Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSKIR STAFIR Á TÖLVUPÓST SKIPA • SKIP fjarri íslandsströnd- um geta brátt farið að senda og taka á móti tölvupósti með íslenskum stöfum. Póstur og sími kynnti þessa nýju þjón- ustu í bás sínum á sjávarút- vegssýningunni i gær og tóku þeir Halldór BlöndaL sam- gönguráðherra, og Ólafur Tómasson, póst- og símamála- stjóri, þátt í þeirri kynningu. Hugbónaðarkerfið er hannað af Netverki hf. Tölvupósturinn er sendur í gegnum gervitungl á sama hátt og fax og skeytasending- ar, sem hafa verið algengar í nokkurn tíma. Með þessari þjónustu opnast þægilegur möguleiki fyrir sjómenn á út- hafsveiðum til að fá fregnir af fjölskyldu sinni á einfaldan hátt. Einnig verður hægt að tengja upplýsingakerfi skipa beint við Fiskistofu og upplýs- ingakerfi útgerða. Rekstrar- öryggi þjónustunnar er mjög mikið og kvittun verður gefin þegar sending kemst til skila. Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Hoiberg Másson, eigandi Netverks segir að tvö erlend símafélög hafi þegar spurzt fyrir um kerfi af þessu tagi, annað í ervópu, hitt í Suður- Kóreu. Sama vandmál hefur verið með bæði rússneska bók- starfi og kóreska og þá ís- lenzku. Kerfí af þessu tagi er þegar komið í 15 skip í Kyrra- hafi frá útgerðunum Dalmor, UTRF og Akros. Kerfið verur sett upp i mörgum skipum til viðbótar í vetur. Heildarsalan um 29 miUjónir króna GENGIÐ var frá ijölda sölusamninga á bás ísgata hf. á sjáv- arútvegssýningunni í Laugardal. ísgata hf. selur ýmsan búnað fyrir loðnuveiðiskip og segir Helgi Thorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, mikillar bjart- sýni gæta innan greinarinnar. ísgata hf. gerði fjölda samninga á íslensku sjávarútvegssýningunni Meðal þess sem ísgata sýndi á sýningunni voru Petrel-þilfarskran- ar og fiskidælur, sem dæla um 4.000 tonnum á klukkutíma. Þá sýndi fyrirtækið einnig ítalska þil- farskrana með útskotsbómu. Helgi segir að sýningin hafi ver- ið mjög góð og salan hafi orðið mun betri en hann hafi þorað að gera sér vonir um. „Heildarsalan hjá okkur hefur líklega verið um 29 milljónir króna. Meðal annars var á sýningunni skrifað undir samning við ísfélagið hf. í Vestmannaeyjum sem keypti hjá okkur þijár kraft- blakkir en þeir eiga eina fyrir. Við seldum einnig þilfarskrana til Bergs VE frá Eyjum og fiskidælu, nóta- leggjara og kraftblökk um borð í Örn KE sem er núna í breytingum í Póllandi." Bjartsýni hefur aukist „Sýningin er mjög góð og áhug- inn er mikill. Ég var til dæmis staddur á sýningunni í Bella Center í fyrra og þetta er miklu öflugri sýning að mínu mati. Við höfum orðið varir við mun meiri bjartsýni í þessum geira en til dæmis á sjávar- útvegssýningunni 1993. Undirtekt- ir hafa verið geysilega góðar og útgerðarmenn koma hingað til að verlsa í mun meiri mæli en á síð- ustu sýningu," segir Helgi. Kemst Kjell Inge Rokke yfir þorskinn í Lófóten? MARGIR íbúar í Norður- Noregi hafa af því áhyggj- ur, að veruleg breyting sé að verða á stefnu stjórn- valda í sjávarútvegsmálum landshlutans. Hingað til hafa þeir setið einir að veiðum og vinnslu en nú er óttast, að allt verði gefið fijálst, til dæmis með því að hleypa stórút- gerðarmanninum Kjell Inge Rokke í Vesturálinn. Norska stjórnin sögð íhuga stefnubr eytingu Fyrir síðustu helgi var haldin ráðstefna um stöðu sjávarútvegsins í Norður-Noregi og helsta dagblað- ið þar, Nordlys, hafði boðað, að þá myndi Gro Hariem Brundtland for- sætisráðherra tilkynna, að sjáv- arútvegurinn þar yrði opnaður öll- um, sem vildu. Af því varð þó ekki en það vakti þó athygli hvað hún lagði mikla áherslu á aukna sam- keppni í greininni, einkum í vinnsl- unni. Sagði hún, að vinnslan yrði að laga sig betur að mörkuðunum. Það er einmitt þetta, sem virðist vaka fyrir nokkrum aðilum í at- vinnulífinu í Norður-Noregi en þeir tiafa farið fram á, að RGI-sam- steypan og Kjell Inge Rokke fái að kaupa Melbu Fiskeindustrier í Vesturálnum. í ræðu sinni sagði Brundtland, að taka ætti meira tillit til hags- muna eigendanna og sagði, að það væri ekki gagnrýnisvert þó eigend- urnir byggju annars staðar en i Norður-Noregi. Hún vildi þó engu svara um Rokke og sagði, að það mál væri enn óútkljáð í ríkisstjórn- inni. Alf Ivar Samuelsen, einn helsti fulltrúi Miðflokksins í N-Noregi, segir, að þetta snúist um yfirráð yfir auðlindinni. Melbu eigi 28% hlut í útgerðarfyrirtækinu Lofottrái og takist Rokke að auka hann muni hann ráða yfir 13 togurum og geti þá í raun gert það, sem hann vill. Þá sé búið að einkavæða þorskinn og ekkert sem segi, að hann verði unninn í Norður-Noregi. Búist er við, að niðurstaða fáist í þetta mál fyrir mánaðamót. Reykjavík er stærsta botnfiskhöfn landsins REYKJAVÍK er stærsta botnfisk- i höfn lands. Á nýloknu fiskveiðiári var landað nærri 66.400 tonnum af botnfíski í Reykjavíkurhöfn. Það er rúmlega 30.000 tonnum meira en landað var af botnfiski í næstu höfn, en það er Sandgerði. Þar var landað 35.000 tonnum á fiskveiðiárinu. Úthafskarfí vegur þyngst í lönd- uðum afla í Reykjavík eða tæplega 25.000 tonn og annar karfi er um 18.600 tonn. Rúmlega 9.100 tonnum af þorski var landað í Reykjavík á síðasta fiskveiðiári og er borgin í fimmta sæti yfir stærstu þorskhafn- irnar. Loks má nefna að meiru af sjávarafurðum er skipað út frá Reykjavík en nokkurri annarri höfn á landinu. Árið 1978 var 47.350 tonnum af sjávarafurðum skipað út frá Reykja- vík, en 307.529 tonnum í fyrra. STÆRSTI sölusamningur ísgata hf. á sýningunni var við ísfélag- ið hf. í Vestmannaeyjum. Hér má sjá þá Grím Jón Grímsson, skipstjóra á Antarnesi VE, Snorra Gestsson, skipstjóra á Guð- mundi VE, Michael Franzen, eiganda Petrel, og Garðar Ásgeirs- son, útgerðarstjóra Isfélagsins, að lokinni undirritun samningsins. Utgerðarmenn athugið! Úthlutun á kvóta í steinbíti og langlúru Eftir 1. október nk. mun Fiskistofa úthluta varanlegri aflahlutdeild í steinbíti og langlúru til einstakra fiskiskipa á grundvelli aflareynslu þeirra á tímabilinu 1. júní 1993 til 31. maí 1996. Vilji útgerðarmenn gera athugasemdir við aflatölur, sem úthlutun afiahlutdeilda byggist á, skulu þeir gera það skriflega og eigi síðar en 1. október nk. Sérstök athygli er vakin á að við úthlutun aflahlutdeilda í steinbíti og langlúru verður ekki tekið tillit til athugasemda, sem berast Fiskistofu eftir 1. október 1996. Fiskistoía. RPJDiesel vélavarahlutir í Caterpillar - Cummins - Detroit Diesel. Öruggir ábyrgðarskilmálar og mjög hagstætt verð Bendix ehf. Sími 562-8081 og 897-4366. VORUBRETTI Eigum ávallt á lager bretti. Gerið verðsamanburð. Vörubretti ehf. Flatahrauni 1, Hafnarfirði. Sími: 555-3859, fax 565-0994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.