Morgunblaðið - 27.09.1996, Side 2

Morgunblaðið - 27.09.1996, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þingsetning óbreytt vegna andstöðu jafnaðarmanna HÆTT hefur verið við breytingar á fyrirkomu- lagi setningar Alþingis og umræðna um stefnu- ræðu forsætisráðherra eftir að þingflokkur jafnaðarmanna lagðist gegn tillögum Olafs G. Einarssonar, forseta Alþingis, á fundi forsætis- nefndar þingsins í gær. Á móti sérstökum sessi fyrir formann Framsóknarflokks Tillögur forseta fólu í sér að stefnuræða forsætisráðherra yrði flutt á sjálfum þingsetn- ingarfundinum og að umræður um hana yrðu ekki fyrr en kvöldið eftir. Þar fengju allir þingflokkar nema Sjálfstæðisflokkur ræðu- tíma í fyrstu umferð og forsætisráðherra fengi tækifæri til andsvara við ræðum stjórn- arandstöðu. Jafnframt fengi stjórnarand- staða að veita andsvör við ræðu utanríkisráð- herra. Vilja rétt til andsvara, eigi að skilja stefnuræðu og umræðu sundur Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður þing- flokks jafnaðarmanna, segir jafnaðarmenn hafa lagzt gegn þessum hugmyndum af tveim- ur ástæðum. Annars vegar hafi þeir talið fárán- legt að veita ætti ræðu utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins sérstakan sess. „Það var eins og það væri verið að búa til aukaforsætisráðherra úr formanni Fram- sóknarflokksins," segir hún. Hins vegar segir Svanfríður að jafnaðar- menn hafi talið eðlilegt, ef slíta ætti ræðu for- sætisráðherra frá umræðunni um hana, að stjómarandstaðan fengi að veita fyrstu við- brögð við ræðunni strax á þingsetningarfundin- um í 3-4 mínútna löngum ræðum. „Þetta fannst okkur ekki sízt vegna þess að forsætisráðherra átti síðan að fá að svara ræðum stjórnarand- stöðunnar strax, auk þess sem þegar stefnu- ræðan er flutt deginum áður, er eins víst að menn verði meira og minna búnir að tjá sig um hana í fjölmiðlum áður en til umræðna kemur,“ segir Svanfríður. Forseti og forsætisráðherra tali ekki við sömu athöfn Hún segir það auk þess persónulega skoðun sína, sem hún viti að sumir aðrir stjórnarand- stöðuþingmenn deili, „að þap væri kannski smekídegra að leyfa forseta íslands að flytja sína ræðu við þingsetningarathöfnina án þess að verið sé að setja forsætisráðherra inn í sömu athöfn með sína ræðu.“ Morgunblaðið/Tryggvi Þormóðsson Hreyfing á bílatryggingum Atvinnubí lstj ór- ar skoða útboð SIGFÚS Bjarnason, formaður Frama, stéttarfélags leigubíl- stjóra, segir að félagið sé að skoða möguleika á að bjóða út trygging- ar félagsmanna í þeim tilgangi að ná fram lækkun á iðgjöldum. Áhugi sé á því innan félagsins að hafa samstarf við aðra atvinnubíl- stjóra um þetta mál. Sigfús sagði að Frami hefði fylgst vel með útboði FÍB á trygg- ingum félagsmanna sinna, bæði aðdraganda málsins og eins eftir að útgáfa tryggingarskírteina hófst. Verulegur áhugi væri inn- an félagsins á að skoða allar leið- ir til að lækka iðgjöld bílatrygg- inga leigubílstjóra. Sigfús sagði leigubílstjóra greiða að jafnaði tvöfalt hærri iðgjöld en almennir bíleigendur. Hann sagði að þó að meiri áhætta fylgdi trygging- um leigubílstjóra en annarra væri þetta verðlag ekki eðlilegt. „Við teljum að það sé hægt að lækka tryggingar á atvinnubílum alveg eins og á einkabílum. Við teljum okkur búa við óeðlilega verðlagningu. Hlutdeild leigubíl- stjóra í bótasjóðum tryggingafé- lagannna er hærri en annarra að okkar mati. Við erum að kynna okkur þetta og þegar því er lokið ætlum við að leita samstarfs við vörubílstjóra, sendibílstjóra og jafnvel vinnuvélaeigendur og hóp- ferðabílstjóra. Til greina kemur að fara út í eitt útboð,“ sagði Sig- fús. Sigfús sagði hugsanlegt að far- ið yrði út í útboð strax í næsta mánuði. Frami nyti góðs af vinnu FÍB, en félagið vann í um eitt ár að útboði á bílatryggingum áður en afgreiðsla tryggingaskírteina hófst. Eins og hásumar væri SVO mikil veðurblíða hefur verið á Norður- og Austur- landi síðasta mánuðinn, að þar eru tún græn eins og há- sumar væri. Þessi mynd var tekin á Árbót í Aðaldal og í baksýn sést Laxá renna til sjávar. íslensk listaverk á upp- boði í Kaupmannahöfn Kaupend- urvoru íslenskir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MÓDELMYND eftir Gunnlaug Blön- dal, sem ekki seldist í fyrradag á uppboði Bruun Rasmussen uppboðs- hússins, var boðin upp aftur { gær og þá slegin dönskum listaverka- safnara, að sögn talsmanns fyrir- tækisins. Myndin var metin á 125 þúsund danskar krónur, en slegin á hundrað þúsund. Að sögn talsmannsins fóru mál- verk eftir Svavar Guðnason og högg- myndin „Fótboltamenn" Siguijóns Ólafssonar báðar til íslands. Fyrra verkið var selt Listasafni íslands, en ekki fékkst gefið upp hver hefði keypt það síðara. Samkvæmt talsmanni hússins var mynd Blöndals, sem seld var í fyrra- dag fyrir 48 þúsund danskar krón- ur, seld íslendingi. Matsverð mynd- arinnar var 50-75 þúsund krónur. Myndir eftir Svavar Guðnason eru fastur liður á dönskum uppboðum, enda margar mynda hans í danskri eign, bæði á söfnum og í einkaeign. Listasafn íslands hefur áður keypt verk Svavars á dönskum uppboðum. Tvær myndir eftir Ragnar Jóns- son organleikara voru seldar á upp- boðinu í gær. Þær voru metnar á fimm og þijú þúsund. Sú seinni seld- ist á matsverði, en sú fyrri fór á 5.500 krónur. í dag verður boðið upp málverk eftir Ásgrím Jónsson, sem metið er á tuttugu þúsund danskar. Tap gegn Georgíu Jerevan, Armeniu. Morgunblaðið. GEORGÍUMENN voru andstæðing- ar íslendinga í 10. umferð Ólympíu- mótsins í gær og tapaði ísland l'/i- 2'á. Enginn íslensku stórmeistar- anna átti góðan dag, nema Helgi Áss Grétarsson sem hafði svart á fjórða borði gegn Supatasvili, öflug- um alþjóðameistara. Helgi tefldi af miklum þrótti og baráttugleði og féll andstæðingur hans loks á tíma með tapaða stöðu. Á efsta borði gerði Margeir Péturs- son stutt jafntefli við kaupsýslu- manninn Sjúrab Asmæparasvili og hafði Margeir hvítt í skákinni. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir stórmeistaranum Giorgadze á 2. borði og Hannes Hlífar lék af sér í ágætri stöðu á þriðja borði. Rússar eru enn langefstir, en staða næstu þjóða var óljós vegna nokkurra langra skáka á efstu borð- unum. ísland er nú í námunda við 20.-25. sæti. Séra Flóki til þjónustu á meginlandi Evrópu SÉRA Flóki Kristinsson, sóknar- prestur í Langholtssókn, tekur við þjónustu við Islendinga á megin- landi Evrópu, einkum í Lúxemborg og Brussel og nærliggjandi svæð- um, frá 1. október nk. Hann lætur af störfum við Langholtskirkju frá sama tíma. í fréttatilkynningu frá biskups- stofu kemur fram að staðan hafi verið stofnuð í framhaldi af sam- þykkt kirkjuþings í október árið 1995. Kirkjuþing hafí falið kirkju- ráði að leita leiða til að efia þjón- ustu við Islendinga erlendis, m.a. með fjölgun prestsembætta. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, pró- Langholtssókn auglýsir eftir presti fljótlega fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sagði að gert væri ráð fyrir að prestur í þjónustu við íslendinga á meginlandi Evrópu yrði til að byija með staðsettur á íslandi. Hins vegar væri staðan í mótun og ekki gott að segja hvort breyting yrði á í fram- tíðinni. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki náðist í séra Flóka Krist- insson né Jón Stefánsson, organista í Langholtskirkju, í gærkvöldi. Hr. Ólafur Skúlason biskup er erlendis. Séra Gylfi þjóni tímabundið Guðmundur Ágústsson, formað- ur sóknarnefndar Langholtssóknar, sagðist eiga von á að Gylfi Jónsson, héraðsprestur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi vestra, tæki að sér tíma- bundna þjónustu við Langholts- kirkju eftir að séra Flóki hætti. Fljótlega yrði svo auglýst eftir sókn- arpresti og væntanlega hefði nýr sóknarprestur tekið við í sókninni fyrir jólin. Guðmundur vildi ekki tjá sig um brotthvarf séra Flóka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.