Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR r AUt að 70% í kvótabrask Tilboð í verk á vegum borgarinnar benda til þenslu Enginn verkefna skortur hjá verktökum TILBOÐ í verk, sem boðin eru út á vegum opinberra aðila, hafa farið hækkandi að undanförnu og hefur af þeim sökum reynzt erfiðara að halda kostnaðaráætlanir. Þetta stað- festir Sigfús Jónsson, forstjóri Inn- kaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Sigfús segir tilboð í nokkur af nýjustu stóru verkefnunum á vegum borgarinnar hafa verið tilfinnanlega yfir kostnaðaráætlun og vísar þar sérstaklega til göngubrúarinnar yfír Miklubraut og nýjustu dælustöðv- anna við Seilugranda og Boða- granda. Málmsmíði er stór þáttur í þessum verkefnum. Að skammur frestur skuli hafa verið gefínn til byggingar göngubrúarinnar og efnt til útboðs- ins að sumri, þegar málmsmiðir hafa að jafnaði mest að gera, er talið skýra að miklum hluta, hvers vegna tilboðin voru svo miklu hærri en gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun. Samningum um brúarsmíðina var frestað. Að sögn Sigfúsar hafa bygginga- verkefni, sem borgin hefur boðið út upp á síðkastið, heldur ekki fengið þá svörun sem við var búizt. Þykir það benda til að byggingaverktakar hafí næg verkefni án þess að taka þátt í útboðum og er merki um þenslu í efnahagslífinu. Ekki kannað hjá ríkinu Hvort sama sé uppi á teningnum í útboðum á vegum ríkisins fékkst ekki staðfest, þar sem engin úttekt á þessu máli hefur verið gerð hjá Ríkiskaupum, að sögn Pálma Jóns- sonar, aðstoðarforstjóra og fjár- málastjóra Ríkiskaupa. Að ókönnuðu segist hann ekki vita til þess, að borið hafi á hækkunum tilboða. Hjá Vegagerðinni mun ekki hafa orðið vart við verulega hækkun á tilboðum í verk á vegum hennar. Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðu- maður framkvæmdadeildar Vega- gerðarinnar, segir líklegt, að minna sé nú um mjög lág tilboð, en hækk- anir á meðaltilboðum séu ekki slík- ar, að erfiðlega gangi að halda kostnaðaráætlanir. Eftir áramótin verði samanburður gerður á tilboð- um liðins árs við árin á undan; erf- itt sé að segja um útkomuna nú um mitt ár, en ekki sé útlit fyrir að mikil hækkun hafí orðið í ár. Lítið hefur verið um útboð á veg- um Landsvirkjunar frá því í byrjun ársins, en þau sem samið var um þá voru undir kostnaðaráætlun, samkvæmt upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar blaðafulltrúa. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Grafið með gylltri skóflu Fiölstofnarannsóknir Hafró Meira af þorski og minna af loðnu? Skagaströnd. Morgunblaðið. TÖLUVERÐUR hópur bæjarbúa fylgdist með þegar Jón Þórir Óskarsson, 6 ára gamall nemandi í Höfða- skóla, tók fyrstu skóflustunguna að nýju íþrótta- húsi á Skagaströnd. Beitti hann gylltri skóflu sem sveitarstjóra var afhent með viðhöfn til að nota við þetta tækifæri á skólaslitum sl. vor. Helgi Gunnars- son mun nú hefja framkvæmdir við bygginguna sem áætlað er að kosti 90-100 milljónir króna. IFIMM ár hefur verið í gangi sérstakt átak í fjölstofnarannsóknum á Hafrannsóknastofnun. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur stjórnar þeim. Áður en lagðar voru fyrir hann nokkrar spurn- ingar var hann spurður í hverju þessar rannsóknir eru fólgnar. „Þetta er áhersluverk- efni, sem fór af stað 1992. Við fengum sérstaka fjár- veitingu til þess. Rann- sóknin felst í því að skoða nánar tengsli lífveranna í hafinu. Til dæmis hvaða fiskar eru að eta hvaða fæðu og hvernig það teng- ist nýtingu á okkar stofn- um. Það beinist einnig að öllum helstu sjávarlífver- um, svo sem sjófuglum og selum og hugmyndin að hvalir komi inn í þetta líka. Við erum að athuga fæðutengsl þeirra og skoða ýmsa aðra þætti. Lokamarkmiðið er að steypa þessu saman í líkan, sem lýsir því í heild. Þetta er rétt að byrja og hefur aðallega verið beint að þorskinum og loðnunni. Við vonumst til að það þróist þannig að við fáum betri skilning á margslungnu líf- ríki hafsins. " Breytir þessi rannsókn einhverju um fiskveiðiráðgjöí? „Þetta er ekki endilega hugsað sem stjórntæki, nema hvað það mun auka skilrting okkar. Þegar til lengri tíma er litið kann það að breyta einhverju í stjórnun veiðanna." ATú voruð þið með fjölstofnaráð- stefnu á Loftleiðum til að gera grein fyrír fyrstu niðurstöðum í þessarí fjógurra ára áætlun. Kom þar eitthvað nýtt fram? Eru til dæmis einhverjar visbendingar um hvað sé hagkvæmast fyrir heildina að veiða og hverju hlífa? „Margt hefur skýrst. Til dæmis hefur komið betur í Ijós hve loðn- an á stóru hlutverki að gegna í fæðu botnfíska, þarmeð þorsksins. Ofveiði á loðnu mundi bitna á fleiri fiskum en þorskinum. Meg- inspurningin er hvort við viljum veiða meira af þorski og minna af loðnu. Eins og verðlagi er háttað er ljóst að þjóðhagslega er hag- kvæmara að byggja þorskstofnana upp. Af- raksturinn er svo mikill. Loðnan drepst að lokinni —— hrygningu, hefur nýst þannig, og verður fóður fyrir fiska. Hún er þá mjög aðgengileg, liggur á botn- inum og er auðveld bráð. Með í þessu prógrammi eru fæðurannsóknir á sjófuglum, sem lítið hafa verið stundaðar hér. Þar kemur í ljós að át þeirra fugla sem skoðaðir voru - svartfugl, rita, fýll og lundi - er við þetta fyrsta mat hundruð þúsunda tonna af loðnu og sandsíli. Orkuþörf þess- ara fugla er gríðarlega mikil. Langvían og stuttnefjan þurfa 50% af líkamsþyngd sinni á dag. Þar sem fuglamir eru svo stór þáttur verður að reikna með þeim ískoðun á lífríki hafsins." Á kannski að skjóta sjófugla til að fá meira af loðnu og sandsíli eða takmarka æti þeirra? Og hverju myndu sandsílisveiðar til bræðslu hér t.d. breyta varðandi sjófuglana? Við höfum ekkert hugleitt hvort ástæða sé til að grípa til neinna sérstakra aðgerða umfram eðli- lega nýtingu á svartfugli og lunda, sem eru af hinu góða. Sandsílis- veiðar gætu auðvitað haft einhver áhrif, en þær hafa ekkert verið stundaðar hér. Þær hafa verið til Dr. Olaf ur Karvel Pálsson ? Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur er Vestfirð- ingur, uppalinn á Isafirði. Eftir stúdentspróf frá M A 1966 hélt hann til náms í fiski- fræði við Háskólann í Kiel, þar sem hann lauk lokaprófi sem fiskifræðingur 1972 og doktorsprófi 1979. Hann hóf störf hjá Hafrannsóknastofn- un 1975. Var mest við fæðu- rannsóknir og stofnrann- sóknir botnfiska. Og hann hefur á hendi stjórn á togara- rallinu og 1 jölstofnarann- sóknunum. Kona Ólafs Kar- vels er Svandis Bjarnadóttir, skrifstofumaður hjá Happ- drætti Háskólans. Þau eiga tvær dætur. umræðu í Norðursjónum og við Hjaltlandseyjar og raunar talið að slíkar veiðar og hrun þeirra hafi haft áhrif á sjófugla. Enda voru þær gríðarmiklar. Fyrir 20 árum voru hér einhverjar tilraunaveiðar. Slíkar veiðar eru auðvitað mjög varasamar með tilliti til annarra fískistofna, því þær eru stundaðar með mjög smáriðnum veiðarfær- - um sem taka líka mikið af öðru ung- viði. Þær hafa ekki átt upp á pallborðið hér. Þær mundu t.d. að öllum líkindum hafa áhrif á afrakstur okkar af ýsustofnin- Sjóf uglar eta hundruð þús- unda tonna af loðnu og sandsíli En hvað um hvali og seli? „Hvalurinn er stórtækur í þess- um efnum. Neysla hvala gæti skert afrakstur okkar af þorsk- stofninum um u.þ.b. 10%. Þannig að hvalirnir eru líklegir til þess að hafa veruleg áhrif á okkar nýtingu. Selina höfum við ekki metið með sama hætti. Þeir eta þorsk og mikið af öðrum fiski sem við nýtum. En selastofnarnir eru af annarri stærðargráðu en hvala- stofnarnir. Selir hafa þó vissulega sín áhrif, nægilega mikil til þess að ástæða sé til að skoða það. Það verður gríðarlega mikil- vægt að fá þetta allt samtengt þegar við verðum komnir með nothæft fjölstofna líkan. Getum þá notað það til að líkja eftir þessu samspili í hafinu. Og kynning á þessu verki, eins var gert á ráð- stefnunni á Loftleiðum, á að geta skerpt skilning fólks á þessu sam- spili, svo að það verði meira vak- andi fyrir því sem er að gerast. Þetta er svo stór þáttur í afkomu okkar. En erindin, sem flutt voru á ráðstefnunni, verða gefín úr á vegum Hafrannsóknastofnunar á næsta ári."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.