Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Minningartónleikar um Ingimar Eydal í Iþróttahöllinni „Kvöldið er okkar" TÓNLISTARMAÐ- URINN Ingimar Eyd- al hefði orðið sextug- ur 20. október næst- komandi, en hann lést sem kunnugt er í árs- byrjun 1993. Minn- ingartónleikar um Ingimar verða haldnir í íþróttahöllinni á Ak- ureyri á afmælisdegi hans en yfirskrift þeirra er „Kvöldið er okkar". Ingirnars verður minnst í tali og tónum, en tilgangur tónleikanna er að safna fé í minningar- sjóð um hann. Sjóðinn á að nota til að kaupa vandaðan konsert- flygil handa Akureyringum, en slíkt hljóðfæri hefur lengi vantað í bæinn. Sjóðurinn og sem og flygillinn verða í vörslu Tónlistar- félags Akureyrar. Á tónleikunum koma fjölmargir listamenn fram, en megináhersla verður lög á þá tónlist sem Ingimar hafði mest dálæti á og þá sem hann lék sjálfur. Með- al þeirra sem fram koma eru Boogie Woogie bræður, Björn Thoroddsen, Bubbi Morthens, Daníel Þor- steinsson, Egill Ólafs- son, Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir, Fjórir fjörugir, Gunn- ar Gunnarsson, Ingimar Hljómsveit Ingu Ey- Eydal dal, jasstríóið Skipað þeim, Karlakór Akureyrar-Geysir, Kór Akureyrarkirkju, Ömar Ragn- arsson, Óskar Pétursson, Tjarnar- kvartettinn, Tríó PPK og Þorvald- ur Halldórsson. Gestur Einar Jón- asson verður kynnir á tónleik- unum. Að tónleikunum stendur sam- starfshópur sem í eru vinir og aðdáendur Ingimars, tónlistar- menn, Tónlistarfélag Akureyrar, Kiwanisklúbburinn Kaldbakur og fleiri, en hátt í 200 manns koma að tónleikunum og gefa allir vinnu sína. Þennan sama dag kemur út á vegum útgáfufélagsins SPOR geisladiskurinn „Kvöldið er okkar" sem inniheldur úrval laga ^ með hljómsveit Ingimars Eydal. Ágóðí af þeim diskum sem seljast á tón- leikunum rennur í minningarsjóð- inn. Haft hefur verið samband við fjöldamörg fyrirtæki á Akureyri og nágrenni og þeim boðið að kaupa styrktarmiða á tónleikana og hafa undirtektir verið góðar. Einnig hefur verið opnaður reikn- ingur í íslandsbanka á Akureyri þar sem áhugasamir geta lagt inn framlög til sjóðsins. Númer reikn- ingsins er 1617. Kaupþing Norðurlands annast sölu hlutabréfa bæjarins í ÚA Starfsfólki UA og bæjarbú- um boðinn forkaupsréttur BÆJARRÁÐ Akureyrar staðfesti á fundi sínum í gær samning sem Jakob Björnsson, bæjarstjóri hefur gert við Kaupþing Norðurlands hf. um sölu á hlutabréfum Akureyrar- bæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. að nafnverði kr. 132.200.000. Leitað vartil tveggja aðila varðandi sölu á bréfum bæj- arins, Kaupþings Norðurlands og Landsbréfa og var ákveðið að ganga til samninga við Kaupþing Norðuriands. í fyrsta áfanga sölunnar skal bjóða starfsmönnum ÚA og öllum íbúum með lögheimili á Akureyri og eru 18 ára og eldri 1. júlí sl., bréfin til kaups, þó þannig að hverjum og einum skal að há- marki heimilt að kaupa fyrir kr. 131.000 að nafnverði. Miðað er við sölugengi 4,98 sem þýðir að hver einstaklingur getur keypt fyrir um kr. 650.000. Kaupendur eiga kost á láni Væntanlegir kaupendur þurfa að skila inn bindandi kauptilboði innan tveggja,- þriggja vikna frá dagsetningu á sölutilboði. Kaup- þing Norðurlands mun gefa kaup- endum hlutabréfa í fyrsta áfanga kost á láni til að fjármagna hluta af kaupum sínum til allt að þriggja ára. Þegar sölutímabili samkvæmt fyrsta áfanga er lokið, verða þau bréf sem eftir eru, seld á almennum markaði með hefðbundnum hætti og án allra takmarkana þ.m.t. á hámarksfjárhæð á kaupum hjá hverjum einstökum kaupanda. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Mývatnsflugvöllur lagður bundnu slitlagi LAGNINGU klæðningar á Mý- vatnsflugvöll er lokið og er heild- arlengd klæddrar flugbrautar 1020 metrar. Fjögur tilboð bár- ust í verkið og voru þau opnuð 20.ágústsl. Lægsta tilboðið átti Malar- vinnslan á Egilsstöðum og hljóð- aði upp á um 6,7 milljónir króna en kostnaðaráætlun Flugmála- sl jórnar var upp á rúmar 7,7 milljónir króna. Samið var við lægstbjóðanda og hófust fram- kvæmdir 2. september sl. og lauk 5 dögum síðar. Árlega fara um 3.500 manns um Mývatnsflugvöll og eru útlendingar þar í meiri- hluta. Með tilkomu bundna slit- lagsins eykst öryggi þeirra sem um völlinn f'ara. 0 Utvegsmannafélag Norðurlands Bjarni Hafþór ráðinn framkvæmdastjórí BJARNI Hafþór Helgason hefur ver- ið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Útvegsmannafélags Norðurlands. Framkvæmda- stjóri félagsins mun sinna innri málefn- um útvegsmanna á Norðurlandi og starfa jafnframt í nánum tengslum við Landssamband íslenskra útvegs- manna. Einnig mun hann sinna verkefnum sem tengjast rekstrarumhverfi útgerðarfyrirtækja, s.s. umhverfismálum og auðlinda- vernd, stjórnvaldsaðgerðum, réttinda- baráttu um úthafsveiðar og fleira. Bjarni Hafþór mun hefja störf fyrir Útvegsmannafélag Norðurlands 1. október næstkomandi. Bjarni Hafþór Helgason er fæddur á Húsavík 22. ágúst 1957. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1978 og lauk prófi á hag- fræðikjarna viðskiptadeildar Háskóla íslands vorið 1983. Undanfarin tíu ár hefur hann starfað við fjölmiðla; hann var ráðinn sjónvarpsstjóri ey- firska sjónvarpsfélagsins 1. október 1986, en frá árinu 1990 hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerð- armaður fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Eiginkona Bjarna Hafþórs er Laufey Sigurðardóttir og eiga þau tvö börn. Hvítasunnukirkjan Vetrarstarfið hafið VETRARSTARF Hvítasunnukirkj- unnar á Akureyri er hafið og hefur það aldrei verið fjölbreyttara. Á sunnudögum verða samkomur kl. 14 og er boðið upp á barnasam- komu fyrir börn á aldrinum 1 til 6 ára meðan á samkomunni stendur. Síðasta mánudag í hverjum mánuði verða systrakvöld kl. 20.30. Á þriðju- dögum er krakkaklúbbur kl. 17.30 til 19 fyrir 10 til 13 ára. Biblíulestrar og bænasamkomur verða kl. 20 á miðvikudagskvöldum. Opið hús er fyrir 13 ára krakka og eldri í félags- miðstöðinni (gengið niður í kjallarann að norðan). Krakkaklúbbur verður á föstudögum frá kl. 17.15 til 18.30 fyrir 3 til 9 ára börn, en á þeim tíma geta börnin notið góðrar og uppbyggj- andi stundar á meðan foreldrarnir gera helgarinnkaupin. Samkomur ætlaðar ungu fólki verða kl. 20.30. Einnig verður boðið upp á Biblíu- leshópa og samtöl í heimahúsum, en Vörður L. Traustason forstöðumaður veitir allar nánari upplýsingar. Morgunblaðið/Hermína Gunnþórsdóttir RÓSA Kristín Baldursdóttir stjórnandi raddprófar kórfélaga. Heilsugæslustöð í Hrísey í nýtt húsnæði Nýrkór í Svarfað- ardal Dalvík. Morgnnblaðið. STOFNFUNDUR nýs kórs í Svarfaðardal, sem hafa mun það hlutverk að syngja við helgihald í þremur kirkjum sveitarinnar, var haldinn í vikunni. Auk þess er ætlunin að æfa og flytja annars konar tónlist. Stjórnandi kórsins er Rósa Kristín Baldursdóttir en hún hefur einnig tekið að sér starf organista við kirkjurn- ar. INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra tók nýlega í notkun nýja heilsugæslustöð í Hrísey. Stöðinni var valinn staður í Hlein, þar sem fyrir eru íbúðir fyrir aldraða, og var um 80 fermetra íbúð í eigu Hríseyj- arhrepps tekin undir starfsemina. Á heilsugæslustöðinni er stofa læknis, aðstaða fyrir hjúkrunarfræðing og biðstofa. Aðstaða hefur í kjölfarið breyst mjög til batnaðar en áður var heilsugæslustöðin til húsa í kjallara húss Pósts og síma sem var alls ófullnægjandi að sögn Gunnars Jónssonar sveitarstjóra. Við athöfnina afhenti Ingibjörg stjórn heilsugæslustöðvar Dalvíkur eina milljón króna til tölvukaupa, en læknisþjónusta í Hrísey er veitt frá Dalvík. í tilefni af opnun heilsu- gæslustöðvarinnar var ákveðið að auka þjónustuna, hún verður helm- ingi meiri en var. Áður kom lækn- ir út í eyju einu sinni í viku, en mun í framtíðinni koma tvisvar sinnum. Kyrrðar- stund LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn byrjar vetrar- starf sitt á morgun, laugar- daginn 28. september, í Sval- barðskirkju kl. 11 og í Greni- víkurkirkju kl. 13.30. For- eldrar eru beðnir að hvetja börn sín til að vera með í barnastarfinu í vetur en þeir eru einnig velkomnir. Kyrrð- ar- og fyrirbænastund verður í Grenivíkurkirkju næstkom- andi sunnudag, 29. septem- ber, kl. 21. » » í r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.