Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ L FRETTIR Krónprins Dana á eftirlitsferð með Vædderen FRIÐRIK krónprins stjórnaði björgunaræfingu og þyrlulend- ingu um borð í danska eftirlits- skipinu Vædderen á Faxaflóa í gærmorgun. Skipið er á eftirlits- ferð um Norður-Atlantshafið og kemur hingað frá Færeyjum og Grænlandi, þar sem það hefur verið við veiðieftirlit. Friðrik er eldri sonur Margrét- ar Danadrottningar og Henriks prins og mun þegar fram líða stundir verða konungur Dana. Hann hefur stundað hefðbundna herþjónustu og starfar nú í kafa- rasveit danska sjóhersins. Það er ekki heiglum hent að komast í kafarasveitina. Til þess þarf að ganga í gegnum stífa líkamlega og sálfræðilega þjálfun og próf. Þegar hann sótti um inugöngu árið 1994 voru umsækjendur alls 300 en einungis fjórir voru tekn- ir iiui. Krónprinsinn var einn af þeim. Gott samstarf við Gæsluna Vædderen sigldi frá Danmörku um miðjan ágúst og hefur síðan verið við eftirlit í höfunum um- hverfis Færeyjar og Grænland. Menn úr áhöfninni hafa farið um borð í tólf fiskiskip og kannað veiðarfæri, möskvastærð, afla- skýrslur og þess háttar. Þeir hafa einnig stundað björgunaræfing- ar, meðal annars þyrlulendingu og björgun úr sj6, eins og fjðl- miðlafólki var sýnt í gær. _ Síðdegis í gær var áhöfnin á Vædderen á sameiginlegri þyrlu- æfingu með Landhelgisgæslunni en að sögn skipstjórans, Axels Fiedler, er mikið og gott samstarf þeirra á milli. í gærkvöld var svo ætlunin að sigla upp í Hvalfjörð, leggjast þar við akkeri og slaka á yfir helgina áður en haldið verð- ur áfram til austurstrandar Græn- lands til frekara eftirlits. Aætluð heimkoma til Danmerkur er 10. nóvember, eftir rúmlega þriggja mánaða útivist. I áhöf ninni eru sextíu manns, þar af átta stúlkur. Að sögn skip- stjórans er stemmningin létt og góð um borð, enda eins gott þeg- ar sextíu manns búa svo þétt sam- an í svo langan tima. Krónprinsinn heldur heim til Danmerkur um helgina og fer beint til starfa sinna hjá kafara- sveitinni. Þá hefur hann verið tæpar þrjár vikur á Vædderen en hann kom um borð þann 9. september. Hann kom með flug- vél frá Grænlandi til Keflavikur og var sóttur þangað með þyrlu skipsins. „Hann á að læra að standa í Morgunblaðið/Ásdís FRIÐRIK krónprins slakar á að aflokinni vel heppnaðri björgunaræfingu á Faxaflóa. Gæti stjómað Dannebrog KRÓNPRINSINUM stillt upp við vegg af áköfu fjölmiðlafólki frá Danmörku, Grænlandi og íslandi. brúnni og stjórna skipi, þannig að hann geti gengið um borð i konungsskipið Dannebrog þegar þar að kemur og s< jórnað sínu eigin skipi," sagði skipstjórinn á Vædderen, sem virtist ánægður með frammistöðu krónprinsins. Gæti vel hugsað sér að sjámeira aflslandi Áhöfn Vædderen hefur ekki viðdvöl í Reykjavík í þetta sinn en það er annars ekki óalgengt að skipið leggist að bryggju hér. Það var á kronprinsuium að heyra að hann gæti vel hugsað sér að sjá meiraaf Iandinu. ,.Ég verð að taka mér nokkurra daga frí við tækifæri og heímsækja ísland," sagði hann. Hann var að lokum spurður hvort hann hef ði heyrt af félags- skapnum Skjöldungum, sém hef- ur það á stefnuskrá sinni að gera ísland áftur að hluta danska kon- ungsríkisins. Það var ekki laust við að hann yrði undrandi. „Nei, það hef ég ekki heyrt. Ég held nú að bæði íslendingar og Danir hafi það ágætt eins og málum er háttað núna. Það er líka góður vinskapur milli þjóðanna og það er það mikilvægasta," sagði krón- prins Dana og virtist ekki hafa sérstakan áhuga á því að gerast konungur yfir Islandi. Eldisþorsk- urfrá Drangsnesi til Bretlands RÚMLEGA þrjú tonn af „eldis- þorski" voru seld á Faxamarkaði í gær. Þorskurinn var alinn í kví í Hveravík við Steingrímsfjörð og seld- ist hann á rúmlega 100 krónur kíló- ið. Fjórir aðilar keyptu fiskinn, með- al annars Toppfiskur í Reykjavík og Fiskverkun KEA á Dalvík. Þorskurinn var veiddur í rækju- troll í sumar og alinn á loðnu í kvínni í tvo og hálfan mánuð. Á þeim tíma jók hann þyngd sína um 60 til 70%. Kristján Berg Ásgeirsson, starfs- maður Toppfisks, sem keypti hluta af þorskinum, segir að hann sé mjög hvítur á holdið og fallegur en svolít- ið laus í sér. Toppfískur mun flaka þorskinn og senda hann ferskan með flugi til Newcastle. Það voru þeir Bjarni Elíasson og Guðmundur R. Guðmundsson á Drangsnesi sem fengu leyfi til þess í sumar að gera þessa tilraun. Þorsk- inn veiddu þeir í rækjutroll inni á fírðinum og komu honum lifandi í kvína. Þá var hann 1 til 2 kíló að þyngd. Eftir tveggja og hálfs mánað- ar eldi var þorskurinn orðinn um 3,7 kíló. Eftir það var þorskurinn svo sveltur í 25 daga til að draga úr fítu í holdinu, en hún veldur losi. Fiskur- inn missir ekki vigt á meðan en sækir sér næringu í lifrina. ? ? ? Lát konu á bæ í Oxnadal Abúandi ákærður RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál á hendur ábúanda á bæ í Öxna- dal og var það þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gærmorgun. Forsaga málsins er sú að fyrr á árinu, í lok aprílmánaðar, kallaði bóndinn til lækni og sjúkrabíl heim að bænum vegna systur sinnar sem var gestkomandi hjá honum. Hun var látin er að var komið og þóttu ummerki á staðnum benda til að lát hennar hefði ekki borið að með eðli- legum hætti. Við réttarkrufningu þótti dánar- orsök ekki fyllilega ljós en talið að nokkrir samverkandi þættir hefðu valdið dauða konunnar, m.a. var bent á að hún var astmasjúklingur og þá fundust á henni töluverðir áverkar. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm undirréttar um skyldu til greiðslu í Sameinaða lífeyrissjóðinn, en málið snerist um þrjá starfsmenn trésmiðju, sem jafnframt voru stjórnarmenn og hluthafar í fyrir- tækinu og höfðu greitt til Frjálsa lífeyrissjóðsins. Ekki voru dómarar Hæstaréttar þó á einu máli. Harald- ur Henrysson, Guðrún Erlendsdótt- ir og Hrafn Bragason mynduðu meirihluta dómsins, en bæði Pétur Kr. Hafstein og Hjörtur Torfason skiluðu sératkvæðum. Þeir töldu ekki nauðsyn að takmarka rétt manna til að velja milli löghæfra lífeyrissjóða og vildu sýkna tré- smiðjuna af kröfum lífeyrissjóðsins. í dómi Hæstaréttar er vitnað til 2. greinar laga nr. 55/1980 ura, starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda, en sam- kvæmt henni er öllum launamönn- um og þeim sem stunda atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi rétt og skylt að eiga aðild að lífeyr- issjóði viðkomandi stéttar eða starfshóps,_ enda starfi sjóðurinn að lögum. í dóminum segir, að til- gangur laganna hafi verið að tryggja að allir vinnandi menn bæru á sama hátt kostnað af líf- eyristryggingum og skylduaðild að lífeyrissjóði væri ótvíræð. Hæstiréttur klofinn í máli varðandi skyldu- aðild að lífeyrissjóði Af hálfu trésmiðjunnar var bent á, að starfsmennirnir þrír, sem jafnframt voru eigendur, hafi greitt iðgjald til Frjálsa lífeyris- sjóðsins og þeir hafi mátt greiða til hvaða lífeyrissjóðs sem væri, hefði fjármálaráðuneytið staðfest reglugerð hans. Hæstiréttur benti á, að skylduaðild að lífeyrissjóði hamlaði því ekki að keypt væru viðbótar- réttindi hjá öðrum sjóði. „Eins og hér hagar til þykir áfrýjandi [tré- smiðjan] ekki hafa sýnt fram á að sú takmörkun á valfrelsi starfs- manna um lífeyrissjóð, sem fólgin er í skylduaðild launþega hans að stefnda [Sameinaða lífeyrissjóðn- um] samkvæmt lögum nr. 55/1980, verði ekki samræmd áðurgildandi ákvæði stjórnarskrár um félagafrelsi, sbr. núgildandi ákvæði 2. mgr. 74. gr. stjórn- arskrárinnar. Niðurstaða máls þessa verður samkvæmt framansögðu sú að áfrýjanda beri að greiða lífeyris- tillag launþega sinna til stefnda svo sem krafist er," segir í dómi Hæstaréttar. Ekki meiri skerðing en nauðsyn krefur Pétur Kr. Hafstein sagði í sérat- kvæði sínu að skylduaðild að líf- eyrissjóðum fæli í sér skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti, sem þó bryti ekki í bága við stjórnarskrá. Það kynni að vera, að hagsmunum ákveðinna sjóða yrði teflt í tví- sýnu, ef sjóðsfélagar mættu ganga úr þeim að vild og velja sér aðra. Á hitt væri að líta, að skerðing á félagafrelsi megi ekki vera meiri en brýnasta nauðsyn krefji. „Þess vegna er ekki unnt að fallast á, að nauðsyn beri til þess í lýðræðis- legu þjóðfélagi að takmarka rétt manna til að velja milli lífeyris- sjóða, sem eru löghæfír til að ná markmiðum laga nr. 55/1980 um starfskjör og skyldutryggingu líf- eyrisréttinda," sagði Pétur og vildi sýkna trésmiðjuna af kröfum líf- eyrissjóðsins. Atvinnurekendur fremur en launþegar Hjörtur Torfason skilaði einnig sératkvæði. Hann sagði að starfs- menn trésmiðjunnar hafi jafn- framt verið aðalhluthafar og stjórnendur fyrirtækisins. Laun þeirra hafi ekki verið ákveðin eft- ir kjarasamningum, heldur í sam- ræmi við afkomu félagsins. Nær sé því að líta á þá sem atvinnurek- endur en eiginlega launþega. Hjörtur benti á, að í lógum 55/1980 hafi verið að finna viður- kenningu þess, að öllum yrði ekki skipað sjálfkrafa í sjóði af um- ræddu tagi. Nokkuð hafi losnað um starfsgreinatengsl lífeyris- sjóða frá því lögin voru sett, sjóð- ir verið sameinaðir og í reglugerð- um sumra gert ráð fyrir að menn gætu hafnað aðild að einum, væru þeir í öðrum sambærilegum. Sam- kvæmt viðhorfi Sameinaða lífeyr- issjóðsins hefðu mennirnir þrír getað nýtt sér slíkt ákvæði, en innganga þeirra í frjálsan séreign- arsjóð væri ekki lögmætt tilefni viðskilnaðar. Hjörtur sagði ekki hægt að fall- ast á þessi sjónarmið, þegar litið væri til stöðu mannanna og hags- muna lífeyrissjóðsins og félaga hans. Hann benti á að Frjálsi lífeyrissjóðurinn nyti einnig viður- kenningar að lögum og vildi að þessu gefnu sýkna trésmiðjuna af kröfu lífeyrissjóðsins. í \ !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.