Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 5
4 B FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 B 5 URSLIT Fram-IR 22:18 Iþróttahús Fram, íslandsmótið í handknatt- leik, 1. deild karla, miðvikudaginn 25. sept- ember 1996. Gangur ieiksins: 1:0, 4:3, 4:6, 6:7, 8:8, 10:8, 12:13, 15:14, 17:15, 18:18, 22:18. Mörk Fram: Oleg Titov 5/1, Daði Hafþórs- son 4, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 4/1, Njörður Ámason 3, Páll Beck 2, Magnús Arnar Arngrímsson 2, Ármann Þór Sigur- vinsson 1, Guðmundur Pálsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 8 (þaraf 3 til mótheija), Þór Bjömsson 7 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 4 minútur. Mörk ÍR: Magnús Már Þórðarson 8, Ragn- ar Óskarsson 4, Frosti Guðlaugsson 3, Jó- hann Ásgeirsson 2/1, Ólafur Gylfason 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 12 (þar af 3 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, ágætir enda leikurinn prúð- mannlega leikinn að hálfu beggja liða. Áhorfendur: 200. Haukar - Grótta 21:21 Strandgata í Hafnarfirði: Gangur leiksins: 0:1, 4:2, 8:4, 9:7, 12:8, 13:10, 14:12, 14:14, 16:16, 18:17, 18:18, 20:18, 20:21, 21:21. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 8, Gústaf Bjamason 4, Rúnar Sigtryggsson 3, Þor- kell Magnússon 3, Halldór Ingólfsson 2/1, Jón Freyr Egilssson 1. Varin skot: Bjarni Frostason 22/1 (þar af 7 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Gróttu: Juri Sadovski 7/4, Róbert Þór Rafnsson 5, Einar Jónsson 2, Jón Þórð- arson 2, Davíð Gíslason 2, Bjöm Snorrason 1, Jens Gunnarsson 1, Guðjón Valur Sig- urðsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 15 (þar af 4 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Þar af fékk Jens Gunnarsson rautt spjald fyrir að henda vatnsbrúsa inná völlinn. Dómarar: Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson voru mjög góðir. Áhorfendur: Um 400. KA-HK 30:23 KA-heimiiið: Gangur leiksins: 0:1, 4:1, 9:3, 13:6, 15:7, 19:9, 22:13, 25:14, 25:20, 29:21, 30:23. Mörk KA: Julian Róbert Duranona 12/3, Jóhann G. Jóhannsson 6, Sergei Ziza 5, Sævar Ámason 3, Leó Öm Þorleifsson 3, Björgvin Björgvinsson 1. Varin skot: Guðmundur Amar Jónsson 18/1 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur Mörk HK: Ásmundur Guðmundsson 6, Óskar E. Óskarsson 5, Gunnleifur Gunn- leifsson 4, Sigurður V. Sveinsson 3/2, Jón B. Ellingsen 2, Hjálmar Vilhjálmsson 2, Guðjón Hauksson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 8/2 (þar af 3/1 til mótheija), Hilmar Jónsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Voru i miklum vandræðum. Áhorfendur: 812. ÍBV-UMFA 24:26 Iþróttahúsið í Vestmannaeyjum: Gangur leiksins: 1:2, 2:4, 3:6, 5:10, 7:13, 9.15, 11:16, 14:18, 17:21, 21:24, 24:26. Mörk ÍBV: Zoltan Belany 8/5, Gunnar Berg Viktorsson 6, Svavar Vignisson 3, Amar Pétursson 2, Ingólfur Jóhannesson 2, Haraldur Hannesson 1, Guðfinnur Krist- mannsson 1, Davíð Hallgrímsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 11/2. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk UMFA: Einar Gunnar Sigurðsson 7, Bjarki Sigurðsson 4, Alexei Trúfan 3, Ingimundur Helgason 3/1, Páll Þórólfsson 2, Jón Andri Finnsson 3, Siguijón Bjarna- son 2, Sigurður Sveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 17/1 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur, í öll skiptin var það Páll Þórólfsson sem visað var útaf og endaði með þvi að hann fékk rautt spjald. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Arnar Kristinsson, stóðu ekki sem skildi. Áhorfendur: Um 300, þar af var einn sem fylgdi UMFA og náði hann lengstum að yfirgnæfa stuðningsmenn ÍBV. Stjarnan - Valur 27:25 íþróttahúsið Ásgarði: Gangur leiksins: 4:1, 8:5, 10:8, 13:11, 14:14, 16:17, 19:17, 24:21, 25:23, 27:25. Mörk Stjörnunnar: Valdimar Grímsson 10, Einar Einarsson 7, Konráð Olavson 5, Ein- ar B. Ámason 2, Magnús Magnússon 2, Jón Þórðarson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 11, (þaraf þijú til mótheija). Axel Stefánsson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 8, Ingi Rafn Jónsson 5, Skúli Gunnsteinsson 3, Valgarð Thoroddsen 3, Ari Allansson 2, Davíð Ólafs- son 2, Daníel Ragnarsson 1, Einar Öm Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13, (þaraf Qögur til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Dæmdu af mikill sannfær- ingu, en gerðu þó sín mistök. Áhorfendur: Tæplega 300. Selfoss - FH 27:26 íþróttahúsið á Selfossi: Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:5, 4:7, 6:8, 9:10. 12:13, 13:15, 15:15 15:17, 16:21, 18:22, 19:23, 22:23, 23:24, 25:25, 26:25, 26:26 27:26 Mörk Selfoss: Björgvin Rúnarsson 8/3, Hjörtur Pétursson 6, Erlingur Klemenzson 5, Sigfús Sigurðsson 4, Alexey Demidov 3, Einar Guðmundsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 7 (þar af 2 til mótheija), Gísli Guðmundsson 5 (þar af 3 til mótheija) Utan vallar: 10 mín. Auk þess fékk Alexey Demidov rautt spjald í lok leiksins. Mörk FH: Gunnar Beinteinsson 7, Guðjón Ámason 6, Guðmundur Pedersen 6/4, Hálf- dán Þórðarson 3, Knútur Sigurðsson 3, Sig- urgeir Ægisson 1. Varin skot: Magnús Árnason 6 (þaraf eitt til mótheija), Jóhann Stefánsson 3/1 (tvö til mótheija) Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Vigfús Þorsteinsson og Steinór Baldursson vom heist til spjaldaglaðir í fyrri hálfleik en höfðu annars góð tök á leiknum. Áhorfendun 300 ■f fyrsta heimaleik Selfyssinga þar sem þeir mættu Aftureldingu var ekki rétt farið með markaskorara gestanna. Mörkin gerðu; Sigurður Sveinsson 6/1, Einar Gunnar Sig- urðsson 5, Bjarki Sigurðsson 5, Páll Þórólfs- son 5, Siguijón Bjamason 4, Alexei Trúfan 2, Þorkell Guðbrandsson 2. Fj. leikja U J T Mörk Stig FRAM 3 3 0 0 72: 65 6 UMFA 3 2 0 1 75: 69 4 KA 3 2 0 1 82: 77 4 STJARNAN 3 2 0 1 72: 71 4 VALUR 3 1 1 1 78: 73 3 GRÓTTA 3 1 1 1 71: 68 3 SELFOSS 3 1 1 1 78: 82 3 HAUKAR 3 0 2 1 72: 73 2 ÍBV 3 1 0 2 69: 72 2 FH 3 1 0 2 71: 76 2 ÍR 3 1 0 2 64: 69 2 HK 3 0 1 2 69: 78 1 Knattspyrna Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL Glasgow: Rangers - Auxerre..................1:2 Paul Gascoigne (71.) - Thomas Deniaud (54., 68.). 37.344. Rangers: Andy Goram; Alex Cleland, Jörg Albertz, Richard Gough, Joachim Bjork- lund, Paul Gascoigne, Gordon Durie (Ian Ferguson 85.), Brian Laudrup, Peter Van Vossen, Derek Mclnnes, Craig Moore (Erik Bo Andersen 78.). Auxerre: Lionel Charbonnier; Alain Goma, Franck Rabarivony, Philippe Violeau, Sabri Lamouchi, Moussa Saib, Bemard Diomede, Taribo West, Frederic Danjou, Christian Henna, Thomas Deniaud (Antoine Sibierski 86.). Amsterdam: Ajax - Grasshopper 0:1 - Murat Yakin (58.). 42.000. Ajax: Edwin van der Sar; Marcio Santos, Danny Blind, Frank de Boer, Winston Bog- arde; Mariano Juan (Mario Melchiot 68.), Jari Litmanen (Nordin Wooter 46.), Kiki Musampa, Tijjani Babangida (Amold Scholten 75.), Ronald de Boer, Marc Overm- ars Grasshopper: Pascal Zuberbuehler, Harald Gaemperle, Bemt Haas, Mats Gren, Pascal Thueler; Massimo Lombardo (Marcel Koller 89.), Murat Yakin, Antonio Esposito, Jo- hann Vogei; Viorel Moldovan (Boris Smilj- anic 90.), Joel Magnin (Alexandre Comi- setti 78.) Staðan Grasshopper.............2 2 0 0 4:0 6 Auxerre.................2 10 1 2:2 3 Ajax....................2 1 0 1 1:1 3 Glasgow Rangers.........2 0 0 2 1:5 0 B-RIÐILL Búkarest, Rúmeníu: Steaua Búkarest - Dortmund.........0:3 - Lars Ricken (7.), Joerg Heinrich (37.), Stephane Chapuisat (77.). 15.000. Borussia Dortmund: Stefan Kios; Júrgen Kohler, Stefan Reuter, Juiio Cesar, Wolf- gang Feiersinger, Joerg Heinrich, Paul Lambert, Andreas Möller, (Vladimir But 86.), Michael Zorc; Heiko Herrlich (Rene Tretschok 85.), Lars Ricken (Stephane Chapuissat 75.). Lodz, Póllandi: Widzew Lodz - Atletico Madrid......1:4 Marek Citko (45.) - Milinko Pantic (24.), Diego Simeone (32., 60.), Kiko (61.). Atletico Madrid: Jose Francisco Molina, Toni, Roberto Solozabal, Santi, Carlos Agu- ilera (Lopez 74.), Delfi Geli, Milinko Pantic, Diego Simeone (Pablo 77.), Radek Bejbi, Juan Esnaider, Kiko Narvaez (Robcrto 81.). Staðan Atletico 2 2 0 0 8: :1 6 2 2 0 0 5: :1 6 WidzewLodz 2 0 0 2 2 :6 0 Steaua 2 0 0 2 0: :7 0 Istanbui: Fenerbahce - Juventus.............0:1 - Aien Boksic (21.). 28.000. Juventus: Michelangelo Rampulla, Ciro Ferrara, Paolo Montero, Sergio Porrini, Antonio Conte, Alen Boksic, Alessandro Del Piero (Alessio Tacchinardi 85.), Didier Deschamps, Christian Vieri (Micheie Pado- vano 59.), Zinedine Zidane (Angelo Di Livio 71.), Gianiuca Pesetto. Staðan Juventus................2 2 0 0 2:0 6 ManchesterUnited........2 1 0 1 2:1 3 Fenerbahce............. 2 0 1 1 1:2 1 Rapid Vienna............2 0 1 1 1:3 1 D-RIÐILL Oporto: Porto - Gautaborg.................2:1 Artur Oliveira (27., 51.) - Jorge Costa (72. - sjálfsm.). 30.000. Portó: Andrzej Wosniak, Sergio Conceicao, Jorge Costa, Luis Marcos „Lula“, Rui Jorge, Aloisio Alves, Femando Mendes, Paulinho Santos, Edmilson Pimenta (Antonio Folha 66.), Mario Jardel (Ljumbinko Drulovic 80.), Artur Oliveira. Gautaborg: Thomas Ravelli, Jonas Olsson, Teddy Lucic, Niclas Alexandersson, Stefan Pettersson (Mikael Martinsson 80.), Stefan Lindqvist, Mikael Nilsson, Andreas Anders- son, Jesper Blomqvist, Magnus Erlingmark, Stefan Landberg. Þrándheimur: Rosenborg - AC Milan..............1:4 Trond Egil Soltvedt (15.) - Marco Simone (6., 23., 25.), George Weah (55.). 20.849. AC Milan: Sebastiano Rossi; Christian Panucci, Alessandro Costacurta, Marcel Desailiy, Paolo Maldini, Edgar Davids, Demetrio Albertini, Massimo Ambrosini, Dejan Savicevic (Stefano Eranio, 42.); Ge- orge Weah, Marco Simone (Roberto Baggio 73.). Staðan Porto...................2 2 0 0 5:3 6 ACMilan.................2 1 0 1 6:4 3 Rosenborg...............2 10 1 4:6 3 Gautaborg...............2 0 0 2 3:5 0 UEFA-keppnin 1. umferð, síðari leikir: Köln, Þýskalandi: Gladbach - Arsenal.................3:2 Andrzej Juskowiak (23., 90.), Steffan Ef- fenberg (75.) - Ian Wright (43.), Paul Mer- son (50.). 35.000. ■Gladbach vann samanlagt 6:4. Tel Aviv, ísrael: Tel Aviv - Tenerife (Spáni)........1:1 Gadi Brumer (49.) - Angel Vivar (43.). 15.000. ■Tenerife vann samanlagt 4:3. Vináttulandsleikur Wodzislaw Slaski, Póllandi: Pólland - Sam. Arabísku............1:0 Dariusz Rzezniczak (35.). 2.000. England 2. umferð deildarbikarsins Seinni leikir (samanlögð úrslit í sviga). Chelsea - Blackpool..........1:3 (5:4) Derby-Luton..................2:2 (2:3) Leicester - Scarborough......2:1 (4:1) Peterborough - Southampton...1:4 (1:6) Portsmouth - Wimbledon.......1:1 (1:2) Queens Park Rangers - Swindon ....1:3 (3:4) Tottenham - Preston..........3:0 (4:1) West Ham - Barnet............1:0 (2:1) 3. umferð: York - Leicester, Tottenham - Sunderland, Port Vale - Oxford, Bolton - Cheisea, Wimbledon - Luton, West Ham - Notting- ham Forest, Charlton - Liverpool, Gilling- ham - Coventry, Ipswich - Crystal Palace, Southampton - Lincoln, Blackburn - Stock- port, Manchester United - Swindon, Midd- lesbrough - Huddersfield, Newcastle - Old- ham, Stoke - Arsenal, Leeds - Aston Villa. Körfuknattleikur Reykjavíkurmót karla: B-deild: Stjaman - Léttir................101:52 Evrópukeppnin Meistaradeildin: C-riðill: Barcelona, Spáni: Barcelona - Panathinaikos........77:58 Rafael Jofresa 18, Andres Jimenez 12, Xavi Femandez 11, Andrei Festissov 11 - Frangiskos Alvertis 13, Nikolaos Ekonomou 9, Byron Dinkins 9, Hugo Sconochini 9. Ljubljana, Slóveniu: Olimpija - Leverkusen.................86:70 Marko Milic 20 - Tony Dawson 17, Kevin Pritchard 17 C-RIÐILL Manchester: Manchester United - Rapid Vín.......2:0 Ole Gunnar Solskjær (20.), David Beckham (27.). 51.831. Manchester United: Peter Schmeichel, Gary Neville, Denis Irwin, Ronny Johnsen (David May 19.), Gary Pallister, Eric Can- tona, David Beckliam, Ityan Giggs, Karel Poborsky (Nicky Butt 79.), Roy Keane, Ole Soiskjaer (Andy Cole 75.). Rapid Vín: Michael Konsel, Trifon Ivanov, Peter Schoettel, Peter Stoeger (Zoran Bar- isic 63.), Dietmar Kuehbauer, Christian Prosenik, Andrzej Lesiak, Krzystof Ratajczyk, Rene Wagner (Christian Stumpf 63.), Thomas Zingler (Prvoslav Jovanovic 72.), Andreas Heraf. FELAGSLIF Lokahóf Víkings Lokahóf meistaraflokks Víkings í knattspyrnu verður haldið í LA Café, föstudagskvöld kl. 20. Hlaupaferð til Amsterdam Hópferð verður til Amsterdam til þátttöku í Amsterdam-maraþoninu 1. - 6. nóvember. Fararstjórar verða Sigurður P. Sigmundsson (s-565- 7635) og Pétur Frantzson (s-551- 2992) og veita þeir nánari upplýs- ingar. Þeir sem ætla með í ferðina eru beðnir að skrá sig fyrir 1. októ- ber hjá ferðaskrifstofunni Úrval- Útsýn. HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Selfyssingar nýttu tímann Þetta var leikur mistaka á báða bóga og hefði getað farið á hvom veginn sem var, en við vorum lánsamir í lokin og Sigurður unnum með góðri Jónsson baráttu. Eg er skrifarfrá ánægður með mína Selfossi menn, meðan við spilum góða vörn þá er þetta í lagi,“ sagði Guðmundur Karlsson þjálfari Selfyssinga eftir leikinn við FH. Selfyssingar náðu yfirhöndinni þeg- ar 5 mínútur voru eftir og sigruðu 27:26. Það var Alexey Demidov sem kláraði síðustu sókn Selfýssinga og skoraði þegar 3 sekúndur lifðu af leiknum sem var hinn líflegasti. FH-ingar vom mun ákveðnari og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálf- leikinn. Máttarstólpar liðsins voru Gunnar Beinteinsson og Guðjón Árnason sem skoruðu gullfalleg mörk. Gunnar sýndi mikið öryggi í horninu og skoraði 7 mörk þar sem hann sveif láréttur inn úr því. Þeir Hjörtur Pétursson, Björgvin Rún- arsson og Erlingur Klemenzson áttu mjög góðan leik, Björgvin lék af öryggi og reynslu en þeir Hjörtur og Erlingur eru mjög vaxandi leik- menn og greinilega í mikilli fram- för. Um miðjan hálfleikinn virtist staða Selfyssinga vonlítil en þeir réttu úr kútnum og nýttu sér mis- tök gestanna. Þegar 3 mín. voru eftir var staðan 25:25. Heppnin var síðan með Selfyssingum í lokin og sigurmarkið kom á síðustu sekúnd- unum. Eyjamenn gestrisnir Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar frá Eyjum MEÐ góðum leik í fyrri hálf- leik í Eyjum í gærkvöldi lögðu leikmenn UMFA grunninn að tveggja marka sigri sínum, 26:24. Þá náðu þeir mest sex marka forystu sem heima- mönnum tókst aðeins að saxa á f síðari hálfleik en ekki nóg til að öngla í annað stigið. Það var engin stemmning í leik okkar í byijun og strákarnir höfðu ekki trú á því að þeir gætu lagt Aftureldingu að velli. Mosfelling- ar fengu að vera eins og heima hjá sér allan fyrri hálf- leikinn,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV. Það var nánast eins og það væri eitt lið á leikveilinum í fyrri hálfleik. Vörn Eyjamanna var hriplek og sóknarleikurinn ansi mikið hnoð. Þetta kunnu Mosfell- Mm FOLK ■ FELAGSSKIPTANEFND HSÍ ákvað í gær að nýja handknattleiks- félagið í Mosfellsbæ, HM, skyldi greiða handknattleiksdeild Aftur- eldingar samtals 34.000 krónur fyrir tíu leikmenn sem höfðu til- kynnt félagsskipti úr UMFA yfir í HM. ■ ÁÐUR hafði UMFA selt Daníel Ragnarsson til Vals fyrir 5.000 krónur og hefur félagið því alls selt leikmenn fyrir 39.000 krónur á þessu hausti. ■ JENS Gunnarsson leikmaður Gróttu fékk rautt spjald í leiknum gegn Haukum í gærkvöldi þegar hann sló vatnsbrúsa inná völlinn er hann var að fara útaf. Dómarar leiksins sáu ekki gjörla hvernig það gerðist, gengu að varamanna- bekknum og áttu von á að þar myndu allir neita nokkrum hlut í verknaðinum. Hinsvegar gaf Jens sig strax fram, fékk rauða spjaldið og leikurinn gat haldið áfram. Gott hjá Jens. ingar vel við og gerðu um tíma tvö mörk gegn hveiju einu sem kom frá heimamönnum. Einar Gunnar Sigurðsson fór fremstur í flokki UMFA og gerði fimm mörk í leikhlutanum. Annars naut breiddin í leikmannahópi gestanna sín vel því alls gerðu átta leikmenn mörk í fyrri hálfleik. Gunnar Berg Viktorsson var sá eini í hópi Eyja- manna sem reyndi að sýna lit en mátti ekki við margnum. Staðan var 15:9 í hálfleik og lítið útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Eyjamenn notuðu leikhléið greinilega vel. Þeir léku góða vörn og til marks um það fengu þeir aðeins eitt mark á sig á fyrstu tíu mínúturnar. Ekki skemmdi það heldur fyrir að Sigmar Þröstur Óskarsson tók að veija allt hvað af tók, ólíkt því sem var í byrjun. ÍBV minnkaði muninn í þijú mörk og átti möguleika á að komast niður í tvö mörk þremur mínútum fyrir leikslok. Þá skoraði Haraldur Hannesson en Gunnlaugur Hjálm- arsson, annar dómari leiksins, dæmdi markið ekki gilt heldur ví- takast í þess stað. Það varði Berg- sveinn Bergsveinsson markvörður UMFA og þar með var björninn unninn. „Það er alltaf erfitt að koma hingað til Eyja. Þess vegna er ég ánægður með að ná sigri að þessu sinni,“ sagði Bergsveinn Berg- sveinsson, besti leikmaður UMFA í leiknum. Framarar m halda sínu Þriðji sigur nýliðanna íjafn mörgum leikjum Morgunblaðið/Árni Sæberg AROIM Kristjánsson var atkvæðamikill hjá Haukum í gærkvöldi og markahæstur með 8 mörk. Hér reynir hann að brjótast framhjá Gróttumönnunum Símoni Geir Þorsteinssyni (t.v.) og Juri Sadovski. Heppnir Haukar GRÓTTUMENN stóðu ekki bara uppi íhárinu á Haukum, heldur máttu Hafnfirðingar þakka fyrir að krækja sér í 21:21 jafntefli á síðustu sekúnd- unum í Hafnarfirðinum ígærkvöldi. Þar vó hlutur Bjarna Frostasonar mest er hann varði 24 skot. „Ég hef ekki aðra skýringu en að við séu svona taugastrekktir og þetta var léiegt hjá okkur. Sama gerðist og í leik okkar við KA þegar við hættum að berjast og byrjum að hnoða sem skilar engu,“ sagði Bjarni eftir leikinn. Stefán Stefánsson skrifar Þijú gul spjöld á varnarmenn Hauka í fyrstu sókn Gróttu gáfu tóninn því leikið var af hörku en þó ekki mjög gróft. Bæði lið léku flat- ar varnir en Haukar voru mun hreyfanlegri og sprækari í sókninni að auki. Eftir tíu mínút- ur var staðan 4:2 Haukum í vil, sem var ekki síst að þakka Aroni Kristjáns- syni og Rúnari Sigtryggssyni auk þess sem Bjarni hafði varið 5 skot. Þeim tókst samt ekki að hrista Seltirninga af sér. Gróttumenn kúventu eftir hlé, voru mun áræðnari í sóknarleiknum og lok- uðu vörninni á meðan Haukar voru klaufar í sínum sóknum. Gestirnir jöfn- uðu eftir átta mínútur og komust loks yfir á tuttugustu mínútu en þá hafði Aron gert öll 6 mörk Hauka eftir hlé svo að reynt var að taka hann úr umferð. Seltirningar misstu móðinn um stund og allur broddur hvarf úr sóknarleiknum svo að Haukar ná for- ystu á ný, 20:18. Þegar leikmanni Gróttu var síðan vísað af leikvelli fyr- ir að henda vatnsbrúsa inná völlinn, brostu margir Hafnfirðingar í kampinn en kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið því Gróttumenn vöknuðu til lífs á ný með þrjú næstu mörk og ein og hálf mínútu eftir í stöðunni 20:21. Eftir tvær mislukkaðar sóknir hjá hvoru liði tókst síðan Gústafi Bjarna- syni af jafna þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. Bjarni markvörður var bestur Hauka og Aron góður því hann þorði af taka af skarið. Oft brá fyrir góðum sóknarfléttum hjá Haukum og vörnin var yfirleitt sterk en þeir virtust ekki geta haldið út heilan leik. Með skynsemina að vopni og auka- orku fyrir endasprettinn, hefur Grótta sýnt að ekkert lið getur bókað stig gegn þeim í vetur en spurning um hvort liðið haldi það út. Sigtryggur varði vel, Juri Sadovski var góður, Róbert Þór Rafnsson ágætur og Davíð Gíslason átti góðan sprett eftir hlé. „Það voru ótrúlegar sviptingar en sýndi karakter hjá okkur að jafna og komast yfir en við vorum klaufar að vinna ekki. Leikmenn fyllast oft auka- orku þegar fækkar á vellinum en Haukarnir ætluðu sér að ná forystunni þegar það gerðist undir lokin,“ sagði Sigtryggur eftir leikinn. NYLIÐAR Fram halda sínu striki í 1. deild karla íhand- knattleik og sigruðu í þriðja leik sínum f röð er þeir mættu ÍR-ingum á heimavelli í gær- kvöldi. Lokatölur 22:18 en þær gefa ekki rétta mynda af leikn- um því það var nær jaf nt á öllum tölum fyrstu 50 mínút- urnar eða allt þar til staðan var 18:18. Þá skildu leiðirog lærisveinar Guðmundar Guð- mundssonar léku við hvurn sinn fingur í vörn og sókn og tróna nú einir í efsta sæti deildarinnar með fulit hús stiga. Við verðum að halda okkur á jörðinni þrátt fyrir að byijun- in sé góð,“ sagði Guðmundur þjálfari Fram. „Hjá okkur er það shýrt að við tökum jvar einn leik fyrir í Benediktsson einu,“ bætti hann skrifar við. Mikil taugaveiklun ríkti í her- búðum beggja fylkinga í fyrri hálf- leik og bar sóknarleikurinn þess greinileg merki. Leikmenn gerðu mikið af fljótfærnis mistökum og fleiri markskot en ekki rötuðu í markstangirnar fyrsta stundar- fjórðunginn. Þá voru leikmönnum einstaklega mislagðar hendur í fjölmörgum hraðaupphlaupum og t.d. tókst Fram ekki að skora úr einu í leikhlutanum. Varnarleikur- inn var hins vegar í góðu lagi og markvarslan einnig allgóð. Staðan var jöfn í leikhléi, 8:8, og þess má geta að sóknarnýtingin var ekki nema þijátíu og þrír af hundraði. Heldur lagaðist sóknarleikur beggja liða í síðari hálfleik en varn- arleikurinn var áfram sterkur. Leikurinn var því áfram í járnum en í stöðunni 18:18 urðu vatnaskil í leiknum. Framvörnin setti í lás og Reynir Reynisson markvörður, sem var nýkominn inn á, varði allt hvað af tók. Fékk ekki á sig mark en varði hins vegar átta skot. á þessum kafla. Leikmenn Fram lékíi af meiri yfirvegun á sama tíma og aukinnar taugaveiklunar gætti í herbúðum Breiðhyltinga um leið og sóknarlotur þeirra urðu snub- bóttari. Framliðið sigldi fram úr og sigur þeirra var verðskuldaður. Létthjá Leikur KA og HK verður ekki lengi í minnum hafður. Mikill getumunur var á liðunum. KA- menn voru komnir Stefán Þór með 11 marka for- Sæmundsson skot um miðjan skrifar frá seinni hálfleik og Akureyri f5ru þ£ ag bíða eftir því að dómararnir flautuðu leikinn af. Eins og nærri má geta var loka- kafli leiksins því lítt spennandi fyrir hina fjölmörgu stuðningsmenn liðs- ins. KA sigraði 30:23. Það var aðeins í byrjun sem HK- menn bitu frá sér. Þeir skoruðu fyrsta markið, Hlynur varði vel á upphafsmínútunum en síðan ekki söguna meir og fátt gerðist mark- vert. Liðið skoraði ekki mark í 10 mínútur og KA-menn náðu sex marka forskoti sem þeir juku upp í 8 mörk fyrir leikhlé, 15:7. Hraðinn var allmikill í leiknum en heimamenn gerðu færri mistök, auk þess sem Guðmundur Arnar fór að veija eins og hann best gerir. KA-menn kom- ust í 19:9, síðan 25:14 og stórsigur í höfn. Þá tók kæruleysið völdin og leikmenn HK skoruðu 6 mörk í röð. Ekki dugði það til að hleypa spennu í leikinn og KA sigraði auðveldlega með sjö marka mun. KA-menn áttu náðugan dag eftir erfiða útileiki gegn Hafnarfjarðar- liðunum. Duranona skoraði þegar honum datt í hug, þótt Hlynur tæki reyndar nokkur skot. Guðmundjir var góður í markinu og Jóhann ög Ziza áttu ágæta spretti. Ásmundur og Óskar voru frískastir hjá HK en aldrei þessu vant var lítið gaman hægt að hafa af Sigga Sveins. Jakob aftur í KA JAKOB Jónsson var á leikskýrslu KA gegn HK í gær. Ferill þess- arar snaggaralegu skyttu er orðinn iangur og litríkur. Fyrstu 3 áiún i meistaraflokki lék hann með KA, siðan 2 ár með KR, 2 ár í Noregi, aftur með KA í 2 ár, þá lá leiðin til Noregs 15 ár, loks 2 ár á ísafirði og nú er Jakob snúinn heim. Hann segist ekki vera kominn í æfingu en ætlar að æfa stíft og vinna sér sæti i liðinu fyrir Evrópuleikina í næsta mánuði. Stjömumenn að ná saman Líf var í tuskunum í Garðabæ í gærkvöldi þegar Stjarnan lagði Valsmenn að velli, 27:25. Stjörnu- menn fengu óskabyij- un og Valsmenn áttu fremur slakan leik, en höfðu þó forystu stundarkorn í síðari hálfleik. Heimamenn létu það ekki á sig fá og endurheimtu forskot sitt, sem þeir héldu allt til leiksloka. Það var sem Stjörnumenn kæmu fljúgandi út úr búningsherbergi sínu Edwin Rögnvatdsson skrifar í upphafi leiks og Valdimar Gríms- son, fyrrum leikmaður Vals, gaf tón- inn ásamt Konráði Olavson. Valsvélin var sein í gang og komust heima- menn í 5:1. Hlíðarendapiltar tóku leikhlé er staðan var 8:5, Stjörnunni í hag, og tókst þeim að minnka mun- inn í eitt mark. Þá tóku leikmenn Stjörnunnar tvo Valsmenn úr umferð, þá Jón Kristjánsson og Inga Rafn Jónsson, og leiddu með tveimur mörk- um í leikhléi, 13:11, þrátt fyrir að hafa verið tvisvar sinnum tveimur leikmönnum færri. Fyrirliði Garðbæ- inga, Einar Einarsson, lék mjög vel í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Það gerði Valdimar Grímsson einnig, en hann gerði þrjú mörk úr vítaköstum. Valsmenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og tókst að jafna metin eftir dágóðan sprett. Þeir létu ekki þar við sitja, heldur náðu þeir tveggja marka forystu um miðbik síðari hálfleiksins. Ingi Rafn og Jón Kristjánsson voru mennimir á bak við þá rispu gest- anna, en Adam var þó ekki lengi í Paradís. Garðbæingar komust upp að hlið gestanna og gerðu gott betur en það - náðu tveggja marka forystu, 21:19, og Valsmenn náðu ekki aðjafna metin áður en leiktíminn rann út. Einar Einarsson, Konráð Olavson og Valdimar Grímsson gerðu síðustu mörk heimamanna, en Konráð tryggði Stjörnunni endanlega sigur- inn með fallegu marki úr vinstra horninu er 20 sekúndur voru eftir. Einar fyrirliði lék prýðilega - skoraði alls sjö mörk og spannaði næstum allt litrófíð með fjölbreyttum mörkum sínum. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við byijuðum mjög illa hérna í Garðabænum með tapi fyrir IR. Mér finnst leikurinn ganga betur fyrir sig núna, en við vorum frekar þungir í byijun. Við erum með marga nýja menn í liðinu, en erum að ná saman núna. Við erum með mikla breidd og margir ungir strákar eru að koma upp,“ sagði Einar í leikslok. Valdimar Grímsson var marka- hæstur heimamanna, en hann gerði 10 mörk - þar af átta úr vítaköstum. Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, fór fyrir sinum mönnum og gerði ájtta mörk, en Ingi Rafn Jónsson lék ágæt- lega þegar hann reif sig upp. „Við lékum alls ekki nógu vel. Við þurfum að bæta marga hluti leiks okkar, t.d. misstum við boltann margoft í síðari hálfleik. Það orsakast samt fyrst og fremst af klaufaskap, en við gerðum allt of mikið af byijendamistökum,“ sagði Jón. -J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.