Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1996 21 ERLENT Hættvið heimsókn Adams í þingið London. Reuter. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýð- veldishersins, hætti í gær við fyrir- hugaða einkaheimsókn í breska þinghúsið. Höfðu fréttir um að einn þingmaður Verkamanna- flokksins hefði boðið Adams í þingið vakið mikla reiði, ekki síst innan flokksins, sem útilokaði ekki að þingmanninum yrði vikið úr honum. Gagnrýndi Adams Verkamannaflokkinn harðlega í gær vegna málsins og sakaði hann um „nornaveiðar að hætti McCarthys". Ævisaga Adams kom út á mið- vikudag og hugðist hann hefja kynningu hennar í þinghúsinu, þar sem neðri deild þingsins hefur aðsetur sitt. Starfsmenn þingsins komu í veg fyrir það í síðustu viku, en þá bauð Jeremy Corbyn, þing- maður Verkamannaflokksins, Ad- ams til fundar við sig í þinginu og átti hann að vera í gær. For- dæmdu samflokksmenn hans það harðlega, sérstaklega í ljósi þess að mikið af sprengiefni fannst fyrr í vikunni í fórum IRA. Adams sagðist hafa hætt við heimsóknina vegna þeirra deilna sem hún hefði vakið. Það hefði ekki verið ætlun sín að koma Corb- yn eða öðrum sem tekið hefðu „uppbyggilega afstöðu til írlands" illa. Hins vegar væru deilurnar innan Verkamannaflokksins ekk- ert annað en nornaveiðar og til þess ætlaðar að beina athyglinni frá því sem raunverulega skipti máli. Adams var kjörinn á breska þingið á síðasta áratug en tók aldr- ei sæti þar. Hann hefur hins vegar komið nokkrum sinnum í þinghús- ið og má ekki meina honum að- gang að því þar sem hann telst fyrrverandi þingmaður. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, ræðir við blaðamenn fyrir utan breska þinghúsið í gær en hann hætti við fyrirhugaða heimsókn þangað vegna andstöðu við hana. Morðingi Palme í Suður-Afríku? Pretoríu. Reuter. FYRRVERANDI yfirmaður leyni- legra aðgerða á vegum lögreglunnar í Suður-Afríku sagði í gær, að einn af stórnjósnurum S-Afríkustjórnar á dögum aðskilnaðarstefnunnar hefði verið viðriðinn morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986. Eugene de Kock, fyrrverandi for- ingi í s-afrísku lögreglunni, sem dæmdur var í síðasta mánuði fyrir sex morð og aðra glæpi, kvaðst hafa átt fund með dómara og veitt honum ýmsar upplýsingar, „eins og til dæm- is um morðið á Olof Palme". „Morðið var eitt af verkum Craig Williamsons en ég vil, að það verði rannsakað áður en það verður svæft endanlega," sagði de Kock. William- son var einn afkastamesti njósnari aðskilnaðarstefnunnar á áttunda og níunda áratugnum og hefur játað að hafa staðið fyrir sprengjutilræðum og öðrum aðgerðum gegn þeim, sem börðust gegn stjórnvöldum. Tengsl milli Palme og Afríska þjóðarráðsins De Kock nefndi ekki hvers vegna Williamson hefði verið viðriðinn morðið á Palme en sænski forsætis- ráðherrann hafði mikil tengsl við Afríska þjóðarráðið, helstu samtök þeirra, sem börðust gegn aðskilnað- arstefnunni. Aldrei hefur tekist að upplýsa morðið á Palme og morð- vopnið hefur ekki fundist. De Kock kvaðst hafa haft næg tækifæri til að sleppa úr fangelsi síðan hann var dæmdur í síðasta mánuði enda hefði hann haft lykla að klefanum. Hann kvaðst hins veg- ar hafa ákveðið að gera það ekki og hefur nú farið fram á það við sátta- nefnd, að honum verði gefnar upp sakir. Nefndin hefur það hlutverk að græða sárin, sem aðskilnaðar- stefnan olli, og hefur vald til að náða þá, sem gerðust sekir um mannrétt- indabrot. LISTIR Nýjar bækur Fundur varnarmálaráðherra NATO í Björgvin í Noregi Perry hafnar kröfu frönsku stjórnarinnar Björgvin. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hafnaði í gær kröfu Frakka um að Evrópu- maður yrði yfirmaður hersveita Atlantshafsbandalagsins (NATO) í suðurhluta Evrópu en ekki Bandaríkjamaður. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við óformlegan fund varnarmálaráðherra NATO- ríkjanna sem lauk í Björgvin í Noregi í gær. Perry sagði að Bandaríkjastjórn væri hlynnt því að hernaðarlegu stjórnkerfi bandalagsins yrði breytt þannig að vegur Evrópu- ríkjanna yrði aukinn. Hins vegar kæmi ekki til greina að Evrópu- maður færi með yfirstjórn suður- svæðisins en ekki Bandaríkjamað- ur eins og verið hefur. Franska stjórnin hafði hótað að falla frá áformum sínum um að taka á ný fullan þátt í hernað- arsamvinnu NATO ef ekki yrði orðið við kröfunni. Perry sagði það mjög eðlilegt að Bandaríkjamaður færi með yfirstjórn hersveita NATO á suðursvæðinu, m.a. Sjötta flota Bandaríkjahers og fleiri sveita við Miðjarðarhaf. „Ég get bent á að nokkrar af þessum sveitum, til dæmis Sjötti flotinn, þjóna ekki aðeins NATO heldur gegna þær hlutverki í Miðausturlöndum til dæmis." Ný NATO-ríki á næsta ári Perry sagði ennfremur að nokkrum löndum yrði boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á sér- stökum fundi sem haldinn yrði á næsta ári. Ráðherrann þvertók hins vegar fyrir að nefna hvaða lönd það yrðu eða hversu mörg en ætlunin væri ekki að ógna Rússum, sem hafa lagst gegn stækkun bandalagsins til austurs. Perry sagði einnig að til greina kæmi að Bandaríkin sendu herlið að nýju til Bosníu á næsta ári, ef Atlantshafsbandalagið, sem séð hefur um friðargæslu þar, teldi íslenskuþættir Gísla Jónssonar það nauðsynlegt. „Mér er fullljóst að fjölmargir bandamenn hafa lýst því yfir að þeir muni því aðeins taka þátt framhaldi friðargæsl- unnar ef Bandaríkin séu þáttak- endur í því," sagði Perry. Hann lagði áherslu á að Banda- ríkjamenn vildu ekki skuldbinda sig enn sem komið er. Þeir væru hins vegar reiðubúnir að íhuga slíkt ef niðurstaða NATO væri sú að þáttaka Bandaríkjanna í friðar- gæslunni væri „nauðsynleg og við- eigandi". Sagði Perry að ef til þessa kæmi, myndi forsetinn ákveða í samráði við þingið í hvers konar verkefni Bandaríkjaher myndi taka þátt; því að koma í veg fyrir að átök brytust út, eða að koma á stöðugleika sem fæli m.a. í sér að tryggja ferðafrelsi og væri því mun umfangsmeiri og flóknari aðgerð. Bandarísk stjórnvöld hafa hingað til ekki viljað skuldbinda sig til lengri veru í Bosníu en út þetta ár. BÓKIN Islenskt mál eftir Gísla Jónsson er komin út. Hún hefur að geyma úrval ís- lenskuþáttanna víð- kunnu sem hafa birst vikulega í Morgun- blaðinu frá því í maí 1979. Bókina tileinkar höfundur Menntaskól- anum á Akureyri og Amstbókasafninu á Akureyri með ævin- legri þökk. í kynningu útgef- anda segir: „í þessum þáttum hefur sitthvað borið á góma og Gísli látið sér fátt óviðkomandi er snert hefur þjóðararfinn á einhvern máta. Margt hefur verið spjallað um einstök orð, beygingu þeirra, merkingu og uppruna. Mannanöfn hafa verið krufin til mergjar og lagt út af daglegri orðanotkun í fjölmiðlum. Slegið hefur verið á létta strengi, vísur ortar, dæmisög- ur sagðar og tilskrifum svarað." í bókinni eru formálar eftir þá Harald Bessason, Tryggva Gísla- Gísli Jónsson son og Matthías Jo- hannessen. Eins og Haraldur Bessason orðar það hafði Gísli verið einn af áhrifa- mestu íslenskukenn- urum landsins talsvert á fjórða áratug þegar hann lét af störfum við Menntaskólann á Akureyri 1987. Gísli hefur einnig ritað töluvert um sagnfræði og íslensk- ar bókmenntir. Fremst í bókinni er Tabula gratulatoria, en Gísli varð sjötugur 14. september í fyrra. íslensku máli fylgir ítarleg at- ríðaorða- og nafnaskrá og er bók- in alls 303 síður. í ritnefnd sátu Tryggvi Gíslason, Haraldur Bessason, Jóhannes Nordai, Lárus Zophoníasson, Matthías Johann- essen, Sigurður Eggert Davíðs- son, SigurðurJ. Sigurðsson, Tóm- as Ingi Olrich og Jón Hjaltason. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar á Akureyri. Lög eftir Skúla Hall- dórsson TÓNLISTARMENNIRNIR Fríður Sigurðardóttir sópran', Halla Soffía Jónsdóttir sópran og Skúli Halldórsson tónskáld og píanóleikari verða með opna æfingu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á laugardag kl. 15. Æfingin er haldin vegna vænt- anlegrar upptöku á lögum Skúla, en hann hefur nýlega útsett tíu af lögum sínum fyrir tvísöng. Meðal þeirra laga sem flutt verða í Gerðubergi á laug- ardag eru: Smaladrengurinn og smalastúlkan, Linda, Draumljóð og Bakkus. Hér er ekki um tónleika að ræða heldur opna æfingu; að- gangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Sænskur og danskur rithöfundur í Norræna húsinu FYRIRLESTRARÖÐIN Orkan- ens oje hefst að nýju sunnudag- inn 29. september kl. 16 í Nor- ræna húsinu. Þaðer sænski rit- höfundurinn og ljósmyndarinn Bertil Pettersson sem byrjar haustdagskrána með kynningu á verkum sínum og segir frá sjálfum sér. Bertil Pattersson er fæddur 1932. Hann hefur sent frá sér á fjórða tug bóka skáldsögur og ort ljóð og hefur einnig unn- ið mikið með tónlistarmönnum, leikurum og myndlistarmönn- um. I för með Bertil Pattersson er eiginkona hans, danski rit- höfundurinn Lis Vibeke Krist- ensen, og ætlar hún að fjalla um bækur sínar mánudags- kvöldið 30. september kl. 20.30 í Norræna húsinu. Lis Vibeke Kristensen hóf rit- höfundarferil sinn á síðasta ári með smásagnasfni og skáld- sögu. Smásögur hennar hafa birzt í tímaritum og nokkrar hafa verið umsamdar fyrir út- varp og sjónvarp. Sagnfræðing- ar skrifa um sjálfa sig Á AÐALFUNDI Sögufélagsins á laugardaginn heldur Einar Már Jónsson, lektor við Sor- bonne-háskóla í París, fyrirlest- ur um sjálfsævisögur sagnfræð- inga. I samtali við Morgunblaðið sagðist Einar Már fjalla um sjálfsævisögur franskra sagn- fræðinga. Þekktir sagnfræðing- ar í Frakklandi hafa gefið út sjálfsævisögur undanfarið, en þeir eiga það sameiginlegt að tilheyra svokallaðri „annála- hreyfingu" sem væri stefna í franskri sagnfræði." Meðal þessara sagnfræðinga, sem flestir eru fæddir kringum 1924-25, eru Le Goff og Duby sem báðir hafa komið hingað til lands til fyrirlestrahalds. Ein- ar Már sagði að um væri að ræða einhverja hreyfingu eða strauma sem hófust um 1980. Bókum sagnfræðinganna sagði hann að hefði verið tekið mis- jafnlega, en öllu væri veitt at- hygli sem þessir frægu menn sendu frá sér. Ragnheiður sýnir í Slunkaríki RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir opnaði sýningu í Gallerí Slunka- ríki á ísafirði 7. september síð- astliðinn sem ber yfirskriftina „Landslag". Sýningin er í báð- um sölum Slunkaríkis og samanstendur af tví- og þrívíð- um málverkum. Þetta er fjórða einkasýning Ragnheiðar en um þessar mund- ir sýnir hún einnig í húsakynn- um Kvennalistans í Reykjavík. Sýningunni í Slunkaríki lýkur 30. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.