bruss- el 15. september siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. september. Látinn er langt um aldur fram Stefán Ragnar Gunnarsson, yfirflugvélstjóri hjá Cargolux. Eflaust hef- ur engan grunað að tíminn væri svona naumur, er veikindi hans komu í ljós í febrúar sl. Og víst var haldið í vonina, vonina um bata. En því miður var ekki unnt að vinna bug á sjúkdómi þeim er lagði Stefán að velli. Að leiðarlokum langar okkur að þakka Stefáni fyrir alla þá aðstoð er hann hefur veitt íslensku basar- nefndinni á undanförnum árum. Þökk fyrir allt og allt. Elsku Gréta, synir og aðrir að- standendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður guð veita ykkur styrk. F.h. íslensku basarnefndarinnar í Lúxemborg, Birna Fjartansdóttir-Fisch, Linda Kristín Ragnarsdóttir. Stefán Ragnar Gunnarsson fluttist til Lúxemborgar árið 1971 og hóf þar störf sem flugvirki hjá Loftleiðum. Ári síðar réðst hann til Cargolux, fyrst sem hleðslu- stjóri og fljótlega upp úr því sem flugvélstjóri. Eins og fleiri á þess- um fyrstu árum hjá Cargolux átti hann ríkan þátt í að koma þessu flugfélagi á laggirnar, lagði á sig langa vinnudaga og miklar vökur. Stefán var ákaflega samviskusam- ur og nákvæmur í starfi en jafn- framt þýður og góður félagi. Síðar tók hann þátt í þjálfun og eftirliti með flugvélstjórum. Starf- aði hann meðal annars í flug- hermi, þar sem eftirlit og kennsla fer fram, og tók hann ríkan þátt í að útbúa kennsluefnið sem þar er notað í dag. Hann var mjög sanngjarn í þessu starfi og miðlaði öðrum ríkulega af margra ára reynslu sinni í starfinu. Stefán tók við stöðu yfirflugvélstjóra í júní 1995. Þrátt fyrir miklar annir í starfi tók Stefán mikinn þátt í félags- starfsemi flugliða í Lúxemborg og sat í stjórn flugmannafélagsins frá 1988 til 1995. Hann hugsaði sér- staklega um málefni flugvélstjóra og korn þar ýmsum umbótum til leiðar. Á þessum árum sótti hann þing alþjóða samtaka flugvélstjóra og var þar vel kynntur og virtur. Flug, flugrekstur og starfið áttu hug Stefáns allan og var hann óþreytandi í að fylgjast með fram- förum og breytingum á þessum sviðum. Þrátt fyrir vitneskju um erfið veikindi Stefáns var það mikið áfall að frétta um andlát hans. Hann var staðráðinn í að sigrast á sjúk- dómi sínum eins og hann hafði ávallt sigrast á öðrum vandamálum í gegnum lífið. Minningin um góð- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.' Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@eentrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinu- bil og hæfilega línuleng - eða 2.200 slög. Hðfundar eru beðnir að háfa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. an dreng mun búa með okkur um langa tíð. Fyrir hönd allra samstarfsfélaga Stef- áns votta ég Grétu, Davíð, Stefáni og Gunnari okkar dýpstu samúð. Bjarni Þór Guð- mundsson, formað- ur Flugmannafé lags Lúxemborgar. Þær sorglegu fréttir bárust mér sunnudag- inn 15. september að vinur minn og félagi Stefán R. Gunnarsson væri látinn. Þessi frétt fékk mikið á mig þar sem ég var farinn að gera mér góðar vonir um að Stefán mundi ná að yfirstíga sjúkdóminn sem hann hafði barist við mjög hetjulega og stöðugt í nær sex mánuði. Það sem hafði gert mig og marga aðra svo von- góða um bata hans var jákvætt hugarfar Stefáns og æðruleysi gagnvart hinni miklu ógn sjúk- dómsins sem hrjáði hann. Jákvætt hugarfar var eðli Stefáns og kom það vel í ljós í starfí hans þar sem hann naut virðingar sem kennarij tækjamaður og yfirflugvélstjóri. I starfi var hann nákvæmur og gæddur ómældum áhuga á sinni starfgrein og átti ennfremur auð- velt með að ná til annarra þar sem hann var bæði félagslyndur og gefandi. Að vinna með Stefáni var þar af leiðandi létt og skemmtilegt. Hann hóf störf hjá Cargolux snemma ársins 1972 sem flugvél- stjóri rúmu ári eftir stofnun félags- ins, en þar kynntist ég Stefáni fyrst og ég á margar góðar minn- ingar frá samvinnu okkar og sam- skiptum síðan. Einnig kynntist ég Grétu konu Stefáns og síðar sonum hans þremur. Ég man alltaf hvað þau voru vel samstillt fjölskylda. Auðheyrt var á tali Stefáns að hann var mikill fjölskyldumaður og mat vel sína traustu fjölskyldu sem stóð alltaf saman og var til fyrirmyndar. Áhugi Stefáns á flugi var vel yfir meðallagi og sagði hann mér frá því að þegar hann ólst upp norður í Skagafirði, hafi áhugi hans kviknað sem leiddi til þess að hann varð virkur félagi í Svifflugfélaginu á Sauðárkróki og endurbyggði meðal annars gamla þýska svifflugu sem hann flaug ásamt félögum fyrir norðan. Seinna lærði hann flugvirkjun í Bandaríkjunum og gerði flugið að ævistarfi. Þrátt fyrir að tuttugu og fjögur ár hafi liðið ótrúlega skjótt, þegar litið er um öxl getur maður stund- um séð breytingar sem verða með tímanum bæði á mönnum sem öðru, þá sér maður einnig að mis- munur er á milli manna og sumir breytast minna en aðrir. Þegar ég horfi á breytingar Stefáns með árunum verð ég að segja að hann var einn þeirra manna sem náð hafa miklum árangri jafnt og þétt þrátt fyrir að stundum hafi blásið á móti. Man ég sérstaklega hvað dótturmissirinn var honum þung- bær fyrst þegar ég kynntist honum en síðar hvernig hann komst yfír hann sem og aðrar hindranir sem á hans vegi urðu og jók sífellt virð- ingu sína og félagsþroska. Stefán varð alltaf virkari í starfi sem fé- lagsmálum og sat meðal annars í stjórn Flugmannafélags Luxem- borgar ásamt því að vera tilbúinn hvenær sem var í öðrum félagsmál- um. Ég og aðrir félagar og vinir í Luxemborg eigum eftir að sakna Stefáns um langa hríð. Við biðjum guð um að blessa og geyma þenn- an góða dreng og vernda fjölskyldu hans og veita henni styrk til að takast á við framtíðina í hans góðu minningu. Eyjólfur Ö. Hauksson, Luxemborg. Það hendir tíðum íslending úti í löndum um óttuskeið, er tindrar af heitu myrkri, að svefn hans er rofinn svðlum, skínandi væng, sólhvítu bliki, sem lýstur hans skynjun og fyllir allt andrúmið sævarseltu og heiðablæ. Því þessa nótt hefur norðrið andvökubjarta í nakinni vordýrð lagt að útlagans hjarta sitt land, sín fanngnæfu háfjöll og himinsæ. Þá skilst þér hve fánýt var leit þín í aðrar álfur. Frá árdegi tímans er von þín og hamingja bundin því landi, sem til þín er komið um kynjaveg og knýr þig upprunans röddu heim á þær slóðir, sem bjuggu ætt þinni athvarf við fjall og sjó. Þar hófust þín augu til himins í fyrsta sinni, og hvort hefur nokkrum lagzt tignari ættjörð á minni en sú, er þér ungum við undrun og barnsgleði hló? „Svo vitjar þín ísland" heitir þetta fallega ljóð eftir Tómas Guð- mundsson. Og fá ljóð eiga betur við þegar við Islendingar í Lúxem- borg kveðjum traustan vin og fé- laga okkar Stefán Gunnarsson. Sumir hafa þann eiginleika að fúslega hjálpa til og af einlægni veita af sjálfum sér, - án þess að heimta í staðinn; að geta miðlað af þekkingu sinni og reynslu, - án þess að stæra sig af stórverk- um; að vera þátttakandi af áhuga, hógværð og látleysi. Þannig var Stefán Gunnarsson. Hann var með meðal fyrstu ís- lendinganna sem komu til Lúxem- borgar til að vinna fyrir Loftleiðir, og síðar Cargolux. Það var árið 1971. Þeir sem á eftir komu nutu vel reynslu þeirra hjóna og fróð- leiks. Stefán - Stebbi Gunn eins og hann var kallaður, lét sér ekki allt fyrir bjósti brenna. Kraftmikill og ákveðinn á sinn máta kom hann hlutum í verk, vöflulaust. Grunnt var á kímni og gamansemi hvernig sem svo á stóð og stutt var í bros- ið þrátt fyrir feimnina. Og stoð og stytta var hann ís- lendingafélaginu. Vann fyrir félag- t Elskulegur eiginmaður minn, JÓHANN Þ. KRÖYER, sem lést 19. september, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á elliheimilissjóð kvenfélagsins Fram- tíðarinnar á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Kröyer. LAUGAVEGS APÓTEK Laugavegi 16 HOLTS APÓTEK Álfheimum 74 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugavegs Apótek Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- hlaöborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÖTEL LOFTLEItíl! ið þegar þess var þörf enda var ekkert sjálfsagðara í hans huga en að leggja sitt af mörkum; hann vissi að átthagafélag eins og ís- lendingafélagið okkar hér í Lúxem- borg getur aldrei orðið sterkara en veikasti hlekkur þess. Hann vissi hvað starfið var mikilvægt og hann og Gréta hafa verið dygg- ustu þátttakendur í því frá upphafi. En dvölin var allt of stutt þó að afraksturinn hafí verið mikill. Stebbi sagði í sumar áð það sem sér þætti leiðinlegast við að þurfa að fara í lyfjameðferð væri inniver- an. Vildi hann þá frekar skemmti- lega gönguferð, þætti honum betra að ganga um gróðri vaxna Lúxem- borg eða fallegan Skagafjörðinn. En nú hefur hann Stebbi félagi okkar lokið sinni síðustu flugferð og kveður hinsta sinni á jarðríki, flýgur á vit forfeðra og gamalla vina, á vit litlu dóttur sinnar sem ekki fékk lifuð nema árin þrjú og tekur núna á móti pabba sínum opnum örmum. Hjartans þakkir fyrir samver- una. F.h. Félags íslendinga í Lúxem- borg, Hermann B. Reynisson. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR GUÐJÓN ÁRSÆLSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. september kl. 13.30. Brynjólfur Þór Brynjólfsson, Guðrún Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Guðjón Brynjólfsson, Ragnheiður iónsdóttir, Jón Ágúst Brynjólfsson, Ragnar Þór Magnússon. t PÉTUR I. GUÐJÓNSSON bifvélavirki, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 27. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Sigrún Clausen, Arnór Pétursson, Áslaug Magnúsdóttir, Guðfinna Pétursdóttir, Smári Vilhjálmsson, Guðjón Pétursson, María Sigurbjörnsdóttir, Arinbjörn Pétursson, Jóhanna Jónasdóttir, Þorsteinn Pétursson, Gerða Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug, vináttu og samúð við jarðvistarlok eigin- manns míns og fósturföður, SKAFTA BENEDIKTSSONAR bónda, Hraunkoti íLóni. Sigurlaug Arnadóttir, Friðrik Friðriksson. t Þökkum innilega ausýnda samúð og hluttekningu vegna andláts EINARS VALS KRISTJÁNSSONAR yfirkennara, Fjarðarstræti 9, ísafirði. Gréta Sturludóttir, Eyþór Kr. Einarsson, Ásgerður Gísladóttir, Sigríður Einarsdóttir, Atli S. Einarsson, Audunn Einarsson, Kristján Þ. Einarsson, Oli Páll Engilbertsson, Ingunn Heígadóttir, Guðrún Anna Valgeirsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.