Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 5 FRETTIR Nefnd um fram- tíðarskipulag Lands- virkjunar Tillögum skilað fyrir miðjan októbfer NEFND sem skipuð var af eignar- aðilum Landsvirkjunar til að yfir- fara eignarhald, rekstrarfyrirkomu- lag og framtíðarskipulag fyrirtæk- isins, mun skila tillögum fyrir miðj- an október, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar. Nefndin var skipuð síðastliðinn vetur í framhaldi af því að borgar- stjórinn í Reykjavík lagði fram í borgarráði tillögu um að óska eftir viðræðum við aðra eignaraðila Landsvirkjunar, það er ríkið og Akureyrarbæ, um framtíðarskipu- lag, rekstrarform og eignaraðild að fyrirtækinu. Sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttur, borgarstjóri, þá að vel kæmi til greina að skipta Lands- virkjun og auka samkeppni í orku- vinnslu. Einnig kom fram hjá henni að bæði kæmi til greina að Reykja- víkurborg seldi sinn eignarhluta í Landsvirkjun eða Ieysti til sín sinn hlut. ÚttektJPMorgan Einn þáttur í starfi nefndarinnar, að sögn Halldórs, hefur verið að láta meta markaðsverð Landsvirkj- unar, arðsemi fyrirtækisins, arðgjöf til eigenda sinna og annað slíkt. Fékk nefndin hið þekkta fjármála- fyrirtæki JP Morgan í Lundúnum til að gera úttekt á fyrirtækinu. Þar er meðal annars lagt mat á mark- aðsvirði, lánshæfni og hvaða stöðu fyrirtækið hefði á lánamarkaði ef ríkisábyrgðar nyti ekki við. Á grundvelli þessarar úttektar muni nefndin gera tillögur til eignaraðila fyrirtækisins fyrir miðjan næsta mánuð. Halldór sagðist ekki geta rætt einstakar niðurstöður úttektar fjár- málafyrirtækisins, enda væri hún viðamikil og málið ennþá til úr- vinnslu. Hann gæti hins vegar sagt að markaðsvirði fyrirtækisins væri ekki fjarri bókfærðu eigin fé Lands- virkjunar samkvæmt ársreikning- um fyrirtækisins árið 1995, en bók- fært eigið fé samkvæmt reikningi þess árs er nálægt 26 milljörðum króna. ? ? ? Þjóðminjasafnið Vilhjálmi Erni sagt upp ÞÓR Magnússon þjóðminjavörður hefur sagt Vilhjálmi Erni Vilhjálms- syni fornleifafræðingi upp störfum á Þjóðminjasafninu. Óskað er eftir að Vilhjálmur Örn láti strax af störfum. Þór sagði að Vilhjálmi Erni væri sagt upp störfum vegna samstarfs- örðugleika innan og utan Þjóð- minjasafns. Hann neitaði því ekki að ein af ástæðunum væri fram- koma Vilhjálms Arnar í tengslum við fund hins svokallaða Miðhúsa- silfurs. Vilhjálmur Örn kom til starfa í Þjóðminjasafninu í maímánuði árið 1993. Honum barst uppagnarbréfið sl. miðvikudag. Þór sagðist ekki hafa fengið sérstök viðbrögð við uppsögninni frá Vilhjálrhi Erni enda hafi uppsögnin væntanlega ekki komið á óvart. Vilhjálmur Örn er nú staddur erlendis. Mikið bókað í Lundúnaferðir HEIMSFERÐIR fóru fyrstu flug- ferð sína til London í haust í gær- kvöldi, full Boeing 737 vél frá breska flugfélaginu Sabre Airways sem flaug einnig fyrir Heimsferðir síðasta vetur til London. Heimsferðir fljúga nú annað árið í röð til London alla fimmtu- daga og mánudaga og fluttu yfir tvö þúsund farþega þangað í fyrra, en í London býður fyrirtæk- ið þjónustu íslenskra fararstjóra og flytur alla farþega sína frá flugvelli heim á hótel með rútum Heimsferða. Töluverð aukning hefur verið í London-ferðum Heimsferða frá því í fyrra og er nú búið að bóka 1.858 farþega til London í vetur, í októ- ber og nóvember. Fargjöld eru frá 16.900 kr. með sköttum fram og til baka. HP-skanninn setur prentuð gögn á tölvutækt form á einfaldan og ódýran hátt Nýi HP-skanninn er LykiLatriði í pappírslausum viðskiptum bylting í meðferð og úrvinnslu prentgagna með tölvum galdratæki sem opnar nýja möguleika fyrir tölvunotendur Nýi HP-skanninn kostar aöeins 19.900 kr. HEWLETT PACKARD Viðurkenndur þjónustu- og söluaðiti Uppiýsingatækni Armúla 7, sími 550 9090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.