Morgunblaðið - 27.09.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.09.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 15 AKUREYRI Barna- starf haf- ið í Gler- árkirkju FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓN- USTA sem verður í Glerár- kirkju næstkomandi sunnu- dag, 29. september kl. 11, markar upphaf barnastarfs- ins í vetur, en það verður á sama tíma á sunnudögum í vetur. Aðalsteinn Þorsteins- son hefur umsjón með barna- starfinu. Tilgangurinn með fjöl- skyiduguðsþjónustum er að gefa foreldrum og börnum tækifæri til að eiga saman stund í kirkjunni, þannig að guðsþjónustur verði unga fólkinu aðgengilegar og það kynnist helgihaldi kikijunnar betur. Barnaefni vetrarins verður kynnt í guðsþjónustunni, en yfirskrift efnisins er „Örkin hans Nóa“ og er ásamt mynd- um sem fylgja unnið af Elínu Jóhannsdóttur kennara. Markmið efnisins er að börnin læri helstu sögur Gamla og Nýja testamentisins og boð- skap þeirra og stigi þannig fyrstu skrefin í því að öðlast nokkra heildarsýn yfir Bibl- íuna og kristna trú. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Fjórir með fé í Ólafsfirði Ólafsfirði. Morgunblaðið. FJÁRBÆNDUM í Ólafsfirði hef- ur fækkað ár frá ári og eru þeir nú aðeins fjórir með um 700 fjár. Mikill fjöldi barna og fullorðinna fylgdist með þegar bændur drógu fé í dilka í Reykjarétt á dögunum. Margir voru einnig boðnir og búnir að aðstoða þá við göngur. Á myndinni eru þær Júlíanna Ingvadóttir og Agnar Víglundsson að losa gaddavír úr lambi. Helgi Hjaltalín sýnir í Gallerí+ HELGI Hjaltalín Eyjólfsson opnar sýningu í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akureyri á morgun, laugardaginn 28. september kl. 16. Hún stendur til 13. október næstkomandi. Helgi Hjaltalín er Reykvíkingur, fæddur árið 1968. Hann hefur sótt listmenntun sína víða, byijaði á listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1984, þá stundaði hann nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands en hélt árið 1991 til ársdvalar í Kunstakademie í Duss- eldorf í Þýskalandi. Þá stundaði hann nám í Hollandi í tvö ár áður en hann hélt vestur um haf til árs- dvalar í San Francisco Art Inst- itute. Listaverk hans eru afar sér- stök, bæði í efnisvali og meðferð þess, þar sem eiturefni eru m.a. notuð til að auka skynjunina og pólitíska hugsun. Verkin eru lit- sterkir veggskúlptúrar, þar sem lokuð tilraunaglös eru hluti verks- ins, fyllt af eitri sem fáanlegt er út í búð og almenningur dælir niður í klósett og eldhúsvaska í stórum stíl, segir í frétt af sýning- unni. Helgi hefur sýnt list sína í Hol- landi, Þýskalandi, Englandi og Bandaríkjunum og hér heima. Gallerí+ er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 18 þegar sýningar eru. Halli og Laddi á Hótel KEA NÚ Á haustdögum býður Hótel KEA upp á skemmtun með Halla og Ladda, sem fá til sín í heim- sókn ýmsa góðkunningja, eins og Stefán frá Utistöðum, Skúla raf- virkja og Magnús bónda frá Ytri- Hnjáskeljum og þá mun hinn sívin- sæli Eiríkur Fjalar troða upp. Skemmtunin ásamt þriggja rétta glæsilegum kvöldverði og dansleik kostar 3.450 krónur. í tilefni af þessari skemmtun býður Hótel KEA sérstakt hausttilboð á gistingu. Fyrsta sýningin verður annað kvöld, laugardagskvöldið 28. sept- ember, og mun hljómsveitin Mið- aldamenn frá Siglufirði leika fyrir dansi að skemmtun lokinni. Næstu sýningar verða 19. og 26. október. Einstakt tœkifœri fyrir handhafa Far- og Gullkorta VISA. 22. - 28. október. Einstök og glæsileg skoðunarferö um höfuðborg Bandaríkjanna. Gist verður ó State Plaza sem er fyrsta flokks hótel staðsett beint á móti Virginia Avenue ó milli 21. og 22. Street. Öll herbergin eru með eldhúskróki, sjónvarpi, sima og minibar. í hótelinu er veitingastaður, setustofa og æfingasalur. Verð aðeins 49.900 kr. m.v. 2. i herbergi. > 10 mánaða raðgreiðslur! InnifaliS: Flug, gisting akstur til og frá flugvelli hálfs dags skoSunarferS um Washington DC, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Bókanir fara eingöngu fram hjá Dísu, Hörpu og Guðrúnu Dagmar í Hóp- ferðadeild Flugleiða á Laugavegi 7 í símum 5050 486, -534 eða -491. Fararstjórn: Sigurveig Jónsson. FLUGLEIÐIR JS Traustur (slenskur ferðafélagi Mí 9ZllAV)S/NIMUOY

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.