Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C tvguuHftfeifc STOFNAÐ 1913 220. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lýst yfir neyðarástandi vegna átaka Israela og Palestínumanna 50 manns falla í hörð- ustu átökunum í 30 ár Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. ÍSRAELSKIR hermenn drápu í gær 39 Palestínumenn og palestínskir lög- reglumenn skutu ellefu ísraela til bana í hörðustu átökunum sem geis- að hafa á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu í þrjá áratugi. Átökin stefndu fimm ára friðarumleitunum í Miðausturlöndum fyrir milligöngu Bandaríkjanna í hættu. Stjórn Israels lýsti yflr neyðarástandi og sendi liðs- auka, skriðdreka og þyrlur á átaka- svæðin til að binda enda á blóðsút- hellingarnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Israelar hafa beitt skriðdrekum á Vesturbakkanum frá því þeir náðu honum á sitt vald árið 1967. Átökin hafa kostáð alls 44 Palest- ínumenn, þar af 12 lögreglumenn, og ellefu Israela lífið á tveimur dög- um. Þau blossuðu upp á miðvikudag eftir að Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Israels, ákvað að opna jarðgöng nálægt helgum stað músl- ima í Jerúsalem. Rúmlega 740 arab- ar og 50 ísraelar særðust. Netanyahu var staddur í Þýska- landi og flýtti heimför sinni vegna átakanna, sem var lýst sem stríði í ísraelskum fjölmiðlum. Forsætisráð- herrann hringdi í Yasser Arafat, leiðtoga sjálfstjórnarsvæðanna og Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), og óskaði eftir skyndifundi með honum til að finna lausn á deil- unni. Palestínskir embættismenn sögðu að fundurinn yrði í Kaíró í dag. Arafat vildi að fundurinn sner- ist ekki aðeins um átökin; Netan- yahu yrði að lofa því að friðarsamn- ingarnir, sem fyrri stjórn ísraels undirritaði, yrðu virtir að fullu. Clinton hvetur til viðræðna Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, reyndi að afstýra því að friðar- Reuter ÍSRAELSKIR lögreglumenn leggja til atlögu við Palestínumenn sem komu saman í Jerúsalem til að mótmæla jarðgöngum sem opnuð hafa verið nálægt helgum stað múslima í borginni. umleitanirnar færu út um þúfur og hvatti ísraela og Palestínumenn til að binda enda á átökin. „Ég bað báða aðila um að hefja friðarviðræð- ur að nýju og leysa deiluna með samningaviðræðum." Harðast var barist í grennd við byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu, við Ramallah, norður af Jerúsalem, og í bænum Nablus á Vesturbakk- anum. Palestínskir lögreglumenn svöruðu skothríð ísraelskra her- manna, ísraelskar þyrlur skutu á leyniskyttur í íbúðarhúsum í Ram- allah og brynvagnar voru sendir til að bjarga ísraelskum hermönnum, sem urðu innlyksa í Nablus. Arafat fyrirskipaði 30.000 manna lögreglusveitum sínum að beita að- eins skotvopnum í sjálfsvörn. Palest- ínskir lögreglumenn reyndu að halda aftur af hópum Palestínumanna, sem köstuðu steinum og flöskum að ísraelskum hermönnum í Ramallah og Nablus. Netanyahu kennt um Ráðamenn í mörgum ríkjum létu í ljós áhyggjur af atburðunum og flestir þeirra kenndu Netanyahu um að hafa valdið nýrri intifada eða uppreisn meðal Palestínumanna. Arababandalagið fagnaði því sem það kallaði „intifada palestínsku þjóðarinnar" og sagði jarðgöngin lið í tilraunum Israela til að eyðileggja al-Aqsa í Jerúsalem, þriðja helgasta stað múslima. ísraelsstjórn vísaði þessu á bug en vestrænir stjórnarer- indrekar sögðu opnun ganganna mestu pólitísku mistök Netanyahus frá því hann tók við völdum fyrir hundrað dögum. ¦ Aukin tortryggni/20 Palme-morðið Tengist S-Afríka málinu? Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR lögreglumenn, sem vinna enn að rannsókn á morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sögðu í gær, að nýjar upplýsingar frá Suður-Afríku gætu hugsanlega beint henni inn á nýjar brautir. Lýsti sænska lögreglan þessu yfir eftir að Eugene de Kock, fyrrver- andi foringi í suður-afrísku lögregl- unni, skýrði frá því, að suður-afrísk stjórnvöld eða einn helsti njósnari þeirra á tímum aðskilnaðarstefnunn- ar, Craig Williamson, hefði verið viðriðinn morðið á Palme. Lars Jonsson, einn af yfirmönnum rannsóknarhópsins, sagði, að sumt í upplýsingum de Kocks væri nýtt en sænska lögreglan hefði þó áður feng- ið upplýsingar, sem bentu til S-Afr- íku. Hefði nafni Williamsons skotið upp aðeins ári eftir morðið á Palme. Sagði Jonsson, að nú væri beðið eft- ir nánari upplýsingum frá S-Afríku. ¦ Morðingi Palme/21 ? ? ?--------- Handtökur í Armeníu Jerevan. Reuter. LEVON Ter-Petrosyan, forseti Armeníu, lét í gær handtaka marga af pólitískum andstæðingum sínum og skriðdrekasveitir voru á götum höfuðborgarinnar Jerevan. Samþykkt var á þingi með miklum meirihluta atkvæða að svipta helsta andstæðing Ter-Petrosyans í for- setakjörinu um síðustu helgi, Vazg- en Manukyan, þinghelgi ásamt sjö stuðningsmönnum sínum. Voru þeir sakaðir um að skipuleggja valdarán. Talsmaður Ter-Petrosyans sagði að hermaður og einn andstæðinga forsetans hefðu fallið í átökunum síðustu daga og tugir manna særst. ¦ Skriðdrekar á götum/19 Reuter Erfðakukli mótmælt ÞÝSKIR umhverfisverndarsinnar hafa komið fyrir uppblásnum og heldur illúðlegum „tómata" í meira en 50 borgum í Þýskalandi síðustu daga og vuja með því mótmæla ræktun grænmetis með breytta erfðavísa. Er þessi fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín. Stj ornarhermenn sagðir flyja Kabúl Kabúl, París. Reuter. AFGANSKA uppreisnarhreyfingin Taleban sagðist í gær hafa ráðist inn í úthverfi Kabúl, höfuðborgar Afganistans, og náð flugvellinum á sitt vald. Svo virtist sem stjórnar- hermenn væru teknir að flýja úr borginni. Fréttin um árásina hafði ekki verið staðfest í gærkvöldi en borg- arbúar sögðu að svo virtist sem hermenn væru að forða sér úr borg- inni. Fréttamaður Reuters sagði að Kabúl líktist „draugaborg" og hermenn hefðu farið frá stöðvum sínum. Hermenn hefðu sést á skrið- drekum og vörubílum á leið úr borginni. Fréttamaðurinn kvaðst ekki hafa orðið var við bardaga í borginni, en fregnir hermdu að hart hefði verið barist við úthverfi hennar. Samkvæmt síðustu fréttum yoru liðsmenn Taleban innan við 5 km frá forsetahöllinni. Mestur hluti Afganistans er nú á valdi Taleban-hreyfingarinnar, sem hyggst steypa Burhanuddin Rabbani forseta og stofna íslamskt ríki. Útlendingar á brott Starfsmenn hjálparstofnana í Kabúl sögðu að þar hefði allt verið með kyrrum kjörum í gær þótt fólk væri kvíðið og óttaslegið. Hafa um 20 hjálparstarfsmenn verið fluttir burt frá borginni Bagram fyrir norðan Kabúl og Frakkar hafa sent til Kabúl herflugvél, sem á að flytja burt þá útlendinga, sem þess óska. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í fyrrakvöld að ósk stjórnar Afganistans og samþykkti að skora á fjandmannafylkingarnar í landinu að semja um vopnahlé og taka upp viðræður. Við því var ekki orðið en Kabúlstjórnin sakar Pakistanstjórn um að styðja Tal- eban-hreyfinguna. Pakistanar sverja hins vegar fyrir 511 afskipti af átökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.