Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 C 9 - VIÐSKIPTI Með helminginn af rússneska áliðnaðinum Fyrir aðeins fimm árum var Trans-World Metals lítt þekkt smáfyrirtæki í London en þegar Sovétríkin hmndu reyndist það vera á réttum stað á réttum tíma. TRANS-World á um helmingshlut í Bratsk Aluminum, stærstu álbræðslu heims. MIKLAR verðsveiflur eru algengar á málmmarkaðinum en hrunið, sem varð í álinu upp úr 1990, er um það bil einsdæmi. Þá lækkaði verð- ið um næstum 50% á skömmum tíma og sérfræðingarnir voru á einu máli um að kenna það upplausn Sovétríkjanna. í kjölfar hennar flæddu milljónir tonna af sovésku áli yfir heimsmarkaðinn. í öllu því umróti, sem það leiddi af sér, skaut lítt fyrirtæki í London upp kollinum og fyrr en varði var það búið að kaupa upp helminginn af rússneska áliðnaðinum. Trans-World Metals Ltd. ræður nú yfir 5% álframleiðsl- unnar í heiminum. Eftir hrun Sovétríkjanna 1991 létu margir greipa sópa um stórfyr- irtækin og aðrar auðlindir í Rúss- landi og uppgangur þessa fyrirtæk- is er dæmi um það hvernig sá slag- ur barst jafnvel út fyrir landstein- ana. Rússneskir verksmiðjustjórar, skriffinnar og glæpamenn börðust um feitustu bitana og Trans-World var eitt af fáum, erlendum fyrir- tækjum, sem fengu að komast að veisluborðinu. Grimmúðleg barátta Baráttan um rússneska áliðnað- inn, sem er annar stærstur á eftir þeim bandarfska, hefur verið hörð og grimmúðleg. Að minnsta kosti sex rússneskir kaupsýslumenn hafa verið myrtir með köldu blóði og jafnt rússneska leyniþjónustan sem leyniþjónustur á Vesturlöndum hafa haft til rannsóknar alþjóðlegt peningaþvætti fyrir utan skattsvik og tollsvik, sem tengjast þessum viðskiptum. Samstarfsaðilar Trans-World í Rússlandi voru á sínum tíma til rannsóknar en að sögn rússneska innanríkisráðuneytisins fannst ekk- ert misjafnt um þá. Trans-World neitar því líka harðlega, að það sé með óhreint mjöl í pokanum. „Við beitum engum brögðum, það er allt of mikið í húfi til þess,“ sagði David Reuben, forstjóri Trans- World, en bætti því við, að ekki skorti fyrirtækið fjandmennina. Trans-World heldur um rúss- neska markaðinn í gegnum fyrir- tæki, sem skráð eru í Mónakó, á Bahamaeyjum, Kýpur, Sviss og Rússlandi, og auk álsins er það með ítök í stálvinnslu, öðrum hrá- efnum, höfnum og bönkum allt frá Moskvu til Kazakhstans. Var það stofnað 1976 í framhaldi af því, að Merrill Lynch & Co. hætti málm- viðskiptum og voru stofnendurnir Reuben, sem er breskur þegn af íröskum ættum, og nokkrir Banda- ríkjamenn. Síðan hafa Reuben og Simon, bróðir hans, eignast meiri- hluta í fyrirtækinu. Tsjernoj-bræðurnir Segja má, að Reuben hafi verið á réttum stað á réttum tíma þegar Sovétríkin leystust upp 1991. Þá var hann nýbúinn að opna skrif- stofu í Moskvu og hafði samið um kaup á meira en 500.000 tonnum af áli á ári. Hann óttaðist hins vegar, að þessi nýja staða gæti komið sér illa fyrir viðskiptin og því fór hann að svipast um eftir rússneskum samstarfsaðila með góð sambönd. Leitin bar þann árangur, að hann komst í kynni við Tsjernoj-bræð- urnar, Lev og Míkhaíl. Þeir voru meðal fyrstu einkaaðilanna í inn- og útflutningi í Rússlandi og voru kunnir fyrir að láta lítið á sér bera en jafnframt fyrir mikla hörku í viðskiptum. Rússneskir fjölmiðlar hafa sakað þá um tengsl við maf- íuna en Reuben segir, að þeir séu ekki glæpamenn og séu auk þess ekki lengur í tengslum við Trans- World. Reuben segir, að velgengni Trans-World í Rússlandi sé Lev Tsjernoj að þakka. 1991 hafi hann tryggt sér samning um álkaup og síðar það ár lagt til, að hann legði fram fé til að bjarga nokkrum illa stöddum álbræðslum í Rússlandi. „Lev gaf mér uppskriftina að því hvernig á að stunda viðskipti í Rússlandi," segir Reuben. Aætlun þeirra Tsjernoj-bræðra var einföld: Með hruni Sovétríkj- anna sátu bræðslurnar uppi févana, gátu ekki lengur keypt hráefni og urðu auk þess í fyrsta sinn að sjá um söluna án leiðsagnar ríkisins. Ef Trans-World sæi um hráefnisút- vegun og greiddi fyrirfram fyrir álið, þá skyldu þeir bræður ábyrgj- ast hagstæða útflutningssamninga. Samningarnir voru vissulega hagstæðir. Til að byrja með felldi ríkisstjórnin niður inn- og útflutn- ingstolla hjá áliðnaðinum og á þess- um tíma var framleiðslukostnaður í Rússlandi miklu lægri en annars staðar. 1992 var verðið á áltonninu í Rússlandi 300 til 600 dollara en 1.200 dollarar á heimsmarkaði. Ekki þarf að hafa mörg orð um þá gróðamöguleika, sem þetta bauð upp á. 400 milljarða kr. sala 1995 Trans-World græddi á tá og fingri en það leið ekki á löngu þar til rússneskir keppinautar þeirra tóku við sér. Útflutningur á áli jókst stöðugt og 1993 hafði hann tvö- fáldast og var kominn í 1,9 milljón- ir tonna. Að sjálfsögðu hlaut þessi sprenging að hafa mikil áhrif á verðið, sem hrundi niður undir 1.000 dollarar á tonnið og framleið- endur á Vesturlöndum skáru fram- leiðsluna niður um 25%. Hagnaður Trans-World minnk- aði um stund en 1994 komust helstu álríkin að eins konar OPEC- samkomulagi um að draga úr fram- leiðslu. Vænkaðist þá aftur hagur- inn hjá fyrirtækinu. Auk annarra ítaka má nefna, að Trans-World á 60% í Sajansk, þriðju stærstu bræðslunni í Rúss- landi, og 50% í Bratsk Aluminum Co., stærsta álveri í heimi. Er fjár- festing fyrirtækisins í Sovétríkjun- um fyrrverandi metin á um 100 milljarða ísl. kr. og heildarsala þess var nærri 400 milljarðar kr. 1995. Daimler sker upp herör gegn veikindagreiðslum Frankfurt. Reuter. DAIMLER-BENZ risafyrirtækið hefur ákveðið að hafa á hendi for- ystu um að hrinda í framkvæmd umdeildum, nýjum lögum um að veikindagreiðslur til starfsmanna verði skornar niður um 80% frá 1. október. Verkalýðsfélög og sumir stjórn- málaleiðtogart segja að fyrirtæki eins og Daimler hafi engan rétt til að lækka kostnað á þennan hátt, því að frumvarp sem þingið hafi samþykkt eigi ekki við um samn- inga sem nú eru í gildi heldur um samninga sem gerðir verði í fram- tíðinni. Daimler og önnur iðnfyrirtæki eru á öðru máli og hyggjast nota lögin til að taka upp nýjar viðræður við verkalýðsfélög um leiðir til að draga úr kostnaði. Lögin eru liður í þeirri stefnu Helmuts Kohls kanzl- ara að auka atvinnu og hagvöxt. Daimler sagði í yfirlýsingu að launasamningar byggist á lagaleg- um grunni, sem hafi breytzt með nýju lögunum. Talið er að verka- lýðsleiðtogar muni bregðast hart við ákvörðun Daimlers, sem getur orðið öðrum þýzkum fyrirtækjum fyrirmynd og leitt til víðtækra til- rauna til að breyta samningum um veikindagreiðslur. Daimler tengir niðurskurðinn getu til að varðveita samkeppnis- hæfni á alþjóðamörkuðum. Fyrir- tækið kveðst ætla að semja við verkalýðsfélög um lækkun veik- indagreiðslna, en getur þess ekki hvað gerast muni ef samkomulag næst ekki. Sááfund sem finnur —góða oðstöðu! SCANDIC ——i— i i i i—— LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 R á ð stefn a Scandic Hátel LoftleiBir 30. september 1996, kl. 13:00 Skráning er hafin í síma 561-8131 ABgangur er öllum opin og er ókeypis. \C® Borgartúni 24, 1 05 Reykjavík 1 JIX.A\wL^: Sími: 561-8131 U pphaf nýrra tíma í upplýsingatækni http: / / www.oracle.is Meðhöndlun upplýsinga án takmarlcana 13:00 Skráning 13:15 HvaB er Oracle Universal Server? - Almennt yfirlit um eiginleika og möguleika 14:10 Hefur þú stjórn á jbi'num upplýsingum? - Orac/e Enterprise Manager DEMO 14:30 Hver er þráunin í upplýsingamálum? - Oracle Universal Server Strategy 14:55 Kaffiveitingar 1 5:30 Hefur þú þörf á Intranet í þínu fyrirtæki? - Oracle Webserver DEMO 16:00 Hefur þú leitaB aB upplýsingum nýlega? - Oracle InterOffice DEMO 1 6:25 Hvernig þú getur notað þínar upplýsingar til ákvarðanatöku? - Oracle OLAP (OnLine Analytical Processing) DEMO 16:40 Samantekt 17:00 Kynningu lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.