Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 D 5 „Ein helzta sýning í heimi“ „OKKUR fannst mikið til ís- lenzku sjávarútvegssýningarinn- ar koma. Hún er ein þeirra allra mikilvægustu í sjávarútveginum í heiminum, enda kemur fólk á hana til að fylgjast með því helzta sem er að gerast í sjávarútvegi og ná samböndum við íslenzka aðila innan sjávarútvegsins. Það er gert bæði til að reyna að beina útflutningi á fiski frá íslandi til ýmissa landa og afla annarra viðskipta,“ segir borgarstjórinn í Hull, J. S. Mulgrove, í samtali við Verið. „Skýringin á því að við erum hér frá Hull, er að við eigum mjög náin samskipti við ísland og viljum gjarnan styrkja þau enn frekar,“ segir Mulgrove enn fremur. „Onnur ástæða er sú að við viljum halda uppi fram- boði á íslenzkum fiski í Hull. Það er töluverður fjöldi fólks í Hull sem vinnur við fiskvinnslu og fisklöndun og við vonum að svo verði áfram. Við vonum að vinátta okkar og íslendinga verði til þess að þessi viðskipti aukist á ný. Við fáum nær allan okkar fisk frá íslandi og Noregi og hann skiptir okkur mjög miklæu máli. Vinsældir f isksins aukast Fiskur nýtur stöðugt meiri vinsælda í Bretlandi, sérstaklega í kjölfar kúariðufársins. Við reikn- um því með auknu fiskframboði inn í landið til að mæta þessari vax- andi eftirspurn. Hull er í raun hlið- ið inn til Evrópu. Fiskurinn kemur þangað frá löndum eins og íslandi og Noregi, og mikið af fiski er síð- an flutt aftur frá Hull, bæði til annarra svæða á Bretlandi og til meginlands Evrópu. Árangursrík heimsókn Heimsókn okkar hingað til ís- lands hefur verið mjög árangurs- rík. Við höfum hitt sjávarútvegs- ráðherra og landbúnaðarréðherra, borgarstjórann í Reykjavík og háttsetta menn í utanríkisráðu- neytinu. Við höfum átt góð sam- skipti við Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- Borgarstj órinn í Hull á Sjávarút- vegssýningunni Morgunblaðið/Kristinn BORGARSTJÓRI Hull, J.S. Mulgrove var ánægður með ís- lenzku sjávarútvegssýninguna og leggur mikla áherzlu á að efla tengsl Hull og íslands. dóttur^ borgarstjóra, sem hefur tvívegis komið til Hull og kynnt sér hvað þar er um að vera. Sam- skiptin milli Reykjavíkur og Hull hafa verið mikil allt frá því að þorskastríðinu lauk. John Prescott, félagi minn, og brezkur þingmaður á þeim árum, var mikill stuðnings- maður íslendinga meðan á þorska- stríðinu stóð, en hann var frá Hull. Það er honum mikið að þakka hve mikil þessi tengsl eru. Hópur íslendinga til Hull Eg er mjög þakklátur borgar- yfírvöldum í Reykjavík fyrir ein- staka gestrisni og vonast til að fá heimsókn frá Reykjavík á næstunni til að sjá hvort við getum ekki lært hvorir af öðrum. Hópur íslendinga í sjávarútvegi væntanlegur til Hull í næsta mánuði og þá verða tengslin milli íslands og Hull væntanlega efld enn frekar,“ segir Mulgrove. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsilegasti sýningarbásinn MAREL var með glæsilegasta sýn- ingarbásinn á íslenzku sjávarút- vegssýningunni að mati stjórn- enda sýningarinnar. Fékk Marel sérstaka viðurkenningu fyrir vikið, en básinn er að miklu leyti hannað- ur og smíðaður af starfsmönnum fyrirtækisins sjálfs. Básinn var tveggja hæða. A neðri hæðinni voru helztu framleiðlsuvörur Mar- el kynntar með áberandi hætti, bæði vogir, flokkarar og tölvu- stýrður flaka- og bitaskurður. Á efri hæð bássins var svo aðstaða til að taka á móti gestum, bæði til að funda með mikilvægum við- skiptavinum og væntanlegum kaupendum og til að bjóða þeim að hvíla lúin bein. Fyrirhugað er að nota básinn við fleiri sýningar erlendis og verður hann þá tekinn í sundur að miklu leyti, pakkað í gám og fluttur milli landa, þar sem hann verður settur upp á ný. Þá verða settar á hann þær vélar og tæki, sem sýna á hveiju sinni. Fishmaster með nýja flokkara fyrir síld og loðnu FYRIRTÆKIÐ Fishmaster er nú að hefja sölu á nýjum endurbætt- um flokkurum fyrir síld, loðnu og makríl. Fyrirtækið hefur selt um 60 flokkara af eldri gerð til ís- lands til þessa, en hefur nú samið um 6 flokkara af nýju gerðinni um borð í nótaskipið Þórshamar. Þá hafa verið seldar vélar til Eist- lands og víðar. Stefán Jónsson, eigandi Fis- hmasters segir að mikilvægi góðra flokkara fari stöðugt vaxandi. Hann bendir til dæmis á að hið stóra nótaskip Norðmanna, Garð- ar, hafi fiskað fyrir 450 milljónir íslenzkra króna í fyrra, en veiðarn- ar byggist á vinnslu á síld og makríl um borð. Meðal annars séu 7 flökunarvélar fyrir síld um borð og allir flokkarar frá Fishmaster. Samvinna við Granda og Vinnslustöðina „Nýja flokkunarvélin er hönnuð í samvinnu við Granda hf. og Vinnslustöðina, sem fær fyrstu vélina, en mér hafa borizt fleiri pantanir frá íslenzkum fyrirtækj- um,“ segir Stefán. „Þessar vélar eru lengri er fyrri gerðin og al- gjörlega úr ryðfríu stáli. Þær gefa meiri möguleika á nákvæmari flokkun, allt að 98%. Til dæmis er hægt sð stilla þær bæði fyrir mjög smáa síld og mjög stóra. Þá er hægt að flokka loðnu í 5 stærðarflokka. Nákvæm flokkun ræður úrslitum Kröfur Japana fara sífellt vax- andi og eykur þessi nýja vél mögu- leikana á að uppfylla þær kröfur. Segja má að íslendingar eigi þenn- an markað nú og því er mjög mikil- vægj; að þeir vandi framleiðslu sína með þeim hætti að Japanir sjái ekki ástæðu til þess að leita til Norðmanna eftir loðnu, þegar veiðar þeirra hefjast í Barentshafi á ný, líklega 1988. Nákvæm flokk- un kemur til með að ráða úrslit- um,“ segir Stefán Jónsson. NÝI flokkarinn frá Fishmaster gefur kost á mun nákvæmari flokkun en áður. Veiðarfæra samtökin stofnuð FYRIRTÆKIN Netagerðin INgólfur í Vestmannaeyjum, Refa frá Noregi og Marine Supplies & Oceansafe á Hjaltlandi hafa nú stofnað sam- starfshóp undir heitinu European Fishing Gear Group - Evrópsku veið- arfæra samtökin. Með þessu sam- starfi er ætlunin að styrkja stöðu fyrirtækjanna á veiðarfæramarkaðn- um í Evrópu. Þessi þijú fyrirtæki eru þegar vel- þekkt innan sjávarútvegsins í Evr- ópu. Markmið þeirra er að skiptast á tækniþekkingu til að styrkja hvert annað og vinna þannig saman að öflugri markaðssókn. Sameiginleg innkaup á efni til netagerðar munu einnig styrkja stöðu þeirra á mörkuð- unum. Vinningshafar í léttum leik Hér fara á eftir nöfn vinningshafa í getrauninni Peltor, léttur leikur, sem Dynjandi stóð fyrir á íslenzku sjávarútvegssýningunni: Páll Ingvarsson Safamýri 27, Reykjavík. Ingvi Ingólfsson Smára- rima 96, Reykjavík. Gunnar Hall- dórsson Holtsbúð 23, Garðabæ. Njál! Helgason Dvergholti 20, Mos- fellsbæ. Dröfn Jónsdóttir Hjalla- braut 13 Þorlákshöfn. Bjarki Björns- son Hamrahlíð 5 Vopnafirði. Ásbjörn Guðjónsson Strandgötu 15a, Eski- firði. Haraldur Haraldsson Borgum, Grímsey, Víðir Arnar Úlfarsson, Ásvallagötu 21, Reykjavík og Bjargi Sigþórsson Stórholti 7, ísafirði. Tsurumi SLÓGDÆLUR Margur stæröir Níðsterkur rafmótor 3 x 380 volt 3 x 220 volt Tvöföld þétt- ing með sili- koniá snertiflötum Öflugt og vel opiðdælu- | hjól með | karbíthnífum 104 Rvk. tr 581 2530 Auktu frumleiðnina með INTERROLL joKi Færibanda- 1 mótorar, j flutningsrúllur, flutningskerfi\ lagerkerfi. Viöurkennd gæðavaro. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.