Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIDJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Fiskvinnsla 3 Verksmiðja IMord Morue í Frakklandi Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál q OLÍS haslar sér völl á þrifamark- aði í fiskiðnaðin- um Greinar 7 Ólafur S. Ástþórsson SMORD-MORUE SKOÐAÐ Morgunblaðið/Jóharma Ingvarsdótiir • NORD-MORUE, verksmiðja Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda hf. í Jonzac í Suð- ur-Frakklandi, var formlega opnuð sl. laugardag eftir gagn- gera endurbyggingu sem tekið hefur rúmt ár. I tilefni af þess- um tímamótum stóð SÍF fyrir skipulagningu ferðar til Suður- Frakklands um síðustu helgi. Hér er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Birgir Sævar Jóhanns- son sem leiðir Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra I allan sannleikann um starfsemi verk- smiðjunnar. Bannað að flylja óslægðan fisk milli byggðarlaga SAMKVÆMT reglugerð um meðferð og vinnslu sjávarafurða er kveðið á um að ekki megi flytja óslægðan fisk á milli byggðarlaga, heldur skuli slægja hann um leið og hann kemur að landi. Fiskverkendur segja þessar reglur nánast óframkvæmanlegar enda komi þær mjög niður á gæðum afurð- anna. Óframkvæmanlegt að mati fiskverkenda í 25.grein reglugerðar um meðferð aflans segir að bátum sem iandi afla daglega sé heimilt að koma með óslægðan afla að landi sé hann undan- tekningarlaust blóðgaður og kældur á fullnægjandi hátt. í viðauka reglugerð- arinnar segir ennfremur: „Bátum sem landa afla sínum daglega er heimilt að landa óslægðum fiski enda sé hann blóðgaður og kældur á viðurkenndan hátt og slægður strax eftir að honum hefur verið landað." Þetta þýðir að allur flutningur á óslægðum fiski fellur í raun niður sé þessi vinnuregla túlkuð á þann hátt að slægja þurfi fiskinn um leið og hann kemur að landi. Þórður Friðjónsson, forstöðumaður gæðastjórnunarsviðs Fiskistofu, segir að samkvæmt sínum skilningi segi reglugerðin að aka skuli fiski beint í næsta aðgerðarhús þegar liann komi að landi. Þetta sé gert til að fyrir- hyggja að fiskurinn fari á flakk heitur og óísaður. „Það er hinsvegar ljóst að það gerist ýmislegt þótt það þyki ekki gott. Við erum með tvo eftirlitsmenn og þeir geta alls ekki litið í öll mögu- leg og ómöguleg horn,“ segir Þórður. Rýrir gæðin verulega Frímann Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Valeikur hf. í Reykjavík, segir reglurnar koma sér mjög illa fyrir fyrir- tækið enda rýri þær gæði fisksins. „Það er gengið frá fiskinum um borð í okkar viðskiptabátum þar sem við höfum eftir áralanga reynslu komið okkur upp gæðastuðlum og hljótum því að vera ábyrgir fyrir gæðum fisks- ins. Samkvæmt reglugerðinni skal hinsvegar að slægja fiskinn strax. Það þýðir að fiskinum verður umhent mun oftar á milli kara þegar hann er slægð- ur í stað þess að keyra með hann beint í verkunina, þó að hún sé í næsta byggðarlagi. Áksturinn tekur oft ekki nema 40-50 mínútur og ég er ekki viss um að ég kæmist að hjá slægingar- fyrirtæki á þessum tíma,“ segir Frí- mann. Frímann segir að verði reglugerðinni framfylgt verði hann að hætta að verka fisk. „Við höfum byggt á fiski frá Suðunesjum. Fyrirtækið stendur og fellur með gæðum og við sem höfum staðið í þessu lengi þekkjum okkar takmörk þegar að gæðum kemur. Það er okkar mat ef ef til kasta reglugerð- arinnar kemur rýma gæði fisksins og þar með hefur rekstargrundvellinum verið kippt undan okkar starfsemi,“ segir Frímann. Fréttir Gekk vel á sýningnnni • GENGIÐ var frá fjölda sölusamninga á bás Isgata hf. á sjávarútvegssýning- unni í Laugardal. ísgata hf. selur ýmsan búnað fyrir loðnuveiðiskip og segir Helgi Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, mikillar bjartsýni gæta inn- an greinarinnar. Meðal þess sem Isgata sýndi á sýning- unni voru Petrel-þilfar- skranar og fiskidælur, sem dæla um 4.000 tonnum á klukkutíma./2 Fyrsta síldin komin á land • FYRSTA SÍLD vertíðar- innar barst á land á mánu- dag en Börkur NK landaði þá um 105 tonnum á Nes- kaupstað. Leiðindaveður var hinsvegar á síldarmið- unum í Berufjarðarál í gær. Tvö skip voru skip komin á miðin í fyrrinótt, Börkur NK og Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði, en þau voru bæði komin í land um hádeg- isbilið í gær, Börkur með um 80 tonn af síld en Jóna Eðvalds með um 100 tonn og verður öll síldin flökuð og söltuð til manneldis./4 Mikilvæg sýning • „OKKUR fannst mikið til Islenzku sjávarútvegssýn- ingarinnar koma. Hún er ein þeirra allra mikilvægustu í sjávarútveginum i heimin- um, enda kemur fólk á hana til að fylgjast með því helzta sem er að gerast í sjávarút- vegi og ná samböndum við íslenzka aðila innan sjávar- útvegsins," segir borgar- sljórinn í Hull, J. S. Mul- grove, í samtali við Verið./5 Vill fleiri þjóðir í ESB • SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA Frakklands segist ekki vilja skipta sér af póli- tískum deilum á íslandi varðandi hugsanlega aðild íslands að Evrópusamband- inu. Aftur á móti leyni hann ekki þeirri skoðun sinni að hann kjósi að breikka sam- bandið með aðild fleiri þjóða til þess að tryggja frið. Burt- séð frá því hvernig mál kynnu að þróast, ætti hins vegar ekkert að þurfa að standa í veginum fyrir áframhaldandi og aukinni samvinnu íslendinga og Frakka./8 Markaðir Fleiri erlend skip landa hér • KOMUM erlendra fiski- skipa til hafnar í Reykjavík hefur fjölgað mikið undan- farin ár. Arið 1992 komu 105 fiskiskip með afla til löndunar í Reykjavík, en 158 á síðasta ári. í lok ág- úst á þessu ári höfðu 82 erlend fiskiskip landað afla sínum í Reykjavík. Það eru einkum fjórar þjóðir, sem skera sig úr í þessu dæmi. Það eru Rússar, Færeying- ar, Norðmenn og Græn- lendingar sem oftast landa hér afla sínum. Að öðrum þjóðum má nefna að Port- úgalir hafa verið að sækja hingað í auknum mæli og sömu sögu er að segja um Japani. Reykjavíkurhöfn: Komur erlendra fiskiskipa Miklu landað í Reykjavík • HEILDARAFLI, sem landað hefur verið í Reylya- vík, hefur verið nokkuð mismikill undanfarin ár. Mestur varð hann 1980, 109.000 tonn og næstmest- ur 1987 102.000 tonn. Síðan drógust landanir saman og fóru niður í 56.000 tonn árið 1991. Síðan þá hafa landanir aukizt á ný og veldur þar mestu mikil löndun á úthafskarfa og auknar landanir erlendu skipanna./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.