Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Arni Sigfússon, formaður FIB, fagnar lækkun iðgjalda Lækkun verði varanleg „ÉG tel það mjög ánægjulegt að það hilli undir það að allir lands- menn njóti þeirrar lækkunar sem við höfum náð fram á tryggingaið- gjöldum," segir Árni Sigfússon, formaður FÍB. Hann telur mikil- vægt að gera þessa lækkun varan- lega en það gerist aðeins ef sam- staða félagsmanna rofnar ekki. „Allir sem hafa fylgst með þessu máli vita að það hefur þurft mikla vinnu til þess að ná lækkuninni fram. Við fengum þau svör frá trygginga- félögunum fyrir einu ári að það væri ekki til umræðu að lækka ið- gjöld. Það væri fremur um það að ræða að hækka þau enda hafi verið tap á bifreiðatryggingum undanfarin ár. Á síðustu mánuðum hafa þau talað um að það þyrfti 30% hækkun iðgjalda vegna breytinga á vátrygg- ingalöggjöfinni. Nú hins vegar treysta þau sér til að bjóða þessa miklu lækkun á bílatryggingum. Það sannar einfaldlega að við höfum haft rétt fyrir okkur, það var svigrúm til lækkunar," segir Árni. „Ég tel mjög mikilvægt að við reynum að gera þessa lækkun var- anlega og það gerist fyrst og fremst ef samstaðan rofnar ekki meðal okkar félagsmanna. Við þurfum að tryggja að áfram verði virk samkeppni á markaðnum og það gerist aðeins ef menn muna hvað þurfti til," segir Árni. Margvísleg fríðindi hjá FÍB Árni sagði að broslegt væri að VÍS þyrfti að setja inn í iðgjöld FÍB tryggingar félagsgjöld FIB til þess að geta nálgast það verð sem FÍB trygging býður. „Það má líkja þessu við það að Rotary félagar tækju sig saman og fengju sérstök kjör hjá VÍS og þeir þyrftu að reikna út hvað þeir hefðu Iagt til hreyfingarinnar á hverju ári til þess að fá út iðgjaldið. FIB félagar njóta margvíslegra fríðinda og það er nýlunda að hér skuli bjóðast svo mikið lægri tryggingar. Hér áður vorum við með samning við Skand- ia sem veitti félagsmönnum 10% afslátt af iðgjöldum. Minna má á að við rekum lögfræðiþjónustu fyr- ir félagsmenn okkar, tækniráðgjöf og gefum út blöð sem fjalla um neytendamál og bílamál. Við höfum öflugt samstarf við systurfélög er- lendis og hér eru 100 fyrirtæki sem veita verulegan _ afslátt til félags- manna," sagði Árni. Alþjóðleg miðlun ehf. Huga að heim- ilistryggingum ALÞJOÐLEG miðlun ehf., sem kom á viðskiptasamningi milli Ibex Motor Policies at Llods og Félags íslenskra bifreiðaeigenda og sér að afgreiða tryggingarskýrteini og innheimta ið- gjöld, hyggst haslasér völl á fleiri sviðum trygginga á íslandi innan tíð- ar. „Við erum hér í sjótryggingum, eignatryggingum og ábyrgðartrygg- ingum en það má búast við að við færum okkur út í heimilistryggingar úr því að við mim komnir í bifreiða- tiyggingar. Ég á von á því að innan tíðar verði hér til álíka pakkar og ekki verri í heimilistengdum trygg- ingum, það er að segja á húseignum og innbúi," segir Halldór Sigurðsson, vátryggingamiðlari hjá Alþjóðlegri miðlun ehf. „Ég hlýt að lýsa ánægju yfir því að okkur hefur tekist að afreka það að koma fólki hér niður á það plan sem aðrar þjóðir greiða í trygging- um," segir Halldór um þá iðgjalda- lækkun á bifreiðatryggingum sem Vátryggingafélag íslands hf til- kynnti í gær. Halldór sagði að þrátt fyrir lækkun VlS væru iðgjöld þess félags 'ekki komin niður fyrir FÍB- tryggingar. „Þeir setja félagagjald FIB inn í iðgjaldstöluna, sem er ekki rétt en inn í iðgjaldi FÍB eru alls konar hlunnindi, sem við teljum að sé vænsti tryggingapakkinn á mark- aðinum í dag," sagði Halldór. Sjóvá- Almennar lækka ið- gjöld um 16-26% EINAR Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segir að fyr- irtækið muni lækka iðgjöld sín um 16-26%. „Við verðum þá ýmist lægri eða í það minnsta með svipuð iðgjöld og þau hjá IBEX, sem mest hefur verið rætt um undanfarna daga," segir hann. Að sögn Einars er tilkynning um lækkun iðgjalda nú á leið í pósti til viðskiptavina fyrirtækisins og mun berast þeim á næstu dögum. „Við lækkum iðgjöldin mest hjá þeim, sem eru í hæsta bónusflokki hjá okkur og einnig þeim, sem eru með trygg- ingaviðskipti sín hjá okkur í sam- settri vátryggingavernd, svokölluð- um Stofni," segir hann. Einar segir að iðgjöld hjá yngstu ökumönnum verði ekki hækkuð, heldur njóti þeir lækkunar eins og aðrir. „Við segjum ekki við fólk 25 ára og yngra að það sé óvelkomið. Ég held að skilaboð FÍB til þessa fólks séu skýr: „Við viljum ekkert hafa með ykkur að gera." Við veitum yngstu ökumönnunum hins vegar eðlileg kjör," segir hann. Dæmi frá VÍS um iðgjöld af bifreiðatryggingum í eftirfarandi dæmum eru borin saman iðgjöld trygginga hjá Vátryggingaf élagi íslands (VÍS) og FÍB tryggingum/IBEX. Dæmin eru þau sömu og FIB birti 18. sept. Þau sýna iðgjöld skyldutryggingar ökutækis bíleiganda með fullan bónus (70%) og framrúðutryggingar ökutækis. Auk þess reiknar VÍS árgjald til FÍB inn í gjöld FÍB/IBEX. Iðgjöld VÍS eru skv. gjaldskrá sem tekurgildi 1. október 1996 Iðgjöld FÍB trygginga/IBEXeru skv. auglýsingu frá 18. sept, en * að viðbættu árgjaldi til FÍB, 3.300 kr., sem er skilyrði f. trygg. | DÆMI 71 Aldur bíleiganda: 29 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyrí Bifreið: Toyota Corolla GL Árgerð bifreiðar: 1992 FÍB/IBEX trygging*: 29.483 kr. VÍStrygging: 26.642 kr. Mismunur: 2.841 kr. DÆM11 Aldur bfleiganda: 25 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Subaru Justy GL 4WD Árgerð bifreiðar: 7992 FÍB/IBEX trygging*: 26.506 kr. VÍStrygging: 22.935 kr. Mismunur: 3.571 kr. DÆMI4 Aldur bfleiganda: 35 ára Búseta: Hófuðb.sv. eða Akureyrí Bifreið: Nissan Micra GS Árgerð bifreiðar: 1992 FÍB/IBEXtrygging*: 23.938 kr. VÍS trygging: 22.935 kr. Mismunur: 1.003 kr. DÆMI8 Aldur bfleiganda: 69 ára Búseta: Egilsstaðir Bifreið: Jeep Cherokee Árgerð bifreiðar: 7990 FÍB/IBEXtrygging*: 22.413 kr. VÍStrygging: 22.219 kr. Mismunur: 194 kr. DÆMI2 Aldur bíleiganda: 45 ára í Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyrí Bifreið: Honda Accord EX Árgerð bifreiðar: 1989 ! FÍB/IBEX trygging*: 27.867 kr. VÍStrygging: 26.642 kr. DÆMIS Aldur bfleiganda: 55 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Brfreið: Subaru Legacy Árgerð bifreiðar: 1994 FÍB/IBEX trygging*: 27.867 kr. VÍS trygging: 26.860 kr. Mismunur: 1.007 kr. DÆMI9 Aldur bíleiganda: 40 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Volvo 760 Árgerð bifreiðar: 1990 FÍB/IBEXtrygging*: 27.867 kr. VÍStrygging: 26.860 kr. Mismunur. 1.007 kr. Aldur bfleiganda: 25 ára Búseta: Egilsstaðir Bifreið: Nissan Micra GS Árgerð bifreiðar: 7992 FÍB/IBEXtrygging*: 21.956kr. VÍStrygging: 18.956 kr. Mismunur. 3.000kr.\ Aldur bíleiganda: 35 ára Búseta: Húsavik Bifreið: Subaru 1800 Turbo Árgerð bifreiðar: 7989 FÍB/IBEX trygging*: 22.464 kr. VÍStrygging: 21.442 kr. Mismunur: 1.022 kr. MsaesBsaaaasss DÆM110 Aldur bíleiganda: 56 ára \ Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Toyota Corolla Árgerð bifreiðar: 7996 FÍB/IBEXtrygging*: 27.706 kr. VÍStrygging: 26.642 kr. Mismunur: 1.064 kr. 0 VIS lækkar iðgjöld bíla- trygginga eldri ökumanna VATRYGGINGAFELAG Islands hf. tilkynnti í gær breytingar á iðgjöldum bílatrygginga sem taka gildi 1. október næstkomandi. Tryggingatakar í aldursflokknum 25 ára og eldri fá bestu kjörin og einhverjir í aldursflokknum 21 til 24 ára. Tryggingatakar 17-20 ára greiða greiða hærri iðgjöld eftir breytingarnar. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, segir að tímabundin undirboð er- lendra tryggingafélaga breyti ekki neinu um að VÍS mun áfram leit- ast við að bjóða bestu kjörin á markaðinum. Það kæmi í ljós inn- an þriggja ára að iðgjöldin ættu eftir að hækka á ný. VÍS vildi ekki gefa upp hver meðaltalslækkunin á iðgjöldum væri. Félagið býður best 3.571 kr. lægri iðgjöld en FÍB-trygging í þeim iðgjaldadæmum sem félag- ið kynnti á blaðamannafundi í gær. Inn í iðgjald FÍB-tryggingar reiknar VÍS 3.300 kr. árgjald til FÍB sem er skilyrði fyrir trygg- ingu. Lækkun VÍS er tilkomin m.a. vegna samkeppni frá FÍB-trygg- ingu, sem starfar á vegum breska vátryggjandans Ibex Motor Polic- ies hjá Lloyd's, sem í síðustu viku hóf starfsemi á íslenska vátrygg- ingamarkaðnum. FÍB-trygging bauð um 30-35% lækkun iðgjalda frá iðgjöldum íslensku trygginga- félaganna fyrir um 96-97% félags- manna í FIB en nú býður VÍS enn lægri iðgjöld í sumum tilfellum. Axel Gíslason sagði þegar hann kynnti iðgjaldalækkunina að það væri skollið á stríð við nýjan aðila á tryggingamarkaðnum og bar- dagaaðferðirnar væru einnig nýj- ar. VÍS myndi ekki heykjast á því að taka þátt í stríðinu. Hann sagði að í raun stæðu iðgjöld sem þessi ekki undir kostn- aði við tryggingagreinina. Hann sagði að það kæmi í ljós innan þriggja ára að iðgjöldin ættu eftir að hækka. „Það er enginn vafi á því í mínum huga að þessi iðgjöld eru of lág sem Ibex er að bjóða til þess að greiða tjónakostnað. Innan þriggja ára mun það koma í ljós. Það getur ekkert trygginga- félag í nokkru landi boðið iðgjöld til langs tíma sem eru undir raun- verulegum kostnaði," sagði Axel. TjónumfækkaðhjáVÍS Axel sagði að FÍB-trygging hefði neitað ýmsum áhættuhópum um tryggingar, eins og eigendum bifhjóla og leigubíla. Kvaðst hann vita til að leigubílstjórar hefðu leit- að til Vátryggingaeftirlitsins vegna þess. Hann sagði augljóst að þrátt fyrir þessar breytingar yrði engin lækkun á tjónakostnaðinum sjálf- um. Félagið hefði búið sig undir samkeppni erlendis frá með lækk- un kostnaðar og meiri hagkvæmni í rekstri og teldi sig vel í stakk búið til þess að takast á við hana. Auk þess hefði tjónum fækkað á þessu ári hjá VÍS. Axel sagði að ef ekki yrði brugð- ist við samkeppninni frá FIB- tryggingu væri hætt við því að vátryggingastarfsemin færðist smám saman á hendur erlendra félaga og yrði unnin af erlendum starfsmönnum sem greiddu skatta sína í útlöndum. Fleiri fé- lög und- irbúa lækkun ÞESS má vænta að fleiri vátrygg- ingafélög en þegar hafa tilkynnt um lækkun iðgjalda bifreiðatrygginga geri það á næstu dögum eða vikum. Þórður Þórðarson, framkvæmda- stjóri vátryggingasviðs Skandia hf., segir að félagið sé enn að athuga þessi mál en öruggt sé að tilkynnt verði um einhverjar lækkanir á næst- unni. Það verði þó sennilega ekki fyrr en eftir næstu helgi. „Við höfum verið nokkuð lægri en hinir fram að þessu en ef þetta er það sem koma skal, þá verðum við að sýna einhver viðbrögð," segir Þórður. TM að meta stöðuna „Við eigum eftir að skoða þetta betur og meta stöðuna," segir Gunn- ar Felixson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar hf. Hann sagðist ekki enn hafa fengið nægilegar upplýs- ingar um þær breytingar á iðgjöldum sem VÍS kynnti í gær og um tilboð FÍB-trygginga, en segir að vænta megi viðbragða af hálfu Trygginga- miðstöðvarinnar eftir eina til tvær vikur. „Það er alveg ljóst að við munum taka okkar ákvarðanir með hliðsjón af því sem er að gerast en hvenær það verður get ég ekki tjáð mig um í dag. Ég reikna ekki með að við tökum okkar ákvörðun fyrr en eftir viku eða hálfan mánuð," sagði Gunn- ar. Úr vöndu að ráða „Við ætlum að lesa í markaðinn eins og aðrir og hugsa málið og reikna. Það er alveg ljóst að við verð- um að gera eitthvað eins og hinir ef við ætlum að halda okkar góðu kúnnum," segir Ágúst Ögmundsson, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Tryggingar hf. „Við spáum í öll spilin en erum ekki með nein læti og ætlum að reikna þetta vel út," sagði hann. Aðspurður hvenær vænta mætti breytinga á iðgjöldum sagðist Ágúst ekkert geta um það sagt. „Viðskipta- vinir okkar bíða ekki endalaust en viðreynum að vanda okkur." Ágúst sagði að sér litist ekki vel á þessa þróun að undanförnu. „Hitt er annað mál, að samkvæmt tölum sem birtust í Vísbendingu í gær hef- ur þróunin verið batnandi í bifreiða- tryggingum og því er kannski svig- rúm hvað það snertir, en þar á móti hefur lögunum verið breytt, vátrygg- ingafjárhæðir verið hækkaðar og það er óvíst hvaða áhrif það hefur. Það er því úr vöndu að ráða," segir Ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.