Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS VELTIBÍLLINN var óspart reyndur. Það var góð tilfinning að hafa beltið spennt þegar bíllinn var kominn á hvolf. Hvers vegna ekki að brosa í umferðinni? Frá Einari Guðmundssyni: KÆRU ungu ökumenn, Við erum hópur sem sótti námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum nú fyrr í september. Á þessu námskeiði fórum við vel í gegnum þá þætti sem ungt fólk er oft að lenda í vandræð- um með í umferðinni. Mörg okkar hafa sjálf slæma reynslu eftir um- ferðaróhapp. Við höfum verið að skoða nokkur atriði sem við viljum miðla ykkur af. 1. Forgangur í umferð Nokkur okkar lentu í árekstri á gatnamótum og forgangur var ekki virtur. Ýmsar ástæður lágu því að baki og nefnum við nokkrar þeirra: 1. Of mikill hraði. Með þvi að aka alltaf á löglegum hraða og draga úr honum þegar kemur að gatnamótum getum við frekar brugðist rétt við. 2. Umferðarmerki ekki virt. Þau segja okkur oft hver eigi forgang. 3. Ljósin ekki ávallt kveikt í akstri. Hvernig eigum við að geta forðast ljóslausan bíl í slæmu skyggni eða jafnvel í myrkri? 4. Hægri reglan ekki virt. Ef ekk- ert umferðarmerki segir til um for- gang gildir hægri reglan. Hún gildir víðar en okkur grunar. 5. Staða umferðarljósa ekki virt. Munum að aka strax af stað þegar grænt ljós kviknar en að sama skapi stöðva þegar gula ljósið kviknar. Reynum ekki að aka yfir á gulu eða rauðu ljósi. Við höfum slæma reynslu af því og viljum ekki að hún hendi ykkur. 6. Tillit ekki tekið til gangandi vegfarenda. Þeir eiga sinn forgang á gatnamótum. Við erum sérstak- lega að ógna þeim ef við tökum beygju á gatnamótum án þess að athuga hvort gangandi fólk sé líka á ferðinni. 2. Bakkaðá Við vorum nokkur sem lentu í þeirri reynslu að bakka á annan bíl. Við höfum velt því fyrir okkur hvers vegna og erum hér með nokkur ráð sem dregið geta úr þessari hættu. Við vitum að þessi óhöpp eru algeng- ustu óhöppin meðal ökumanna í dag. 1. Hafa spegla vel stillta. Þannig sjáum við best hvað er fyrir aftan okkur. 2. Líta vel aftur fyrir sig og til hliðar. Þó speglarnir séu góðir sýna þeir ekki allt. 3. Athuga vel aðra umferð sé verið að bakka við götu. 4. Hafa öll ljós, þar á meðal bakk- ljós, í lagi. Á þann hátt sjá aðrir betur að við erum að bakka. 5. Bakka frekar hægar, því að þá lætur bíllinn betur að stjórn. 6. Hafa allar rúður og spegla hreina, enga móðu, snjó eða skít á rúðum. Slíkt dregur úr útsýni okkar. 3. Akreinaskipti Akreinaskipti geta stundum reynst erfíð og hluti hópsins fékk að kynnast því að það getur valdið óhappi. Því leggjum við til þegar skipt er um akrein: 1. Að nota stefnuljósin alltaf. 2. Líta alltaf tvisvar aftur fyrir sig í aftur- og hliðarspegla. 3. Hafa nóg bil á milli bíla. Slíkt liðkar fyrir akreinaskiptum. 4. Hafa athyglina í lagi. Ef við erum að gera eitthvað annað um leið og við ökum er meiri hætta á mistökum. 5. Aka ekki yfir hámarkshraða. Sá sem skiptir um akrein getur átt erfitt með að meta hraða á annarri akrein ef ekið er langt yfir hámarks- hraða. Að lokum viljum við minna ykk- ur, góðu ökumenn, á að í akstri er skilyrði að hafa bílpróf því annars erum við ótryggð og við hvetjum ykkur öll til að brosa í umferðinni. Eitt bros sendir svo jákvæð skilaboð til annarra í umferðinni. EINAR GUÐMUNDSSON, fræðslustjóri Sjóvár-Almennra. Vinningar í HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings i Ht’ilí potturinn 24. sept. '96 | kom d miða nr. 11896 £ s Spádómar biblíunnar Opinberunarbókin Enn eitt námskeiðið um hrífandi spádóma Bilíunnar hefst á Hótel íslandi, Norðursal, 30. september kl. 20 og verður námskeiðið á mánudögum og fimmtudögum á sama tíma. Fyrirlesari verður dr. Steinþór Þórðarson. Þátttaka er öllum ókeypis og vönduð námskeiðsgögn eru einnig ókeypis. Að venju verður mikið spurt og spjallað um efnið hverju sinni. Nánari upplýsingar og innritun í síma 588 7800 á skrifstofutíma eða síma 554 6850 og 554 6665 á öðrum tímum. Draö drottninsar FöfBunaínámskeið í gerð drag drottniga verður haldið laugar- daginn 28. september kl. 10.00. Þótttokendur fó allo undirstöðu í getð drog drottninga, vax, glimmer, stor powder” Allar nónari upplýsingar eru veittar í sima 588 7570. ó stoðnum til notkunor Þótttakendur taki með sét korlmódel. Víurkenningarskjal veitt í lokin. Verðkr. 5.500 Föröunarskóli Islands. IBALEN O Geturðu gert betri bílakaup? Gerðu samanburð... og taktu síðan ákvörðun. 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingar • rafdrifnar rúðuvindur • rafstýrðir útispeglar • útvarp/segulband með 4 hátölurum • upphituð framsæti • öryggisloftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitar í hurðum • samlitir stuðarar. Allt þetta og margt fleira í rúmgóðum og vönduðum 4ra dyra fólksbíl íyrir aðeins: 1.265.000,- kr. SUZUKI • Afl og öryggi VR/ SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Simi 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.