Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 49
J MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 49 1 1 i 4 4 -erfrit W~ K- IIIDEPEIKE DAV Sýnd kl. 6, 9 og 11.35. unm. Islensk heimasíða: http://id4.islandia.is Gengið og Náman munið afsláttarmiðana ími 5519000» i a SÝIUD í IUÝJUM OG GLÆSILEGUM SAL •••• Empire ™-#^"**** Premiere J«LIEfTE IIKOCH S ö R Zf: T 0 I T -"" JÍAH 616110------ Hestamaðurinn á þakinu ouviek KAíTííiez RD Dýrasta mynd sem Frakkar hafa framleitt og einnig sú aðsóknarmesta. SAMUEL JACKSON . JEFF GOLDBLUM Áhrifamikil og átakanieg stórmynd leikstýrð af einum af S dáðasta £ kvikmyndagerðarmanni [¦ Frakka, Jean-Paul £! Rappeneau (Cyrano de fj Bergerac). n Með aðalhiutverk fara 5 Juliette Binoche (Þrír n litir: Blár, Óbærilegur £ léttleiki tilverunnar) og Oliver Martinez (IP 5), t einnig sést til Gerard Depardieu í óvenjulegu aukahlutverki. Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9og 11.10. COURAGE -----UNDER----- FIRE DENZEL WASHINGTON MEG RYAN Bakhlið og bros hjá Andie LEIKKONAN glaðlega Andie McÐowell sýndi aðdáendum bak- hliðina og brosti lúmskt á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum ný- lega en þar var hún stödd til að kynna mynd sína „Multiplicity" þar sem hún leikur eiginkonu manns sem fjölfaldar sjálfan sig. Stormur í vatnsglasi KVIKMYNÐIR St jörnubíó SVAÐILFÖRIN („White Squ- all") • i/i Leikstjóri Ridley Scott. Handritshöfundur Tom Robinson, Chuck Gieg, byggt á endurminningum Giegs. Kvikmyndatöku- stjóri Hugh Johnson. Tónlist Jeff Rona. Aðalleikendur Jeff Bridges, Caroline Go- odall, John Savage, Scott Wolfe, David Selby, Bandarísk. Hollywood Pictures 1996. ÞEIM valinkunna leikstjóra Ridley Scott {Blade Runner, Alien, Thelma and Louise) er farið að fatast flugið og gerir nú mistök á mistök ofan. Eftir skellinn 1492 kemur annar, lítið skárri. Svaðilförin er einstöku sinnum veisla fyrir augað, að flestu öðru leyti ótrúlega innihaldsrýr og andlaus. Hér er fjallað um atburði sem gerðust á öndverðum sjöunda áratugnum er Bandaríkjamenn sprönguðu um tunglið og Kennedy stóð uppí hárinu á Kastró og Krúsjeff, en reynt er að fletta þá heim- sviðburði inní rýran söguþráð. Hópur pabbadrengja ræður sig í skólavist um borð í Albatross, seglskútu undir stjórn „Skippers" Sheldon (Jeff Bridges), sem reynir að gera menn úr böldnum millason- um. Sjóferðin tekur um ár, sigldar 12 þúsund sjómílur um Karíba- og Kyrrahaf- ið, þar sem allra veðra er von í annars steikjandi sólarhita. Þolrifm eru svo reynd til hins ýtrasta er Albatrosinn lendir í fellibyl undir lok ferðarinnar og við mála- ferlin sem fylgja í kjölfarið. Rauði þráðurinn er síst verri en margur annar en það er lítið og bragðlaust kjöt á beininu. Myndin minnir hastarlega á Bekkjarfélagið en þolir illa samanburðinn. Gallinn fyrst og fremst sá að ekkert ger- ist langtímum saman og persónurnar lítið áhugaverðar. Við fylgjumst með þessum hópi hrínandi, kókþambandi súkkulaði- drengja (í útliti furðulega líkir Tom Cru- ise og fleiri kunnum stjörnum) þar sem þeir spígspora um borð í skútunni (þá ligg- ur hún jafnan í vari) eða trítla um fram- andi hafnarborgir talandi fjálglega um ábyrgð þeirra gagnvart hver öðrum sem áhafnarmeðlimir. Ristir öll sú umræða ósköp grunnt, og reyndar öll þau há- dramatísku atriði einkum í réttarsalnum, sem koma við sögu. Einu skiptin sem Svaðilförin vaknar til lífsins er í þeim fáu tökum þar sem Albatrosinn hefur verið kvikmyndaður úti á rúmsjó, annars er notast við dauðar stúdíó- og lognmollutök- ur. Þessi atriði eru svo illa klippt saman að þau skera í augun (a.m.k. þeirra sem komist hafa útfyrir sexbaujuna). Til að bæta um betur bögglast sjómannamálið fyrir þýðandanum sem talar um sandhóla útí ballarhafí, breytir sjómílum í kíló- metra, springnum í stefnukaðal, eða eitt- hvað í þá áttina, o.s.frv. Hann hefur kannski ætlað að krydda dauflegt hand- rit, sem m.a. greinir frá fáránlegum sam- fundum skútukarla og stríðsmanna Kast- rós, sem vitaskuld ættu að gerast á opnu hafí en eru þess í stað filmaðir steinsnar frá strönd einhverrar Paradísareyjunnar: Kvikmyndatakan er oft lagleg og í raun- inni það eina sem heldur manni vakandi, sem fyrr er þetta nýjasta verk Scotts sjón- ræn skemmtun. Það eru ótrúverðugar, stúdíólyktandi brellurnar hinsvegar ekki. Um leik er tæpast að ræða. Bridges er eini burðarmaðurinn í leikhópnum, stend- ur sig reffilega að venju en fær fátt að segja og kemur reyndar furðu lítið við sög^u. Strákarnir hafa greinilega verið valdir eftir útlitinu. Sæbjörn Valdimarsson Herra og frú Kennedy JOHN F. Kennedy jr. og unnusta hans, Carolyn Bes- sette, gengu í það heilaga um helgina á Cumberland- eyju í Georgíu eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Á þessari mynd sjást þau ganga út úr kirkjunni eftir giftinguna. Brúðurin klæddist perluhvítum silkikjól en brúðguminn dökkbláum kjólfötum. Hjónin hafa í hyggju að setjast að í New York.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.