Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 19

Morgunblaðið - 27.09.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 19 ERLENT Skriðdrekar á götum Jerevan Jerevan. Morgunblaðið. ELDSNEMMA í gærmorgun komu skriðdrekasveitir akandi inn í miðborg Jerevan og hermenn tóku sér stöðu við helstu opinberu byggingar og samkomustaði fólks. Þar með varð ljóst að Levon Ter- Petrosyan, forseti ætlar sér ekki að gefa þumlung eftir gagnvart stuðningsmönnum Vazgens Manukyans, mótframbjóðanda síns í forsetakosningunum. A hót- eli íslenska skáklandsliðsins heyrðu menn einhveija skothríð en gátu ekki gert sér grein fyrir hvort skotið væri upp í loftið eða í átt að einhverjum stuðnings- mönnum Manukians. Liðsmenn Manukyans láta lítið á sér kræla, enda miða aðgerðir hersins greinilega að því að koma í veg fyrir að þeir geti safnast saman til þess að ítreka kröfur sínar um að Ter-Petrosyan segi af sér vegna víðtækra kosninga- svika í forsetakosningunum á sunnudaginn var. Hermenn vart af barnsaldri Hermennirnir sem nú eru á vappi i miðborg Jerevan skiptast nokkuð í tvö horn. Annars vegar eru bardagareyndir dátar úr átök- unum við Azerbajdshan með vél- byssur sem ekki fór á milli mála að hafa verið notaðar oft og lengi, en hins vegar eru kornungir menn og virðast sumir vart af barns- aldri. Allir eru þeir gráir fyrir járn- um og standa sinn vörð af stakri samviskusemi en gera sér jafn- framt far um að skelfa fólk ekki með návist sinni. Enda virðast menn svo sem ekki skelfingu lostnir. Nokkrum sinnum sá ég hermenn verða fyrir aðkasti óbreyttra borgara, en aðal- lega voru það samt nokkrir vopn- aðir menn í borgaralegum klæð- um, sem tilheyra sjálfsagt öryggis- sveitum innanríkisráðuneytisins eða einhveijum álíka hópum, sem urðu fyrir reiði fólks. Móðurlegar umvandanir Sú reiði var hófstillt en ekki fór milli mála að ýmsir höfðu margt við þá opinberu skýringu Ter-Pet- rosyans að athuga að hermennirn- ir væru þarna komnir einungis til að standa vörð um lýðræðið í land- inu. Athyglisvert var að það voru helst miðaldra konur sem létu byssumennina heyra það, rétt eins og um væri að ræða móðurlegar umvandanir. Áberandi færri voru á ferli í miðborg Jerevan en venjulega. Bílaumferð var líka bönnuð meira og minna og stæðilegum skrið- drekum hafði verið lagt yfir helstu umferðargötur í miðborginni. Það er erfitt að ræða þessi mál við Armena, enda eru skoðanir svo skiptar um ástæður ástandsins að þar er enginn millivegur. Annað- hvort er Ter-Petrosyan vaidaræn- ingi, eða Manukyan tapsár valda- sjúklingur sem getur ekki horfst í augu við að hafa tapað kosning- unum. Reuter CHAN og félagar hans voru dregnir aftur um borð I skip sitt en Chan, sem var lítt syndur, var þá látinn. Deilur Kína og Japans um eyjaklasa Lét lífið í mótmæla- aðgerð Hong Kong. Reuter. JAPANAR sögðust í gær harma að 45 ára gamall Hong Kong-mað- ur, David Chan, skyldi láta lífið er hann tók þátt í mótmælum við umdeildan eyjaklasa sem Japan og Kína gera tilkall til. Varðbátar Japana hindruðu skip mótmælend- anna í að sigla í höfn á eyjunum. Eyjarnar sem nefnast Senkaku á japönsku en Diaoyu á kínversku eru óbyggðar en talið er að í land- grunni þeirra geti verið olíulindir. Chan og félagar hans, alls 18 menn, hugðust reisa hinn rauða fána Kínverska alþýðulýðveldisins á eyjunum en Hong Kong verður hluti Kína á næsta ári. Mennirnir sigldu á gömlu og ryðguðu tank- skipi, Kien Hwa 2, til eyjanna en þar voru varðbátar Japana á vakki og flugvélar sveimuðu yfir skipinu. Ekki reyndist unnt að sigla til hafnar vegna hafróts og Japanar bönnuðu auk þess skipstjóranum að fara nær en tvær sjómílur. Til- boði Japana um að að fara í land á gúmmífleka var hafnað. Chan stakk sér í sjóinn ásamt nokkrum félögum sínum til að leggja áherslu á mótmælin og voru þeir bundnir við skipið með línu. Eitthvað fór úrskeiðis og Chan drukknaði auk þess sem einn mannanna slasaðist. Japanskir læknar veittu hinum slasaða aðstoð en tókst ekki að lífga Chan við. Aðgerðir gegn kynlífsánauð án samþykktar Umboð Europol verður víkkað út Dublin. Reuter. DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins samþykktu í gær að víkka út umboð Europol, lög- reglusamvinnustofnunar ESB, þannig að stofnunin geti tekið á málum glæpamanna, sem flytja konur og börn milli landa og selja í kynlífsánauð. Dora Owen, dómsmálaráðherra Irlands, sagði að ráðherrarnir hefðu á fundi sínum, sem lauk í Dublin í gær, náð pólitísku sam- komulagi um að fela fíkniefnadeild Europol að fást við glæpi af þessu tagi. Formlega verður gengið frá samkomulaginu síðar. Það felur meðal annars í sér að lögreglulið aðildarríkja ESB munu skiptast á sérfræðingum í kynlífsglæpum og *★★★* EVRÓPA^ setja upp sérstakar miðstöðvar lögreglumanna, sem fylgjast með sölu barna og kvenna. Yfirleitt hefur aðildarríkjum ESB gengið illa að ná samkomu- lagi um að auka völd Europol á kostnað eigin lögregluembætta. Yfirmaður Europol, Jiirgen Storbeck, sagðist mjög ánægður með ákvörðun ráðherranna. „I þau tuttugu ár, sem ég hef starfað að þessum málum, hef ég aldrei vitað menn taka ákvörðun jafnskjótt," segir hann. Barnaklámsmálið í Belgíu hefur valdið stórauknum þrýstingi á stjórnmálamenn að grípa til aðgerða. Upplýsingaskipti og samræmdar aðgerðir Storbeck segir að með hjálp Europol geti lögreglumenn í aðild- arríkjum ESB aukið mjög hraða upplýsingaskipta og samræmt að- gerðir sínar gegn glæpamönnum betur. Upplýsingar um týnd börn og fólk, sem grunað er um að hafa rænt þeim, geta að sögn Storbecks borizt á milli lögreglu, landamæraeftirlits og tollgæzlu á innan við klukkustund. Brussel. Reuter. NIÐURSTÖÐUR nýrrar Euro- haromeíei^skoðanakönnunar staðfesta það, sem lengi hefur verið vitað, að áhrifamenn og ákvarðanatakendur í aðildar- ríkjum Evrópusambandsins hafa mun jákvæðari afstöðu gagnvart sambandinu en allur almenningur. Eurobarometer skilgreinir sem „ákvarðanatakendur“ kjörna stjórnmálamenn, hátt setta embættismenn, leiðtoga samtaka vinnumarkaðarins, yfirmenn á fjölmiðlum og áber- andi fræði-, lista- og mennta- menn. Tekið var úrtak 4.000 manna úr þessum hópi og lagð- ar fyrir hann sömu spurningar og lagðar hafa verið fyrir borg- Ákvarðana- takendurjá- kvæðari en almenningur ara ESB-ríkjanna í könnunum undanfarið. Niðurstöðurnar sýna að 94% ákvarðanatakenda telja aðild lands síns að ESB jákvæða, en aðeins um helmingur almenn- ings. Þá töldu 90% ákvarðana- takenda að land þeirra hefði notið góðs af aðildinni, en ekki nema 45% almennings. Ákvarðanatakendur og al- menningur hafa þó svipaðar skoðanir á því hvaða mál ESB beri að leggja áherzlu á næsta áratuginn; trygging friðar, að- - gerðir gegn atvinnuleysi og barátta gegn glæpum og fíkni- efnum eru mál, sem báðir hópar telja að eigi að vera á oddinum. Aftur á móti eru 85% ákvarð- anatakenda „afar hlynntir“ eða „fremur hlynntir“ upptöku sam- eiginlegrar myntar ESB-ríkj- anna en aðeins 54% almennings. Skoðanir ákvarðanatakenda á þessu máli eru ólíkar eftir lönd- um; í Bretlandi eru 60% áhrifa- manna hlynntir EMU, en 93% í Lúxemborg. Bíll fyrir vandláta: BMW 520i station ‘96. svartur, 5 g., ek. 25 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur. Sem nýr. V. 3.280 þús. Plymouth Voyager Grand ‘93, hvítur, ek. 81 þ. km., 7 manna, 6 cyl. (3,3). V. 1.890 þús. Sk. ód. Grand Wagoneer Ltd. ‘93, grænn, m/við arkl., sjálfsk., ek. 100 þ. km., rafm. í öllu, leðurkl., sól- lúga, álfelgur o.fl. V. 3,1 millj. Nissan Sunny 2.0 GTi ‘91, rauður, 5 g., ek. 81 þ. km., sóllúga, ABS bremsur, álfelgur, rafm. í öllu. V. 980 þús. Citroen XM 2.0i ‘91, leöurinnr., sjálfsk., ek. aðeins 84 þ.km. Rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Toyota Coroila XL Sedan ‘92, brúnsans., sjálf- sk., ek. 66 þ. km., grjótagrind o.fl. V. 790 þús. Mazda 626 GTi 16 v Coupé ‘88, 5 g., ek. 97 þ. km., spoiler, álflegur o.fl. V. 690 þús. Nissan Micra LX 5 dyra ‘94, 5 g., ek. 43 þ. km. V. 740 þús. V.W Golf CL1.4 ‘94, 3ja dyra, ek. 30 þ. km., vín- rauður. V. 930 þús. Tilboðsverð á fjölda bifreiða Ath. eftirspurn eftir árg. ‘93-’97.Vantar slíka bíla á skrá og á staðinn. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bflasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig Opið laugard. kl.10-17 og sunnud. kl. 13-18 Subaru Justy 4x4 ‘87, 5 dyra, ek. 127 þ. km. V. 220 þús. (Visa, Euri raðgr.). Nýr bfll: VW Golf 2.0i ‘96, 5 dyra, 5 g., vínrauðir. Álfelgur o.fl. V. 1.385 þús. Grand Cherokee Laredo V-6 ‘93, græns ans, 5 gíra, ek. aðeins 59 þ.km. m/öllu. V. 1.390 þús. Hyundai Accent GSi ‘95, grænsans., 5 g., ek. 9 þ. km., 15” álfelgur, loftpúðar o.fl. V. 990 þús. Ford Explorer XLT ‘92, hvítur, sjálfsk., ek. 97 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. Top peintak. V. 2.150 þús. (c upptalning:) MMC Colt GLX ‘90, 5 g., ek. 66 þ. km. Nissan Sunny SLX Sedan ‘92, sjálfsk., ek. aðeins 55 þ. km., rafm. í rúðum, spoil er, álflegur, 2 dekkjag. o.fl. V. 890 þús. Hyundai Elantra 1.8 GLSi ‘96, blágræns ans., 5 g., ek. 5 þ. km. Rafm. í öllu, fjarst. læsingar. Spoiler o.fl. V. 1.390 þús. Forf Aerostar 4x4 ‘94, hvítur, ekinn að eins 5 þ.km. m/gluggum, sem nýr. V. 1.600 þús. Ath. sk. ód. Dodge Shadow ES Turbo‘88, ek. 100 þ.km. 4 dyra, svartur, sjálfsk., mikið yfirfar inn. Tilboðsverð 560 þús. Ath. Sk. ód. Volvo 740 GL ‘89, 4 dyra, gylltur, sjálfsk., ek. aðeins 86 þ.km. 2 eigendur. Mjög fall egur bíll. V. 1.050. Ath. sk. ód. Bílar á tilboðsverði Honda Civlc GL Sedan ‘88, hvítur, sjálfsk., ek. 94 þ. km. V. 540 þús. Tilboð 420 þús. Fallegur bíll. Mazda 323 LX ‘89, rauður, 3ja dyra, ek. 150 þ. km., álfelgur, 5 g., mikið yfirfarinn. V. 380 þús. Tilboð 280 þús. Nissan King Cap m/húsi 4x4 ‘83, svartur, 5 g., 2000 vél. V. 390 þús. Tilboð 270 þús. Mazda E-2200 ‘87, sendibíll með kassa, diesel, ek. 135 þ. km., bíll í toppstandi. V. 690 þús. Tilboð 540 þús. Honda Civic Shuttle ‘84, rauður, 5 g., ek. 70 þ. km. á vél, bíll í góðu standi. V. 240 þús. Tilboð 150 þús. Toyota Carina 2000 GLi Executive ‘90, hvítur, ek. 110 þ. km., 4ra dyra. sjálfsk., rafm. íöllu. V.920 þús. Tilboð 810 þús. Hyundai Pony LS ‘93, 3ja dyra, 5 g., grænn, ek. aðeins 63 þ. km. V. 620 þús. Tilboö 500 þús. Ford Scorpion 2000 GL ‘86, drapplitur, 5 d., 5 g., ek. 124 þ. km. mikið yfirfarinn. V. 590 þús. Tilboð 460 þús. Ford Lincoln Continental ‘90, blásans., ek. 83 þ. km., V-6 (3.8). Einn með öllu. Verö 1.490 þús. Tilboð 1.290 þús. Renault Clio RN ‘92, rauður, 5 g., ek. 120 þ. km. (vél uppt.). V. 540 þús. Tilboð 470 þús. MMC Lancer 4x4 GLX station ‘87, gott ein- tak. V. 490 þús. Tilboð 390 þús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.