Morgunblaðið - 27.09.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 27.09.1996, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Meðalland Melskurður fór úrskeiðis Hnausum í Meðallandi - Nú eru komin jafndægur á hausti eftir óvenju langt og gott sumar. Þó er það svo að sumarið hefur verið betra hér eystra. Svo sem oft áður hefur Mýrdalsjökull skýlt okkur í vestlægum áttum og verið sólrík- ara hér en vestan hans. Heyfengur er bæði mikill og góður og eykst að menn noti rúllu- tæknina. Nú er sú breyting á að hætt var að slátra í Vík en slátrað á Klaustri áfram og munu dilkar vera síst betri en vant er þrátt fyrir góðæri. Eldfjöllin skaftfellsku hafa að- eins minnt á sig í sumar, Skaftár- hlaup af minni gerðinni, óvenju mikið vatn í Leirá sem kemur und- an Kötlujökli og stundum hefur verið hlaupvatn í Múlakvísl en hún rennur sunnan undan þeim sama jökli. Mikil leðja fylgir Skaftárhlaup- um sem breytist í ryk er þornar og vindar blása yfir héraðið. Árið 1956 kemur fyrsta Skaftárhlaupið í því formi sem nú er og gæti tengst því er Skaftá hætti að renna í Langasjó. Miklu minna finnst mér bera á fiðrildum en var tii skamms tíma. Gæti þetta tengst rykinu sem hefur aukist hér á seinni árum. Melur þroskaðist snemma og melskurður fór úrskeiðis hér í Meðallandi að miklu leyti vegna þess hvað mikið var fokið af korn- inu. í Álftaveri var minna fokið og safnað þar miklu af melkomi. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir Ein af náttúruperlum Austurlands Vopnafírði - Þær leynast víða náttúruperlur íslands. og taka á sig margar og ótrúlegar myndir. Fjaran Meðal þeirra eru svokallaður Skjólfjörur sunnan er grýtt og ættu steinasafnarar auðvelt með að megin Vopnafjarðar. Berggangar liggja þar í sjó fram fylla vasana fögrum steinum á skömmum tima. Vogabæ veittar viðurkenningar Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson KLEMENS Sæmundsson afhendir Guðmundi Guðmyndssyni viðurkenningu um gæðaeftirlit Vogabæjar. Vogum - Vogabæ í Vogum var nýverið veitt gæðaviðurkenning frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja fyrir innra eftirlit matvælafyrir- tækja sem byggist á svonefndu Gámes-kerfi, sem stendur fyrir greiningu áhættuþátta og mikil- vægra eftirlitsþátta að sögn Klem- ensar Sæmundssonar hjá Heil- brigðiseftirliti Suðurnesja. Þá var Vogabæ veitt viðurkenning fegr- unarnefndar Vatnsleysustrandar- hepps fyrir snyrtilegt umhverfi í sumar. Að sögn Klemensar er unnið eftir reglugerð frá 1994 en núna fyrst eru fyrirtækjum á Suðumesj- um veittar viðurkenningar fyrir að uppfylla ákvæði reglugerðar um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu mat- væla varðandi innra eftirlit. Alls eru það 150 fyrirtæki á Suðumesj- um, smá og stór, sem starfa að framleiðslu matvæla, fyrir utan fiskvinnslufyrirtækin. Gæðaviður- kenningu sem þessa segir Klemens nauðsynlega þegar fyrirtæki hyggja á útflutning til Evrópusam- bandsríkjanna. Guðmundur Guðmundsson, inn- kaupastjóri Vogabæjar, tók við við- urkenningunni og sagði að hjá fyrirtækinu hefði litlu þurft að breyta til að uppfylla skilyrði Gám- es-kerfisins enda góðar áætlanir verið við lýði hjá Vogabæ. Hann segir mikilvægt að fá þennan gæð- astimpil en Vogabær hefur í tvö ár flutt út vörur til Færeyja og um nokkurt skeið hafa framleiðslu- vörur fyrirtækisins verið sendar til Svíþjóðar. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson IJNNIÐ við vegaframkvæmdir. Vegaframkvæmdir á Ströndum Litlu-Ávík - Vegagerðin er byijuð á talsverðum framkvæmdum hér í hrepp. Aðallega er verið að sprengja grjót í sjóvarnagarða í Árneskrók og víða á milli Trékyllisvíkur og Norðurfjarðar. Allt gijót er sprengt í svonefndri Litlukleif og Stórukleif og lagast vegurinn þar til muna á eftir, bæði breikkar og vatnsaginn fyrir ofan lagast. Einnig verður settur sjó- varnagarður fyrir neðan íbúðarhús- ið á Munaðarnesi sem hefur verið í stórhættu fyrir sjógangi. Að sögn Jóns Harðar Elíassonar verkstjóra verður endað við svo- ( nefndan Spena, en þar eru hreppa- mörk Árnes- og Kaldrananes- I hrepps, með ofaníburð og fleiri lag- ) færingar. Þetta er eitt stærsta verk- efni hjá Vegagerðinni í mörg ár hér í Árneshreppi. Morgunblaðið/Egill Egilsson Ljósleiðari kominn til Flateyrar. Flateyri - Þessa dagana eru starfsmenn Pósts og síma að leggja lokahönd á Iagningu Ijós- leiðara til Flateyrar. Lagður er ljósleiðari að Holti í Önundar- firði. Starfsmennimir voru í óða önn við að þræða ljósleiðarann og toga í hann með fjórhjóli. Morgunblaðið/Silli Kór Glerárkirkju söng messu á Húsavík Húsavík - Sóknarprestur Glerárkirkju á Akureyri, sr. Gunnlaugur Garðarsson, ásamt kór kirkjunnar, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, söng messu í Húsavíkurkirkju um síðustu helgi. Sóknarbörnum á Húsavík þótti þetta góð tilbreyting í messuhaldi og ætti meira að gera af þessu en gert er. Slíkt myndi auka messusókn og mun vera meira til efl- ingar safnaðarlífi en margt annað sem gert er. I \ i I I >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.