Morgunblaðið - 25.09.1996, Page 52

Morgunblaðið - 25.09.1996, Page 52
•UYIINDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA M Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 Happaþrennu fyrír afganginn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 51 íbúðí byggingu Fyrirhugað álver Columbia Ventures Corp. á Grundartanga Samkomulag um aðal- atriði orkusamnings LANDSVIRKJUN og Columbia Ventures Corp. hafa náð samkomu- lagi um grundvallaratriði raforku- samnings vegna fyrirhugaðrar 60.000 tonna álverksmiðju Columb- ia á Grundartanga. Samningurinn var samþykktur í stjórn Landsvirkj- unar í fyrradag. Kenneth Peterson, eigandi og forstjóri Columbia Vent- ures, segir að þar með sé einn erfið- asti hjallinn að baki, en enn sé eft- ir að ganga frá ýmsum öðrum þátt- um. Fyrirhugaður raforkusamningur við Columbia mun gilda til ársloka 2018. Fyrirtækið hyggst hefja rekst- ur álversins á miðju ári 1998. Því verður aðeins tryggð orka ti! að reka verksmiðjuna með hálfum afköstum í fyrstu, en með fullum afköstum frá ársbyijun 1999. Orkuþörf álversins verður um 900 gígavattstundir á ári, eða álíka og vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Orkuverðið leyndarmál Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir orkuverð til Coiumbia viðskiptaleyndarmál og að það verði ekki gert opinbert af sam- keppnisástæðum. Það verði hins veg- ar tengt alþjóðlegri þróun á álverði og muni skila Landsvirkjun viðunandi hagnaði af fjárfestingum vegna raf- orkusamningsins á komandi árum. Landsvirkjun mun ráðast í virkj- unarframkvæmdir víða um land til að tryggja orku til nýja álversins og anna vaxandi orkuþörf. Rafmagnið aðeins einn þáttur Kenneth Peterson sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræður Col- umbia og Landsvirkjunar undanfarn- ar vikur hefðu borið góðan ávöxt. „Árangurinn er samkomulag um grundvallaratriði samnings um verð- lagningu orkunnar til nýja álversins, sem við viljum byggja á íslandi," segir Peterson. „Þetta þýðir ekki að það sé hafið yfir vafa að verksmiðjan verði byggð. Rafmagnið er mikilvæg- ur þáttur, en ekki sá eini.“ Peterson segir að meðal óleystra þátta séu t.d. skattlagning, aðföng verksmiðjunnar og verkalýðsmál. „Sumir þessir þættir eru á valdi ís- lenzkra aðila, aðrir ekki,“ segir hann. „ísland hefur sýnt fram á samkeppn- ishæfni sína og við stefnum eindreg- ið að því að verksmiðjan verði byggð á íslandi.“ Samið um orku frá Reykjavík Borgarráð samþykkti í gær samn- ing Reykjavíkurborgar við Lands- virkjun um raforkuframleiðslu á Nesjavöllum, þar sem Hitaveita Reykjavíkur mun reisa tvær virkjan- ir. Hitaveitan skuldbindur sig til að sjá Landsvirkjun fyrir rafmagni, sem meðal annars verður endurselt til álversins. Stjórn Landsvirkjunar samþykkti þennan samning í fyrradag með at- kvæðum allra stjórnarmanna nema Sturlu Böðvarssonar, sem greiddi atkvæði á móti, og Svavars Gests- sonar, sem sat hjá. Sturla segir að Reykjavíkurborg fái of mikið í sinn hlut með samningnum, en fjárhags- staða Landsvirkjunar veikist og af þeim sökum geti hún ekki lækkað verð á almennum raforkumarkaði eða sinnt skyldu til að jafna orku- verð. ■ Stofnkostnaður/4 Súðavík. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við 51 íbúð í nýju Súðavíkurþorpi. Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri vonast til að hafin verði vinna við 55 íbúðir fyrir jól og flutt inn í 37. Talið er að búið hafi verið í urn 60 íbúðum í Súðavík fyrir snjóflóð. Tveir smiðir frá Selfossi, Erlingur Haraldsson og Gísli Á. Jónsson, voru í gær að smíða grind að húsi i nýja þorpinu. „Það var lítið að gera heima svo við komum hingað í hálfan mán- uð í nóvember í fyrra en höfum ekki farið enn,“ sagði Erlingur. Þeir hafa unnið á vegum staðar- smiðsins, Garðars Sigurgeirsson- ar, við að færa hús og byggja ný og segja skemmtilegt að fá að taka þátt í að byggja nýtt þorp alveg frá grunni. Þá brugðu þeir sér niður í togarann Bessa í fyrravetur þegar lítið var að gera og tóku þátt í breytingum á honum. Fyrsti snjórinn kom í fjöllin við Álftafjörð í fyrrinótt en þeir félagar vonuðu að tíðin héldist góð áfram. Að neðan sjásttví- menningarnir við vinnu sína. Sljórn Dagsbrúnar markar stefnu í komandi samningaviðræðum Veitír VMSÍ ekki umboð HALLDÓR Björnsson, formaður Dagsbrúnar, segir að stjórn félags- ins hafí markað þá stefnu að af- henda Verkamannasambandi ís- lands ekki samningsumboðið að svo stöddu heldur stefna að því að ná kjarasamningum án samflots með öðrum félögum. Dagsbrún stefni hins vegar að því að vera samstiga verkakvennaféiaginu Framsókn, en félögin hafa verið í viðræðum um sameiningu. Verkamannasambandið hefur sent aðildarfélögum sínum bréf þar sem óskað er eftir að þau veiti sam- bandinu umboð til að gera viðræðu- áætlanir við vinnuveitendur. Stjórn Dagsbrúnar, en félagið er stærsta félagið innan VMSÍ, hefur flaliað um málið og segir Halldór að stjórnin hafí samþykkt að láta umboðið ekki frá sér heldur óska sjálft eftir um- ræðum við vinnuveitendur um gerð viðræðuáætlana. Bréf þessa efnis verði sent vinnuveitendum í næstu viku. Stjórn Framsóknar er enn með málið til skoðunar. Halldór segir að innan stjórnar Dagsbrúnar sé það sjónarmið ríkj- andi að rétt sé af félaginu að fara sjálft með samningsumboðið í kom- andi kjaraviðræðum. Samningsstað- an geti hins vegar breyst og það kunni að vera að félagið endurskoði afstöðu sína síðar. Stærsta verkalýðsfélag landsins, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, hefur einnig markað þá stefnu að semja sjálft við vinnuveitendur um gerð viðræðuáætlunar. ■ Fylgi viðleiðsígandilukku/12 Morgunblaðið/RAX 130 hóp- ferðabílar óskoðaðir ÁÆTLAÐ er að trassað hafi verið að fara með hátt í 130 fólksflutningabíla, þar á með- al nokkra skólabíla, í aðal- skoðun á tilskildum tíma. í skólabílaskoðun er athug- að hvort sérreglur um skóla- bíla séu uppfylltar. Heimilt er að flytja fleiri börn í skóla- bílum en farþegatala gefur til kynna. Engu að síður verða að vera öryggisbelti í skóla- bílum og þeir verða að vera sérstaklega merktir. 80% hlutabréfa Norður- tangans boðin til sölu EIGENDUR 80% hlutafjár í Hraðfrystihúsinu Norðurtanganum hf. á ísafirði hafa boðið hluta- bréf sín til sölu. Ekki er vitað hvaða árangri sölu- tilraunir hafa skilað. Bréfin boðin völdum fjárfestum Stjórnendur Norðurtangans vilja ekki veita upp- lýsingar um málið en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa forsvarsmenn fjögurra hluthafa- hópa af fimm veitt Ráðgjafarþjónustu Jóns Atla Kristjánssonar umboð til sölu á eignarhlutum sín- um sem samtals nema um 80% hlutafjár. Hafa bréfin þegar verið boðin völdum fjárfestum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum, meðal annars í tengslum við sjávarútvegssýninguna. Auk mikilla fasteigna á ísafirði og eignarhluta í öðrum félögum á Norðurtanginn frystiskipið Orra og tæplega 3.000 lesta kvóta í þorskígildum reiknað. Fyrirtækið hefur átt í rekstrarerfiðleikum, m.a. vegna mikilla skulda, lélegrar afkomu land- frystingar og bilana í skipinu. Þannig varð mikið tap á rekstrinum á síðasta ári. Norðurtanginn hefur ekki verið þátttakandi í viðræðum um sam- einingu sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum að undanförnu en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins má líta á sölutilraunimar sem innlegg í sameiningarumræðuna fyrir vestan, auk þess sem eigendurnir séu tilbúnir til að selja. Ásgeir og Hörður Guðbjartssynir skipstjórar eru í forsvari fyrir þá hluthafa sem ekki hafa boðið bréf sín til sölu. Til snarpra orðaskipta kom á aðalfundi Norðurtangans í fyrrakvöld í framhaldi af gagnrýni þeirra bræðra. Ásgeir segir að gagn- rýni þeirra beinist að fyrri stjórnendum fyrirtækis- ins fyrir margvísleg mistök í rekstrinum en teng- ist ekki sölutilraunum meirihlutans. Segist hann verða glaður ef þeim tekst að selja en málið snú- ist ekki um það. Mistök liðinna ára komi nú fram í miklu tapi sem hann vill þó ekki segja frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.