Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 12

Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1- FRETTIR Ársverk vegna nýrra verksmiðja Telur mat borgar- innar of hátt ÞÓRÐUR Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, seg- ist telja að mat Reykjavíkur- borgar á fjölgun starfa vegna fyrirhugaðrar byggingar ál- vers Columbia Ventures og stækkunar Járnblendiverk: smiðjunnar sé alltof hátt. í bezta falli megi búast við að ný ársverk vegna framkvæmd- anna verði 3.000 á byggingar- tíma og á þriðja hundrað til frambúðar, að margfeldis- áhrifum meðtöldum. Lauslegt mat Þjóðhags- stofnunar er að framkvæmd- irnar sjálfar muni skapa um 2.000 störf á byggingartíma og 150 til frambúðar. Haft var eftir Pétri Jónssyni, formanni atvinnumálanefndar Reykja- víkur, í Morgunblaðinu á mið- vikudag að samkvæmt mati borgarinnar myndu falla til um 8.000 ársverk á byggingartím- anum, sé tekið tillit til marg- feldisáhrifa, og 700-800 árs- verk til frambúðar. Sam- kvæmt því eru margfeldis- áhrifin fjórföld. Margfaldað með 4 í stað lVi „Þetta er margfaldari sem er okkur á Þjóðhagsstofnun ókunnur," segir Þórður Frið- jónsson. „Ég veit ekki hvernig þeir reikna þetta út, en ef við lítum til margfaldara, sem við, OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn og fleiri nota, eru þeir yfirleitt á bilinu einn til tveir. Við styðjumst yfírleitt við margfaldara, sem er nálægt einum og hálfum. Ég átta mig á að menn hafa verið með kenningar um slíka margfald- ara, en tel að þetta séu ekki raunhæfir útreikningar." Pétur Jónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Reykj avíkurborg reiknaði með margfoldum margfeldisáhrif- um, þ.e. að flölgun ársverka í einum geira leiddi af sér fjölgun í öðrum og þannig koll af kolli. „Það má vel vera að þetta sé hressilega áætlað, en menn hafa sínar skoðanir og eru misjafn- lega_ bjartsýnir," segir hann. „Ég býst við að menn fái þetta út með því að leggja saman tölur fram og til baka, en þegar farið er í eitt verk- efni hefur það einhver áhrif á samhengið í efnahagslífinu að öðru leyti. Það er ekki bara hægt að taka eina tölu og bæta hugsanlegum áhrifum sífellt ofan á. Jafnvel þótt þarna fái töluverður fjöldi manna vinnu, er ekki þar með sagt að hann hefði verið alger- lega atvinnulaus, hefði ekki komið til þessa verkefnis," segir Þórður Friðjónsson. SUS birtir „frelsisvísitölu“ og tillögur til að auka efnahagslegt frelsi á íslandi Nafnvirði ríkiseignar í fyrirtækjum 61 milljarður ÍSLAND er í 31. sæti á svokölluðum frelsisvísitölukvarða sem byggður er á rannsóknum nokkurra af fremstu hagfræðingum heims á efnahagslegu frelsi þjóða. Forystumenn Sambands ungra sjálfstæðismanna afhentu Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær skýrslu með umræddum lista og tillögum um aðgerðir svo ísland verði komið í fremstu röð þjóða sem búa við mest efnahagslegt frelsi um aldamót. I skýrslunni, sem ber heitið Frels- isvísitalan - Island í fremstu röð, er vitnað í ritið Economic Freedom of the World 1975-1995, sem kom úr á seinasta ári og er niðurstaða 13 ára rannsókna nokkurra af fremstu hagfræðingum heims. Tekin voru fyrir 102 lönd á 20 ára tíma- bili og var tilgangurinn að finna hlut- lausan mælikvarða á efnahagslegt frelsi á milli landa, svokallaða frelsis- vísitölu. Morgunblaðið/Ásdís GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, formaður SUS, afhendir Davíð Oddssyni forsætisráðherra skýrsluna. Aukið frelsi og bætt lífskjör haldast í hendur Niðurstaða hennar styður þá kenn- ingu að aukið frelsi skili sér í auknum hagvexti og bættum lífskjörum, að mati SUS. 14 efstu lönd á kvarða frelsisvísitölunnar juku verga lands- framleiðslu sína að meðaltali um 12,4% frá 1980-1994 en þau 27 lönd sem verma botninn upplifðu samdrátt um að meðaltali 1,3% á sama tíma. ísland er í 31. sæti á listanum með einkunnina 6,1 á kvarðanum 0-10. í efsta sæti er Hong Kong og Nýja-Sjá- land í öðru sæti. „Þau lönd sem hafa búið við mikið frelsi um langt skeið eru einnig yfir- leitt hálaunasvæði. Þannig voru Hong Kong, Sviss, Singapúr, Banda- ríkin, Kanada og Þýskaland, sem vermdu efstu sætin á frelsisvísitölu- kvarðanum á árunum 1975-1995, öll meðal tíu efstu þjóða miðað við lands- framleiðslu á mann árið 1994. Ekk- ert dæmi er um að land sem var ofarlega á frelsiskvarðanum síðustu áratugina hafi ekki verið hátekju- land,“ segir í skýrslu SUS. SUS leggur til fjölmargar aðgerð- ir til að auka frelsi, m.a. um að dreg- ið verði úr ríkisafskiptum og ríkisfyr- irtæki verði tafarlaust einkavædd. Birtur er listi yfir fyrirtæki sem eru ýmist með beinni eignaraðild ríkis- sjóðs eða með eignaraðild banka og sjóða í eigu ríkisins. Skv. upplýsinga- öflun SUS er nafnverð hlutafjár rík- isins í þessum fyrirtækjum rúmlega 61 milljarður kr. miðað við seinustu áramót og er listinn þó ekki tæm- andi fyrir eignaraðild ríkisins í öðrum félögum, að því er segir í skýrslunni. SUS vill m.a. afnema verðstýringu hins opinbera og leggja af flutning- sjöfnunargjöld af olíuviðskiptum. ATVR verði lögð niður og smásalan færð einkaaðilum, smásöluverslun ríkisins í Leifsstöð verði hætt, einka- væðing hefjist í orkugeiranum og komið verði sem fyrst á frelsi í fjar- skiptaþjónustu. Lagt er til að at- kvæðisréttur landsmanna verði jafn- aður, komið verði á frelsi til vinnu- staðasamninga, erlendum aðilum verði heimilt að fjárfesta í sjávarút- vegi og orkugeiranum og hömlur á viðskipti með bújarðir verði aflagðar. Opinberar upplýsingar á tölvutæku formi Enginn með einka- leyfiá dreifingu TRYGGVI Þórhallsson, lögfræðing- ur hjá dómsmálaráðuneytinu, segir engin einkaleyfi hafa verið gefín út varðandi dreifingu á lögum, dómum eða öðrum upplýsingum frá opinber- um aðilum í tölvutæku formi. Enn sem komið er standa þessar upplýs- ingar þó aðeins til boða hjá einkafyr- irtækjum gegn greiðslu. I ávarpi sem Haukur Arnþórsson, forstöðumaður tölvudeildar Alþingis hélt á fundi Samtaka tölvu- og íjar- skiptanotenda gagnrýndi hann að þessi gögn væru seld og sagði að réttast væri að þau stæðu öllum opin. T'Tggv' segir ráðuneytið hafi ekki séð neina ástæðu til að leggja stein í götu einkaaðila sem vildu koma þessum upplýsingum á tölvutækt form. „Verkefnin hafa ekki verið styrkt af ráðuneytinu á neinn hátt og jafnræðis hefur verið gætt. Eng- um einkaleyfum eða sérleyfum hefur verið úthlutað." Tryggvi segir að árangur af starfi einkafyrirtækjanna hafi lofað góðu og hvetji ráðuneytið til þess að íhuga dreifingu gagnanna frekar. Engar áætlanir séu þó ennþá uppi varðandi þau mál. Formenn A-flokkanna og Þjóðvaka á opnum fundi Sameining er hlutverk komandi kynslóðar Arnarsmári 10 - stórglæsileg - opið hús í kvöld frá kl. 20-22 Ein glæsilegasta 4ra herb. íbúðin á markaðnum til sýnis í kvöld. íbúðin er á 3. hæð t.v. (efstu) í nýju stórglæsilegu fjölbýlishúsi á fallegum útsýnisstað. Parket. Innréttingar og flísar í sérflokki. Áhv. húsbréf ca 3 millj. Verð 8.950 þús. Jensína Nanna tekur á móti ykkur í kvöld. Nánari upplýsinga getur þú leitað hjá Bárði Tryggvasyni í síma 565 7144 eða 896 5221. Valhöll, sími 588 4477. FORMENN A-flokkanna og Þjóð- vaka, Jón Baldvin Hannibalsson, Margrét Frímannsdóttir og Jó- hanna Sigurðardóttir, ræddu sam- starf vinstrimanna á opnum fundi, sem Röskva, samtök félagshyggju- fólks við Háskóla íslands, boðaði til í hádeginu í gær. Þetta var *í fyrsta sinn, sem fonnenn þessara þriggja flokka komu fram á sameig- inlegum fundi frá því í kosningabar- áttunni á síðasta ári. Formennirnir héldu framsögu- erindi, en svöruðu svo fyrirspurn- um. Jón Baldvin ítrekaði í sínu er- indi, að sameining þingflokka Al- þýðuflokks og Þjóðvaka væru engin stórtíðindi. Hún væri fyrsta hænu- fetið á langri leið. í framhaldi af þessu skrefi vildu menn gera eitt- hvað til að laða til samstarfs þá sem aðhylltust jafnaðarstefnuna „með þeim hætti, að það gæti leitt til uppstokkunar flokkakerfisins, eða jafnvel sameiginlegs framboðs". Athygli vakti á fundinum, að Jón Baldvin ýjaði að því, að hann væri senn á förum úr stjórnmálum. Hann sagði að sú kynslóð forystumanna flokkanna, sem brátt myndi víkja af vettvangi íslenzkra stjórnmála, vildi búa í haginn fyrir kynslóða- skipti, sem væru í augsýn. Hann vonaði hins vegar, að sér og sinni kynslóð, sem nú leiddu stjórnmála- flokkana, myndi auðnast að þjóna Ijósmóðurhlutverki við sköpun framtíðarbreiðfylkingar íslenzkra jafnaðarmanna. Nútímaleg jafnaðarstefna Einn fundargesta varpaði fram þeirri skoðun, að til þess að af sam- einingu jafnaðarmanna gæti orðið, yrði Jón Baldvin að víkja, þar sem hann og hans stefna væri of hægri- sinnuð. Þessu vísaði Jón Baldvin á bug. Hann sagði, að ef takast ætti að koma á fót flokki, sem gæti höfðað til breiðs hóps fólks í kring um og vinstra megin við miðju og orðið nógu stór til að veita Sjálf- stæðisflokknum raunverulegt mót- Morgunblaðið/Golli FORMENN A-flokkanna og Þjóðvaka, Jón Baldvin Hannibals- son, Margrét Frímannsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, ræddu í gær sameiningarmál jafnaðarmanna á fyrsta opinbera fundin- um í langan tima, þar sem þau öll þrjú voru saman komin. vægi og samkeppni, yrði slíkur flokkur að fylgja nútímalegri jafn- aðarmannastefnu, sem ekki væri nein hægristefna. Stefna Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, og jafnaðarmannaflokksins sænska, sem hann veitir forstöðu, kallar Jón Baldvin dæmi um nú- tímalega jafnaðarstefnu, sem bæði vilji draga úr ríkisforsjá og auka samkeppni í efnahagslífinu, sem hvort tveggja væri forsenda þess, að takast megi að viðhalda velferð- arkerfinu, í nafni réttlætis og jafn- aðar. Samvinna á dagskrá, ekki samfylking Margrét Frímannsdóttir lagði í máli sínu áherzlu á, að á dag- skránni nú væri samvinna, ekki samfylking eða sameiginlegt fram- boð stjórnarandstöðuflokkanna. Hún útilokaði, að þingflokkur Al- þýðubandalagsins tæki það í mál, að sameinast nýstofnuðum þing- flokki jafnaðarmanna á sitjandi þingi. Samstarf flokkanna innan verkalýðshreyfingarinnar, sveitar- í > í I ! í i I ( ( stjórna sem og ungliðahreyfinga héti betri árangri. Hún sagðist hins vegar vonast til, að þessir flokkar nýttu tímann á meðan þeir eru allir saman í stjómarandstöðu til að sameinast um málefni og efla sam- vinnu sín á meðal. Jóhanna Sigurðardóttir lagði áherzlu á, að verkefni jafnaðar: manna á þessu kjörtímabili væri annars vegar að veita ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks virkt aðhald, og hins vegar að koma sér saman um að tefla fram nýjum valkosti fyrir kjósend- ur, nýju stjórnmálaafli fyrir næstu kosningar, sem skákað gæti Sjálf- stæðisflokknum og komið sitjandi stjórn frá. Margrét og Jón Baldvin tóku undir þetta sjónarmið og gagn- rýnina á ríkisstjórnina, sem Jón Baldvin sagði vera „dauflynda og náttúrulausa"; hún bæri þar með ábyrgð á því, að almenningur væri unnvörpum að verða með öllu áhugalaus um íslenzk stjórnmál. Þess vegna ætti nú unga kynslóðin leik; það sé hennar, að bjarga fram- tíð íslenzkra stjórnmála. v í I | i « u

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.