Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 39
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 39 i 1 € 4 < 4 4 4 1 4 Enn sýndi Þröst- ur vígtennurnar Jerevan. Morgunblaðið. ÞAÐ ríkti víða mikil taugaspenna í Jerevan í gær þegar þar var tefld áttunda umferð Olympíuskákmóts- ins. íslendingar tefldu við Rúmena og er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í þeirri viðureign. Jóhann Hjartarson tefldi með svörtu gegn Marin, stórmeistara, sem íslenskir skákmenn kannast vel við, og hratt Jóhann snaggaralega öllum sóknart- ilburðum Marins. Þegar Jóhann hót- aði sjálfur að taka frumkvæðið taldi Marin öruggast að taka jafntefli með þráskák. A öðru borði hafði Hannes Hlífar svart gegn mjög sterkum al- þjóðameistara að nafni Ionescu og tefldi Hannes stíft til sigurs í skák- inni. Ionescu gaf sig hvergi en að lokum hafði Hannes sigur í vel út- færðri baráttuskák. Þetta var hins vegar ekki dagur Helga Ólafssonar á þriðja borði. Hann virtist hafa hrakið sóknarað- gerðir stórmeistarans Nevednitchtys vel og skörulega og í þann veginn að hefj'a sínar eigin þegar hann lék illa af sér og tapaði. Sögulegasta viðureignin var á fjórða borði þar sem Þröstur Þórhallsson tefldi gegn ungum og stigaháum alþjóðameist- ara að nafni Nisipeanu. Þröstur hafði hvítt en náði engu út úr byrjuninni, enda tefidi Nisipeanu af mikilli var- kárni. Þar kollkeyrði Þröstur sig í vinningstilraunum, og virtist kominn með gjörsamlega tapað endatafl; flestir álitu einungis formsatriði fyr- ir Rúmenann að innbyrða vinning- inn. En Þröstur sýndi nú þann bar- áttuanda og hörku sem hann er frægur fyrir og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að ná þráskák, ennþá í gjörtapaðri stöðu. Glæsilegur árangur hjá Þresti sem hefur sett mikinn svip á íslenska liðið hér í Jerevan með baráttugleði sinni. Eða eins og Jóhann Hjartarson hefur sagt um Þröst í tilefni af frammi- stöðu hans hér í Jerevan: „Þröstur er kein blauwasser!" En ekki ríkti einungis spenna á skákborðunum sjálfum, heldur líka á göngum íþrótta- og menningar- hallarinnar, þar sem Ólympíuskák- mótið er haldið. Hingað streyma nú fulltrúar á aðalþing FIDE og þeir sem í framboði verða til forseta og stjórnar reyna að sjálfsögðu að kynna sig og sína. Og eins og allir vita eru ekki allir FIDE-stjórnendur vandir að meðulum og sögur um að fulltrúar séu hreinlega keyptir til að styðja ákveðna frambjóðendur eru slíkum rökum reistar að óþarfi er að hafa mikinn fyrirvara þar á. Menn Iljumsjinovs, núverandi for- seta, róa nú að því öllum árum að fá fulltrúa einstakra skáksambanda til þess að styðja þá tillögu að hann fái að vera í framboði til forseta á ný. Og þar eru engin meðul spöruð og löngu vitað að miklir peningar skipta um eigendur. Sumir fulltrúar ætlast greinilega til þess að geta gengið á milli frambjóðenda og reynt að spengja upp mútugreiðslurnar. Einari S. boðið atkvæði Einar S. Einarsson er sem kunn- ugt er í kjöri til staðgengils forseta og bindur trúss sitt við Brasilíu- manninn Jaime Sunye Netos. „Mér var boðið eitt atkvæði í dag," sagði Einar, „á eitt þúsund dollara. Ég kaus að láta eins og þetta væri grín, en vera má að svo hafi alls ekki verið. Það eina sem ég kvaðst geta lofað var að styðja skákmóta- hald í landi viðkomandi fulltrúa. En það höfum við Sunye Neto á stefnu- skránni hvort sem er, svo við þurfum ekki að leggja í mikinn kostnað fyr- ir þetta blessað atkvæði." Rússar eru sem fyrr efstir og hafa 23,5 vinninga, en næstir koma, með 21 vinning, Spánverjar og Búlg- arar, sem unnu Usbeka 3-1. FRETTIR Snyrtileg sigur- skák Helga SKAK Armcníu, Jcravan ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ MARGEIR Pétursson gerði jafntefli við langsterkasta skákmann Kanada- manna í fyrradag, stórmeistarann Kevin Spraggett, en Hannes Hlífar, Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhalls- son unnu sínar skákir örugglega. Við skulum nú sjá snyrtilegan sig- ur Helga í keppninni við Kanada- menn. Hvítt: Ron Liyshits Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 b5!? Helgi velur óvenjulegt framhald, en oftast er leikið hér 5. - Bb4+ 6. Bd2 - Be7 7. Bg2 - Bb7 o.s.frv. 6. cxb5 - Bxb5 7. Bg2 - Bb4+ 8. Bd2 - a5 9. 0-0 - Bc6 10. Rc3 - 0-0 11. Dc2 - Dc8 12. Re5 - Ónnur leið er hér 12. Bg5 - Bxc3 13. Dxc3 - Re4 14. Dc2 - Bd5 15. Bf4 - Rc6 16. Re5 - Rb4 17. Dcl - d6 18. Rc4 - f5 19. f3 - Rf6 og upp kemur vandmetin staða. 12. - Bxg2 13. Kxg2 - c5!? Venjulega áætlunin í þessari stöðu er 13. - Db7+ 14. f3 - Rc6 15. Rxc6 - Dxc6 16. Hacl - Db7 17. Ra4 - Rd5, en í þeirri stöðu getur svartur lent í vandræðum á c-lín- unni. Leikur Helga virðist betri, því að hann bregst strax við fyrrnefnd- um vanda. 14. Dd3?! - Eftir þennan leik lendir hvíta drottn- ingin á hrakhólum. Betra virðist að leika 14. dxc5 - Dxc5 15. Rd3 - Dc6+ 16. Kgl Be7 17. Db2 ásamt 18. Hfcl með nokkuð jöfnu tafli 14.- cxd4 15. Dxd4 - d6! 16. Rc4 - Rc6 17. Df4 - e5! 18. Dh4 - Db7+ 19. e4 - Had8 20. Hadl - Re7 21. f3 - h6 22. Dh3 - d5! Nú opnast staðan svarti í hag, sér- staklega vegna þess, að sterkasti maður hvíts, drottningin, er ekki með í spilinu. 23. Rxd5 - Rxd5 24. exd5 - Hxd5 25. Bxb4 - axb4 26. Hfel - Ha8 27. Hxd5 - Dxd5 28. He2 - Rc6 29. Dg4 - Loksins sleppur hvíta drottningin úr útlegðinni. 29. - Rd4 30. Hd2 - f5! 31. Dxf5? - Kanadamaðurinn telur Helga hafa leikið af sér, en annað kemur í Ijós. Eftir 31. Dh5 - e4 32. Rb6 - exf3+ 33. Kh3 (33. Kf2 - Dc5 34. Rxa8 - Rxb3+ og svartur vinnur) 33. - De4! 34. Hxd4 (34. Rxa8 - Re2! 35. Hdl - f2 og svartur vinnur) 34. Rxa8 - Dg4+! 35. Dxg4 - fxg4+ 36. Kxg4 - f2 og svatur vekur upp nýja drottningu og vinnur. 31. - Dxc4 32. Dxe5 - Rc6! Þennan leik hafði hvítur ekki séð fyrir. Svartur vinnur mann og skák- ina. 33. Dc7 - Dc3 og hvítur gafst upp. Bragi Kristjánsson Samþykkt aðalfundar FEIF um kynbótadóma Islenski stigunar- kvarðinn notaður SAMÞYKKT var á aðalfundi FEIF, Alþjóðasambandi eigenda íslenskra hesta, sem haldinn var í Dusseldorf á laugardag að farið skuli eftir ís- lenska stigunarkvarðanum við dóma á íslenskum kynbótahrossum á alþjóðlegum vettvangi. Var tillaga þess efnis samþykkt með megin þorra atkvæða gegn atkvæðum Þjóðverja og Austurríkismanna. Fundinn sátu af íslands hálfu Guðmundur Jónsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, og Kristinn Hugason, hrossa- ræktarráðunautur. Sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið að þessi samþykkt væri mjög ánægjuleg en í henni fælist góð viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið hér á landi á síðustu árum. Eftir sem áður geta aðildarlönd FEIF ákveðið hvert fyrir sig vægi hvers dómsatr- iðis þótt íslenski dómskalinn verði notaður sem undirstaða einkunna- gjafar. Nýtt fyrirkomulag dóma Þá sagði Kristinn að samþykkt hefði verið með svipuðum meiri- hluta að taka upp íslensku fótabún- aðarreglurnar. Þó með þeirri undan- tekningu að strangar er tekið á hámarkslengd hófa í FEIF-reglun- um. Hér á landi er hámarkslengd 105 millimetrar en aðeins 95 ytra. Kristinn kvaðst þess fullviss að þessu yrði breytt hérlendis til sam- ræmis við FEIF-reglurnar. Einnig var samþykkt að taka upp starfsfyrirkomulag við dóm- störf sem Kristinn hafði lagt til að yrði tekið upp hérlendis í vor þar sem dómarar gefa hver sína einkunn en hafa samráð sín á milli ef munur er á einkunnum. Ef ekki næst samstaða um eina einkunn er reiknað meðaltal dómaranna þriggja látið gilda. Þá fellst í sam- þykktinni að einungis þrír dómarar muni dæma í stað fimm eins og verið hefur erlendis. Fram kom til- laga um að aðskilja dómara alger- lega eins og gert var við dóma á íslandi í sumar en henni vísað frá. Af öðrum samþykktum má nefna nýjar heildarreglur um unglinga- keppni. Morgunblaðið/Kristinn 650.000 til krabbameins- sjúkra barna ÁRNI Samúelsson, cigaudi SAM- bíóanna, afhenti Þorsteini Ólafs- syni á föstudag 650.000 króna framlag til styrktar krabbameins- sjúkuin börnum. SAM-bíóin og Islenska miðlasambandið stóðu fyrir forsýningu á kvikmyndinni Fyrirbærinu með John Travolta í aðalhlutverki og rann ágóði sýn- ingarinnar til styrktar börnunum. Nokkrir miðlar voru með skyggnilýsingar á undan mynd- inni og var uppselt á sýninguna. Helgarpósturinn kemur út á morgun PRENTSMIÐJAN Oddi er núver- andi eigandi Helgarpóstsins en blaðið hefur verið auglýst til sölu. í samtali við Morgunblaðið sagðist Þorgeir Pálsson, forstjóri Odda vona að skammur tími muni líða þar til nýjir eigendur taki við rekstri blaðsins. „Við yfirtókum þær eignir sem við áttum veð í, meðal annars útgáfurétt og áskrifendalista, " sagði Þorgeir. Ekki gengið formlega frá ráðningum Ekki hefur verið formlega frá- gengið, hverjir munu gegna störf- um ritstjóra og framkvæmdastjóra, að sögn Þorgeirs. „Blaðið kemur út næstkomandi fimmtudag, Arnar Knútsson hefur verið skipaður full- trúi nýrra eigenda og Guðrún Krist- jánsdóttir, blaðamaður Helgar- póstsins mun ritstýra næsta blaði." Hafnar- ganga í Sandgerði HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur, í miðvikudagskvöldgöngu sinni 25. september, fyrir hafnar- göngu í Sandgerði. Farið verður frá Hafnarhúsinu í Reykjavík kl. 20 með rútu. Gönguferðin hefst kl. 21 við Fræðasetrið í Sandgerði. Þaðan verður farið í fylgd heimamanna með ströndinni suður í Bæjarskers- vör við Kirkjuklett og síðan inn Löndin að Efra-Sandgerði og Bakkahúsinu. Áætlað er að koma til Reykjavíkur um miðnætti. Annar valkostur er að ganga frá Hafnarhúsinu kl. 20 með strönd- inni vestur að Gróttu og ganga til baka eða fara með SVR. Allir vel- komnir. LEIÐRETT Myndir víxluðust ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að myndir sem fylgdu grein um framkvæmdir við nýju fiski- mjölsverksmiðju Haraldar Böð- varssonar hf. á Akranesi víxluð- ust. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Sjúkrahús Patreksfjarðar RANGLEGA var farið með tölur í frétt Morgunblaðsins fyrr í þess- um mánuði um áætlaðan halla á rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar á síðasta ári. Fullyrt var að í skýrslu Sigfúsar Jónssonar rekstrarráðgjafa kæmi fram að hallinn væri áætlaður 13 milljón- ir. Hið rétta er að í skýrslunni er halli á síðasta ári áætlaður 7 milljónir króna. Hins vegar var með tillögum Sigfúsar stefnt að allt að 13 milljón króna sparnaði. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fyrirlestur á rússnesku FYRIRLESTUR, sem fluttur verð- ur af Oleg Nikiforov í hátíðarsal HÍ og sagt var frá í blaðinu í gær, verður fluttur á rússnesku en ekki ensku eins og kom fram og er beðist velvirðingar á mis- tökunum. Rétt er þó að Arnór Hannibalsson, prófessor, túlki efni fyrirlestursins á íslensku. Hjúpuð fegurð ÞAU mistök urðu í greininni „Bikini fyrr og nú" í Morgunblaðinu síðastlið- inn laugardag að rangt var farið með kvæði Hannesar Hafstein, „Hjúpuð fegurð". Réttervísan svona: Fegurð hrífur hugann meira' ef hjúpuð er svo andann gruni ennþá fleira' en augað sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.