Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 7
I- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 C 7 DAGBOK Námstefna um um- búðamál IÐNTÆKNISTOFNUN íslands boðar til heilsdags námstefnu um „Framtíðarlausnir í umbúðamálum" föstudaginn 11. okt. í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin) frá kl. 8.30- 17.00. Námstefnan felst í fyrirlestr- um og verkefnavinnu og fer fram á ensku. Námstefnan gefur íslendingum kost á að fræðast um nýja íslenska umbúðalöggjöf, sem byggir á til- skipun frá Evrópusambandinu, og hvernig íslenskt atvinnulíf geti upp- fyllt þær kröfur sem löggjöfin set- ur. Umbúðalöggjöfin fjallar um minnkun umbúða og umbúðaúr- gangs, endurnotkun, endurnýtingu og förgun. Frá og með næstu ára- mótum má aðeins setja á markað umbúðir sem uppfylla ákvæði þess- ara laga. Löggjöfm segir hins vegar ekki til um það á hvaða hátt má mæta þessum kröfum og því er nauðsynlegt fyrir atvinnulífið að afla sér þekkingar á mögulegum lausnum. Námsstefnunni er auk þess ætlað að veita innsýn í þróun umbúðamála í Evrópu og hvernig evrópsk fyrirtæki ætla að mæta kröfum laganna. Fulltrúi frá umhverfisráðuneyt- inu byijar á því að kynna umbúða- löggjöfína en fyrirlestrar verða að öðru leyti í höndum prófessors Gunilla Jönson og Dr. Kaj Rings- berg, en þau tvö eru meðal reynd- ustu og færustu sérfræðinga Svía á sviði pökkunartækni og vöru- stjórnunar. Námstefnan er ætluð fulltrúum fyrirtækja og sveitarfélaga sem hanna, framleiða, nota, selja eða kaupa umbúðir. Námstefnugjald er kr. 19.000. Innifalin eru námsgögn, hádegisverður og kaffi. Innritun er hjá Iðntæknistofnun í síma 587-7000. Ráðstefna um viðskiptí íslands ogUSA STAÐA og framtíðarhorfur í við- skiptum milli Islands og Banda- ríkjanna, ferðaþjónusta um Island í austur og vestur, sértækir og verð- mætir möguleikar íslenskrar ferða- þjónustu og gagnkvæmir fjárfest- ingarkostir, verða umræðuefni á ráðstefnu í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 5. október nk. Þetta verður áttunda sameiginlega ráð- stefna Amerísk-íslenska verslun- arráðsins hér á landi og íslensk- ameríska verslunarráðsins í Bandaríkjunum. Ráðstefnuna setja formenn versl- unarráðanna, Þórður Magnússon og Jon Yard Arnason. Nýr sendi- herra Bandaríkjanna, Day Olin Mount og Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra ávarpa ráðstefnuna. Meðal fyrirlesara eru; Ólafur ísleifsson, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Seðlabankans, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða, Nigel Osborne, forstjóri Insight International Tours og Rudy Maxa, ferðafréttaskýrandi CCN og NPR. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin. Þátttökugjald er 3500 krónur. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram hjá Verslunar- ráði íslands í síma 588-6666 eða bréfsíma 568-6564. Hugverk í alþjóðlegu umhverfi Vernd íslenskra vörumerkja brýn ÍSLENSKUR fiskur er oft seldur erlendis undir vörumerkjum er- lendra smásala. Þó eru til íslensk vörumerki sem notuð eru við þenn- an útflutning en þau eru fá miðað við stóran hlut fiskafurða í útflutn- ingi frá íslandi. í öðrum vöruútflutningi sem myndar um 6% af heildarútflutningi ísléndinga skiptir það útflytjendur miklu að vörumerki þeirra séu vernduð erlendis. Þetta kom fram í erindi Valborgar Kjartansdóttur, lögmanns, á ráðstefnunni, Hugverk í alþjóðlegu umhverfi, þann 12. september sl. Valborg segir að íslensk vöru- merki séu ekki mikið notuð í út- flutningi á sjávarafurðum, miðað við hve hlutur þeirra er stór og ýmis atriði valdi því að í heildina litið hefur það ekki mjög mikla þýðingu fyrir þau fyrirtæki sem flytja út sjávarafurðir að íslensk vörumerki séu vemduð erlendis. Til marks um vandamál sem út- flutningsfyrirtæki geta átt við að stríða við notkun og skráningu á vörumerkjum sínum á erlendum mörkuðum nefndi Valborg sem dæmi þegar fyrirtækið Folda á Akureyri lagði inn umsókn um skráningu á vörumerkinu FOLDA fyrir ullar- og vefnaðarvörur víða um heim. Breskt fyrirtæki sem sér- hæfir sig í framleiðslu og sölu á höfuðfatnaði úr ull undir vörumerk- inu FOLDA lagði fram andmæli gegn skráningu á merkinu í Bret- landi. Fyrirtækin komust að sam- komulagi og nú eru merkin til, hlið við hlið í Bretlandi og Þýskalandi. Valborg segir að vörumerki séu tengiliður milli fyrirtækis og við- skiptavina þess og því sé mikilvægt að vernda þann einkarétt sem lögin veita eigandanum til að nota það. „Fyrirtæki geta jafnvel misst við- skipti ef þriðji aðili notar eins eða of líkt vörumerki í heimildarleysi. Fyrirtækin þurfa á því að halda að merkin sem þau nota til þess að auðkenna vörur sínar og þjónustu séu vernduð og þau verða einnig að virða þá vernd sem öðrum er veitt,“ segir Valborg. Qistiheimili ^ tilsölu Nýl. 439 fm. gisti- og atvinnu- húsriaeði. Efri hæð: 3 stúdíó íbúðir, 3 tveggja manna her- bergi, eldhús, 3 baðherbergi, TV. stofa og þvottahús. Neðri hæð: Anddyri, eitt 4ra manna herb. og atvinnuhúsn. Til samþ. teikn. af 6 stúdíó- íbúðum í viðbót í þeim hluta. Öll tilskilin leyfi til rekstursins eru til staöar enda hefur það veriðstarf rækt í nokkurár. Uppl. hjá Ás fasteignasala sími 5652790 J VIÐSKIPTI FRAMTÍÐARSÝN ehf. hefur gefið út bókina „Staðlar — styrkur stjórn- andans" eftir Guðlaugu Richter hjá Staðlaráði íslands. Bókin er 2. bindi Ritraðarinnar, bókaflokks sem fyrir- tækið gefur út í samvinnu við Við- skiptafræðistofnun Háskóla íslands. I bókinni er grein gerð fyrir stöðl- un og stöðlunarvinnu, rakin tilgang- ur og markmið stöðlunar, ólíkum gerðum staðla lýst og dæmi gefin, að því er segir í frétt. Meginkaflar _ ritsins fjalla um staðlastarf á íslandi og ákaflega náin tengsl þess við evrópskt og al- þjóðlegt staðlastarf. Segja má að meginskilaboð ritsins snerti hlutverk Nýbók um staðla og mikilvægi staðla á Evrópska efnahagssvæðinu, einkum þau áhrif sem stöðlun hefur á starfsemi fyrir- tækja og hvaða áhrif fyrirtækin geta haft á stöðlun. Lögð er sérstök áhersla á samband staðla og reglu- gerða. í lokakafla bókarinnar er tek- ið dæmi af íslensku útflutningsfyrir- tæki sem nýtir sér staðla í ríkum mæli og af því dæmi sést hversu mikilvægir þeir eru. í viðauka eru birt kaflabrot úr staðlinum ÍST ISO 9004-1 sem inniheldur leiðbeiningar um gæðastjórnun í fyrirtækjum. Ritröðinni er ætlað að svara þörf- um stjórnenda fyrirtækja fyrir að- gengilegt efni helstu strauma og stefnur í rekstri fyrirtækja á hveij- um tíma. Fyrr á þessu ári kom út ritið „Stjórnun breytinga" eftir Þor- kel Sigurlaugsson framkvæmda- stjóra hjá Eimskip, og næsta rit verður Framleiðslustjórnun og reiknilíkön eftir Snjólf Olafsson dós- ent við Háskóla íslands. Ritröðin er arftaki hinna svokölluðu Smárita Framtíðarsýnar. Amerísk-íslenska verslunarróbib og Íslensk-ameríska verslunarróbib í samstarfi við Verslunarróð íslands, Utflutningsráð Islands / Fjárfestingarskrifstofu, skrifstofu Ferðamálaráðs íslands í Bandaríkjunum og Sendiráð Bandaríkjanna á Islandi, kynna 8. ráðstefnu sína um stöðu, framtíðarsýn og nýjar hugmyndir í viðskiptum RAÐSTEFNA UM NÚTÍD OG FRAMTÍÐ VIÐSKIPTA ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA með óherslu ó samstarf og fjárfestingar í ferðaþjónustu í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 5. október 1996 DAGSKRA: 08.30 09.00 KOMA Í SÚLNASAL / RÁÐSTEFNUGÖGN AFHENT 09.00 - 09.05 KYNNING DAGSKRÁR Ráðstefnustióri: Helgi Jóhannsson, framkvæmaastjóri 09.05 - 09.20 SETNING RÁÐSTEFNUNNAR Þórður Magnússon, formaður AMIS Jon Yard Arnason, formaður ISAM 09.20-09.40 ÁVÖRP Day Olin Mounl, sendiherra Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra 09.40 - 09.55 VIÐSKIPTIÍSLANDS OG BANDA- RÍKJANNA, EVRÓPUTENGSL Olafur Isleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Islands 09.55 -10.10 ÍSLENSK FERÐAÞJÓNUSTA, SKIPULAG, STAÐA OG FRAMTÍÐARSÝN Magnús Oddsson, ferðamálastjóri 10.10-10.20 Hlé (Kaffi/Te) 10.20 11.00 FRAMTÍÐ FERÐAÞJÓNUSTU Í VIÐSKIPTUM ÍSLANDS OG NORÐUR-AMERÍKU Sigurður Helgason, forstjóri Nigel Osborne, CTC, forstjóri Insight International Tours, Boston 11.00 -11.20 ÍSLAND Á FERÐAKORTI RUDY'S MAXA? Rudy Maxa, ferðafréttaskýrandi (CNN / National Public Radio / Worth Magazine...) 11 20 -11 50 UMHVERFI FERÐAÞJÓNUSTU OG FJÁRFESTINGA Á ÍSLANDI OG í BANDARÍKJUNUM Halldór J. Kristjánsson, ráðuneytisstjóri, form. stjórnar Fjárfestingarskrifstofunnar Dr. Lalia Rach, DEAN, New York University (Hospitality, Tourism and Travel Adiministration) 12.00-13.30 13.30 13.30-13.50 13.50-14.10 14.10-14.25 14.25-14.40 14.40-14.55 14.55-15.05 15.05-15.45 15.45 HADEGISVERÐUR I SUNNUSAL í boði Eimskips, Samskipa og Jökla Avarp: Tómas Andrés Tómasson, hótelstjóri og veitingamaður KYNNING SÉRTÆKRA KOSTA í FERÐAÞJÓNUSTU A. Læknaþjónusta á Islandi (og tengd dvalarpjónusta) Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri Þórður Óskarsson, yfirlæknir Columbia/HCA Healthcare Corporation Marilyn Zitzke, framkvæmdastjóri, kynnir fyrirtækið, sem starfar i 36 ríkjum Bandaríkjanna Bretlandi og Sviss B. Heilsuferðir (og íslenskar heilsuvörur) Grimur Sæmundsen, læknir og framkvæmdastjóri C. Ævintýraferðir / Verðlaunaferðir Arngrímur Hermannsson, framlcvæmdastjóri D. Ráðstefnur í miðju Atlantshafi Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Hlé (Kaffi/Te) OPNAR UMRÆÐUR FRUMMÆLENDA OG ANNARRA FUNDARMANNA Stjórn umræðna: Steinn Logi Björnsson / Einar Gústavsson RÁÐSTEFNUSLIT Ráðstefnan er opin. Ráðstefnuajald er kr. 3.500.- Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðs íslands, 588 6666 (skrifstofutími kl. 08-16). Bréfsími 568 6564 Skráning í Bandaríkjunum i s/ma 212 593 2700 (Ragnheiður Árnadóttir). Amerísk-íslenska verslunarrádib og Íslensk-ameríska verslunarráðið í samstarfi við Islensk-ameríska félagið og Sendiráð Bandaríkjanna KVOLDH ATIÐ I TILEFNI A F DEGI LEIFS EIRÍKSSONAR í Perlunni laugardaginn 5. október 1996, kl. 20-01 HÁTÍÐARDAGSKRÁ: KVÖLDVERÐURISÉRFLOKKIMEÐ TILHEYRANDIDRYKKJUM SKYNDIÁVÖRP - HÁTÍÐARRÆÐA: Charles E. Cobb Jr. fyrrverandi sendiherra TÓNAFLÓÐ: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari DANSLEIKUR: Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar með gestasöngvara Sendiráð Bandaríkjanna býður þátttakendum til móttöku fyrir hátiðina, kl. 17.00 - 19.30 Hátíðin er opin. Aðgöngumiðaverð er kr. 6.500. Þátttöku verður að skrá fyrirfram í síma 588 6666 (kl. 08-16). -F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.