Morgunblaðið - 25.09.1996, Page 1

Morgunblaðið - 25.09.1996, Page 1
f Haustið er komið HAUSTIÐ með rigninguna, rokið og kólnandi veður hefur heils- að okkur. Eva María Magnúsdóttir, 6 ára, Laufengi 44, 112 Reykjavík, er höfundur myndar af vel klæddri stúlku (Evu sjálfri) með útbreiddan faðm og bros á vör. Munum eftir að klæða okkur eftir veðrinu - þá eru minni líkur á, að við þurfum að liggja í rúminu með kvef og hita. HUÓM- PLÖTUR - Hvað er nú það? VITIÐ þið hvað eru margar skorur á hljómplötu? Þær eru í rauninni bara tvær, ein á hvorri hlið. Hljómplata - hvað er nú það? Það eru plastskífurnar í plöturekkunum hjá foreldrum ykkar í pappaumslögum, oft með myndum á. Þau taka þess- ar svörtu plastskífur stundum úr umslögunum og setja á ein- kennilegt verkfæri sem nefnist plötuspilari (það er ef ekki er búið að henda honum). Þau verða angurvær á svip- inn og rifja upp gamla tíma, þegar þau voru unglingar og hlustuðu á rokktónlist, sem foreldrum þeirra fannst vera hið mesta garg og gól. Geisladiskar og geisla- spilarar eru arftakar platn- anna og plötuspilaranna.og gera að mörgu leyti það sama, flytja tónlist til okkar tónvísu eyrna. Standið á eigin fótum ÞESSAR tvær myndir eftir einhvern teiknara í útlönd- um eru til þess gerðar, að athuga hvort þið eruð at- hugul og getið einbeitt ykk- ur. Fimm atriði á efri mynd- inni er einnig að finna á þeirri neðri. Getið þið séð hver þau eru? Það er þetta með Lausnir, þær sögðust ekki vilja gefa upp réttu svörin að þessu sinni, þið hefðuð gott af því að nota athyglisgáfu ykkar til hins ýtrasta og ekki hafa neitt annað við að styðjast nema ykkur sjálf - og svei mér þá, það er nú heilmikið til í þessu hjá Lausnum! PENNA- VINIR Eftirfarandi bréf barst Pósti og síma, sem leitaði til Myndasagna Moggans - og þið sem eruð læs og skrif- andi á ensku getið eignast pennavinkonu á Ítalíu: Dear Central Post Admini- stration of Iceland. I am an Italian little girl, I am 9 years old and my name is Serena. I attend ele- mentary school and study English. I live in Palermo in Sicily, but in summer I go to Sciacca on holiday, and now I’m in Sciacca. I love travelling, drawing, music and I love your beauti- ful country too. I wish to correspond with little girls from Iceland of my age or a little older, in English or Ital- ian, but I don’t know what to do to find them. Please, may you help me? Thank you very much!!! Serena. These are my adresses: Serena Fanara Via S. Aldisio, No. 1 90146 Palermo ITALY Summer adress: Serena Fanara c/o Saieva Via B. Nastasi, 3/C 92019 Sciacca (AG) ITALY Krakkar, þau ykkar sem sendið bréf til Serenu, ættuð að senda á báða staðina, sennilega er stúlkan komin suður til Sikileyjar og bytjuð í skólanum. Kæri Moggi. Ég er tólf ára og mig lang- ar að eignast pennavini, stráka og stelpur, á aldrinum 11-13 ára. Svara öllum bréf- um og skrifa oft. Áhugamál mín eru: Sætir strákar, föt, dýr, diskótek, fótbolti og tón- list. Heimilisfang mitt er: Diljá Agnarsdóttir Baugatanga 3 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.