Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 BÖRIM OG UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ Fylkismenn hlutskarpastir KEPPNI í íslandsmóti 4. flokks í knattspyrnu var viðburðarík. Fylkismenn urðu íslandsmeistarar, sigruðu Keflvíkinga í úrslitaleik, 2:1. Á myndinni er sigurlið Fylkis; Efri röð f.v., Halldór Örn Þorsteinsson þjálfari, Baldur Óm Arnarson, Andri Fannar Ottóson, Andri Már Óttarsson, Bjarni Halldórsson, Steinn Sigurðsson, Ulfur Eimarsson, Árni Þorgrímur Kristjánsson, Þorvaldur Ámason, Þór Gunnarsson og Smári Björgvinsson liðs- stjóri. Neðri röð f.v., Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Bjarki Smárason, Kristján Andrésson, Sigurður Logi Jóhann- esson, Þórir Björn Sigurðarson, Þorlákur Hilmarsson, Jónas Guðmannsson og Ólafur Ingi Skúlason. Framarar bikarmeistarar FRAMARAR sigruðu í bikarkeppni KSÍ í 2. flokki karla í síðustu viku, en þeir lögðu Keflvíkinga í úrslitaleik á Sandgerðisvelli, 2:1. Magnús Guðmundsson var hetja Framara í leiknum, en hann skoraði sigurmarkið á 89. mínútu. Fyrra mark Fram skoraði Eggert Stefánsson, en Hjörtur Fjeldsted skoraði mark Keflvíkinga. Á mynd- inni má sjá sigurlið Framara; efri röð f.v., Kristinn R. Jónsson þjálfari, Þorbjörn Atli Sveinsson, Davíð Gunnars- son, Eggert Stefánsson, Kolbeinn Guðmundsson, Davíð Stefánsson, Magnús Guðmundsson, Sigurður Óli Sigurðs- son og Brynjólfur Hjartarson og Ingimundur Magnússon Iiðsstjórar. Neðri röð f.v., Freyr Karlsson, Sverrir Ingimundarson, Finnur Bjarnason, Gunnar Sveinn Magnússon, Sigurður Elí Haraldsson fyrirliði, Haukur Snær Hauksson, Rúnar Ágústsson og Daði Guðmundsson. Jónatan Þór Magnússon, fyrirliði íslands 1, um úrslitaleikinn gegn Bording Missti aldrei trúna á sigur etta er búið að vera mjög strembin og stíf dagskrá en að sama skapi er þetta Iíka búið að vera rosalega gaman. Þessi hópur spilaði saman á Ice-Cup í Hafn- arfirði fyrr á þessu ári, en ferðin hingað til Danmerkur eflir hópinn enn frekar og styrkir vináttuböndin, sem myndast hafa meðal okkar stelpnanna," sögðu fyrirliðar ís- lensku kvennalandsliðanna, þær Halldóra Ingvarsdóttir og Sigurlaug Rúna Rúnarsdóttir að úrslitaleik mótsins loknum. „Það var algjört klúður hjá okkur að gera jafntefli við Greve í riðla- keppninni því þá lentum við í krossa- spili við ísland 2 í undanúrslitunum og töpuðum 15:20. Það var óneitan- lega mjög svekkjandi að tapa und- anúrslitaleiknum, en sárin voru fljót að gróa og allir urðu góðir vinir á ný fljótlega eftir að leiknum lauk. Það var hins vegar hræðilegt að tapa leiknum um 3. sætið því við vorum þó nokkuð betri og áttum virkilega skilið að vinna," sagði Halldóra og Sigurlaug bætti við: „Það var eiginlega eini veiki blettur- inn á þessari ferð að bara annað liðið fékk verðlaun, en það var rosa- lega sætt fyrir okkur að vinna úr- slitaleikinn. Þetta var mjög erfitt en hafðist að lokum í framlenging- Mjög ánægður ÖRN Magnússon, framkvæmda- stjóri Handknattleikssambands ís- lands, var að vonum mjög ánægður með árangur íslensku liðanna er Morgunblaðið spjallaði við hann á dögunum. „Stjórn HSÍ er mjög ánægð með árangur bæði pilta- og stúlknaliðanna og það er gott til þess að vita að í þessum hópum liggur framtíðin. Stefna okkar er vitaskuld að hiúa vel að þeim og halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað. Að lokum viljum við einnig óska leikmönnum og aðstandendum liðanna til ham- ingjum meðþennan frábæra árang- ur,“ sagði Örn. Taka á móti Færeyingum LANDSLIÐ íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri leikur gegn Færeyjum í Borgarnesi kl. 12 á morgun, en íslenska liðið sigraði Lúxemborg 3:0 á mánudag. Leikirnir eru liðir í undanriðli Evr- ópumótsins. unni og sigurinn er að sjálfsögðu allt _sem máli skiptir." „Ég missti aldrei trúna á að við gætum klárað dæmið þótt við gengj- um til búningsherbergjanna í hálf- leik sex mörkum undir,“ sagði Jón- atan Þór Magnússon, fyrirliði ís- lands 1, eftir að liðið hafði náð að tryggja sér nauman sigur á danska liðinu Bording á síðustu sekúndu- brotum úrslitaleiksins. „Heimir þjálfari stappaði í okkur stálinu í leikhléinu og við byrjuðum eiginlega ekki að taka almennilega á fyrr en í síðari hálfleiknum. Diddi [Ingimundur Ingimundarson] sá svo um að klára þetta í framlenging- unni, en þetta var frábær endir á frábærri ferð og við höfum svo sann- arlega öðlast mikla reynslu á þessu móti,“ bætti Jónatan við og hetja íslenska liðsins, Ingimundur Ingi- mundarson, tók í sama streng. „Þetta var mjög skemmtileg og ár- angursrík ferð og það var ótrúlega gaman að ná að vinna þennan úr- slitaleik. Það var miklu meiri barátta í okkur eftir leikhléið. Við lokuðum vöminni betur og fórum að láta bolt- ann ganga almennilega í sókninni og svo kom ekkert annað til greina en að klára dæmið í framlenging- unni,“ sagði Ingimundur og var að vonum hinn kátasti í leikslok. ÚRSLIT Handknattleikur Amager-keppnin PILTALANDSLIÐ 1: ísland - Redevre..................20:9 ísland - Bording..................16:5 ísland - Kaupmannahöfn..........19:18 Undanúrslit: ísland - HT16 Hamborg............18:16 Úrslitaleikur: ísland - Bording.................30:29 ■ Eftir framlengingu, en staðan var 29:29 eftir venjulegan leiktíma. Besti maður leiks- ins var Valdimar Þórisson úr Val. PILTALANDSLIÐ 2 ísland - Amager................21:15 ísland - Hamborg................19:15 ísland - Helsinger................5:0 ■ Helsingor gaf leikinn. Undanúrslit: ísland - Bording................18:19 Leikur um 3. sætið: ísland - HTl 6 Hamborg..........24:12 STÚLKNALANDSLIÐ 1 ísland - Fremad Valby............20:9 Ísland-Greve....................13:13 Island - Hillerod................20:6 Undanúrslit: ísland 1 - Island 2.............15:20 Leikur um 3. sætið: ísland - Lillerod...............17:18 STÚLKNALANDSLIÐ 2 Island - Amager.................21:14 ísland - Nykebing...............17:15 ísland - Lillerod...............27:14 Undanúrslit: ísland 2 - ísland 1.............20:15 Úrslitaleikur: Island - Greve................ 21:20 ■ Eftir framlengingu, en staðan var 20:20 eftir venjulegan leiktíma. Besti leikmaður úrslitaleiksins var Hafdfs Hinriksdóttir úr FH. KR-stúlkur sterk- astar í 2. flokki VESTURBÆINGAR sigruðu á íslandsmótinu í knattspyrnu bæði í 2. flokki karla og kvenna, en kvennaliðið sigraði Aftureldingu í úrslitaleik, 4:0. Á myndinni má sjá sigurlið KR-inga; efri röð f.v., Helena Ólafsdóttir þjálfari, Anna Jónsdóttir, Guð- rútt Sóley Gunnarsdóttir, Katrín Eyþórsdóttir, Erla Sóley Eyþórsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Ragnheiður Jakobsdóttir, Anna María Gísladóttir, Ólöf Indriðadóttir og Gunnar Guðmundsson liðs- stjóri. Neðri röð f.v., Dóróthea Ævarsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Krist- ín Jónsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Hallfríður Gunnsteinsdóttir og markvörðurinn Jóhanna Indr- iðadóttir. Sigrún Einarsdóttir liðsstjóri var fjar- verandi er myndin var tekin. Leiknismenn bestir Reykvíkinga Í7. flokki karla REYKJAVÍKURMÓT 7. flokks karla var haldið á dög- unum og var lið Leiknis hlutskarpast í keppni A-Iiða. Á myndinni má sjá leikmenn A-liðs Leiknis. F.v., Valur Gunnarsson liðsstjóri, Baldvin Atli Björnsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Haraldur Gunnarsson og Garðar Ásgeirs- son þjálfari. Neðri röð f.v., Gísli Þorkelsson, Brynjar Hlöðversson, Andri Már Kristinsson, Þorsteinn Halls- son og Haukur Heimisson. Leiknir sigraði Fylki 4:0 í úrslitaleik á Valbjarnarvelli, en 7. flokkur keppti nú í fyrsta sinn á Revkjavíkurmóti. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.