Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 37 ALDARMINNING HELGI TÓMASSON MIÐVIKUDAGINN 25. september 1996 verða liðin 100 ár frá fæðingu dr. Helga Tómassonar, yfirlæknis og skátahöfðingja. Hann kynntist skátahreyfingunni ungur af lestri erlendra blaða og gerðist félagi í fyrsta skátaflokki sem starfaði hér- lendis haustið 1911. Helgi Tómas- son var sömuleiðis einn stofnenda Skátafélags Reykjavíkur árið 1912, en félagið var stofnað í húsakynn- um Menntaskólans í Reykjavík, og nýyrðið skáti, sem Pálmi Pálmason íslenskukennari í menntaskólanum smíðaði, sá dagsins ljós. Helgi Tóm- asson tók við embætti skátahöfð- ingja er fyrsti skátahöfðinginn Axel V. Tuliníus lést. Kom hann til starfa á ný í skátahreyfingunni í marsmánuði árið 1938. Fyrsta baráttumál hans innan skátahreyf- ingarinnar var að skátahreyfingin fengi góða aðstöðu fyrir skátaskóla og miðstöð skátastarfs og beindust sjónir hans þá þegar að Úlfljóts- vatni í Grafningi en þar fengu skát- ar afnot af landi frá árinu 1941. Ulfljótsvatn hefur síðan verið mið- stöð foringjanámskeiða, sumar- starfs fyrir börn og skátamóta. Helgi Tómasson átti einnig drjúgan þátt I því að skátafélögin í Reykja- vík fengu til afnota árið 1946, her- skála sem stóðu við Snorrabraut. Var þar Skátaheimilið í Reykjavík sannkölluð félagsmiðstöð íslenskr- ar æsku um tveggja áratuga skeið. Helgi Tómasson bryddaði upp á mörgum nýjungum í skátastarfi undir forystu hans efldist þjálfun og kennsla skátaforingja, blaða- og bókaútgáf a blómstraði og skáta- mót fengu á sig glæsilegri svip. Á styrjaldarárunum síðari voru stofn- uð hér á landi fyrstu sameiginleg skátafélög pilta og stúlkna í heim- inum og það var heimsviðburður í heimi skáta er kvenskátafélög gengu í Bandalag íslenskra skáta árið 1944 og voru síðan í einum samtökum. Arið 1948 var svo hald- ið hérlendis fyrsta sameiginlega landsmót skáta sem sótt var bæði af piltum og stúlkum og þótti afar nýstárlegt á þeim árum. Dr. Helgi Tómasson var mikil- virkur vísindamaður sem lét til sín taka á mörgum sviðum. Hann var þó sérstaklega áhugasamur um uppeldismál. Hann taldi uppeld- isaðferð Baden-Powells, þá aðferð að láta fólk læra af verkunum sjálf- um, þar sem hugur og hönd áttu samleið, afar mikilvæga. Hann var og einn forystumanna í skóg- ræktarstarfi og sat í stjórn Skóg- Helgi Tómasson skátahöfðingi með erlendum gesti á Lands- móti skáta 1938. ræktarfélags Reykjavíkur og var í forystu margra annarra félaga. Helgi Tómasson var léttur í spori, framkvæmdasamur og glöggskyggn á mál og framsýnn. Hann hafði þann hæfileika að vera ávallt til reiðu væri til hans leitað, eins og hann hefði feikinógan tíma, þótt skyldan kallaði víða. Helgi Tómasson var nýorðinn skátahöfð- ingi árið 1938 er Robert Baden- Powell, stofnandi skátahreyfingar- innar, heimsótti ísland ásamt konu sinni, Olave Baden-Powell. Hún kom í annað sinn til íslands árið 1956 og ritaði Helga Tómassyni þakkarbréf er heim kom. Þar kem- ur vel fram það álit hennar að fáir hafi haft jafn djúpan skilning á eðli og gagni þeirrar uppeldishreyf- ingar sem skátahreyfingin er og dr. Helgi Tómasson. Hann lést 2. ágúst 1958. Stjórn Bandalags íslenskra skáta vill minnast dr. Helga Tómassonar með stuttri athöfn er blómsveigur verður lagður á leiði hans í þakk- lætis- og virðingarskyni. Athöfnin fer fram miðvikudaginn 25. sept- ember, kl. 17.15 í Fossvogskirkju- garði. Eru skátar hvattir til að vera viðstaddir athöfnina. Olafur Asgeirsson skátahöfðingi. Nýfrímerki 17. september 1996 FRIMERKI Dagur frímerkisins 9.0KTÓBERNK. EFTIR nær þriggja mánaða hlé gaf íslenzka póststjórnin út tvö ný frímerki 17. sept. sL, til þess að minn- ast tveggja merkra atburða í þjóðlífi Islendinga. IIIHIimlMIIIW 15JAND ^ 65«> tUliiiMMIIÉliÉIÉUÉMIMUI Á öðru frímerkinu, að verðgildi 65 kr., er þess minnzt, að nú eru hundr- að ár liðin, síðan fjórar St. Jósefssyst- ur komu hingað til lands til hjálpar- starfa. Um leið gerðust þær frum- kvöðlar í heilsugæzlu og skólastarfi á Islandi. Sá mæti maður, sr. Jón Sveinsson, Nonni, átti hlut að því, að þær settust hér að. í framhaldi af því tók svo St. Jósefsspítali í Landakoti til starfa árið 1902, fyrsta sjúkrahús með nútímasniði hérlendis. Er óþarfi að rekja nánar sögu þessa spítala og hið gagnmerka starf St. Jósefssystra allt fram að því, að rík- ið keypti hann árið 1976. Hitt frímerkið, 150 kr. að verð- gildi, kemur út á 150 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavík, eða Lærða skólans, eins og hann var nefndur fram yfir síðustu aldamót. Var skólinn vígður 1. okt. 1846 í nýreistu húsi, sem enn stendur aust- an Lækjargötu og neðst í Þingholtun- um og setur mikinn svip á umhverfí gamla bæjarins. Raunar er þessi menntastofnun miklu eldri en þetta. Má með fullum rétti rekja sögu henn- ar allt til stólskólanna í Skálholti og á Hólum, því að Hólavallaskóli tók við af þeim eftir flutning biskupsstól- anna til Reykjavíkur um aldamótin 1800. Sá skóli var svo fluttur að Bessastöðum 1805 og síðan aftur til Reykjavíkur 1846. Hið reisulega hús Menntaskólans hýsti Alþingi Islend- inga allt frá endurreisn þess 1845 til ársins 1879. Var það haldið í há- tíðasal skólans, og þar sat Jón Sig- urðsson alla sína alþingisfundi. Þá var í því húsi haldinn Þjóðfundurinn 1851. Hönnun fyrra merkisins var í höndum Sigríðar Bogadóttur eftir gamalli ljósmynd úr sjúkrastofu í Landakotsspítala. Tryggvi Tryggva- son hannaði síðara merkið eftir ljós- mynd af skólanum. Frímerkin voru offset-prentuð, annars vegar í Hol- landi hjá Joh. Enschedé en Zonen og hins vegar hjá Norges Bank Sedd- eltrykkeri. Dagur frímerkisins 1996 Sú venja er orðin föst, að Póstur og sími gefur út smáörk á Degi frí- NY FRIMERKI17. september. !\íORDIAS% 90 «: 45ao • HB:L. ¦ — -*3MMHh^El ¦ ^H ¦*-*.¦¦:.¦¦¦¦" ¦*."¦-. 65o»; IÍSLAND ÍSLAND ÍSLAND r- Gooafbss SMÁÖRK á Degi frímerkisins. *mwwwwwv«v tftAND IIIIIIIIIU ÓLYMPÍUFRÍMERKI, sem út komu í júní sl. merkisins, sem er 9. október. í fyrra kom út örk með myndum af þeim kunnu Hraunfossum í Borgarfirði. Að þessu sinni hefur Goðafoss orðið fyrir valinu. Má því gera ráð fyrir, að á næstu árum á Degi frímerkisins birtist myndir af öðrum þekktum fossum landsins. Af mörgu skemmti- legu er líka að taka. Um myndefnið segir m. a. svo í tilkynningu póststjórnarinnar: „Goðafoss í Skjálfandafljóti hefur löngum verið talinn með fegurstu fossum á íslandi. ... Fljótið hefur grafið næstum þriggja kílómetra langt gljúfur inn í hraunið við Goða- piifiA/ /r 9LÝSINGAR KENNSLA Myndlistarskóli Kópavogs Innritun á haustnámskeið stendur yfir. Skrifstofutími kl. 17-19 alla virka daga. Nýjung: Hugmyndavinna. Kennari Tumi Magnússon. Höfuð- og andlitsteiknun: Kennari Guðrún Sigurðardóttir. FUNDIR - MANNFAGNABUR Veiðiréttareigendur - áhugamenn um veiði 50 ára afmælisráðstefna Veiðimálastofnunar hefst kl. 9.00 árdegis, fimmtudaginn 26. september í Funda- og ráðstefnusölum ríkis-stofnana, Borgartúni 6. Allir velkomnir. Veiðimálastofnun. Atvinnuflugmannsnám við Flugskóla íslands 1997 Inntökupróf fyrir væntanlega þátttakendur verða haldin í skólanum á Reykjavíkurflug-velli laugardaginn 7. desember 1996. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans. Upplýsingar í síma 569 4208. Skólastjóri. Kanada og Grænland í Norræna húsinu í kvöld 25. sept. kl. 20.30. Einar Bragi, rithöfundur, les úr þýðingum sínum á bókmenntum grl. Inúíta. Síðan fjallar Sigfús Jónsson, landfr. og leiðsögumaður í Kanada, um Nýfundnaland og Labrador. Kaffiterían verður opin í hléi. Grl.-ísl. félagið KALAK, Vináttufélag íslands og Kanada. foss og hefur hann því færst upp eftir fljótinu um 27 cm á ári að meðaltali." Svo vel vill til, að myndin af Goða- fossi býður á skemmtilegan hátt upp á að skipta henni niður á þrjú fossa- frímerki, enda þótt fossbunan á þriðja merkinu sé ekki rismikil. Verðgildi merkjanna er þetta: 90 kr., 45 kr. og 65 kr. Ekki veit ég, hvað hefur ráðið þessari niðurröðun, en miðað við þau burðargjöld, sem nú gilda, fer vel á myndefni 45 kr. merkisins, því að það berst með al- mennum pósti bæði til Norðurlanda og annarra Evrópulanda. Aftur á móti hefði verið meira auglýsinga- gildi gagnvart erlendum ferðamönn- um að velja myndefni 90 kr. merkis- ins á 65 kr. merkið, þar sem það frímerki berst með almennum pósti til fjarlægari landa en hitt, að ég hygg- Verðgildi arkarinnar er 300 krón- ur, en til burðargjalds 200 krónur. Mismunurinn, 100 krónur, rennur til NORDIU-sýningarinnar, sem haldin verður á Kjarvalsstöðum seint í október. Orkin í fyrra var einnig tileinkuð NORDIU 96, en þá var yfirverðið 40 krónur. Á þennan hátt* lendir ekki svo lítill kostnaður við sýningarhaldið á sjálfum frímerkja- söfnurunum. Það eru einmitt fyrst og fremst þeir, sem kaupa þessar NORDIU-smáarkir með yfirverði. Almennir póstnotendur hér á landi hafa aldrei komizt upp á lag með að nota frímerki með yfirverði. Samt eru þau mun betri safngripir en venjuleg frímerki og þá ekki sízt á heilum umslögum. Þetta ættu þeir að hafa í huga, sem vilja sérstaklega gleðja safnara með bréfum sínum. Leiðrétting Þau mistök urðu við úrvinnslu síð- asta frímerkjaþáttar, að tvö frímerki úr Olympíuseríu póststjórnarinnar, 5 kr. og 65 kr., urðu viðskila við þátt- inn. Því eru myndir þeirra birtar að þessu sinni. Eru lesendur þáttarins beðnir afsökunar á þessu óhappi. Jón Aðalsteinn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.