Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hvatt tíl að- haldsínorsk- um fjármálum Ósló. Reuter. BANKASTJÓRI norska seðla- bankans, Kjell Storvik, hefur hvatt til strangari fjármálastefnu og hófstillingar í launamálum 1997 til að tryggja áframhaldandi stöð- ugleika í norskum efnahagsmál- um. Spár um 1,25% verðbólgu 1996 og 2,5% 1997 eru óbreyttar í síð- ustu ársfjórðungsskýrslu bankans. Þó segir að í árslok 1996 kunni verðbólga að hækka í 3% um hríð vegna stórhækkaðs rafmagns- verðs. Hagvöxtur í Noregi er nú tölu- vert meiri en í helztu viðskipta- löndunum að sögn Storviks og því segir hann þýðingarmeira en ella að verðbólga og launaþróun hald- ist svipuð og í viðskiptalöndunum. Hætta á auknum efnahags- þrýstingi á næsta ári, segir Stor- vik, undirstrikar þörf á strangri fjármálastefnu 1997, í samræmi við aðhald það sem hvatt var til í fjárlögum 1996. Vegna meiri launahækkana en búizt var við neyddist bankinn til þess á öðrum ársfj'órðungi að hækka spá um verðbólgu á árinu í heild í 2,5% úr 2% og í skýrsl- unni segir Storvik að ströng að- haldsstefna í fjármálum 1997 sé grundvallaratriði til að tryggja stöðugt gengi. Sérfræðingar telja ummæli Storviks lítt dulbúna hótun til ríkisstjórnarinnar, sem á að leggja fram fjárlagafrumvarp sitt fyrir næsta ár í þinginu 4. október. Einn sérfræðinganna taldi af- stöðu Storviks hafa harðnað. Hann segir að „ef lagt verði fram þenslu- frumvarp muni seðlabankinn ekki þjarga kerfmu til að eyða verð- bólgu." „Hann mun ekki framfylgja aðhaldsstefnu í peningamálum fyrr en markaðurinn missir traust á krónunni. Þess vegna biður hann markaðinn um að bregðast við fyrst og þvær hendur sínar af fjár- málastefnunni." Alda verkfalla reið yfir Noreg í vor þegar verkalýðsfélög notuðu trausta efnahagsstöðu til að krefj'- ast launahækkana. í verðbólguskýrslu seðlabank- ans hækkar bankinn spá um launahækkanir á næsta ári í 5% úr 4,75% á öðrum ársfjórðungi, en spá um 4,25% launahækkun 1996 er óbreytt. Á fyrstu sex mánuðum ársins fjölgaði störfum um 65.000 miðað við sama tíma í fyrra. Þó dró minna úr atvinnuleysi en ætla mætti með hliðsjón af því að störf- um hefur fjölgað vegna aukinnar þáttttöku kvenna og ungmenna á vinnumarkaði. Engin breyting er á spá um 4,25% atvinnuleysi 1996 og 4% í árslok 1997. „Við erum uggandi vegna þró- unarinnar á vinnumarkaði og ótt- umst að hún leiði til aukinnar verð- bólgu á næsta ári," sagði annar sérfræðingur í Ósló. „Ég tel raun- verulega hættu á því að verðbólga aukist á næstu 12-18 mánuðum." Engin breyting er á spá bank- ans um að verg landsframleiðsla verði 3,25% 1996 og 2,5% 1997. OPEC-ríkin hagnast á olíuverðhækkun Óvæntur gróði af sölu olíu upp á 20-26 milljarða dala London. Reuter. ÓVÆNTUR gróði OPEC-ríkja af olíusölu mun nema 20-26 milíjörð- um dollara í ár vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á hráolíu að sögn orkurannsóknarstofnunar í London, CGES. Olíuútflutningur 11 aðildarríkja Samtaka olíuríkja, OPEC, mun alls nema um 158 milljörðum doll- ara í ár og aukast um 26 milljarða dollara eða 20% úr 132 milljörðum dollara í fyrra að sögn yfirhag- fræðings CGES, Leo Drollas. Flest aðildarríkin gerðu ráð fyr- ir hóflegri verðhækkun í fjárlögum og auknar tekjur gera skuldugum framleiðendum kleift að draga úr fjárlagahalla, grynrika á skuldum, flýta fjárhagsumbótum og auka framkvæmdir. Drollas sagði að tekjur OPEC mundu sennilega aukast því að litlar líkur væru á að olíuverð mundi lækka það sem eftir væri ársins. Tekjur OPEC í fyrra jukust um 10% úr 120 milljörðum dollara 1994 að sögn talsmanns OPEC í Vín. Verð á olíu hefur verið 19 dollarar að meðaltali í ár, tveimur dollurum hærra en í fyrra. Verðið var 22 dollarar tunnan á föstudag og verður áreiðanlega hærra en í fyrra þegar það var 17 dollarar að meðaltali á síðasta ársfjórð- ungi. Þrátefli í deilum íraka og Bandaríkjamanna olli því að verðið hafði ekki verið hærra í fímm ár og birgðir verða of litlar ef írakar fá að selja olíu fyrir matvæli sam- kvæmt áætlun SÞ eins og búizt er við. Drjúgar aukatekjur Helztu framleiðendur OPEC, Saudi-Arabar, gerðu ráð fyrir að verð á hráolíu yrði 14-14,50 dollar- ar tunnan í ár og fá sennilega 10 milljarða dollara aukatekjur að sögn sérfræðinga. Venezúela fær líklega 2,5 millj- arða dollara meiri tekjur en búizt hafði verið við. Tekjur Nígeríu af hráolíusölu á fyrri árshelmingi námu 3,49 milljörðum dollara mið- að við 2,64 milljarða sem spáð hafði verið. Aukatekjur Indónesíu námu tæplega einum milljarði dollara fyrstu sex mánuði ársins og feng- ust 19,50 dollarar að meðaltali fyrir tunnuna. URVERINU Soffanías Cecilsson hf. á Grundarfirði Sendir bát til hörpuskel- veiða við Nýfundnaland SOFFANIAS Cecilsson hf. á Grund- arfirði hefur nú sent Grundfirðing SH 12 til veiða á skelfíski við frönsku eyjanna St. Pierre og Miq- uelon, sem liggja rétt sunnan Ný- fundnalands. Grundfirðingur hefur fengið leyfí til veiða á allt að 1.000 tonnum af hörpudiski fyrir þarlenda hörpudiskverksmiðju, Miquelon. S.A. Þessi leyfilegi afli er mun meiri en heildarskelkvóti fyrirtækis- ins á Breiðafirði en hann er tæp 700 tonn. Fyrirtækið Miquelon S.A. er dótt- urfyrirtæki Pescanova á Spáni og hefur yfir að ráða nýlegri og mjög fullkominni skelverksmiðju frá Garnitech. Fyrirtækið hefur hins vegar aðeins einn bát til veiðanna og hefur hann ekki náð að afla nægilegs hráefnis til vinnslunnar. Grundfírðingur mun gera tilraun til að þróa veiðarnar með þeim aðferð- um sem notaðar eru við skelveiðar á Breiðafirði. Átta manns eru í áhöfn Grundfírðings. Magnús Soffaníasson, fram- kvæmdastjóri Soffaníasar Cecils- sonar hf., segir að þarna sé um mjög áhugavert verkefni að ræða, enda sé það ekki algengt að svona litlir bátar séu sendir til veiða á fjarlægum miðum, en Grundfirðing- ur er aðeins 103 tonn. „Þetta er auðvitað svolítil áhætta vegna þess að veiðin er svolítið óviss. Við fáum hins vegar vel borg- að fyrir skelina og verði veiðin mik- il, verður útkoman góð. Þeir hafa verið með bát af svipaðri stærð og Grundfirðingur og hefur hann verið með tvo fremur litla plóga og síðan hefur þurft að handhreinsa allt um borð, enda eru 14 í áhöfninni. Grúndfírðingur er með nýja gerð af plógi sem er bæði stærri og þyngri og hefur reynzt mjög vel á Breiðafirðinum. Auk þess er hreinsibúnaður fyrir skelina um borð," segir Magnús. Soffanías Cecilsson gerir út tvo aðra báta, Sóley og Fanney og eru þeir báðir við rækjuveiðar nú. Þá er verið að setja upp uppþýðingar- tæki fyrir iðnaðarrækju hjá fyrir- tækinu og er reiknað með að þau komist í gagnið um miðjan næsta mánuð. Þá verður Sóleyin send á bolfisk og vinnsla á iðnaðarrækju hafin. Síldveiðin er enn dræm DRÆM veiði hefur verið hjá þeim síldveiðibátum, sem byrjaðir eru vertíðina. Bæði hefur sfldin verið dreifð og veðurfar rysjótt á miðun- um. Menn eru þó vongóðir um að veiðin muni glæðast á allra næstu dögum auk þess sem almennrar bjartsýni gætir í garð síldarvertíðar nú upphafi hennar. Alls hafa 68 skip leyfí til síld- veiða. Leyfilegt er að veiða rúm 113 þúsund tonn af síld á nýhafinni síld- arvertíð sem þýðir að kvótinn er 1.220 tonn á hvert skip. Fjöldi skipa kemur til með að veiða fleiri en einn kvóta, en dæmi eru um skip, sem keypt og leigt hafa allt að fimm sfld- arkvóta, miðað við núverandi kvóta- stöðu. Þetta á t.d. við um Börk NK, Jón Sigurðsson GK og Glófaxa VE sem hvert um sig eru með yfír sex þúsund tonna sfldveiðikvóta í ár. Björn Jónsson, kvótamiðlari hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna, segir að töluvert sé um að menn séu að skipta sfldinni út fyrir botnfisk eða öfugt og væri síldark- vótinn að fara fyrir 150 tonn af þorski. Björn sagði að leiguverð á þorski þessa dagana næmi 75 kr. kg. Samkvæmt því er sfldarkvótinn metinn á um 11,250 þúsund krónur. Hlýtur að lagast eftir helgi Börkur NK varð fyrstur skipa til að hefja vertíðina að þessu sinni og hefur landað um 330 tonnum það sem af er. Hann fór fyrst út sl. sunnudag og var að landa í fjórða sinn í gær hjá Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað. Aflinn hefur verið fremur dræmur það sem af er ver- tíðinni. Til að mynda kom Börkur aðeins með 20-30 tonn að landi í gær, Jón Sigurðsson GK landaði Síldarkvótinn fyrir 150tonn af þorski 70 tonnum fyrir austan og Jóna Eðvalds SF fékk um 250 tonn í einu kasti sem er með því besta sem fengist hefur nú. Auk þessarra skipa eru Arney KE og Sunnuberg frá Vopnafirði komin á síldarmiðin. „Við höfum verið að veiðum í Berufjarðarál, en ennþá er enginn kraftur kominn í veiðarnar, af neinu viti. Þetta hlýtur að lagast eftir helgina. Þó veiðin hafi ekki verið merkileg ennþá, er síldin mjög stór og góð," segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki NK. Saltað og fryst „Hljóðið í okkur er mjög gott þó segja megi að veiðarnar fari rólega af stað. Menn hafa verið að fá frek- ar lítil köst það sem af er," segir Svanbjörn Stefánsson, vinnslustjóri hjá Síldarvinnslunni hf. Um það bil 400 tonn af síld eru komin á land hjá Sfldarvinnslunni í Neskaupstað þessa fyrstu daga af vertíðinni. „Þetta er stór og mjög góð síld, meðalþyngdin er yfir 300 grömm, og fer hún í þessar stærri pakkning- ar fyrir markaði sem vilja kaupa stærri síldina. Hún er reyndar núna að vinna sig upp í fítu eftir got þannig að hún er viðkvæm. Hún á eftir að festa fituna betur í holdinu og þá mun hún þola meiri geymslu en hún gerir nú. Eins og er þolir hún litla geymslu og þarf því að vinnast strax. Við vinnum hana um leið og hún berst að landi og hættum ekki fyrr en verkinu er lokið. Hluti af síldinni fer í salt og hluti í fryst- ingu. Henni er skipt bróðurlega á milli þessara tveggja vinnslu- aðferða." Hjá Síldarvinnslunni hf. var salt- að í 42 þúsund tunnur á síðustu sfldarvertíð og fryst voru 1.200 tonn. „Það var metár hjá okkur þá. Það er mjög erfítt að segja hvort við náum að slá þvi við nú, það byggist m.a. á kvótastöðunni, en vonandi verður það svipað þó ég geri mér ekki vonir um að það tak- ist að salta jafnmikið nú og í fyrra." Börkur NK hefur sjálfur yfír tveim- ur síldarkvótum að ráða auk þess sem leigðir hafa verið á hann nokkr- ir viðbótakvótar. „Við vonumst til að geta verið í síld fram að jólum. Vertíðin stendur yfírleitt í þrjá mánuði, október, nóvember og des- ember, og hefur að jafnaði verið góð allan tímann hin síðari ár nema hvað um mánaðamótin október/ nóvember hefur borið á því að síld- in hafí orðið smærri með þeim af- leiðingum að meira hefur farið í bræðslu," segir Svanbjörn. Aðspurður um hvaða þýðingu síldarvertíð hafi fyrir byggðarlag á borð við Neskaupstað segir Svan- björn að hún hafí óneitanlega óhemju mikla þýðingu. „Það er geysiíeg vinna sem stendur á bak við þetta. Síldarvertíðin veitir um eitt hundrað manns vinnu í þrjá mánuði. Um er að ræða heimafólk og síðan höfum við þurft að ráða talsvert mikið af aðkomufólki í sild- ina," segir Svanbjörn. Auk mót- tökustöðvar í Neskaupstað er síld unnin í fleiri Austfjarðahöfnum, m.a. á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Seyðisfírði og Höfn í Hornafirði og að líkindum koma Vestmannaeyingar til með að vinna síld eftir að veiðin tekur að glæðast. Kynna 400 vísindaskýrslur Arsfundur Alþjóða hafrannsóknaráðsins í Reykjavík ARSFUNDUR Alþjóða hafrann- sóknaráðsins, ICES, hefst í Reykja- vík í dag og stendur hann til fjórða október. Ársfundurinn er sá vett- vangur innan ráðsins þar sem vís- indamenn á ðllum sviðum haf- og fískifræði koma saman og kynna niðurstöður rannsókna sinna með formlegri hætti en á fundum vinnu- nefnda ráðsins og þar sem örvað er til þverfaglegrar umfjöllunar eins og kostur er. Búizt er við því að liðlega 500 fulltrúar frá 29 aðildarlöndum sitji ráðstefnuna í Reykjavík og kynntar verði meira en 400 vísindaskýrslur og vísindagreinar. Þar af munu um 30 vera frá íslenzkum vísindamönn- um. Meðan á ráðstefnunni stendur munu jafnframt verða haldnir fund- ir 12 fastanefnda ICES sem í sitja fulltrúar aðildarlanda á mismunandi fagsviðum, svo sem sérfræðingar á sviði botnfiska og uppsjávarfiska, fiskeldisfræðingar, sérfræðingar á sviði dýra- og plöntusvifs, og sér- fræðingar í efna- og eðlisfræði sjáv- ar. Þá mun stjórn ráðsins halda fundi sína í tengslum við ársfundinn og leggja á ráðin um samstarf og sam- hæfingu krafta á komandi árum, en hvert aðildarlandanna á tvo fulltrúa í stjórninni. Fulltrúar íslands í stjórninni eru Jakob Jakobsson og Jóhann Sigurjónsson. Ráðstefnan verður sett í aðalsal Háskólabíós klukkan 9.00 af for- seta ráðsins, Frakkanum Alain Maucorps. Því næst mun Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, ávarpa ráðstefnugesti. Loks heldur Dr. R.R. Dickson frá Bretlandi fræðilegan fyrirlestur er fjallar um áhrif langtímasveifla í sjávarhita og loftslagi á eðlisfræðilega og líf- fræðilega eiginleika hafsins. Öllum er heimill aðgangur að setningu ársfundarins, en aðrir hlutar hans er eingöngu ætlaðir ráðstefnufulltrúum. I i r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.