Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 13

Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 13 GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðing- ur ASÍ, segir að deilur um túlkun á nýju vinnulöggjöfinni eigi eftir að flækja gerð nýrra kjarasamn- inga. Alþingi hafí valdið mikilli óvissu á vinnumarkaðinum með samþykkt laganna og í sumum til- vikum viti menn hreinlega ekki til hvers löggjaflnn ætlaðist með breytingunum. Eitt af því sem ágreiningur er um milli talsmanna vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar er hvað gerist um áramót þegar samningar renna út hafi samning- ar ekki tekist. Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag að sáttasemjari gæti ekki lagt fram sáttatillögu um áramót eins og formaður Rafiðnaðarsam- bandsins telur eðlilegast. Hann Sendi álit í bundnu máli Lúxemborg'. Morgunblaðið. •EKKI alls fyrir Iöngu var greint frá því í lúxemborgíska dagblaðinu Tageblatt að Halldór Steinarsson, 20 ára nemi í Lycée de Garcons Luxembourg, hlaut ásamt Carole Stefanetti, fyrstu verðlaun í sam- keppni þar sem nemendum á lista- braut 10. og 13. bekkjar auk 1. og 2. bekkjar menntaskóla var gert að skila inn áliti sínu á mynd- listasýningunni „Main Stations" hvar 13 listamenn sýndu verk sín. Álit sitt skrifaði Halldór í bundnu máli og samdi hann eina vísu um hvern listamann. Sagði Tageblatt svo frá að ljóð Halldórs hefðu verið glettin heimspeki um listamennina ogverk þeirra. í verðlaun hlaut Halldór síðan alfræðiorðabókina Encyclopedia Britannica í 32 bindum. Halldór er sonur hjónanna Steinars Halldórssonar og Lill- ian Nielsen. Hefur Halldór verið búsettur í Lúxemborg alla tíð en fjölskylda hans hefur búið þar frá árinu 1973. Stundar hann nám í menntaskólanum Lycée de Gar- ?ons, Lúxemborg. 17% fjölgun farþega hjá Islandsflug'i FARÞEGUM í áætlunarflugi íslandsflugs hefur fjölgað um 17% á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Met var sett í áætlunarflugi þegar íslands- flug flutti 31,2% fleiri farþega í ágúst sl. en í ágúst í fyrra. Mest hefur fjölgunin orðið í flugi til og frá Vestfjörðum. íslandsflug flýgur allt að þijár ferðir á dag til Vestfjarða. Farþegum hefur einnig Qölgað mjög í leiguflugi bæði innanlands og utan, að því er segir í fréttatilkynningu. Þeg- ar hefur t.d. orðið 56% fjölgun farþega í ferðum til Græn- lands. Arfur horfinna kynslóöa Jurtasmyrsl Erlings grasa- læknis fást nú í ajiótekum og heilsuhúðum um land allt. • Græðismyrsl • Handáburður • Gylliniæðaráburður Kranil<‘i<Saii(li: Islrnsk lyíjagnis <»hf. Hagfræðingur ASÍ segir margt óljóst í vinnulöggjöfinni Samningagerð flókin sagði það ennfremur misskilning að þá skylli á verkfall hafi samn- ingar ekki tekist. Gylfl sagði ljóst að ekkert í lög- um bannaði sáttasemjara að leggja fram sáttatillögu á gamlársdag. Meginatriðið væri hins vegar að með breytingum á vinnulöggjöfínni hefði Alþingi verið að setja leikregl- ur í þeim tilgangi að flýta samn- ingaferlinu. Menn ættu að setjast fyrr að samningaborði og samn- ingsstaðan ætti einnig að skýrast fyrr. Þetta væri beinlínis tekið fram í greinargerð með frumvarpinu og hefði margoft komið fram í umræð- um um það. „Öll umræðan gekk út á að breytingarnar miðuðu að því að koma í veg fyrir að kjarasamningar drægjust á langinn. Tímafrestirnir í sambandi við viðræðuáætlanirnar miða að því að nýir kjarasamningar taki gildi um leið og eldri renna út. Það skellur ekki sjálfkrafa á verkfall ef það tekst ekki, en það er ljóst að þetta ýtir undir að samn- ingaferillinn taki styttri tíma, ágreiningur komi fram fyrr og miðlun sáttasemjara komi fyrr til. Þetta finnst okkur löggjafarvaldið hafa verið að leggja upp með,“ sagði Gylfi. Vinnulöggjöfin er sniðin að danskri fyrirmynd og sagði Gylfi að verkföll í Danmörku hefðu oftar en ekki hafist um leið og kjara- samningar runnu úr gildi. Þá væru aðilar vinnumarkaðarins búnir að vera í viðræðum í nokkra mánuði og fullreynt hvort menn næðu samningum án átaka. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, sagði að ummæli framkvæmda- stjóra VSÍ bæru með sér að hann vildi halda í gömul vinnubrögð sem viðgengist hefðu við gerð kjara- samninga hér á landi í áratugi. „Viðræðuáætlun nær aldrei lengra en gildandi kjarasamningur. Hún miðar að því að menn hafi náð saman um nýjan samning áður en gildandi samningur rennur út. í lok viðræðuáætlana verða menn að meta hvað þeir ætla að gera. Eru samningar að nást; eru samnings- aðilar komnir það nálægt hvor öðr- um að sáttasemjari leggur fram miðlunartillögu eða er staðan sú að samningstilraunir hafa engu skilað? Þegar þetta mat liggur fyr- ir grípa menn til viðeigandi ráðstaf- ana,“ sagði Guðmundur. r Sumir hlutir eru meira virði en þeir kosta! er glæsilegt dæmi um það Ef þú vilt ekki eyða peningunum í dýran og glæsilegan bfl, geturðu þess í stað varið þeim til kaupa á ódýrum og glæsilegum bfl. Elantra er vel búinn og vekur athygli í umferðinni fyrir straumlínulagað og sportlegt útlit. En kostirnir eru ekki bara á ytra borðinu. Ríkuleg áhersla er lögð á öryggisatriði, vélin er kraftmikil, hljóðeinagrun er góð og innrarými er þaulhugsað og þægilegt. Öll þessi atriði koma glögglega í ljós við reynsluakstur. Hyundai Elantra ...mikils virði! HYUnDRI til framtídar Vél búin: C£ 1.6 lítra rúmmáli 3 16 ventlum Q tölvustýrðri innspýtingu ^ 116hestöflum ^ •••••••••••••• ^ Rafknúnar rúður ____I Rafknúnir hliðarspeglar Samlæsing í hurðum Q Vökva- og veltistýri ^ Tveir styrktarbitar í hurðum i/l Útvarp/kassettutæki ££ með 4 hátölurum Litað gler <£ Statif fyrir drykkjarmál p Hólf milli framsæta yj Stafræn klukka £L Snúningshraðamælir |— Barnalæsingar ^ o.m.fl. <£ VERÐDÆMI Elantra Verð 1.395.000 Uppítðkubifreiö 450.000 Peninqar 150.000 Útborgun samtals 600.000 Bílalán (Glltnir/Sjóvá AlmTVlS) 795.000 Meöalafborgun 48 mán 20.353 36 mán 26.011 ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 B&L útveqar bilalán hjá Glitni. Sjóvá Almennum og VtS. Lágnwkiutborgun miðast vlö 25H af veröi bitslns. Hámarkstíml bflatáns er 60 máa er þá lágmarksútborgun 35H. Verödaemiö getur breyst án fyrinrara Aukabúnaður á mynd álfelgur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.