Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 1
JHi»ratinfcWirtí> B 1996 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER BLAD HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristsinn Tómas hættur sem þjálfari Skallagríms TÓMAS Holton, sem þjálfað hefur meistaraflokk Skallagríms í körfuknattleik undanfarin tvö ár, sagði um helgina upp störfum og þegar er búið að ráða annan í hans stað. Sá heitir Terry Robert Upshaw og er þrítugur Kanadamaður sem hefur verið aðstoðarþjálfari i Guelph háskólanum í Ont- ario fylki. Hann er vel menntaður sem þjálfari, hefur lokið öllum námskeiðum sem hægt er í Kanada og fær nýög góð meðmæU frá yfirþjálfara sínum. Að sögn Dóru Axelsdóttur, formanns körfu- knattleiksdeildar Skallagríms, er Upshaw tilbúinn að koma til landsins strax á sunnudaginn en hún sagði ekki vist að hægt væri að útvega honum far til landsins með svo stuttum fyrirvara. Tómas sagði i samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann hefði fundið að álagið sem fylgdi því að vera bæði leikmaður og þjálfari væri of mikið. „Ég fann smjörþefinnaf því sem koma skyldi á mótinu um helgina. Ég hafði verið i nokkr- um vafa í sumar, en ákvað um helgina að hætta. Ég veit að þetta er nokkuð seint, en held það sé skárra að hætta núna en um miðjan vetur. Von- andi ganga þjálfaraskiptin vel og ég held að við séum i ágætis æfingu þannig að nýi þjálfarinn geti gengið nokkuð beint að verkefninu,“ sagði Tómas. Tindastóll fær liðsstyrk TINDASTÓLL hefur fengið nýjan erlendan leik- mann til liðs við sig í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, en þeir létu ungverska leikmanninn, sem kom í haust til þeirra, fara fyrir nokkru. Nýi leikmaður- inn, sem kom til Sauðárkróks á þriðjudaginn, er þeldökkur miðheiji, Jeff Johnson að nafni og lék í fyrra í Bólivíu. Hann lék þar áður í atvinnu- mannadeildinni í Norður-Karolínu með Champ Wrescher, sem leikur með KR, og Curtis Raym- ond, sem leikur með Borgnesingum. Uppselt í stúkuna á Akranesi ÞAÐ var biðröð fyrir utan Búnaðarbankann á Akranesi í gærmorgun þegar miðasala hófst á leik ÍA og KR á sunnudaginn. Alls seldust 450 miðar í stúku og þar er orðið uppselt því ársmiða- hafar eru um 140 taisins. Miðasala hefst í Reylqa- vík í dag og verður í versluninni Spörtu á Lauga- vegi. Að sögn Skagamanna dreymir þá um að fá um 4 til 5.000 áhorfendur á leikinn og segjast hæglega getað tekið við þeim öllum. A sunnudaginn verður ferðum Akraborgarinnar breytt vegna leiksins. Skipið fer frá Akranesi kl. 10 árdegis og frá Reykjavík kl. 11.30. Aðrar ferð- ir verða óbreyttar. KNATTSPYRNA ÍBV og ÍA vilja að Getraunir víki framkvæmdastjóranum Fram áfram á sigurbraut NÝLIÐAR FRAM lögðu ÍR- inga að hólmi í 1. deild karla í handknattleik, 22:18, á heimavelli sínum í Safamýri í gærkvöldi. Þeir eru því í efsta sæti deildarinnar þegar þremur umferðum er lokið og einir liða taplausir. Það var hart barist í jöfnum leik í Framheimilinu í gærkvöldi. ÍR-ingurinn en Ragnar Ósk- arsson, sem hér sækir að Páli Beck t.v. og fyrrum fé- laga sínum hjá IR, Nirði Árnasyni, varð að sætta sig við tap á lokasprettinum eft- ir harða baráttu þar leiðir liðanna skildu á síðustu tíu minútunum. ■ Leikir...B4/B5. Knattspyrnuráð ÍBV og stjórn Knattspyrnufélags^ ÍA hafa farið fram á við stjórn íþróttasam- bands íslands að hún beiti sér fyrir því að Sigurður Baldursson, fram- kvæmdastjóri íslenskra getrauna, verði látinn víkja úr starfi vegna „Lengjumálsins" svonefnda. í löngu bréfi knattspyrnuráðs ÍBV til Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ, er forsaga málsins rakin. „Til- efni þessa bréfs eru þær aðdróttan- ir og rangfærslur sem fram- kvæmdastjóri Islenskra getrauna (hér eftir nefnt ÍG), Sigurður Bald- ursson, viðhafði í fjölmiðlum og á baksíðu leikskrár Lengjunnar í s.l. viku þ.e. 38. leikviku," eru upphafs- orð bréfsins og slðan er efnislega vitnað í eftirfarandi í fyrrnefndri leikskrá: „Þar sem heyrst hefur að leikmenn IBV hafa sagt „best væri að tapa fyrir IA til að komast í Evrópukeppni" - höfum við ákveðið að hafa þennan leik [innsk. ÍBV- ÍA] ekki á Lengjunni. Við þurfum að vera 100% öruggir um að úrslit séu ekki ákveðin fyrirfram og að leikur á Lengjunni sé í alla staði heiðarlega framkvæmdur.“ í bréfinu kemur fram að um al- varlegar ásakanir sé að ræða. „Með þessari útskýringu á baksíðu leik- skrárinnar eru leikmenn, þjálfari og Knattspyrnuráð IBV vændir um mjög alvarleg svik og óíþrótta- mannslega framkomu. Slíkt er ekki hægt að iíða frá hendi eins starfs- manns íþróttahreyfingarinnar og hefur hann með mjög svo óvönduð- um vinnubrögðum gert heilt knatt- spyrnulið ómerkt og um leið sett slæman blett á bæjarfélagið." Rifjuð eru upp ummæli fram- kvæmdastjórans í sjónvarpi og greint frá fréttatilkynningu frá Getraunum í kjölfarið sem hafi ekki lægt neinar öldur. „Knattspymuráð ÍBV og Eyja- menn allir vona að stjórn ÍSI taki á þessu máli á þann hátt að eyða megi öllum efasemdum sem eru nú til staðar hjá íþróttahreyfingunni í Vestmannaeyjum. Við sættum okkur ekki við neinar málamiðlanir heldur viljum við hreinsa nafn ÍBV af slíkum rógburði fyrir fullt og allt svo félag- ið berí ekki varanlega skaða af. Vegna ofangreindra atriða fer Knattspyrnuráð ÍBV fram á við stjóm ISÍ að hún beiti sér fyrir því að umræddur framkvæmdastjóri IG, Sigurður Baldursson, verði látinn víkja úr starfi nú þegar.“ Samþykkt stjómar Knattspymufélags ÍA er á sömu lund „vegna grófra aðdróttana og dónaskaps við íslenska knatt- spymu fyrir næstsíðustu umferð í íslandsmótinu". KNATTSPYRNA: SIMONE MED ÞRENNU Á FYRSTU 25 MÍNÚTUNUM / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.