Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 4
 4 C FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI SJÖ SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKI Upphæðir í milljónum króna Fyrirtæki HAGNAÐUR 1.1 til 30.6 1990-95 1996 MARKAÐSVERÐ HLUTAFJÁR 1990 1996 HEILDAR- SKULDIR 1990 1995 BÓKFÆRT EIGIÐ FÉ 1990 1995 MARKAÐSVERÐ VARANLEGS KVÓTA 1996 Grandi, Reykjavík 616 225 1.955 5.178 2.006 3.358 1.330 1.961 4.000-4.500 Útgerðarf. Akureyringa, Akureyri 691 54 1.548 4.480 1.445 3.257 1.315 1.970 4.400 - 4.800 Skagstrendingur, Skagaströnd -220 30 390 1.605 420 958 403 364 2.200 - 2.600 Síldarvinnslan, Neskaupstað 522 375 182 3.700 1.627 2.272 142 905 2.200-2.600 Haraldur Böðvarsson, Akranesi 243 178 - 2.713 1.871 1.990 316 933 2.000 - 2.400 Þormóður rammi, Síglufirði 537 104 - 2.992 835 1.076 192 869 2.200 - 2.400 Vinnslustöðin, Vestmannaeyjum - - - 1.598 - 3.490 - 587 2.200 - 2.600 Sálfræði hluta- bi 'éfutmirkci ðíirins Hlutabréf í sjávarút- vegsfyrirtækjum hafa hækkað gríðarlega mik- ið í verði á síðustu miss- erum. Albert Þ. Jóns- son, verðbréfamiðlari hjá Landsbréfum, íjall- aði um þessi mál á morgunverðarfundi Landsbréfa á laugardag og leitaði svara við þeirri spumingu hvort verð á hlutabréfum sj ávarútvegsfyrirtækj a væri orðið of hátt. ÞAÐ hefur mörgum þótt nóg um þær miklu hækk- anir hlutabréfa sem orðið hafa á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum und- anfarin ár. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði um 23% árið 1994, 35% 1995 og 56% á þessu ári. Hins vegar er þróun hlutabréfa í sjávar- útvegsfyrirtækjum töluvert frá- brugðin. Þannig hækkaði vísitala sjávarútvegs lítið árið 1994, 44% árið 1995, en 79% árið 1996. Því er eðlilegt að spurt sé hvað hafi gerst. Albert Þ. Jónsson, verðbréf- amiðlari hjá Landsbréfum, varpaði athyglisverðu ljósi á þessa þróun í erindi sínu um þetta efni á morg- unverðarfundi á vegum fyrirtækis- ins á laugardag. „Það er ljóst að t.a.m. árin 1992 og 1993 var hagnaður í sjávarút- vegsfyrirtækjum sem skráð eru á Verðbréfaþingi mun minni en á árunum 1994-1995,“ segir Albert. „Markaðurinn virðist vera töluvert „hagnaðardrifinn" þannig að um Verð á varanlegum kvóta 1994-96 Kr. hvert kíló Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Koli Rækja Humar Síld Loðna Heimild: Kvótamarkaöurinn 20. sept. 1996 leið og hagnaður byrj- aði að myndast fór hlutabréfaverð að hækka. Þessu til stuðnings má bera saman hagnað sjávar- útvegsfyrirtækja á Verðbréfaþingi á ár- unum 1990-1995 við hagnað þeirra á fyrri helmingi ársins 1996. Hagnaður Granda hf. á árunum 1990-1995 var t.d. 616 milljónir, en 225 milljónir fyrstu sex mánuðina 1996. Síldarvinnslan skilaði alls um 522 milljóna hagnaði á þessu fimm ára tímabili en 375 milljónum fyrstu sex mán- uðina 1996. Það er því ljóst að framvindan á þessu ári hefur leitt til þessara miklu hækkana sem orðið hafa á hlutabréfaverði. Á móti má benda á að vegna sveifina í sjávarútvegi verður hagnaðurinn ekki jafnmikill yfir lengri tíma litið og menn verða að horfa á hagnað yfir lengri tíma þegar lagt er mat á slíka fjárfest- ingu.“ Kvótinn kominn inn í hlutabréfaverðið Auk hagnaðar sjávarútvegsfyr- irtækja hefur svokölluð „sálfræði markaðarins“ haft sín áhrif á Albert Þ. Jónsson. hlutabréfaverðið, að mati Alberts. „Það getur enginn skil- greint þetta nákvæm- lega,“ segir hann. „Eftirspurn eftir bréf- unum hefur í för með sér nýja eftirspurn, þannig að félög geta hækkað verulega án þess að nokkur geti rökstutt það með góðu móti. Ég held að þarna sé að verða svipuð þró- un og erlendis þar sem hlutabréf hækka oft án sýnilegrar ástæðu. Þeir sem spila á mark- aðnum hafa mismunandi forsendur fynr mati sínu.“ í þriðja lagi telur Albert að hlutabréfamarkaðurinn meti nú- orðið kvóta inn í verð á hlutabréf- um sjávarútvegsfyrirtækja. Ljóst sé að þessi þáttur hafi komið inn í verð bréfanna á árinu 1994. „Á árunum 1990-1994 var vafamál hvort taka ætti kvótann með í verð- ið því þá var mikil umræða um auðlindagjald. Það virðist vera að kvótakerfið hafi fest sig í sessi eftir því sem hluthöfum félaganna hefur fjölgað. Þegar menn kaupa hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækj- um er spurt hver sé kvótaeign við- komandi fyrirtækis miðað við markaðsvirði kvóta. ^hugvj.? ^rn??nM?f*x ífl Nýttu þér nýjustu möguleika í upplýsingatækni Ný deild okkai, MSF lausnir, er stolnuð til þess ad aðstoða fyrirtæki og stofnsnir í nýtingu upplýsingakerfa til fromfars. Skoðaðu kynningu okkar é vefnum og Irafðu samband. áðgjöf • hönnun • forritun Intranet/Internet • Hópvinnukerfi • Sérlousnir unr'’ liUlllllliiOBa Sími 563 3000 • Fax 568 8412 http://WWW.ejs.is/MSF • MSF@ejs.is Væntingar um aukinn kvóta í fjórða lagi eru væntingar um aukinn kvóta í framtíðinni auk aukinna veiðiheimilda utan land- helgi. Ég held að margir fjárfestar sjái fyrir sér að ef kvóti eykst hjá fyrirtækjunum muni það koma fram í auknum hagnaði þeirra. í fimmta lagi hefur komið til aukin samvinna og stækkun fyrirtækja. Stjórnendur sjávarútvegsfyrir- tækja virðast stefna að því að stækka heildirnar og mynda fyrir- tækjanet. Það má nefna sem dæmi ijárfestingu Granda í Þormóði ramma, Árnesþ og Bakkavör. Á Norðurlandi er ÚA hluthafi í Skag- strendingi og Tanga. Þarna eru fyrirtækin að dreifa áhættunni með því að fjárfesta í ólíkum fyrir- tækjum. Síldarvinnslan hefur fjár- fest í Hraðfrystihúsi Eskiíjarðar, Haraldur Böðvarsson er að samein- ast Miðnesi og KEA er komið á fulla ferð með ijárfestingum í Snæ- fellingi og Gunnarstindi. Þá hafa Vinnslustöðin og Meitillinn verið að vinna saman svo og Fiskiðjan Skagfirðingur og Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Sölusamtökin tryggja sín völd Það er einnig ljóst að sölusam- tökin, bæði SH og ÍS, hafa verið að tryggja sín völd í framleiðslufyr- irtækjunum með auknum fjárfest- ingum. Þannig eru að myndast margar blokkir sem reyna að ná aukinni hagkvæmni með stærri heildum. í sjötta lagi tél ég að veruleg hækkun á verði varanlegra veiði- heimilda hafi haft mikið að segja um hækkanir á hlutabréfaverði. Varanlegar veiðiheimildir á þorski voru seldar á 185 krónur á árinu 1994 en 650 krónur árið 1996. Það er alveg ljóst að verðmæti kvóta fyrirtækjanna hefur vaxið gríðar- lega og hagnaðartækifæri virðast felast í miðlun á kvóta. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki sem seldi ýsukvóta á árinu 1994 og keypti rækjukvóta í staðinn á 85 krónur hefur hagnast verulega. Við vitum að fyrirtæki á borð við Þormóð ramma seldi stóran hluta af botn- fiskkvóta sínum fyrir nokkrum árum, en keypti rækjukvóta í stað- inn.“ Stöðug leit að nýjum tækifærum Albert rakti ennfremur í erindi sínu ýmsa aðra þætti sem hafa áhrif á hlutabréfaverð á borð við ijárhagslegan styrkleika fyrirtækj- anna, skuldsetningu, samsetningu kvóta, valdahlutföll og landfræði- lega staðsetningu. Vægi síðast- nefnda þáttarins virðist fara minnkandi því hægt er að flytja fisk um allt land. En síðast en ekki síst hafa stóru sjávarútvegs- fyrirtækin stöðugt verið að koma auga á ný tækifæri í atvinnugrein- inni. „Menn virðast stöðugt vera að leita eftir nýjum tækifærum fyrir utan landsteinana og við sjáum þar umsvif ÍS í Rússlandi, Granda í Mexíkó og Samherja og ÚA í Þýskalandi. Þá er greinilegt að þeir sem voru fyrstir til að hefja úthafsveið- ar, bæði á Flæmska hattinum, í Smugunni og á Reykjaneshrygg, hafa náð mjög góðum árangri. Samherji er t.d. með skip á öllum þessum stöðum og lætur engin tækifæri ónýtt. Fjárfesting í nýrri tækni hefur einnig sitt að segja eins og fram kom á sjávarútvegs- sýningunni.“ Aðlögunarhæfni að kvóta- kerfinu lykilatriðið En lykilatriðið að árangri sjávar- útvegsfyrirtækja er aðlögunar- hæfni að kvótakerfinu, að því er fram kom hjá Albert. „Þeir sem ákváðu strax að aðlaga sig að kvótakerfinu hafa orðið ofan á. Þeir sem töldu kerfið hins vegar ómögulegt í upphafi hafa ekki náð að aðlaga sig að því og því orðið undir. Það er einnig ljóst að þau fyrir- tæki sem hafa sérhæft sig í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski hafa hagnast verulega og hlutabréfa- verð þeirra hækkað. Þar er útlitið gott. Hins vegar er seiðavísitala þorsks léleg þannig að það má reikna með því að þorskstofninn verði áfram slakur. Tap er í hefð- bundinni fiskvinnslu og þar er mik- ið óunnið. Fyrirtækin hafa leitað ýmissá leiða til að auka verðmætin í botnfiskvinnslunni. Þar á meðal hafa margir verið að velta fyrir sér að stofna sérstök fyrirtæki um fiskvinnsluna, en selja síðan hluti í þeim til erlendra aðila sem selja fisk til að tengja markaðinn betur við framleiðsluna." Albert gerði á fundinum saman- burð á markaðsvirði hlutabréfa sjávarútvegsfyrirtækja. Þar kemur í ljós að markaðsverð hlutabréfa Síldarvinnslunnar var 182 milljónir árið 1990, en er nú komið í 3,7 milljarða. „Meginbreytingin er sú að kvótinn er nú tekinn inn í mat- ið á þessum fyrirtækjum," sagði hann. „Kvótaeign Granda er metin á um 4-4,5 milljarða sem er mjög svipuð tala og hækkun á markaðs- virði hlutafjár. Kvótinn endur- spegiar allt þetta kerfi og allar ákvarðanir miðast við hann.“ Akveðin öfl koma í veg fyrir lækkun „Hlutabréfamarkaðurinn stjórnast að verulegu leyti af ákveðinni „sáifræði" og hagsmun- um. Bæði virðast hlutabréf hækka án þess að menn geti rökstutt hvað sé að gerast, en síðan koma hagsmunir einnig við sögu. Ákveðnir kjölfestuhluthafar í fyr- irtækjunum hafa gríðarlegra hagsmuna að gæta að gengi hlutabréfanna lækki ekki vegna stórs eignarhlutar. Það má gera ráð fyrir því að hagsmunaaðilar komi inn á markaðinn og haldi verði uppi.“ Það er meginniðurstaða Alberts að miðað við óbreyttan kvóta, skuldsetningu og hagnað fyrir- tækjanna á undanförnu 5 árum sé verð hlutabréfa sjávarútvegsfyrir- tækja orðið tiltölulega hátt. „Mark- aðurinn stjórnast að verulegu leyti af hagnaði til skemmri tíma í stað þess að horfa á hagnað til lengri tíma. Aukning í kvóta og myndun fyrirtækjaneta getur hins vegar leitt til aukins hagnaðar í greininni og hækkana á hlutabréfaverði á næstu misserum," sagði hann að lokum. ♦ ♦ ♦ Nýrri rás seinkar í Brethmch London. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta í fjórar til sex vikur að hleypa af stokkunum fimmtu sjónvarpsrá- sinni í Bretlandi, Channel 5. Upphaflega átti rásin að taka til starfa um næstu áramót og stafar seinkunin af því að leyfí hefur feng- izt fyrir því að láta rásina ná til 1.8 milljóna fleiri heimila en gert hafði verið ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.