Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FISKVINNSLA MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 D 3 Verksmiðja Nord-Morue í Frakklandi opnuð á ný eftir miklar endurbætur „Sóknarandi er hér mikill“ Eftir gagngera endurbyggingu Nord-Morue verksmiðjunnar í Suður-Frakk- landi er hún nú ein sú fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu. Jóhanna Ingvarsdóttir skoðaði verksmiðjuna og tók þátt í formlegri opnunarhátíð, sem haldin var á vegum SÍF í Frakklandi um helgina. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir DAGBJARTUR Einarsson í Fiskanesi hf. í Grindavík var stjórnar- formaður SIF þegar ákveðið var að ráðast í kaup á verksmiðj- unni árið 1990. Hann var að vonum kátur með velgengni fyrirtæk- isins í SÍF-ferðinni, brá sér m.a. í reiðtúr ásamt eiginkonunni. MIKIL umskipti hafa orðið hjá Nord- Morue, dótturfyrirtæki Sölusam- bands íslenskra fiskframleiðenda hf., í Frakklandi. Að lokinni endur- byggingu verksmiðjunnar, sem stað- ið hefur yfir í rúmt ár, uppfyllir fyrir- tækið nú ítrustu kröfur skv. heil- brigðisreglum ESB. Afköst verk- smiðjunnar aukast um 40-50%, úr rúmum 10 þúsund tonnum upp í 14-15 þúsund tonn á ári. Nýjar vél- ar eru komnar til framleiðslu og pökkunar á fiski. Nýtt vinnslurými gefur kost á að stórefla vöruþróun, svo sem þróun ferskra og kældra fiskafurða og opnar staðsetning fyr- irtækisins á markaðssvæði ESB ýmsa áhugaverða möguleika til sölu á kældum sjávarafurðum. Heildar- kostnaður SÍF vegna framkvæmd- anna nemur hátt í 300 milljónum króna. Verksmiðjan var stækkuð úr 9.500 í 13.500 fermetra. Af fjögur þúsund fermetra stækkun eru um tvö þúsund fermetrar vegna kæli- rýmis og vinnslurýmis hjá Nord Morue og tvö þúsund fermetrar vegna nýrrar dreifingarstöðvar SÍF hf. Nord-Morue er í raun sjö verk- smiðjur undir einu þaki sem eru í skyldum en þó ólíkum framleiðslu- vörum, t.d. reyktum afurðum og heitsöltuðum flökum. Þess vegna er það sjaidan mikið áfall ef sala á einn markað eða í einum afurðaflokki bregst, þar sem undirstöður starf- seminnar eru fjöldamargar, að sögn Birgis Sævars Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Nord-Morue. Fyrir- tækið selur um helming framleiðslu sinnar í Frakklandi, en flytur auk þess út vörur til 25 landa. Um 45% af framleiðslunni er þurrkaður salt- fiskur og um fjórðungur er blaut- verkaður saltfiskur. Einnig eru framleidd söltuð flök, reykt síld og tilbúnir réttir, aðallega úr saltfiski. Ársveltan nam 3,6 milljörðum í fyrra Nord-Morue var stofnað árið 1953 í bænum Jonzac í Suðvestur-Frakk- landi, eftir að hafa verið flutt frá Bordeaux, en í Jonzac var að finna jarðvarma, sem þá þótti ódýr orka til að nota við þurrkun á saltfiski. Fyrirtækið var í eign heimamanns frá 1953 til 1982, þegar fyrirtæki innan sænsku Volvo-samsteypunnar keypti það. Eftir brösugan rekstur í nokkur ár eignaðist SÍF fyrirtækið haustið 1990 og hefur síðan rekið það sem sjálfstætt dótturfélag. Til- gangurinn með kaupunum var m.a. sá að komast inn fyrir toliamúra Evrópubandalagsins og byggja þannig upp sterka markaðs- og framleiðslueiningu til að geta þjónað neytendamörkuðum í S-Evrópu. „Það verður ekki annað sagt en að reksturinn hafi skilað sér bæri- lega þegar tölur um árangur eru skoðaðar. Veltan hefur á tímabilinu aukist úr 97 milljónum franka í 260 milljónir franka á síðasta ári sem svarar til 3,6 milljarða ísl. kr. í magni til hefur aukningin hartnær þrefaldast. Seldar afurðir voru um 3.800 tonn árið 1989, en voru 10.200 tonn á síðasta ári og stefnir í frek- ari aukningu nú. Til viðbótar þessum miklu vaxtartölum hefur fyrirtækið skilað mjög viðunandi afkomu og tekjum til móðurfélagsins og ís_- lands, sérstaklega hin seinni ár. Á sama tíma hefur náðst mikil fram- leiðniaukning, þar sem föstum starfsmönnum hefur einungis fjölg- að um 35 á þessu tímabili og eru þeir nú 140, þar af þrír íslendingar. Ef einungis er miðað við þær afurð- ir, sem fara í gegnum frekari fram- leiðslu í Nord-Morue, mælist fram- leiðsluaukningin sl. sex ár rúm 80%, sem þykir gott á flestum bæjum. Þetta hefur tekist þrátt fyrir ýmis áföll á liðnum árum, svo sem tvo stórbruna 1992 og 1994, sjómanna- verkfall og óeirðir tengdar því hér í Frakklandi árið 1994, margháttaða erfiðleika vegna hárra aðgangstolla inn í Evrópubandalagið á árum áður og fleira mætti telja,“ segir Birgir. Dreifir kældum sjávarafurðum Nord-Morue er mjög frábrugðið öðrum erlendum fyrirtækjum í eigu íslendinga, að sögn Birgis. Flest fyrirtæki væru í dreifingu á frystum afurðum. Aftur á móti hefði Nord- Morue þróað sína starfsemi í dreif- ingu á kældum sjávarafurðum og hefði nú víðfeðmt net starfsfólks, sem væri sérhæft í að eiga við inn- kaupa- og markaðsaðila á ferskum og kældum sjávarafurðum. í því lægi sérstaðan og vaxtarbroddur komandi ára. í þeirri hörðu sam- keppni, sem ætti sér stað í evr- ópskri dreifingu á sjávarfangi, væri hinsvegar nauðsynlegt að hafa sterkan bakhjarl, sem annast gæti hráefnis- og vöruöflun ásamt fjár- mögnun. Móðurfyrirtækið, SIF, veitti Nord-Morue þann stuðning að fyrirtækið gæti einbeitt sér að sölu-, markaðs- og dreifingastarfsemi og sett sér mun hærri markmið en ella væri mögulegt. Ennfremur mætti nefna að SÍF væri ennþá eina fyrir- tækið í heimi sem boðið gæti kaup- endum upp á staðlaða vöru í formi gæðaflokkunar, stærðarflokkunar og vigtar. Birgir segir að stækkandi hópur samstarfsaðila og systurfélaga sé nauðsynlegur hluti af viðgangi og starfsemi Nord-Morue, hvort sem um væri að ræða kaup eða sölu á afurðum. Samstarfið leiddi til þess að fiskur væri t.d. keyptur frá fjar- lægum heimsálfum, svo sem Asíu, BIRGIR Sævar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Nord- Morue. unnin hjá Nord-Morue og síðan sendur til annarra ijarlægra heims- álfaj svo sem S-Ameríku. „I öllu þessu ferli myndast ákveð- inn virðisauki, sem síðan lendir hjá móðurfyrirtækjum á íslandi án þess að uppruni eða ráðstöfun hafi nokk- uð með ísland að gera að öðru leyti en því að íslenskur mannauður er nýttur í formi reynslu og þekkingar á málefninu. íslenskir framleiðendur eiga miklar þakkir skildar og skipta meginmáli fyrir reglulega starfsemi fyrirtækisins, en um 70% af öllum afurðum og hráefni kemur frá ís- lenskum framleiðendum. Þessir aðil- ar eru að jafnaði að skila þeim bestu mögulegu gæðum og afurðum sem hægt er að finna. Skiptir þá ekki máli hvort það er saltfískur, fryst þorskflök eða fryst sfld. í öilum af- urðaflokkum skara þessir framleið- endur fram úr samkeppnisaðilum sínum í öðrum löndum." Þrátt fyrir að öllum þeim mark- miðum, sem sett voru fram í upp- hafi, þegar skoðað var hvort fýsilegt væri að ráðast í kaup á verksmiðj- unni, hafi nú verið náð og gott bet- ur, hefur stjórn félagsins sett fram skýr markmið um hvernig það eigi að þróast á komandi árum..í sam- ræmi við þau markmið er nú rekin öflug vöruþróunaráætlun, uppsetn- ing á stöðluðu og viðurkenndu gæða- kerfi, HACCP, er komin vel á veg, endurskipulagning vinnslulína er í stöðugri skoðun og síðast en ekki síst er sífellt verið að bæta við hæfu fólki á sviði markaðssetningar og sölu, því þrátt fyrir að umbreyting á afurðum ásamt pökkunarstarfsemi sé mikilvægur hluti í Nord-Morue, mun í lok dags skilja milli eggs og bakka um afkomu þegar kemur að árangri í sölu- og markaðsstarf- semi,“ segir Birgir. „Framtíð fyrir- tækisins er björt og innanhúss ríkir mikill sóknarandi." Mikilvægi vöruþróunar og markaðssetningar eykst Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, var meðal gesta á opnun- arhátíðinni ásamt fjölmörgum ís- lenskum fiskframleiðendum og öðr- um gestum. Hann sagði við þetta tækifæri að hér hefðum við dæmi um það hvernig íslenskur sjávarút- vegur væri að takast á við nýja tíma. Ánægjulegt væri að finna hversu öflugur stuðningur væri í hópi fram- leiðenda við þau brautryðjendastörf, sem verið væri að vinna í markaðs- málum. „Á komandi árum eigum við mun meira undir vöruþróun og markaðssetningu á afurðum en fram til þessa. Framleiðendur og stjórn- endur sölufyrirtækja þurfa þess vegna að leggja sig enn meira fram á þessum sviðum en áður og sjávar- útvegurinn í heild þarf að kosta meiru til en verið hefur, en við getum líka verið viss um að slíkt starf mun skila góðum og miklum árangri." Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, vildi fyrst og fremst þakka þeim aðilum, sem tóku ákvörðun um kaup á verksmiðjunni á sínum tíma, þeirra framsýni. „Kaupverð verksmiðjunnar hefur skilað sér margfalt til baka, en það hefur verið markmiðið frá upphafi að skila þeim virðisauka, sem orðið hefur til hér, aftur til íslands til hagsbóta fyrir okkar framleiðendur og hluthafa." GM bátavélar 160-300 Hö. Verð frá kr. 895.000 án vsk. með utanborðsdrífi frá kr. 1.495.000 án vsk. Bendix ehf. Simi 562-8081 og 897-4366. YANMAR Ný 350 ha. yfirburðavél frá YANMAR! Til afgreiðslu strax! ★ 6 strokka - Turbo Intercooler. ★ Létt og fyrirferðarlítil. ★ Þýðgeng og sparneytin. ★Ýmsir drifmöguleikar. Ráðgjöf - sala - þjónusta (ÍBMti Skútuvogi 12a, 104 Rvík.B' 581 2530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.